Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 22
22 FöstudágUr" 10. júli l$8l David Carradine, — leikarinn gerist sjálfstæöur kvikmyndageröar- inaöur. ÓDÝRAR HJART- NÆMAR MYNDIR 77/ Costa de Losta David Carradine, sem kannski er helst þekktur fyrir leik sinn i Kung Fu myndinni sem sjónvarp- iðsýndi fyrir ekki löngu, og fjöida annarra hlutverka i minniháttar- myndum frá Hollywood, hefur nú snúiö sér að sjálfstæöri kvik- myndagerð. „Americana”, sem hann leikstýrði og lék aöalhlut- verkið i var frumsýnd nú i vor á mikilli kvikmyndæog videóhátið i Utali i Bandarikjunum. Það tók Carradine sjö ár að ljúka við myndina, þvi hann hefur leikið i mörgum kvikmyndum inná milli. Samt kostaði hún ekki nema 800 þúsund dollara. Þessi reynsla Carradines hefur aukið sjóndeildarhring hans til muna, segir hann. ,,Ég hafði i rauninni ekki hugmynd um að Ný mynd eftir Mel Brooks var frumsýnd i Bandarikjunum fyrir skömmu. Að þessu sinni er hann ekki að veltu sér uppúr gömlum kvikmyndahefðum eins og i Blazing Saddles, Silent Movie, Young Krankenstein og Iligh Anxiety. Nú er það saga mannkynsins, hvorki meira né tninna — ,.The History of the VVorld — Fart 1" Brooks skrifar handritið og þessi sjálfstæða kvikmyndagerð væri til i þessum mæli. Mér liður eins og ljóni sem sloppið er úr dýragarðinum. Hér er allt i einu fullt af fólki sem er að gera kvik- myndir og á engar milljónir, en fórnar öllu sem það á — alveg eins og ég. Þú getur ekki gefið meira en þú átt. Þetta er hjart- næmt, svei mér þá.” Carradine er nú að vinna að annarri kvikmynd með dóttur sinni, Calista i aðalhlutverki. Tökur byrjuðu fyrir þremur ár- um, og á ekki að ljúka fyrr en eft- ir 12 ár, þvi Carradine ætlar að fylgja bæði dóttur sinni, og persónunni sem hún leikur, frá fimmtán ára aldri til þritugs. — GA leikstýrir myndinni, en i aðalhlut- verkum eru Harvey Keitel og Madeline Kahn. Sagan er sögð i fjórum þáttum i myndinni, fyrsti þáttur gerist á forsögulegum tim- um, annar i rómverska heims- veldinu, þriðji i spænska rann- sóknarréttinum á miðöldum og fjórði þátturinn gerist i frönsku byltingunni. Myndin hefur vægast sagt feng- ið misjafna dóma. Sjálfstæðishúsið Akureyri Sumarrevia 1981 Höfundar: Þorvaldur Þorsteins- son og Hermann Arason. Flytjcndur auk höfunda: Gunnar Þorsteinsson, Inga Einarsdóttir, Jóhann Hauksson og Inga Lára Bachman. Undirleikur: Ingimar Eydal. Um þessar mundir stendur yfir sá árstimi sem öll hjól þjóðlifsins snúast hægar, timi sumarleyf- anna. Já jafnvel i st jórnmálunum rikir hin hefðbundna sumarlá- deyöa. Fjölmargir nota sumar- leyfi sin til ferðalaga, og eru þá hinar svonefndu sólarlandaferðir ofarlega á blaði hjá mörgum. Menn pakka i snarheitum niður i ferðatöskur sinar léttum klæðn- aði, harðfiski, hangiketi sviðum, hákarli tspænskum tollvöröum til mikillar hrellingar) og öörum þjóðlegheitum. Siðan er þotið af stað burt úr rigningunni. Næstu föstudagskvöld gefst gestum SjálfstæðishUssins á Akureyri kostur á þvi' að taka þátt i all- sérstæðri sólar’andaferð sem skipulögð er af ferðaskrifstofu Braga nokkurs Skjólbergs.Þótt margt ótnilegt gerist i ferð þess- ari segjast aöstandendur hennar byggja á atvikúm er áður hafi gerst i raunveruleikanum. Að sjálfsögðu stendur ferðaskrif- stofa Braga Skjólbergs fyrir Ferðakynningu og Bingói til að auglýsa starfsemi sina. Þetta er ágæUs hugmynd og að sjálfsögðu frumleg, en nokkuð er bingóið þó langdregið miðað við heildar- lengd ferðarinnar. Þegar halda skal í sólarlandaferð til dæmis frá Akureyri verður fyrst að komast til Reykjavikur og það getur stundum gengið nokkuö brösu- lega eins og þeir vita best sem oft þurfa að fara þessa leið og er þá sam a hvort um er að ræða f lugfé- lagið Flugglaðir eða eitthvert annað. Vélum getur seinkað vegna veðurs, bilana eða ein- hvers annars, ef þær eru þá á annað borð til staðar. En þrátt fyrir ýmis skakkaföll i byrjun komast velflestir fyrr