Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 17
17 JielgarpósturinrL. Föstudagur 12. júní 1981 'jif ffr*/* „Grásleppan inspírerar" Mun hagnýta mér það í verkum mínum, segir Jónas Árnason rithöfundur „Það er eins með grásleppuna og þorskinn, hún kallar yfir mann andann og inspirerar óskaplega”, sagði Jónas Árna- son sem þessa stundina er við grásleppuveiðar fyrir vestan. Helgarpósturinn náði stuttu viðtali við Jónas svona rétt til þess að forvitnast um, hvað hann væri að vinna við um þess- ar mundir. „Það sem ég er að fást við þessa dagana á milli róðra er endurskoðun á leikriti minu Hallelúja sem leikfélag Húsa- vikur sýndi i vetur. Ekki fyrir það að ég er hæst ánægður með sýninguna á Húsavik og þá miklu vinnu sem leikfélagið þar vann en ég held að hlutur höf- undar gæti orðið skárri og bætt verkið. Hér fyrir vestan hef ég sem- sagt næði og aöstöðu til þess að hugsa um þau ritsmið sem ég hefði áhuga á að ljúka. Það er svo undarlegt að héðan sem við róum frá svokölluðum Hauka- dalsvaðli eigum við trillukarl- arnir allt undir sjávarföllum, við komumst hvorki inn né út nema á flóði. Við þurftum t.d. að liggja i vari út á sjó um daginn og biða i 7 tima eftir þvi að kom- ast i lánd. Þetta sýnir okkur að þrátt fyrir allan nútimann hefur ekkert afskaplega mikið breyst i sambandi við miðin og sjó- sóknarhætti viðast hvar á land- inu. Þetta er mér mikil reynsla sem ég hefði áhuga á að notfæra mér og skrifa um. Ennfremur er ég búin að ganga með i maganum um nokkurn tima,leikhúsverk.sem Sveinn Einarsson ÞjóðleiKhús- stjóri hefur sýnt mikinn áhuga að fá eins og hans er von og visa, hann hefur sérstakt lag á að uppörva mig. Þetta á að vera verk frá striðsárunum þ.e.a.s. fyrsta árið sem Bretinn var Jónas Árnason, rithöfundur og trillukarl ....þurftum að liggja i vari i 7 tima út á sjó. hérna. Upphafið á þvi verki var að ég var að glugga i gamalt dót frá striðsárunum og skoða söng- texta sem sungnir voru við vin- sæla slagara á þeim árum er ég var ungur. Svo fór ég fyrir skömmu að gera mér það til dundurs að endursemja textana við þessi lög og þá vaknaði upp sú hugmynd að gera „show” eða söngleik um samskipti Breta og tslendinga á þessum árum. Ég hef lika verið að fletta blöðum frá þessum tima og komist svolitið inn i þann mórall sem þá rikti hérna. Með þessu verki myndi ég vilja vekja at- hygli á þeirri hræsni sem tröll- reið þjóðinni á þessum tima. Þessi þjóð ruglaðist gjörsam- íega við aiia þá peninga sem Tíu manns að vinna við orðabók Ný ensk-íslensk orðabók f undirbúningi hjá Erni og Örlygi Bretunum fylgdi, og missti alla siðferðiskennd varð að finna sér einhvern blóraböggul, sem voru stelpurnar er voru i ástarsam- bandi við Bretana. Vandlæting- in og hneykslunin i sambandi við veru Bretanna bitnaði ein- göngu á stelpunum, þeim voru gefin öll ill nöfn bæði vændi og lauslæti. Svona er þetta oft þegar allir eru sekir að þá er sameinast um að finna einhvern „syndebuk” eins og Danirnir kalla það, ein- hvern sem hægt er að skella skuldinni á. Þvi miður hef ég ekki komist nógu vel af stað með þetta, en ég vonast til að gera það eftir að dvöl minni lýkur hérna.” —EG íslenskir leikarar á námskeiði hjá Finnum Nokkrir af okkar kunnustu leikurum eru nú á leiklistar nám- skeiði sem Leiklistarskóli islands og Norræna leiklistarnefndin stendur fyrir. Leiðbeinendur námskeiðsins eru tvær finnskar konur, Kaisa Korhonen, leikstjóri og Ritva Holmberg leikstjóri og dramaturg. Að sögn Péturs Einarssonar, skólastjóra leiklistarskólans hefur þetta námskeið i alla staði