Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. júní 1981 he/garpásturinn beinsson, og sjilkrabill rennur i hlaðið á nýjan leik. Liðið tekur viðbragð, — eru vonir manna um rölega næturvakt að engu orðn- ar? En það kemur i ljós, að sá slasaði er drukkinn maður, sem hafði dottið i' stiganum á Naust- inu, silfurgrátt hárið er meira og minna bltíðlitað, en hann er hinn hressasti og gerir að gamni sinu við sjdkraflutningamennina, sak- ar þá um að hafa platað sig i sjúkrabflinn. Og inni á sárameð- ferð virðist hann njóta þess að láta hjúkkurnar stjana við sig og segir nærri fimmtiu ára gamla sögu af þvi hvað hann hafi harðan haus. Þetta reynist vera eina slysið sem kemur til kasta næturvakt- arinnar. Menn anda léttar þegar hæfilegur timi er liðinn frá lokun skemmtistaða og ekkert hefur borist þaðan. Hvitasunnuhelgin er liðin hjá stórslysalaust. Tryggvi Þorsteinsson fór upp á „hánef”, eins og háls-, nef- og eyrnadeildin er kölluð i daglegu tali, þar sem þurfti að fjarlægja brot Ur kindarbeini Ur hálsi konu, sem hafði verið að snæða sviða- sultu Ur dós, þvi er lokið um eitt leytið, og þá fær hann að leggja sig þar til vinnudagurinn hefst aftur, klukkan átta um morgun- inn nema eitthvað sérstakt gerist. Við förum með Þóri upp á legu- deild þar sem hann þarf að ganga frá sjUkraskýrslum um innlagða sjUklinga fyrir þá sem taka við næsta dag, bregður sér siðan smástund inn i bókasafn deildar- innar og flettir upp nokkrum slysaeinkennum, sem höfðu borið fyrir um daginn. „Það er ekki beint traustvekj- andi, ef læknirinn hleypur til og fer að slá upp i bókum. En vitan- lega er ómögulegt fyrir einn mann að vita allt, auk þess sem þróunin er svo hröð, að það sem var talið gottog gilt i fyrra er orð- ið Urelt, nyjar uppgötvanir hafa verið gerðar,” segir Þórir, og klukkan er orðin fjögur þegar hann kemur inn á kaffistofu og fær sér siðasta kaffisopann aður en hann leggur sig. Enn eitt kjaraatriðið „Hér færðu eitt kjaraatriðið, sem þarf að breyta”, segir hann. „Ef vaktin er það róleg að við getum lagt okkur, án þess þó að mega fara heim, förum við niður i gæsluvaktarlaun, sem eru mun lægri en venjuleg yfirvinna”, og þar með er hann horfinn. En hjUkrunarliðið stendur vakt áfram, og þar vantar heldur ekki áhugann á starfinu. Meðal um- ræðuefnis það sem eftir er af nótt- inni er ný btík sem einhver þeirra hefur komið með: Accident and Emergency Nursing”. Og af lit- myndum i þeirri bók að dæma megum við leikmenn, sem erum ekki vanir að sjá mikið af blóði, vera fegnir þvi, að ekki varðstór- slys i þetta skipti. önnur hefur tekið með sér skáldsögu: NURSE, Doctors don’t keep you alife, we do. Til athugunar fyrir lækna i kjarabaráttunni! Vísað heim En þessari vakt lýkur eins og öðrum vöktum. Þórir Kolbeins- son fer á stofugang á legudeild slysadeildarinnar um niuleytið til að athuga Hðan sjtiklinga sem hann hefur tekið á móti — raunar var enginn lagður inn.' á þessari siðustu vákt. Helgarpósturinn fær ekki að fylgjast með vegna hugs- anlegra trilnaðarsamtala milli sjiíklinga og lækna. 1 staðinn býðst Tryggvi til að sýna okkur deildina seinna um morguninn, og i' lok þess stofugangs verðum við vitni að fyrsta dæmi þess, að sjUklingur sem hefur verið kall- aður inn til aðgerðar vegna Þórir Kolbeinsson aðstoðarlæknir sest loks niöur eftir 14 tfma eril, en átta tímar eru eftir enn. meiðslis sem hann hlaut nýlega, er sendur heim. Það er svæfing- arliðið sem hefur ákveðið að sLnji^.engiinema nevðartilfellum. „Þetta er nU hálf asnalegt. Maður er bUinn að biðja strák- greyið að koma og verður svo að senda hann heim aftur án þess að gera nokkuð”, segir Tryggvi þeg- ar við göngum inn i stofuna. Kannski er strákur hálft i hvoru feginn, frestur er á illu bestur. En aðgerðina þarf að gera, hand- leggurinn erilla Utleikinn og einn fingur af eftir stóran loftbor, sem tætti hann í sundur. Þessi atburður reynist einmitt einskonar snUningspunktur i læknadeilunni. Daginn eftir sam- þykkir samninganefnd læknanna samkomulagsdrög, en i sömu svipan samþykkja sérfræðingar að sinna engu nema neyðartilfell- um og hafa aðeins vaktir um helgar, hversu mótsagnakennt sem það virðist vera. „Menn eru ósammála i þessu verkalýðsfélagi eins og öðrum” segir Tryggvi Þorsteinsson, þeg- ar við spyrjum hann hverju þetta sæti. Ekki allir slasaðir En á slysadeildinni verður varla nokkur breyting. Allir sem þangað leita fá hjálp, þótt biðin sé stundum löng — og það hvort sem margir eða fáir eru á biðstofunni. Þeir sem þar eru sjá nefnilega ekki þegar sjUkrabilárnir koma með þá sem eru virkilega slasað- ir, en að sjálfsögðu ganga þeir fyrir öllu. Og þeir sem koma á biðstofuna eru lfka misjafnlega mikið slas- aðir— sumir raunar ákaflega lít- ið, og koma jafnvel á óliklegustu timum til að láta athuga gömul sár, eða jafnvel höfuðverk sem þeir hafa haft dögum saman. Starfsfólkið er vægast sagt litið hrifið af slfkum heimsóknum, tel- ur það vera I verkahring heimilis- lækna að sjá um slikt. Nógur er erillinn samt. Hvað sem öllum kjarakröfum lækna liður er ljóst af þessari einu nótt sem Helgar- pósturinn fékk að fylgjast með störfum fólks á slysadeildinni, að þar vinna menn fyrir kaupinu sínu, hvort sem það á svo að vera hærra eða lægra. Minna slasaður en á horfðist eftir skellinöðruslys. Hannes Stephensen aðstoðarlæknir gefur honum leiðbeiningar um lyfjatöku til að koma í veg fyrir að sýking komi i sárin. Hafið strax samband við sölumenn okkar. Missið ekki af þessu tækifæri til að eignast bil á greiðslukjörum sem ekki hafa þekkst fyrr TRABANTINN er meiri bíli, en flestir gera ráð fyrir, en það þekkja þeir sem reynt hafa. NU GETA ALLIR EIGNAST OG/ /E EÐA A GREIÐSLUKJÖRUM SEM FLESTIR RÁÐA VIÐ WARTBURG Station Einn sem ekki er hræddur við þjóðvegina Nú kominn með gólfskiptingu TRABANT/WARTBURG Vonarlandi v^Sogaveg — Símar 33560 & 37710

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.