Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 21
21 -Jielgarposturinn- Fostudag ur 1 o. j o i h 98i Marlon Brando sem Kurtz og Martin Sheen sem Willard i heimspeki- legum samræöum i Apocaiypse Now. striðsvélar með fullkominni tor- timingartækni halda innreið i austrænan frumheim, verður aldrei neitt aðalatriði i frásögn- inni. Til þess er hún of stilfærð, ef það orð hefur einhverja merkingu lengur, — of' manisk, of sterklit- uð, o£ goðsögukennd. Apocalypse Now er i grunnin- um episk ferðasaga úr jarðnesku helviti. Myndin birtir ekki, það sem Coppola kallar „siðferðis- kreppuna sem fólst i Vietnam- striðinu”. Að minnsta kosti ekki nægilega skýrt. Handrit sitt reisa þeir Coppola og Milius á magn- aðri sögu Joseph Conrad, „Heart of Darkness”, sem segir frá sam- svarandi ferðalagi i Congó rétt fyrir siðustu aldamót, sögu sem fjallar álika mikið um vestræna nýlendustefnu þar i landi og um samband siðmenningar og frum- mennsku yfirleitt. Sú saga gekk alveg prýðilega upp i þvi dulúð- uga rökkri sem still Conrads skapar. Þegar Coppola og Milius flytja söguna til Indókina til að fella hana að bandariskum hernaöarrekstri þar, gengur hún hinsvegar ekk; fullkomlega upp i kvikmyndaforminu. Astæðan er fyrst og fremst sú, held ég að tveir höfuðpólarnir, — Willard og Kurtz eru persónur meö dynjandi tómahljóði. Hvorki áhorfendur né leikarar ná sambandi við þetta fólk nema við og við, og innbyrðis samband þessara höfuðhlutverka er óunniö af höfundanna hálfu. Menn geta ekki sagt eitthvað stórt nema með hinu smáa, þar á meðal og ekki sist persónusköp- un. En tæknilega er allt til reiðu: Óþarft ætti að vera að taka fram að myndrænt og hljóðrænt er Apocalypse Now einhver allra stórbrotnasta kvikmyndaupplif- un sem menn geta orðið fyrir. Francis Ford Coppola er i minum huga lang merkasti kvikmynda- gerðarmaðurinn i hópi ungu amerisku sénianna. A meðan fé- lagar hans, George Lucas, Step- hen Spielberg, Brian De Palma og fleiri, láta fara vel um sig i gerð poppþéttra afþreyingar- mynda tekur Coppola sifellt áhættu, leggur sjálfan sig að veði eins og sérhver mynd geti orðin hans siðasta. Þannig verður til list, en ekki bara dollarar. Það er þess virði að biöa eftir mynd frá Coppola. —AÞ Annaö er ennþá til staðar. Við- brögðin eru jafn snögg og áöur, John Gardner, arftaki Ian Flemmings augun jafn isköld og hæfileikann til aö laöa að sér huggulegar kon- ur hefur hann i engu misst. Enginn njósnari er jafn frægur og Bond. Bækurnar um hann hafa seist i 91 milljón eintökum i 36 löndum, og kvikmyndirnar hafa sömuleiðis farið viöa. Það þarf þvi vart aö kynna hann fyrir les- endum. En söguþráður nýju bók- arinnar er alveg jafn hæfilega absúrd og hjá Flemming — að þessu sinni á hann i höggi við hinn vellauöuga kjarneölisfræðing, Anton Murik, sem hótar alheims- sprengingu fái hann ekki að ráða. EnBond er orðinn reyndur i slik- um átökum og þvi er ekkert að óttast. —GA (.huck ManjíkHK' <<{íu/ asta lagið er svo All Blues eftir Miles Davis og aftur verö ég frek- ar að mæla með Miles, enda er lag þetta á Kind Of Blue, sem er einhver albesta plata sem Miles Davis hefur leikið inn á. Chuck Mangione og tónlist hans er sem sagt ekki i miklu uppá- haldi hjá mér og finnst mér synd að jafn góðir hljóðfæraleikarar og hann og hljómsveit hans greini- lega eru, skuli ekki vera að spila meira skapandi tónlist. The Cure-Faith Hljómsveitin The Cure varð til áriö 1977 og var þá skipuð þeim Robert Smith gitarleikara, söng- vara og lagasmiö, Lol Tolhurst trommuleikara og Michael Dampsey bassaleikara. Seinna kom Simon Gallup i stað Damps- ey og hljómborösleikarinn Matthieu Hartley kom i hljóm- sveitina um sama leyti en átti þar stuttan stans. Fyrsta litla plata þeirra, Kill- ing The Arab, hlaut góðar undir- tektir hjá gagnrýnendum en stóra platan þeirra Three Imaginary Boys hlaut ekki eins góða dóma, þrátt fyrir aö um ágæta plötu væri þar að ræða. Báöar seldust plötur þessar þó ágætlega og þaö sama er að segja um aöra plötu þeirra Seventeen Seconds og lag- ið A Forest, sem gefið var út á lit- illi plötu. Hljómsveitinni hefur verið spáð, allt frá þvi hún kom fram fyrst, miklum frama og frægð en enn er þó eins og herslumuninn vanti á aö spádómar þessir ræt- ist. Þaö er alveg eins með nýjustu plötu The Cure, sem heitir Faith, eins og tvær fyrri plötur þeirra að það er eins og herslumuninn vanti á að hún geti talist reglulega góð. Tónlist The Cure er nokkuð sér- stæð. Hún er yfirleitt