Helgarpósturinn - 24.04.1981, Síða 23
23
holrjrirpn^tl irinn Föstudagur 24. apríl 1981
Klukkan hálf tiu á föstudags-
morguninn hefst fundur aö Hótel
Loftleiðum sem margir hafa
beðið eftir. Sumir með óþreyju,
og aðrir eflaust með trega. Það er
aðalfundur Flugleiða.
Mikið hefur borið til tiðinda i
sögu þessa unga félags siðan á
aðalfundinum siðasta, eins og
vandlega hefur verið greint frá i
fjölmiðlum. Við hefur legið að
starfsemi þess yrði að miklu leyti
hætt, að farið yrði i samvinnu við
Luxemborgarmenn, eða að rikið
tæki reksturinn yfir. Með miklum
hávaða og brestum hafa þó Flug-
leiðir siglt áfram sinnsjó og á
aðalfundinum á föstudaginn
verða birtir reikningar félagsins
frá siðasta ári — reikningar sem
marga fýsir að sjá.
Þessi fundur er haldinn siðar en
i upphafi stóð til. Eitt af hinum
frægu skilyrðum rikisstjórnar-
innar fyrir 12 milljón dollara lán-
inu og bakábyrgðinni fyrir
Norður-Atlantshafsfluginu var
nefnilega að aðalfundur félagsins
yrði haldinn fyrir febrúarlok. Það
varð díki, en i staðinn var haldinn
sögulegur hluthafafundur, þar
Knn er beðið atburða hjá Flugleiðum
Hluthafar bita i skjaldarendur
sem Höskuldur Jónsson, ráðu-
neytisstjóri i fjármálaráöuneyt-
inu lék aðalhlutverkið. A þeim
fundi, sem haldinn var sam-
kvæmt ósk rikisvaldsins, var
borin upp tillaga stjórnar Flug-
leiða þess efnis að stjórnar-
mönnum yrði fjölgað úr niu i
ellefu, til að hægt væri að bæta inn
þeim tveim mönnum sem rikis-
stjórnin setti sem skilyrði fyrir
„,aðstoðinni”. Til að svona breyt-
ingar verði gerðar þurfa fjórir
fimmtu hluthafanna að greiða
þeim atkvæði, en þegar
Höskuldur tilkynnti að hann, sem
fulltrúi rikisins, myndi sitja hjá
við slika atkvæðagreiðslu varð
ljóst að tillagan yrði ekki sam-
þykkt — vegna þess að Höskuldur
hafði umboð fyrir 20% hluta-
fjárins. Sannarlega sniíið mál.
Þeirri lausn á þessu st jórnar-
máli sem i upphafi virtist ein-
földust, var semsagt hafnað.
Rikið vildi ekki tvo af ellefu,
heldur tvo af niu og það þýðir að
tveir af núverandi stjórnar-
mönnum verða að vikja. Sem
aftur hefur i för með sér ein-
hverja röskun á valdajafnvæginu
innan hennar.
Þessar hreyfingar innan
stjórnarinnar verða eflaust hið
stóra mál þessa fundar, þótt
reikningarnir séu forvitnilegir.
Vitað er að bak við tjöldin hefur
verið unnið kröftuglega við
atkvæðasmölun, ef svo má að orði
komast, og meðal annars haft
uppá erfingjum fyrrum hluthafa,
sem aldrei haf a skipt sér af neinu
i sambandi við reksturinn, og
fengin hjá þeim umboð. Fjöl-
eignarmenn, með Kristjönu Millu
i fararbroddi hafa þótt hvað dug-
legastir við þetta, en aðrir hags-
munaaðilar hafa ekki gefið sitt
eftir.
Reyndar er valdskipting innan
stjórnarinnar langt frá þvi að
vera einföld. Kristjana Milla,
sagði hér i yfirheyrslu fyrir all-
nokkrum vikum að hægt væri að
skipta stjórninni nánast i tvennt.
Annars vegar i Eimskipafélags-
menn þ.e. Flugfélags Islands
menn og hinsvegar i Loftleiða-
menn. t Eimskipafélagsarminum
væri sex, en i hinum þrir. En
eflaust eru ekki allir sammála
svona einföldu valdamunstri.
Grétar B. Kristjánsson er til
dæmis talinn Sigurðar maður
Helgasonar, um leið og hann
samkvæmt flokkun Kristjönu
Millu hlýtur að teljast Loftleiða-
maður.
1 stjórninni eru niu manns, eins
og áður sagði. Þeir eru: Orn
Johnson, Sigurður Helgason,
Sigurgeir Jónsson, öttar
Enska skáldið Graham Greene
var um daginn i JerUsalem aö
taka við verðlaunum, sem kennd
eru við hina helgu borg, Ur hendi
Teddy Kollek borgarstjóra.
