Helgarpósturinn - 24.04.1981, Side 22
22
Föstudagur 24. apríi 1981 helgarpó^tiirinn
„Er alltaf upptekinn
— rætt við Pálma Guðmundsson
upptökumann á Akureyri
oftast vel undirbúið, en þegar
verið er að gera prufuupptökur
t.d. þá er efnið oft litið æft.
— Hefur þú tekið upp margar
plötur?
— Já, ég held að ég geti sagt
það. A þessu ári hef ég tekið upp
einar fjörar plötur. Káta daga
með Finni Eydal, Ljúfa sönglist,
með Jóhanni Konráðssyni og fjöl-
skyldu. Kór Barnaskólans á
Akureyri undir stjórn Birgis
Helgsonar og Jón nikkara Hrólfs-
son. Ég hef einnig tekið upp
leikhljóð, auglýsingar og annað
slikt. Siðan hef ég tekið upp eina
4ra laga plötu, sem heitir Arný
trúlofast en þá plötu ætla ég að
gefa út sjálfur. Og meiningin er
að fara úti útgáfustarfsemina.
— Einmitt það.
— Já, Arný trúlofast er
væntanleg á næstunni, en Arný
skipa þeir Hreinn Laufdal og
Ingjaldur Arnþórsson. Platan
hefur þvi miður tafist i presunni
en ég vona að biðin eftir henni
taki senn enda. Plötur vilja oft
tefjast.
Finnur i fullu fjöri
— Spilar þú sjálfur á hljóðfæri?
— Nei, það geri ég ekki, hins
vegar hlusta ég mikið á plötur. Og
það er merkilegt að eftir að ég fór
sjálfur að taka upp plötur, þá
hlusta ég allt öðru visi á þær. Ég
hlusta alls ekki eftir laginu sjálfu,
heldur er ég sifellt að hlusta á
eitthvað annað. S.s. sándið, leita
eftir bjögun, notkun effekta
o.s.frv.
— En svo við snúum okkur
aðeins aðpoppinu á Akureyri, eru
einhverjir nýir straumar hér
núna?
færið og skamma þá fyrir fram-
taksleysið og aumingjaskapinn,
skýtur ljósmyndarinn inni.
— Ég veit það nú ekki, en eins
og ég segi þá eru margir góðir
tónlistamenn hér og þá hef ég
áhuga á að virkja. Þess vegna er
ég jú að fara út i allt þetta. Ég hef
trú á þeim.
Þolinmæði
þrautir vinnur...
— Nú varst þú plötusnúður hér
áður, hlustaðir þú þá mikið á
diskótónlist?
— Ég gerði það hér áður fyrr,
já. En diskó er atvinnutónlist.
Hún er algjörlega stöðnuð. Ég vil
heldur hlusta á soft tónlist, ein-
hverja þægilega á bak við eyrað,
helst instrúmental.
— Er skemmtilegt starf að
vera upptökumaður?
Já, það getur oft á tiðum verið
skemmtilegt, en það krefst mik-
illar þolinmæði. Það er svosem
ekkert fútt i þvi að vera eini
upptökumaðurinn á Akureyri og
þaði hjáverkum, þvi ég lifiekki á
stúdiómennskunni einni saman,
ég er i fullu starfi sem skrifstofu-
maður hjá KEA. En ég er að búa
mig undir að gera þetta að aðal-
starfi helst i haust. Og seinna
meir að fá jafnvel útlærða menn i
upptökur.
— Hvaða kostum þarf upptöku-
maður að vera búinn?
Hann þarf að hafa áhuga á
tækjum og tónlist og ekki er verra
að kunna eitthvað fyrir sér i tón-
mennt og rafeindafræði. Og ekki
sakar að hafa þolinmæði: Ein-
hverju sinni tók 2 daga að taka
upp sama stefið. — Samspilið var
7 7
Pálmi Guðmúndsson, eigandi
stúdió Bimbó á Akureyri er við-
mælandi minn að þessu sinni. Ég
heimsótti hann i nýja stúdióinu
sinu að Glerárgötu 20, en þangað
flutti Pálmi um áramótin. Hann
hefur nýlega fengið 16 rása mixer
eða hljóðblöndunartæki og brátt
mun hann einnig fá 16 rása segul-
band. Það er talsvert stökk frá 4
rása tækjunum sem hann hafði
áður.