eða siðar á hina fyrirheitnu sólarströnd þar sem fararstjórinn tekur gleið- brosandi á móti farþegunum i forsal glæsihótels með eða án kakkalakka. Slik smáatriði er Bragi Skjólberg ekki að setja fyr- ir sig þegar gróðamöguleikarnir eru annars vegar. Og hvað sem öðru liður viröast farþegarnir alltaf jafnánægðir og staðráðnir i að fara aftur næsta ár, og það þó þeir muni ef til vill ekkert eftir þvi að þeir hafi verið á Spáni sið- astliðnar vikur, eða þó þeir komi heim timbraðir, lemstraðir og með hjónabandið i rúst. Það er óhætt að ráðleggja ferðalöngum sem og öðrum sem á það spakmæli trúa að hláturinn lengi lifið, að bregða sér i sólar- landaferð með ferðaskrifstofu Braga Skjólberg. Að visu varir ferðin ef til vill heldur stutt eða aðeins i um það bil fimmtiu minútur. Vafalaust mætti tals- vert lengja hana. Annars standa allir þátttakendur sig með hinni mestuprýði. lslendingar þykja á ferðalögum manna söngglaðast- ir. 1 þessari ferð er það Ingimar Eydal sem sér um þá hlið málsins af sinni alkunnu snilld. Aðra þátt- takendur þarf tæpast að nefna þeir skila allir sinum hlut af stakri prýði eins og áður segir. En eitt mætti ferðaskrifstofa Braga Skjúlberg að skaðlausu gera, og það er að gefa út farþegalista svo ókunnugir sjái hverjir eru með i förinni. Og þá er ekki annað eftir en að segja „Góða ferð, og Góða skemmtun”. BROOKS KVIKMYNDAR MANNKYNSSÖGUNA „Það er óhætt að ráðleggja ferðalöngum, að bregða sér i sólar landaferð með ferðaskrifstofu Braga Skjólberg.” ÆVINTÝRAS YRPA FYRIR BÖRNIN LES- OG SKOÐEFNI FYRIR SUMARFRÍIÐ Yngri lestrarhestu r með sumarley fislesninguna : Nóg af fróðleik og skemmtun á boðsiólnum. Gunnlaugur Astgeirsson fjallar um nokkur dæmi i grein sinni. Núna er sumarleyfistiminn i hámarki Eitt af þvi sem er nauðsynlegt aðhafa i farangrin- um, sérstaklega á bilferðum, eru bækur'fyrir yngstu kynslóð- ina. bæði lesara og skoðara. Ætla ég þvi að nota tækifæriðog minnast hér á nokkrar bækur fyrir þennan hóp sem komu út fyrir siðustu jól. Allar eiga þessar bækur sam- eiginlegt að vera ævintýri, einn- ig eru þær allar fjölþjóðaútgáf- ur og eru þær með þvi besta af slikum útgáfum. Þó að ýmislegt slæmt megi segja um fjölþjóða- útgáfurnar. þá er emnig þar að finna afbragðs bækur fyrir börn, fagurlega myndskreyttar sem að öðrum kosti hefðu ekki komið fyrir augu islenskra barna og væri það mjög miður ef svo hefði fariö. Gestir i gamla trénu. 1977 gaf Bjallan út bókina Ber- in á lynginu sem er safn marg- vislegs barnaefnis frá ýmsum löndum. Var þar að finna stutt- ar sögur, mörg ævintýri og ljóð ogvisur ýmisskonar. Þýðandinn, Þorsteinn frá Hamri, jók einnig við nokkru islensku efni. Gestir i gamla trénu er samskonar bók. Eru þessar bækur báðar úr rit- rööinni „Barndomslandet” sem gefin hefur veriö út á hinum Noröurlöndunum og hafa fær- ustu sérfræðingar i barnaefni valið til þessarar ritraðar. Ekki veit ég með vissu hvað margar bækur eru I ritrööinni, en ég held að þær séu um það bil tylft og koma þær vonandi allar út á islensku áður en um allt of langt liður. Gestir i gamla trénu er fjöl- breytt bók. 1 henni eru rúmlega sextiu efnisatriöi, sögur, ævin- týri og ljóð og er þá ótaliö ýmis- legt smælki, einstakar visur og örstuttar smásögur. Stór hluti af þessu efni er norrænt, en einnig er seilst til fanga viða annarsstaðar. Sumt er kunnug- legt en annað framandi og allt er þetta efni skemmtilegt. Þýðing Þorsteins frá Hamri er snilldarverk eins og flest sem hann gerir. Bókin er rikulega mynd- skreytt og eru þessar skreyting- ar eftir ýmsa listamenn og mér sýnist, þó það sé ekki tekið sér- staklega fram, aö þær séu ætt- aðar úr norrænum barnabókum frá ýmsum timum. Fimm Grimmsævintýri Grimmsævintýri eru sigild og trúlega eru útgáfur þeirra ótelj- andi. 1 bókinni Fimm Grimms- ævintýri.sem Iðunn gaf út, eru Mjallhvit, Úlfurinn og kiðling- arnir sjö, Brimaborgarsöngvar- arnir, Stigvélaði kötturinn og Þumalingur. Allt eru þetta gamalkunn og góð ævintýri. Þessi bók er ættuð úr Dan- mörku og það er einkum tvennt sem gefur henni sérstakt gildi. 