JerUsalemverðlaunin eru veitt
fyrir markvert framlag til aö
glæöa skilning á gildi ein-
staklingsfrelsis i mannlegu sam-
félagi.
Ekki þarf að Utlista fyrir les-
endum bóka Greene, að hann er
vel að slikum verðlaunum kom-
inn. Frjáls vilji til athafna eða af-
skiptaleysis og siðræn ábyrgð
sem sliku vali fylgir er grunn-
tónninn i veigamestu skáldsögum .
þessa viðlesna höfundar.
Þegar fréttamenn komust að
Greene i JerUsalem i tilefni verð-
launaafhendingarinnar, voru
Sir Roger Hollis
Kim Philby
Hverjum er treystandi til að
njósna um njósnarana?
það þó ekki svör hans um skáld-
skap og lifsviðhorf, sem frétt-
næmust þóttu. Fréttastofur töldu
mestu varða að dreifa um heims-
byggðina áliti skáldsins á undir-
rót nýjasta uppnáms Ut af brigsl-
um um svik á æðstu stöðum i
bresku leyniþjónustunni.
Eins og fleiri breskir rithöfund-
ar hefur Greene verið við leyni-
þjónustustörf riðinn. 1 heims-
styrjöldinni siðari var hann talinn
gera landi sinu mest gagn með
þvi aö höfuðsitja flugumenn óvin-
anna i fjölfarinni hafnarborg á
vesturströnd Afriku. Siðar starf-
aði hann i aðalstöðvunum i Lond-
on, en sagði sig Ur þjónustunni i
fUssi, þegar Kim Philby hugðist
að tilefnislausu hækka hann i
tign, og átti það aö vera ieikur i
valdastreitu þessa sovéska Ut-
sendara i bresku leyniþjónust-
unni.
Dvöl Greene i JerUsalem bar
upp á dagana, þegar fullt var af
fréttum af eftirköstum ásakana
um að bresk stjórnvöld hefðu
þaggað niöur vitneskju um að
sjálfur sir Richard Hollis, yfir-
maöur M15 gagnnjósnadeildar
bresku leyniþjónustunnar, ára-
tuginn 1956 til 1965, heföi i raun-
inni verið á mála hjá sovésku
leyniþjónustunni og starfað i
þágu hennar. Þessi var ástæðan
til að fréttamönnum varð tfð-
ræddara við Greene um njósnir
en skáldskp.
Fréttamenn komu ekki að tóm-
um kofunum hjá Greene. Hann
kvaöst hafa myndað sér skoðun á
þvi, hvernig ásakanirnar á hend-
ur sir Roger, sem leiddu til
tveggja mannfrekra rannsókna á
ferli hans, væru til komnar. t sin-
um huga léki enginn vafi á, að
viðleitnin til aö gera annan helsta
foringja bresku leyniþjónustunn-
ar um langt skeið tortryggilegan,
væri undan rifjum sovésku leyni-
þjónustunnar runnin, eitt af þaul-
skipulögðum brögðum hennar.
HUn léti einskis ófreistað til aö
nota i sina þágu grunsemdir um
svik og tvöfeldni i rööum leyni-
þjónustumanna, sem sér i lagi
hafa sprottið af ferli Philby, Blunt
og annarra af sama sauðahUsi i
Bretlandi. t þessu skyni kemur
sovéska leyniþjónustan á fram-
færi þvi sem á leyniþjónustumáli
er kallað „óupplýsingar”, fölsuð-
um gögnum sem fallin eru til að
veikja andstæðinginn með þvi að
valda UlfUÖ og árekstrum i röðum
hans. Greene kvaöst þekkja þetta
af eigin raun, i bréfum frá
Moskvu hefði Philby reynt aö
koma á framfæri við sig sovésk-
um „óupplýsingum”.
Skoðun Grahams Greene á upp-
runa sakargifta á hendur sir
Roger Hollis kemur heim við
niöurstöður yfirlitsgreinar um
málið i breska blaðinu Guardian.
Þar benda þeir David Leigh og
Gareth Parry i fyrsta lagi á, að
Chapman Pincher, fyrrum her-
málafréttaritari Daily Express,
ljóstrar upp um ásakanir á hend-
ur sir Roger og rannsóknirnar á
ferli hans sem þvi fylgdu i þeim
augljósa tilgangi að selja nýja
bók sina. Pincher kemur ekki
fram með tangur eða tetur af
upplýsingum, sem ekki lágu fyrir
þegar rannsóknirnar fóru fram,
enda heimildarmenn hans óvinir
sir Rogers i leyniþjónustunni,
sem á sinum tíma knUðu fram
rannsókn og langvinnar yfir-
heyrslur yfir honum. Þvi bar
Möller, Halldór H. Jónsson,
Bergur G. Gislason, Alfreð Elis-
son, Kristinn Ólsen, og Grétar B.