— H.vers vegna ferðu út i að
setja á stofn stúdió?
— Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á tækjum ýmiss konar og
að siálfsögðu einnig tónlist. Ég
var t.a. m. plötusnúður i Sjall-
anum. Ti! að byrjt með var ég
smám saman að koma mér upp
tækjum en svo fór þetta að verða
viðameira. Ég tók að sjálfsögðu
lán, þvi það er geypilegur kostn-
aður sem liggur þarna á bak við.
Svo græddi ég auðvitað á verð-
bólgunni, segir Pálmi og glottir.
— llvernig er plata búin til?
— Fyrst er haldinn fundur með
tónlistamönnunum og upptakan
grófplanlögð. Þá er að koma
saman i stúdióinu. Tónlista-
mönnunum er skipað á sinn stað i
upptökusalnum og ég reyni að
finna rétta „sándið” á þeirra
hljóðfærum. Þetta tekur yfirleitt
mjög langan tima, þvi rétt
,,sánd” er algjört undirstöðu-
atriði. Siðan er tekin prufu-
upptaka. Ef að vel til tekst og allir
eru ánægðir með „sándið” þá er
farið i sjálfa upptökuna. Grunn-
urinn tekinn upp, en siðan sólóin
og söngurinn. Að þessu loknu er
farið út i hljóðblöndun og klipp-
ingu. Ætli það fari ekki um og yfir
120 timar i að gera eina 12 laga
plötu, svona að meðaltali. En
þetta er jú misjafnt eftir við-
fangsefni. Ég tók t.d. upp
harmonikkuplötu á 25 timum.
Það var að visu eitt hljóðfæri og
prógrammið vel æft.
Vilja oft tefjast
— Eru tónlistamennirnir yfir-
leitt vel undirbúnir þegar þeir
koma i stúdióið?
— Það er nú bæði og. Þegar það
á að gefa út hljómplötur þá er fólk
eftir Jóhönnu
Þórhallsdóttur
myndir: Einar
Kristján
Pálmi fer fimlegum höndum
um nýju tækin sln.
— Það eru tvær efnilegar
hljómsveitir hér núna sem spila
frumsamda músik og new wave.
Það eru Bara-flokkurinn og Tor-
timing. Siðan er Finnur Eydal
alltaf i fullu fjöri og hljómsveit-
irnar Jamaica og Astró-trióið.
— Eru akureyskir popparar
professional?
— Nei, langt i frá. Þeir hafa
ekki þá reynslu i spilamennsku
sem til þarf. Finnur er náttúrlega
sá eini sem hefur einhverja
reynslu. Hann er búinn að spila
inná það margar plötur, enda er
allt öðru visi að vinna með
honum. Hann veit að hverju hann
gengur. Veit hvaða „sánd” hann
vill o.s.frv. En hér hafa aldrei
komið fram hljómsveitir sem
stefna hátt. Inná milli eru jú góðir
tónlistamenn, en það er heldur
alls ekki næg atvinna fyrir þá hér.
— Þú vilt kannski nota tæki-
ekki nógu gott. Þarna þurfti ég að
hlusta i 8 tima á sama lagið dag
eftir dag. Ég hefði verið búinn að
fá leiða á laginu fyrir löngu ef ég
hefði eingöngu hlustað á það.
Siðan þarf upptökumaður að vera
mjög nákvæmur, þvi upptaka er
svo sannarlega mikil nákvæmis-
vinna.
— En hvenær tekur þú upp,
varla á næturnar?
— Nei, það eru kvöldin og helg-
arnar sem fara i þetta. Þetta er
enn ekki það mikið að maður
fórni nóttunum i upptökur.
— Er stúdiótiminn dýr hjá þér?
Hann kostar allt frá 13.500 —
16.500, það er ekkert rosalegt,
held ég.
— Og hvað er nú framundan.
— Framundan er útgáfa á
plötum nú og svo er maður alltaf
aö bæta við tækjumog lagfæra
stúdióið. Ætli maður haldi þvi
bara ekki áfram...