1 fyrsta lagi eru það mynd- skreytingar danska teiknarans og barnabókahöfundarins Svend Otto S. Þær eru fallegar og vel unnar og yfir þeim er góölátlegur húmor. t öðru lagi er hér um að ræða nýja þýðingu eftir Þorstein frá Hamri og án þess að aðrar þýðingar ævintýr- anna séu lastaðar þá er þessi gullfalleg. Að öllu samanlögðu er þessi ævintýrabók með þeim falleg- ustu sem ég hef séð. Helgi í göngum Úr þvi ég var að tala um Svend Otto S. er rétt að skjóta hér inn bók eftir hann sem kom út hjá Almenna Bókafélaginu. Heitir sú bók Helgi fer i göngur og gerist á Islandi. Höfundurinn hefur sett saman nokkrar bækur um börn i ýmsum löndum og hafa tvær þeirra komið út á is- lensku hjá AB, sú sem aö fram- an var nefnd og bókin Mads og Malik sem gerist á Grænlandi. Myndirnar eru meginatriðið i Helgi fer i göngur. Sögusviðiö er fslensk sveit i nútimanum, Skagafjörður. Eru myndirnar raunsæjar i grunninn þó yfir þeim sé nokkur ævintýrablær. Þær eru mjög lifandi og á þeim fallegt handbragð. Sagan er svaðilfarasaga i „Nonnastil”. Strákur fer að leita að kind sem hann finnur i sjálfheldu og lendir hann i sjálf- heldunni með kindinni, en hund- urinn hans fer til byggða og sækir hjálparmenn og allt fer vel að lokum. Geðþekkt ævin- týri um stef sem við könnumst vel við. Eldfærin og Nýju fötin keisarans. Þessi tvö ævintýri eftir H.C. Andersen kannast allir við. Ið- unn gaf út tvær bækur með þessum ævintýrum og eru þess- ar bækur ættaðar úr Sviþjóð, myndskreyttar af Ulf Löfgren, sem er höfundur bókanna um Albin sem Iöunn hefur einnig gefið út. Myndskreytingarnar eru æv- intýralegar, lifandi og litauðug- ar, en kannski full stórkarlaleg- ar (fyrir minn smekk a.m.k. en krökkum finnst mjög gaman að þeim). Notuð er þýðing Steingrims Thorsteinssonar, sem er trúlega frá þvi um aldamótinfEr það undarlegt að þýðing hans skuli vera i fullu gildi enn i dag og sýnir það best hversu góður þýðandi hann var. Dalur dýranna — Villi vængstyrkur Dalur dýranna er eiginlega i orðsins fyllstu merkingu alþjóð- leg bók. Bókin er tviþætt. Ann- arsvegar er samfellt ævintýri þar sem mörg dýr, sum útdauð og önnur ekki, koma við sögu. Eru dýrin persónugerð og verða þar til margir sérkennilegir og skemmtilegir persónuleikar. Ævintýrið sjálft er einnig bráð- skemmtilegt og spennandi á köflum. Kemur þar mjög við sögu barátta dýranna fyrir til- verurétti sinum. Hinn hluti bókarinnar er fræðilegur og er þar i stuttum en skýrum greinum sagt frá dýr- um sem eru útdauð eða dýrum sem bjargað hefur verið á sið- ustu stundu frá þvi að deyja út. Frásögnunum er dreift um bók- ina og fylgir mynd af viðkom- andi dýri með. eru þessir kaflar mjög læsilegir, hæfilega stuttir en mjög fræðandi á aðgengilegu máli. Þennan hluta þýðir örn- ólfur Thorlacius með ágætum, en ævintýrið þýddi Þrándur Thoroddsen. Bókin er gefin út að tilhlutan Alþjóða náttúruverndarstofn- unarinnar (World Wildlife Fund). Er þessi bók bæði fræð- andi og skemmtileg og vel til þess fallin að vekja börn (og fullorðna) til umhugsunar um verðmæti náttúrunnar i kring- um okkur. Bókin er rikulega og fagur- lega myndskreytt. Marco Polo Að lokum skal hér nefnd bók sem er á mörkum þess að vera fræðibók og ævintýrabók. Það er itölsk bók um ævintýri Marco Polo, Feneyingsins sem fæddist á miðri Sturlungaöld og ferðað- ist til Kina og komst þar til mannvirðinga. Textinn er að- gengilegur fyrir krakka og frá- sögnin öll hæfilega einfölduð, án þess að sagnfræöinni sé misboð- • ið. Þýðing örnólfs Arnasonar er ágæt og myndskreyting sér- kennilega finleg. Útgefandi er Saga. Þegar maður sér bækur af þessu tagi vaknar óneitanlega sú spurning hvenær við fáum is- lenska sögu matreidda fyrir börn með þessum hætti? — G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.