Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 4
4 jhelgáfþosfunnrL. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, annar borgarfulltrúi Alþýöufiokksins, er umdeildur stjórn- málamaður. Hún hefur, frá þvi að hún var kosin i borgarstjórn 1978, oft komist i fréttir vegna þátttöku sinnar þar, núna siðast i vikunni sem leið, þegar hún gerði það að tillögu sinni að borgarráð færi ekki með völd eitt og óháð, á mcðan borgarstjórn væri isumarfrii. Sjöfn er i Nærmynd Heigarpóstsins að þessu sinni. Viðbrögð kollega hennar i borgarstjórn- inni voru söguleg, og sum t af þvi sem þeir sögðu opinberlega við það tækifæri lika. Björgvin Guðmundsson: „Ég lit á þetta sem fljótfæmi, og eftir samtal við Sjöfn veitég að þetta er byggt á misskilningi”. DaviðOddsson: „Sýnirþessi niðurstaöa algjört vantraust á meirihluta borgar- ráðs, sem ekki er treyst til að fara með málefni borgarinnar I sumarleyfi borgar- stjórnar”. Kristján Benediktsson: „Þessi tillögu- flutningur Sjafnar er fráleitur aö minu mati, og ég trúi varla að henni hafi verið eöa sé sjálfrátt”. Sigurjón Pétursson: „I minum augum er þessi tillaga borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, fullkomiö vantraust á fulltrúa flokksins i borgarráði, Björgvin Guð- mundsson”. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem Sjöfn sker sig úr meirihlutanum i borgarstjórn, sem hún er að öllu jöfnu hluti af, og lik- lega ekki i'siðasta skipti heldur. Hún felldi á sinum tima sérstakan sorptunnuskatt sem leggja átti á, hún felldi tillögu um Landsvirkjunarsamninginn eins og frægt varö á sinum tima, og hún og Guðrún Helgadóttir urðu eitt sinn heldur betur ósáttar um Kjarvalsstaði. Allt þetta varð mikill blaðamatur, enda er vist fátt skemmtilegra en ósáttir stjórnmála- menn, sérstaklega ef þeir eru saman i ríkisstjórn eða borgarstjórn — að maöur tali nú ekki um ef þeir eru i sama flokki og báðar konur. Sjöfn hefur svo sannarlega verið „I’enfant terrible” borgarstjórn- málanna undanfarin ár. HUn er Reykvikingur i hUð og hár, og býr nU i Breiöholtinu. HUn er ein fjögurra systkina, bróðir hennarer Guðjón, læknir, og systur hennar Sigriöur, kennari, og Hafch's sem er læknaritari. HUn fór i Menntaskólann á Akureyri og Utskrifaöist þaðan 1957. A árunum fram til 1961 var hún við nám og störf i Bandarikjunum, en kom siðan heim og hefur verið kennari allar götur siöan 1964. NU siðast, eöa frá 1975 hefur hún kennt við Fjölbrautaskól- ann i Breiðholti. Hún er ágætlega Jiöin sem kennari. „HUn er sérstaklega góður starfs- kraftur, finnstmér, kurteis, samvinnuþýð og yfirleitti'góðu skapi”, sagði Maria Sig- urðardóttir, deildarstjóri á viðskiptasviöi FjiSbrautaskólans, þar sem Sjöfn kennir nú 16 til 19 ára krökkum ensku og vélritun. „Ég held að hún sé vinsæll kennari, en ég er annars varla manneskjan til að dæma um það, þvi Sjöfn hefur aldrei kennt mér”, sagöi Maria. Samkvæmt þvi sem einn nemenda Sjafnar sagði við Helgarpóstinn fer þetta álit deildarstjórans að nokkru saman við álit nemenda. „Ég held að okkur finnist hUn bara ágæt”, sagði sá. Sjöfn segistsjálf vera meiri kennari en stjórnmálamaður, að þvi leytinu að hún hefur