Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 24
Sölu og þjónustumaður Bílaborgar h.f. tekur við bíl til sölumeðferðar. Þjálfaður viðgerðarmaður yfirfer allt gangverk og öryggisbúnað og lagfærir það sem þörf erá. Bíllinn afhentur kaupanda I 1. flokks ástandi og með 6 mánaða ábyrgð. Notaöir Mazda bílar meö 6 mánaöa ábyrgö. Þeir sem kaupa notaöan Mazda bíl hjá okkur geta veriö fullvissir um aö bíllinn sé yfirfarinn, nýstilltur og í fullkomnu lagi og aö ef leyndir. gallar kœmu íIjós myndi Bílaborg h.f. lagfæra þá aö kostnaöarlausu. Firriö yöur óþarfa áhættu í kaupum á notuöum bíl... Kaupiö notaöan Mazda meö 6 mánaöa ábyrgö. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, / sími 812 99. Jie/garpósturinn. Föstudagur 12. júní 1981 • Timi: Miðvikudagur, si6degis. Staður: Ritstjórn Helgarpósts- ins. Siminn hringir á borði eins blaðamanns Helgarpóstsins og karlmannsrödd segir: „Af hverju hringið þiö ekki niður i Þjóðleikhús og spyrjiö hvort þeir hafi heyrt getið um Watergate?” Maöurinn neitar að segja til nafns en þegar frekar er á hann gengið, segir hann aðeins: ,,Ég verð að fara, ég get ekki talað lengur i þennansima.” Eftir vangaveltur á ritstjórn hvort um siðbúið april- gabb sé að ræða er ákveðið að kanna málið eftir formlegum og óformlegum leiöum og viti menn uppskeran er þessi: Mikið uppistand er innan Þjóð- leikhússins þessa dagana og þar heyrast ýmsir starfsmenn tala um Watergate og hleranir. Tildrögin eru þau að Þjóðleikhús- stjóri, Sveinn Einarsson, var staddur i útlöndum i siðastliðinni viku, og tóku þá einhverjir vel- unnarar hans innan leikhússins sig til, og ætluðu að koma honum á óvart með þvi að láta skipta um teppi á skrifstofu Þjóðleikhús- stjóra. Þegar hins vegar gamla teppiö var tekið af, komu i ljós leiðslur undir þvi og þegar fariö var að huga nánar að þvi hvert þær lægju, kom á daginn að ööru megin lágu þær i takkakerfi undir borðplötu skrifborðs Þjóðleikhús- stjóra en hinum megin lágu þær i skáp einn, þar sem kom i ljós seg- ulbandstæki. Þegar enn frekar varað gáð fannst leiðsla úr segul- bandinu i mjög næman hljóðnema sem falinn var bak við glugga- tjöld i hert erginu.Strax vöknuöu hinar verstu grunsemdir og trún- aðarmenn starfsfólks voru kvaddir til að skoöa tækjabúnað- inn. Mikil geöshræring hefur rikt meöal ýmissa þjóðleikhúsmanna yfir þessum óvænta fundi i her- bergi Þjóðleikhússtjóra og meö óþreyju beöiö eftir skýringum hans, en hann kom heim fyrr i þessari viku. Heimildir okkar herma að Guð- laugur Rósenkranz hafi haft yfir segulbandstæki að ráða á skrif- stofunni en hann hafi ekki farið dult meö það, þegar það hafi ver- ið notað. Sumir starfsmenn Þjóð- leikhússins gruna hins vegar nú- verandi Þjóðleikhússtjóra um að hafa notað þennan tækjabúnað til að taka upp einkasamtöl og við- kvæma fundi sem iðulega fara fram i herberginu og margir vildu helst aö færu ekki hátt. Þvi er jafnvel haldiö fram að segul- bandið hafi veriö tengt við kall- kerfi hússins og þar með inn i búningsklefa leikara. Mikil fund- arhöld munu hafa verið um málið innan Þjóðleikhússins siðustu daga og það mun væntanlega koma til kasta leikarafélagsins. Erfiölega hefur gengið að fá leik- húsfólk til að tjá sig opinberlega um málin en siödegis i gær náði svo Helgarpósturinn tali af Sveini Einarssyni og fékk hjá honum eftirfarandi skýringu: Segul- bandstækið umdeilda hafi verið á skrifstofunni um árabil — en að visu endurnýjað nýlega. Þaö hafi einungis verið ætlað til sömu nota og almennt gerist um slik tæki á skrifstofum, m.a. til að lesa inn á það bréf, taka upp simtöl viö út- lönd sem þarf að staðfesta siðar, spila tónlist á segulbandsspólum sem berast að utan og i einstaka tilfellum til að hlusta á upptöku úr útvarpinu á Þjóöleikhúsráðsfund- um. Fundir á skrifstofunni hafi hins vegar aldrei verið teknir upp i hans tið. — Nú er aðeins aö vita hvort aftur hringi simi á borði blaöamanna Helgarpóstsins og rödd úr „djúpum hálsi” spyr: „Af hverju hringið þið ekki niður i Þjóöleikhús og spyrjið hvort þeir hafi heyrt um „cover-up”... • Umsjónarmenn sjónvarps- þáttarins Þjóðlif standa þessa dagana i stórræðum við Félag islenskra leikara. Til- drögin eru þau að i þessum siö- astaþætti Sigrúnar Stefánsdóttur verður lesin þjóðsaga og sýnd mynd undir upplestri hennar, svipaö og gert var þegar sagan Djákninn á Myrká var lesin. Leikurum þykir sem gróflega hafi verið á þeim brotið i þessu efni þar sem þeim var ekki boðið að leika í þvi sem þeir telja vera Ivélarúminu duga aðeins gód ráö Petta vitaþjónustumenn Esso Þjónustumenn Esso eru skipaeigendum og vélstjórum ávallt til halds og trausts þegar gefa þarf góð ráð í sambandi við val á réttu smurefni. Þeir fylgjast með nýjungum og sjá til þess að bestu fáanleg smurefni séu á sérhver ju tæki, einnig að rétt smurkort sé til staðar í skipinu. Allt er þetta hluti af skipa- þjónustu Esso, sem á sinn hátt á þátt í að auka rekstrarhag- kvæmni skipsins og létta störf vélstjórans. Þannig á vönduð þjónusta líka að vera. tsso SKIFAWONUSTA Pú þekkir merkið -ekki erþjónustan síðri! Olíufélagið hf

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.