Kristjánsson. Þeir þrir siðast-
töldu koma Ur gömlu Loftleiðum,
en hinir eru taldir gamlir flug-
félagsmenn — Sigurður Helgason
að visu varla, en hann telst til
Klaks-manna, sem höfðu áhrif
þar, ekki siður en i Loftleiðum.
Þetta hljómar eins og upptalning
úr Sturlungu, sem kannski á vel
við, en flokkadrættir og ættar-
tnlnaður hefur áreiðanlega verið
meiri þá, og allar einfaldanir i
þessa veru svolitið varasamar.
En i fyrirtæki eins og Flugleiðum
er þó ljóst að hluthafar bindast
samtökum til að koma sinum
mönnum að i stjórn, og þeir
félagsmenn hafa svo samvinnu til
að koma þeirra málum áfram, á
kostnað þess minnihluta sem
óhjákvæmilega myndast.
Þegar svo rikisstjórnin kemur
með tvo fulltrUa inn i þessa stjórn
Flugleiða, er ljóst að það valda-
jafnvægi raskast sem þar hefur
rikt. Og það er kannski fyrst og
fremst þessvegna að beðið er eftir
þessum fundi með eftirvæntingu.
Stjórnarkjörinu er þannig
háttað, að kosið er til tveggja ára
i senn, en aðeins helmingurinn i
einu. Þannig voru i fyrra kosnir
fjórir menn i stjórn til tveggja
ára, þeir Halldór H. Jónsson,
Kristinn ólsen, Grétar B.
Kristjánsson og Bergur Gislason.
Þeir munu þvi örugglega halda
sætum sinum i gegnum þennan
aðalfund. Að þessu sinni verður
hinsvegar kosið um þá örn
Johnsen, Alfreð Eiiasson, Sigurð
Helgason, Sigurgeir Jónsson og
Óttar Möller.
Komi þvi inn menn, eða maður,
fyrir rikisstjórnina þá fer einn af
þessum herramönnum Ur stjórn-
inni. Óliklegt er talið að rikis-
stjórnin muni ganga hart á eftir
þvi að fá inn tvo menn, i ár,
heldur verði sæst á einn nUna og
einn að ári, þegar hinir fjórmenn-
ingarnir eiga aö ganga Ur stjórn.
Litill vafi leikur á þvi að Alfreö
Eh'asson, gefur ekki kost á sér til
endurkjörs, og að Krist jana Milla
Thorsteinsson, eiginkona hans,
tekur við af honum i stjórninni.
Aö þvi hefur hUn og Fjöleignar-
menn unniö að undanförnu.
Rikismaðurinn er svo talinn muni
koma fyrir Sigurgeir Jónsson,
sem gegnt hefur hlutverki
nokkurskonar óopinbers fulltrUa
þess um nokkurt skeið. Ekki er
heldur Utilokað talið að hann
verði einfaldlega gerður að opin-
berum fulltrUa rikisins.
Sigurgeir hefur haft stuðning
Eimskipafélagsins, sem á rdm 20
prósent hlutaf járins, en liklegt er
að það einbeiti sér að þvi að halda
Óttari Möller inni, og að Sigurgeir
fari. Hver kemur þá i staðinn?
LUðvik Jósepsson hefur heyrst
nefndur nokkuð oft, en háttsettur
Alþýðubandalagsmaöur neitaði
þvi alfarið i samtali við mig að
LUðvik ætlaði sér i þetta starf. Al-
þýðubandalagsmaður verður það
hinsvegar örugglega (hann
verður fulltrUi fjármálaráðu-
neytis) og þegar A'þýðubanda-
lagsmaðurinn sem áöur var
minnst á, talaði um talna og bók-
haldsglögga menn, koma nöfn
eins og Baldur Óskarsson, Ingi R.
Helgason, Þröstur ólafsson upp i
hugann. En þetta eru getgátur.
Ljóst er að fyrir þennan fund
hefur verið unnið mikið starf, og
að á honum veröa aðilar ekki á
eittsáttir. Enganveginn er þó vist
að þetta verði sá sprengifundur
sem margirbUast við. Það er oft
svo að þegar mikið hefur verið
smalað og mikið talað fyrirfram,
þá verður fundurinn sjálfur
sléttur og felldur. Við þvi má
bUast i þetta sinn.
