Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 24
24 Föstudaour io, joií 1981 helgarpósfurinn Elsa, Ingibjörg, Helena, Gunnhildur og Kristin. Skáldsögurnar jfgj^segja að„ungi læknsrinn ”eigi að hafa frumkvæðið spjallað við fimm hressar stelpur Hvernig er kynlifsf ræðslu i gagnfræðaskólum háttað á þvi herrans ári 1981? Ætliþað sé enn- þá eins aumlegt og það var á min- um unglingsárum? I>ótt ekki séu nema tæp 10 ár siðan ég var í 6. bekk var einungis farið iauslega yfir bls. 82 i Heilsufræðinni og kennarinn passaði sig vel i þeim tima á að nota fræðiorð sem við krakkarnir höfðum ekki fyllilega á hreinu. A böllunum passaði maður sig svo á þvi að vera nú örugglega ekkert að reyna við strákana, beið kurteis þar til manni var boðið upp. Stundum var maður heppinn, stundum óheppinn. En skyldi þetta ekki hafa breyst? Ég hitti fimrn hressar stelpur á háskólalóðinni, þar sem þær voru að vinna við garðyrkju- störf, þær, Gunnhildi Sveins- dóttur, 14ára, Kristinu Jóhannes- dóttur, 15 ára, Helenu Sveins- dóttur, Klára, EIsu Ævarsdóttur, 14 ára og Ingibjörgu Garðars- dóttur, 14 ára og spurði þær úti þessa sálma. Viljum standa á okkar rétti. — Er eitthvað öðruvisi að tala við stelpur en stráka? — Já, maður talar allt öðru visi við þá. Það er ekki eins náið sam- band. Þetta fer h'ka eftir þvi hve vel maður þekkir þá. Það kemur auðvitað stundum fyrir að maður finnur engan mun á þvi. — A þetta að vera svona? FÖSTUDAG KVÖLD í Jli húsinu OPIÐ til kl. 22 if Matvörumarkaður Raftækjadeild Við '*el8ar'erdina; f! sföðvaríá n 2°% Úfbo rqunðSlUklör‘ °mar « H eru »«• r detfdir — Það er kannski ekki hægt að segja að þettaeigi að vera svona, en það er heldur ekki hægt að breyta þessu i dag eða á morgun. — Reynið þið við stráka á böll- um? — Sumar gera það kannski. Stelpur vilja oft að strákar eigi frumkvæðið. Kannski er það vegna þess að við erum of stoltar, þolum ekki að það sé sagt nei við okkur. — Svo erum við stimpl- aðar inni einhverjar skáldsögur sem segja að ,,ungi læknirinn” eigi að hafa frumkvæðið. Svo er það lika oft þannig að ef sumar stelpur reyna við stráka, þykir hinum stelpunum þær vera vit- lausar. — Eruð þið kvenréttindasinn- aðar? — Auðvitað erum við það þött við séum ekki endilega rauð- sokkar. Við höfum svo litið kynnt okkur málefni rauðsokka. Við er- um ekkert öfgasinnaðar. En að sjálfsögðu viljum við standa á okkar rétti og látum ekkert troða á okkur. Örvggi — Hvað ætlið þið að gera i framtíðinni? — Ætli við reynum ekki að ná okkur i hiifuna. Kannski hættir maður þá. En stúdentspröfið gefur okkur kost á þvi að halda áfram ef við nennum. 1 rauninni er stúdentspröfið bara áfangi, þvi maður fær engin réttindi með það pröf. Sumar stelpur fara bara að vinna i búð eftir það. — Þið ætlið kannski að giftast? — Vonandi. Ef maður gengur út. Annars fær maður kannski engu þar um ráðið. — En af hverju viljið þið gift- ast? — Bara, til þess að hafa góðan félagsskap og vera á öruggum stað. Það er ekki þar með sagt að við ætlum að vera heima og hugsa um börnin. Betra en að fá kúlu á magann. — Já, þið ætlið kannski að eign- ast börn? — Ekki fyrr en við getum hugsað um þau sjálfar. Þegar við höfum fengið einhverja menntun. En maður fær kannski engu um það ráðið. — Það eru nú til getnaðar- varnir. — Já, já, en það var nú ein á pillunni sem eignaðist tvibura. — Ená hvaða aldri f innst ykkur æskiflegt að fólk færi að sofa saman? — Þegar fólk langar til þess. Það getur verið á hvaða aldri sem er. — Munduð þið þora að fara til læknis og biðja um hettuna eða pilluna? — Já, það væri betra en aö fá kúlu á magann. — En finnst ykkur ekki lika að strákarnir eigi alveg eins að ganga með smokka I vasanum? — Jú, jú enda hljóta þeir lika að hafa áhyggjur eins og stelp- urnar. Það er nú það mikið búið að tala um kynlifið í skólanum. — Jæja?? Pæld’iði gott innlegg — G og K: Það var mjög góð fræðsla i Æfingadeild kennara- skólans, sérstaklega eftir að leik- ritið Pæld’iðí var sýnt. I: Pæld’Iði var nú bannað i Hagaskóla sem við krakkarnir mótmælum ákaft og fórum i setuverkfall, þó það bæri nú eng- ann árangur. Ég fór þvi á eigin vegum á leikritið. E: Það var mikiðrættum þessi mál eftir að við sáum leikritið i ölduselsskóla. H: Ég var i sjötta bekk i Voga- skóla, og við talin of ung til að sjá leikritið. — Fenguð þið þá enga fræðslu um þessi mál? H: Það var farið lauslega yfir bls. 82, en kaflinn var ekki tekinn til prófs. — En leikritið Pæld’iði virðist hafa veriö nauðsynlegt og gagn- legt? — Já, það var mjög gaman að horfa á leikritið, og það var sniðugt á köflum. Þó komu inni það nokkuð væmnir kaflar. En þetta var örugglega mjög gott fyrir þá sem hafa verið feimnir við að tala opinskátt um kynlifið. Leikritið kom af stað miklum um- ræðum i skólanum og kennar- arnir voru fúsir til að ræða um þessi mál þegar búið var að brjóta isinn. — segja stelpurnar að lokum. Bið að heilsa og þakka fyrir spjallið! Fatnaður Allar aörar deildir opnar til kl. 7 Byggingavörur — Teppi — Húsgögn 0 Jón Loftsson hf, Hringbraut 121, sími 10600. POSTUROG SIMI Stuðarinn er ekki alvitur, alsjáandi og alheyrandi frekar en aðrir. Þó að hann viti margt uin áhugamál og vandamál ungs fólks, þá veit liann ekki allt. Þess vegna ætl- ar hann að opna póst- og síma- þjónustu. Póstþjónustu fyrir þá sem eru pennaglaðir, sima- þjónustu fyrir þá sem eru pennalatir. Stuðarinn mun sitja við sima 81866 á fimmtudögum frá kl. 1-3 eftir hádegi og utan- áskriftin er. STUÐARÍNN c/o Helgarpósturinn Siöumúla 11 105 Reykiavik.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.