heppnast vel, og þeir islenskir leikarar sem taka þátt i nám- skeiðinu kynnst margvislegum nýjungum innan leiklistarinnar. Leiðbeinendur námskeiðsins taka fyrir ýmsa þætti leiklistar- innar m.a. er skoðað tjáningar- form og leiktækni, ennfremur það sem kallað hefur verið á islensku „nærvera” ,sem Pétur segir aö sé spurning um innlifunartækni og innlifunarstig. Inn i þetta er svo Jóhann Hannesson, ritstjóri orða- bókarinnar Að undanförnu hafa um 10 manns unnið við að undirbúa út- gáfu nýrrar ensk - íslenskrar orðabókar. Er það bókaútgáfan örn og örlygur sem gefur bókina út. Sören Sörensson hefur þýtt bókina úr ensku og hefur hann unnið að þýðingunni i ein 7 ár, áætlað er að prentun bókarinnar hefjist á næsta ári. Jóhann Hannesson ritstýrir og undirbýr bókina undir prentun. Hann sagði að þessi bók yrði mun ýtarlegri en þær orðabækur sem til eru á markaðinum og væri þvi nokkuð öðruvisi að gerð. Bókin kemur til með að verða um 1200 siður og orðafjöldinn i spjaldskrá þýðandans er 40 þúsund. Merking hvers orðs er vandlega gefin upp og með hverju orði fylgja mörg dæmi um hvar, hvernig og f hvaða samböndum orðið er notað: ennfremur eru i bókinni myndir til skýringar. Fjöldi manna-og staðanafna er tekinn í bókina, þannig að nokkru leytikemur hún til með að þjóna hlutverki alfræðirits. Þetta sagði Jóhann vera hefð i ameriskum orðabókum og sú nýjasta frá Oxford hefði tekið upp þessa hefð. Orðabókin er ætluð öllum al- menningi og þar með nemendum á öllum skólastigum. Jóhann sagði að það lægi ótrú- lega mikil vinna á bak við útgáfu slikrar bókar t.d. fælist gifurleg vinna i pröfarkalestrinum og þá ætti Sören ekki sist þakkir skyldar fyrir það mikla framtak sem liggur i þvf að þýöa slíkt stór- verk sem orðabók þessa. -EG . Pétur fléttað ýmsum æfingum og leikararnir fá að spreyta sig á stuttum leikatriðum sem Ritva Holmberg hefur sérstaklega samið fyrir þetta námskeið. Þessir stuttu leikþættir eru byggðir á gömlum finnskum þjóðsögum. Pétur sagði aö færri leikarar hefðu komist að en vildu, og hefði þvi orðiö að setja takmörkin viö töluna 10, og þá leikara sem minnst hefðu 6 ára starfsreynslu. Leikararnir sem taka þátt i þessu námskeiði eru m.a.: Sigurður Skúlason, Sigriður Hagalín, Helga Bachman, Gunnar Eyjólfsson, Þórhallur Sigurðsson, Pétur Einarsson, Sig- mundur örn Arngrimsson og Guörún Ásmundsdóttir. -EG ÉG Á MIG SJÁLF Vésteinn Lúðviksson: Sólarbliðan Barnabók (78 bls.) Myndir eftir Malin örlygsdóttur Iðunn, 1981. Vésteinn Lúðviksson hefur fram til þessa skrifað smásög- ur, tvær stórar skáidsögur og ein þrjú leikrit auk margra merkilegra greina i blöð og timarit. Þó að verk hans séu vissulega umdeilanleg (nema hvað?) þá fer það ekkert á milli mála að þau eru meö þeim eftir- tektarverðari frá siðasta hálf- um öðrum áratug. Nú hefur hánn haslað sér völl á nýju sviöi bókmenntanna og tekið sér fyrir hendur að skrifa bók fyrir börn. Það er svo sann- arlega ánægjulegt þegar höf- undur sem skrifað hefur fyrir fullorðna snýr sér beint að börn- unum. Hér fyrr á árum var það algengtað rithöfundar sem ann- ars skrifuðu fyrir fullorðna tækju sig til og skrifuðu eina og eina bók fyrir börn. Má þar til dæmis nefna höfunda eins og Ölaf Jóhann Sigurðsson og Jó- hannes úr Kötlum. En i seinni tið hefur þetta orðið sjaldgæf- ara. Er það illa farið þvi ég held að það sé bæði börnum og höf- undum hollt að ritun barnabóka sé ekki einangrað „sérfag” höf- unda sem ekki fást viö annars- konar skriftir. Má ég benda á eitt atriði sem snýr að „full- orðinsbókarhöfundum”: Eru ekki meiri