árum saman verið kennari i fullu starfi, en er borgarfulltrúi í fritimanum. „Auk þess er ég móðir og húsmóöir, og það er ekki svo litið starf”. Sjöfn er gift Braga Jónssyni, veðurfræöingi, og þau eiga þrjá syni, Atla Björn, Sigurbjörn og Baldur — 13, 14 og 16 ára. Sjöfn er hressileg kona, og ber með sér áhuga á iþróttum, enda var hún á yngri árum keppnismanneskja i sundi. En það eru félagsmálin sem lengst af hafa átt hug hennar allan. HUn er af jafn- aðarfólki komin og henni þvi kratisminn i blóö borinn. HUn segir það hafa komið af sjálfu sér að hUn gerðist flokksbundin al- þýðuflokkskona — að það hafi legið beint við. Fyrstu afskipti hennar af kosningum voru 1974 þegar Alþýöuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna buðu fram í sameiningu. Þá fengu krat- arnir fyrsta mann, Samtökin annan mann, kratar þann þriðja, og svo fram- vegis. Sjöfn var i þriðja sæti á lista krat- anna og þvi I fimmta sæti á sameiginlega listanum. Kristin Guömundsdóttir, nUverandi framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins sem lengi hefur starfað innan kvenfélags Al- þýðuflokksins sagöi að Sjöfn hafi verið beðin að taka þátt I þessu af félögum sin- um i kvenfélaginu og hUn jánkaö þvi. „Svo þegar verið var að stilla upp i próf- kjör fyrir kosningarnar 78 þá spurði ég Sjöfn, eftiraö hafa haftsamráð við félaga „Það er eins og aö fyrtist hún viö mann I ákveðnu sambandi, þá greiði hún at- kvæði gegn honum siðar I allt öðru máli”. mina i'flokknum, hvort hún vildi gefa kost á sér. NU, og viö unnum þetta prófkjör. HUn gaf kost á sér i annaö sætið á móti manni aö nafni Elias Kristjánsson og við unnum hann eins og aö drekka vatn”, sagði Kristín. Aðstæður voru að ýmsu leyti nokkuð hagstæðar Sjöfn i þessu prófkjöri. Þrir karlar af eldri kynslóð innan Alþýðu- flokks gáfu kost á sér i fyrsta sætið, og kona af yngri kynslóð hafði þvi augljós- lega margt með sér i annað sætið. Þar að auki var Sjöfn óumdeild innan flokksins, enda fékk hún mörg atkvæði. Sjöfn er bUin að vera borgarfulltrúi i þrjú ár, og allan þann tima hefur hún veriðí meirihlutasamstarfi. Þá staöreynd segir Vilmundur Gylfason ef til vill skýra afstöðu hennar i mörgum málum. „Björgvin, Kristján og Sigurjón meiri- hluti borgarráðs hafa verið samtvinnaður minnihluti i 10—15 ár, og þó ég vilji ekki gagnrýna loyalitet þessara manna þá hefur það haft áhrif á þeirra hugsana- gang”. Sjöfn er prófkjörsbarn, eins og Vil- mundur og fjöldi annarra Alþýöuflokks- manna af yngri kynslóð. Henni skaut uppá stjörnuhimininn þar, og naut hinnar miklu fylgisaukningar flokksins i kosn- ingunum 78. Sjálf segir Sjöfn það hafa verið erfitt fyrir konu eins og hana aö byrja i' stjórnmálum. „Ég er eins og flestar konur, fyrst og fremst móðir og eiginkona, ég annast heimili, vinn þar að auki fullt starf, þannig aö þetta hefur veriö mikil vinna”. Eins og ummælin hér að framan gefa til kynna hefur starf Sjafnar i borgarstjórn verið umdeilt, bæöi af pólitiskum and- stæðingum og samherjum. „Sjöfn er bráðvel gefin”, sagði einn Alþýðuflokks- maöur sem ekki vill láta nafn sins getiö, „en það eru gloppur i henni. Kannski er það pólitisku reynsluleysi