INNLEND
YFIRSÝN
ERLEND
þeim Thatcher forsætisráðherra
og Callaghan fyrrverandi forsæt-
isráðherra saman um það, þegar
málið var rætt á þingi, að ekkert
sem Pincher segir i bók sinni né
viðtölum til kynningar á henni
réttlæti nokkrar frekari aðgerðir
stjórnvalda i málinu.
1 öðru lagi rekja þeir Leigh og
Parry hliðstæðurnar milli máls
sir Rogers Hollis i Bretlandi og
svipaðs uppsteits i leyniþjónust-
um annarra málsmetandi vest-
rænna velda á siðasta áratug.
I Kanada réöst Leslie Bennett,
yfirforingi gagnnjósnadeildar
Konunglegu kanadisku riddara-
lögreglunnar, á hendur John
Watkins, fyrrum sendiherra
Kanada i Moskvu, með ásökunum
um að Watkins heföi ánetjast
sovésku leyniþjónustunni. Máliö
féll niöur, þegar Watkins dó af
hjartaslagi, meðan rannsókn stóð
enn. Siðar risu undirmenn
Bennetts i gagnnjósnadeildinni
upp gegn honum sjálfum og
sökuðu hann um að ganga erinda
sovésku leyniþjónustunnar KGB.
Bennett var tekinn i stranga yfir-
heyrslu, játaöi ekki neitt en skýr-
ingar hans þóttu ófullnægjandi,
svo látið var heita svo að hann
væri leystur frá störfum af
heilsufarsástæöum. Býr hann nU i
Astraliu og á i málaferlum viö rit-
höfund, sem gerði feril hans að
uppistöðu i njósnasögu.
1 bandarisku leyniþjónustunni
var James J. Angleton viðfrægur
fyrir ákefð sina að hafa uppi á
moldvörpum sovésku óvinanna,
sem hann var sannfærður um að
leyndust meðal samstarfsmanna
sinna. Liðhlaupi Ur sovésku leyni-
þjónustunni, Golitsin aö nafni, gaf
upplýsingar sem urðu Angleton i
Washington, eins og reyndar
Bennett i Ottawa, tilefni til grun-
semda, yfirheyrslna og rann-
sókna, sem árum saman kröföust
starfskrafta margra af færustu
gagnnjósnamönnum CIA. Svo
langt gekk trU Angletons á
Golitsin, aö þegar annar liðhlaupi
Ur rööum KGB, en sá heitir
eftir
Magnús
I'orfa
Olafsson
Nosenko, hafði sögu að segja sem
i þýðingarmiklum atriöum stang-
aöist á við það sem Golitsin hafði
frætt menn á, var Nosenko
hnepptur i einangrun á vegum
CIA og hafður þannig i haldi i
fjögur ár, i þvi skyni að buga
hann og fá hann til að meðganga,
að KGB hefði gert hann Ut til að ó-
merkja Golitsin. Angleton neitaði
að viðurkenna þann möguleika,
að KGB hefði einmitt notað
Golitsin til að ljUga hann fullan,
og ekki virðist hann hafa gert sér
grein fyrir að forusta KGB gæti
verið svo slungin að láta tilbUning
sem hUn vill nota til að rugla and-
stæðingana I riminu verða á vegi
liklegs liðhlaupa, sem breiðir svo
„óupplýsingu” KGB Ut i góðri trU,
þegar vestrænir gagnnjósna-
foringjar taka að rekja ur honum
garnirnar.
Nokkuð er það, að Angleton
varð að lUta i lægra haiíi innan
CIA. Andstæðingar hans i gagn-
njósnadeildinni komu þvi til leið-
ar að Nosenko var leystur Ur
prisundinni. Meöferðin á honum
varð til aö þingnefnd lét málið til
sin taka. Gagnnjósnamaðurinn
Clare Petty samdi langa skýrslu,
þar sem leidd voru að þvi marg-
vísleg rök að Angleton sjálfur
væri erindreki KGB. Ekki var þaö
plagg þó samið i alvöru, heldur til
aö sýna fram á að samsæriskenn-
ingum mætti beita gegn hverjum
sem væri. Endir málsins varð sá,
að William Colby skipaði
Angleton aö vikja Ur starfi, þegar
hann tók við yfirstjórn CIA árið
1974. Komst Colby að þeirri niður-
stööu, aö „flóknar samsæriskenn-
ingar um aö langur armur hins
volduga og slæga KGB heföi verið
að verki áratugum saman” tor-
velduðu gagnleg og markviss
störf af hálfu gagnnjósnadeildar
KGB. Ekki fer milli mála, að
Angleton er einn af heimildar-
mönnum Pinchers.