likur á að unglingar og ungt fólk lesi bækur eftir höf- unda sem það kannast við úr barnæsku sem góða og skemmtilega höfunda? Margrét Þorgerður Sólarbliðan segir frá stúlku (ca. 8-10 ára) sem kölluð er þessu nafni af vinum sinum. Aðrir kalla hana Möggu Tótu en fullu nafni heitir hún Margrét Þorgerður. Hún býr i stóru húsi við Finugötu og á óskaplega rika foreldra sem ekkert mega vera að sinna henni og hefur hún þvi alið sig sjálf upp með aðstoð einhverra stúlkna sem hafa komið og farið mjög ört vegna þess hvað Sólarbliöan er „erfitt barn”. En hún á athvarf hjá Dána sem býr i litlum skúr i garöinum sem er hans starfi aö hugsa um. Þangað kemur einn- ig oft vinkona Dána, Hulda, sem strýkur alltaf af elliheimilinu til að komast i þessar heimsóknir. Og yfirstjórinn 1 upphafi sögu fara foreldrar Sólarbliðunnar til útlanda og eru þarmeð úr sögunni. En áöur en þau fara setja þau nýja barn- fóstru til höfuðs henni: „Ég er búinn að ráða karlmann sem kann sitt fag, fyrrverandi met- hafa i mörgum iþróttagreinum. Hann er sagður hæfasti uppal- andinn f Borginni okkar... Og þegar við komum aftur verður hann búinn að ala þig upp og gera þig að prúðri stúlku sem hagar sér eins og börn eiga aö gera,” segir pabbinn og mamman bætir við: „Þá getum við sagt við gestina okkar... Skál fyrir okkur sem erum svo heppinn að eiga stilltustu stelpu iheimi, stelpu sem ekki kann aö gera prakkarastrik, ekki aö skrökva, sem óhreinkar aldrei fötin sin og hlýðir öllu sem henni er sagt að gera.” (bls. 8). Þegar foreldrarnir eru farnir tekur yfirstjórinn Fögnuður Fagnaðarson við Sólarbliðunni. Er ekki aö orölengja það að upphefst mikið stríð þar sem gripið er til ýmissa vopna. Vésteinn — „það er svo sannar- lega ánægjulegt þegar höfundur sem skrifað hefur fyrir full- orðna snýr sér beint að börnun- um.” Verður Sólarbliðunni þar drýgst sambandið við Dána og Huldu, en Jóhannes afi Huldu hafði átt galdrabókina Grænskinnu sem Hulda varðveitir, og reyna þau skötuhjú að nota hana. En þau eru ekkert of sleip i galdra- kúnstinni og margt fer öðurvisi en til stóð, en hefur samt tilætl- uð áhrif. 1 sögulok hefur Sólar- bliðan hrakið af höndum sér yf- irstjórann og einnig lögreglu- stjórann og borgarstjórann sem hann hafði kallað á sér til fulltingis. Og hún leggur af stað til að hjálpa stelpu sem hún þekkir og segir við Dána: „Þú mátt ekki hlæja að henni, þótt hún sé svo hlýðin að það er alger spitali. Hún á svo skelfilega foreldra. Þú átt frekar að fara aö gráta. Og hjálpa mér til að kenna henni aö rifa kjaft og vera það sem hún er, en ekki dúkka sem brosir þegar aðrir vilja að hún brosi... Og svo þaut Sólarbliöan af stað, án þess að gera sér nokkra grein fyrir þvi úti hverskonar ævintýri hún var að leggja.” (BIs. 77—78). Hressileg og óvenjuleg bók Frásögnin i Sólarbliðunni er hröð og spennandi á köflum. Textinn er lifandi og bráð- skemmtilegur og margar óvæntar upp ákomur sem eiga sér stað. Viðfangsefni sögunnar er frelsi manneskjunnar og sjálf- ræði og er þetta viðfangsefni sett hér i fremur óvenjulegt samhengi þar sem aöalsögu- hetjan er barn. En þetta annars ágenga viðfangsefni ber skemmtilega sögu aldrei ofur- liði. Það er einnig gaman að sjá hvernig Vésteinn fléttar saman þjóðsöguefni, þar sem eru galdrarnir, og aöstæður og at- burði i nútimanum. Verður úr mjög skemmtileg blanda sem minnir á Astrid Lingren t.d. i sögunum um Linu Langsokk og Kalla á þakinu. Sólarbliðan er hressileg bók sem hentar krökkum sem kom- in eru á skólaaldur. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.