um að kenna, og þvi aö hún er i rauninni bara venjuleg manneskja, húsmóðir úti bæ, sem skyndi- lega lendir inni' borgarstjórn. En kannski er það lika kostur”. Siguröur G. Tómasson, sem starfar meöSjöfn i meirihlutanum, en er að sjálf- sögðu Alþýðubandalagsmaöur, hefur greinilega takmarkað álit á henni sem stjórnmálamanni. „Það tók mig furðu langan tima að átta mig á þvi eftir hvaða prinsipum hún gekk — hvernig hún fer að þvi að taka ákvarðanir. Hún er formaöur æskulýðsráðs, og stjórnar Kjarvalsstaöa og ef til dæmis einhver fulltrúi i þessum nefndum er henni ekki sammála um ein- hver málefni, þá má eins eiga von á þvi að svona hálfum mánuði seinna greiði hún atkvæði gegn viðkomandi fulltrúa i borgarstjórn, eða einhverri annarri nefnd, — bara til aö hefna sin. Það er eins og að fyrtist hUn við mann i ákveðnu sam- bandi, þá greiöi hún atkvæði gegn honum i allt öðru máli”. „Það vili svo til”, sagði Sigurður, ,,að það er barnagæsluvöllur rétt þar við hlið- ina sem ég bý, og ég er oft að dunda mér við aö horfa Ut um gluggann á börnin. A þessum gæsluvelli sé ég þessi sömu prinsipp, þannig að þetta eru eðlileg og mannleg viöbrögð. En þau eldast af flestu fólki”. Sjöfn sagði, þegar þetta var borið undir hana, að þetta væri auðvitað ekki svara vert. Elin Pálmadóttir, er pólitiskur and- stæðingur Sjafnar i borgarstjórn, en tekur samt heldur vægar til orða i lýsingu á henni en Siguröur. „Sjöfn er ákaflega dugleg”,sagði hUn, ,,og hefur kjark til að fylgja eftir sinni sannfæringu. Hitt er svo annaö að vinnuaöferöir okkar Sjafnar eru um margt ólikar. Þegar ég vil ekki sam- þykkja eitlhvað sem flokkur minn ætlar að leggja fram,þá lætég vita af þvi strax, og við reynum aðná samkomulagi. Þaö er ekki farið fram með málin, án þess að þau hafi verið rædd ýtarlega. En Sjöfn viröist fara fram og skella sinum skoðunum beint i borgarstjórn. En kannski á hún ekki annarra kosta völ i þeim flokki sem hún er i'”, sagði Elin Pálmadóttir. Þegar þetta var boriö undir Sjöfn svaraði hUn þvi til að Elin þekkti litið til sinna vinnubragöa, en að það væru heil- mikil sannindi i ummælum hennar. Samherjar hennar i Alþýðuflokknum þekkja hennar vinnubrögö eflaust betur en andstæðingarnir. Eða hvað. „Hún er óútreiknanleg”, sagði Bjarni P. Magnús- son, formaöur framkvæmdastjórnar og varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins. „HUn er jafnan þægileg, og ágætt að um- gangast hana sem félaga i flokknum, en hUn er Uka einstrengingsleg og fer si'nar eigin leiðir. HUn hefur valdið mér áhyggj- um eins og fleirum i flokknum. Frægasta dæmið er eflaust þegar ég sem formaður framkvæmdastjórnar reyndi að fá hana til fylgis viö stefnu flokksins i Landsvirkj- unarmálinu, en mistókst”. Sjálf er Sjöfn hæstánægð meö þá af- stöðu sfna, og litur á hana sem eitt af þvi sem hæst ber á ferli hennar i borgar- stjórn. „Ef dæma ætti verk borgar- stjórnar Utfrá þessu eina máli”, sagði hún. „Þá stæði hún vel að vigi. Við spöruöum borgarbúum milljarða gamalla króna með þvi að taka ekki yfir hinar griðarlegu skuldir vegna byggöarlina og Kröflu. Rafmagn mundi liklega hækka um ca. helming ef við yfirtækjum þessar skuldir”. NU