róleg og seiðandi. Bassinn er mjög áber- andi og spilar oft stærra hlutverk en gitarinn, trommuleikur er svo frekar einfaldur og hlutlaus þó hann sé hljóöblandaður mjög framarlega. Viö þetta bætist svo söngur Smith’s sem hljómar mjög brothættur. Faith er mjög jöfn plata, þó ég hafi mest gaman af lögunum Primary og Doubt, sem eru einu lögin á plötunni sem gætu talist hröð, svo og tvö bestu lögin en það eru The Drowning Man og þó sér- staklega The Funeral Party, þar sem áberandi er svifandi synthiesizerleikur. The Cure geta áreiðanlega bet- ur en þeir hafa sýnt fram aö þessu og sýna hér, en þeir nálgast þó hægt og sigandi það að gera stór- góða hluti. Nimwari slmi 32*7S Darraðardans Ný mjög fjörug og skemmtileg gam- anmynd um „hættulegasta” mann i heimi. Verkefni: Fletta ofan af CIA, FBI KGB og sjálfum sér. tslenskur texti 1 aöalhlutverkun- um eru úrvalsleik- ararnir. Walter Matthau,' Glenda Jackson 'og Her- bert Lom. Sýnd kl.5 - 7.30 og 10 Hækkað verö. Takiö þátt i könnun biósins um mynd- ina. 'S' 2-2 1-40 Ný, hörkuspennandi mynd, sem byggö er á raunverulegum at- burðum um fræg- asta afbrotamann Breta John; McVicar. Tónlistin i myndinni er samin og flutt af The Who. Myndin er sýnd i Dolby stereo. Leikstjóri: Tom Clegg Aðalhlutverk: Roger Daltrey og Adam Faith. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Næturleikir Mynd með nýjasta kvntákni Rodger Vadim. Sýndkl. n,i5. Bönnuð innan 16 ára. Striðsöxin Spennandi indiána- mynd. Sýnd kl. 3 — sunnu- dag. Lokaátökin Fyrirboðinn III Hver man ekki eftir Fox myndunum „Omen I” (1978) og „Damien — Omen II” 1979? Nú höfum við tekiö til sýningar þriöju og siöustu myndina um dreng- inn Damien, nú kominn á fulloröins- árin og til áhrifa i æðstu valda- 1 stöðum... Aðalhlutverk: Sam Neill, Rossano Brazzi og Lisa Harr- ow. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. S 1 13 84 Úr einum faðmi iannan (In Praise of 1 OlderWomen) Bráðskemmtileg og ;djörf, ný, kanadisk kvikmynd i litum, s byggö á samnefndri ibók eftir Stephen 1 Vizinczey ] Aðalhlutverk: ]Karen Black, Susan Strasberg, Tom Berenger. lsl. texti. Bönnuðinnan 16ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HAFNAR- ’ bíó Cruising Æsispennandi og opinská ný banda- risk litmynd, sem vakið hefur mifciö umtal, deilur, mót- mæli o.þ.l. Hrotta- legar lýsingar á undirheimum stór- borgar. A1 Pacino — Paul Sorvino — Karen Allen Leikstjóri: .William Friedkin íslenskur texti Bönnuö innan 16 ára Sýnd kl. 5 — 7 — 9 og 11 Cfl B9 36 Bjarnarey (Bear Island) Islenskur texti Hörkuspennandi og viöburðarik ný amerisk stórmynd i litum gerö eftir samnefndri met- sölubók Alistairs . MacLeans, Leik- stjóri Don Sharp. Aðalhlutverk: Donald Suther- land, Vanessa Redgrave, Richard Widmark, Christo- pher Lee, o.fl. Sýnd kl.5, 7,30 og 10 Bönnuö innan 12 ára Hækkaöverö > O 10 000 Salur A Lili Marleen Spennandi og skemmtileg ný þýsk litmynd, nýjasta mynd þýska meist- arans Rainer Werner Fassbinder. Aðalhlutverk leikur Hanna Schygulla, var I Mariu Braun á- samt Giancarlö Gi- annini — Mel Ferr- er. Blaðaummæli: „Heldur áhorfand- anum hugföngnum frá upphafi til enda”. „Skemmtileg og oft gripandi mynd”. Islenskur texti. Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11.15. Salur B Jarnhnefinn Hörkuspennandi, slagsmálamynd, um kalda karla og harða I hnefa. Islenskur texti. Bönnuðinnan 16 ára. Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Salur C Smábær í Texas Spennandi og viö- buröahröö litmynd, með Timothy Butt- oms, Susan George og Bo llopkins. Bönnuð innan 16 ára. Islenskur texti. Endursýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Salur D Maðurtiltaks Bráðskemmtileg og fjörug gamanmynd i litum meö Richard Sullivan, Paula Wil- cox og Sally Trom- sett. Islenskur texti. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. ■ Við sögðum fyrir skömmu frá þvi að engar umsóknir hefðu bor- ist um starf forstjóra Landhelgis- gæslunnar. Það var nú ekki alveg rétt og heyrum við aö umsóknir hafi a.m.k. borist frá Jóni Magnússyni, lögfræðingi sem um árabil hefur verið aðstoðarmaður Péturs Sigurössonar, fráfarandi forstjóra og jafnvel einnig Gunn- ari Bergsteinssyni hjá Sjómæl- ingum tslands en hann er mennt- aöur i gæslufræðum, m.a. hjá NATO. Umsóknarfrestur rennur út nú um helgina. Meðal umsækj- enda er hins vegar ekki Ellert B. ■schram... ' tililllotlccn • I IK'I V'»1 H.II'ICI VM'inef Insstxnœr

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.