er greitt af þessum lánum með stanslausum erlendum lántökum. Vilmundur Gylfason sagöi varasamt að lita á starf borgarf ulltrúans sem stjórn- máiamennsku i venjulegum skilningi þess orðs: „Ég tel aö borgarfulltrúar verði að tileinka sér svolitið aðra eiginleika en venjulegur stjórnmálamaður. Til þeirra verður að gera aðrar kröfur. Atkvæða- skiptingin á ekki að vera alltaf hrein á milli minnihluta og meirihluta, hún ætti ef til vill aö vera á milli hverfa. Nú, Sjöfn býr yst uppi' Breiðholti. Ég held að hún taki hlutverk sitt mjög alvarlega, og þó hún rekist illa i flokki, þá er það bara kostur en ekki galli. Hún er ekki aðeins stjórnmálamaður, heldur litur á sig sem fulltrúa borgaranna, og bregst við sem slikur”. Þeir Alþýðuflokksmenn sem Helgar- pósturinn hafði samband við i tengslum við þessa grein minntust allir á andstöðu Sjafnar við Kerfið, með stórum staf. Henni verður sjálfri tiðrætt um það. „Borgarstjörnarfyrirkomulagið og em- bættismannakerfið er buið til af Sjálf- stæðisflokknum á fimmtiu ára stjórnar- timabili hans, og það er gert fyrir einn flokk. Þegar þrir flokkar mynda sam- steypustjórn hljota að koma upp mál, sem ekki næst samstaða um. Borgarstjórn „Hún er jafnan þægileg og ágætt að um- gangast hana sem félaga i flokknum, en hún cr lika einstrengingsleg og fer sinar eigin leiðir”. Reykjavikur er lýðræðissamkunda. Al- þýðuflokkurinn er opinn flokkur, þar ráöa ekki flokkseigendaklikur. Allir 15 borgar- fulltrUar geta flutt tillögu um hvað sem er á borgarstjórnarfundi, og það er óeðlilegt að flokkslinur ráði þar alltaf ferðinni”. Annar krati sagði að þó ýmislegt mætti kannski segja um Sjöfn, að þá mætti hún eiga að hún heföi haldið aftur af „komm- unum”. „HUn sér til þess að Alþýðu- flokkurinn hverfur ekki i samstarfinu. Og þó hUn skapi stundum glundroöa, og að starf hennar sé á stundum tvieggjað, þá hefur hUn verið ágæt bremsa á þá”. Aðrar tungur innan Alþýðuflokksins, og þá ekki jafn velviljaðar og þessar að framan halda þvi fram að þaö sé ekki þessi kerfisandstaða sem reki Sjöfn áfram, og að hún verði sjálf hluti af kerf- inu þar sem hún hefur aðstöðu til. Þessar tungur segja að hUn hafi einlægan áhuga á félagsmálum, og það að viðbættu svolitlu pjatti og snobberii, haldi henni við efnið. Þegar félagar og andstæðingar i pólitik- inni eru beönir að lýsa Sjöfn koma sömu orðin fyrir aftur og aftur: Elskuleg, glað- leg og indæl manneskja, en fljótfær. And- stæðingum hennar virðist vera fremur hlýtt til hennar persónulega, og samherj- um þá ekki síður. Sömuleiðis virðast menn á einu máli um að gott sé að leita til hennar með vandamál: Hún sé öll af vilja gerð að standa sig i stykkinu sem fulltrúi borgaranna. Sjálf segir hUn pólitiska framtið sina með öllu óráðna, og vill ekki tala um metnað sinn á þvi sviði. Samkvæmt hefð- inni „U” hUn fyrsta sætiö á listanum ef Björgvin hættir, og samkvæmt skoðana- könnunum er hætt við að eftir næstu kosn- ingaryrði hUn eini borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins. Hvort flokkurinn og hún vilja það, verður aö koma i ljós. eftir Guöjón Arngrimsson mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.