Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 15
15 Föstudagur io. júií i98i htalrjarpncrh irinrt halrjarpnerh irinri Föstudagur io. júií i98i Það var ekki heiglum hent að finna hiisið hans Hafliða garð- yrkjustjóra. Hann býr i nokkurs konar feiuhúsi. Hafliöi Jónsson garöyrkjustóri Reykjavíkurborg- ar hefur nefnilega biisetu. sem hæfir starfsheitinu. Býr í miðjum Laugardalsgaröinum, i húsi um- kringdu háum trjám og gróðri af ýmsu tagi. Eftir aö hafa gen^iö um garð- inn i Laugardainum og leitað að hdsinu milli trjánna um nokkurt skeið, sást loksins grillaiþað, Húsið hans Hafliöa. Og ekki var minni gróðurinn inni á heimili Hafliða, en fyrir ut- an það. Blóm i' hverju horni. Fyrsta spurningin lá: auövitaö beint við. Var það hérna, sem „græna byltingin” hjá borginni hófst og var planlögö? Hafliði garðyrkjustjóri brosti og hló dálitið með sjálfum sér. „Nei, nei,” sagði hann, eftir nokkra þögn og þegar hann haföi komiö glóð i pipuna. „Þessi garður hérna var orðinn að veruleika, áður en „græna byltingin” kom tilsögunnar. Þessi garður i Laug- ardalnum er langtum eldri en upphaf „grænu byltingarinnar”. Hafliði sagðist hafa verið bú- settur þarna i hjarta garðsins alla sina embættistið. „Þetta hús var laust til ábúðar þegar ég hóf min störf-,sem garöyrkjust jóri 1955 og mér boðið að flytjast hingað, sem ég og gerði. Tel mikilvægt að ein- hver hafi hér búsetu, sem geti haft eftirlit meö þessum unaðs- reit og held að garöurinn væri ekki það sem hann er i dag ef ég hefði ekki bUið hér”. Hafliði er langt frá þvi að vera neinn nýgræðingur hjá borginni. Hann hefurstarfað þar frá 1943 og bættisverk sem borgarstjóri, væri að skrifa mér bréf. Og bréfið kom, strax og hann hafði tekið við starfinu, 1. desember 1973 og i þvi bréfi, bað hann mig aö gera Uttekt á stöðu ræktunarmála i borginni. Ég gerði þaö nákvæmlega og siðan tók hann þessi mál upp á sina arma og gerði að baráttumáli. Ég veit að Birgir tsleifur lagði Ut i þessa baráttu af heilum hug og það var hans metnaðarmál að græða upp borgina og gera þessi grænu svæði að veruleika. Einnig er ég að sjálfsögðu ánægður með að hann tók mikið tillit til minna tillagna i þessu ári. Skýrsla i átta eintökum Ég man eftir þvi að hafa farið nákvæmlega um borgina þegar ég gerði mina Uttekt og lýsti ástandi á berorðan hátt og einnig þvi sem betur mætti fara. Ég hugsa að þessi skyrsla min hafi verið dálitið viðkvæmt plagg á þeim tima, þvi ég var ekkert að skera utan af þvi, sem illa hafði verið staðiö að. En þessi skýrsla eða Uttekt, var aðeins fjölfölduð i átta eintökum og hefði á þeim tima verið stórpólitiskt plagg”. — Áttu við að vinstri f lokkarnir hafi þá getað náð höggstað á meirihluta Sjálfstæðismanna og i framhaldi, áttu þetta viðkvæma plagg í dag? „Ýmislegt það sem ég sagði i þessari skýrslu hefði getað komið sjálfstæöismönnum illa, þar sem þeir höfðu haft stjórnina með höndum. En þetta plagg á ég ekki i dag og ætli það sé nokkurs stað- ar til, enda orðið úrelt að mörgu „Er kannski Ikcgtara Dyllingarmaður" „Má að vissu leyti kalla mig höfund „grænu byltingarinnar”.” HailiOi Jónsson garðyrkfusijóri í neigarpósisviðiaii verið garðyrkjustjóri, eins og áð- ur sagöi, frá 1955. Og ræktun og garöyrkja hefur veriö hans ær og kýr frá fyrstu hendi. „Höfundur grænu byltingarinnar” En skyldi Hafliöi hafa verið upphafsmaöur og foringi i „grænu byltingunni” svokölluöu, eða var hUn aðeins kosninga- bomba Sjálfstæðisflokksins i borgarstjómarkosningunum 1974. „JU, þaö má að vissu leyti kalla mig ikifund „grænu bylting- arinnar”, sagöi Hafliði. „Annars er dálitilsaga i kringum þetta allt saman. Þannig var að Birgir ts- leifur Gunnarsson, vann öll sin unglingsár hjá mér i garðyrkj- unni, eins og raunar margir góðir borgarar aðrir. Þaðhafa ótnilega margir komiö viö sögu i garð- yrkjunni hjá borginni. Þegar það var uppvi'st, að Birgir tæki við borgarstjórastarfinu Ur hendi Geirs Hallgri'mssonar, þá geröist það einn daginn, að ég hitti hann á förnum vegi. Ég fagnaði þessum tiöindum og óskaöi honum alls velfarnaðari þvi starfi, sem hann væri að taka að sér.Ég vil þó taka skýrt fram.aö mjög vel fór á með okkur Geir, meöan hann sat á stóli borgarstjóra. En I þessu samtali okkar Birgis kom það fram hjá honum, aö hann hefði þegar ákveöiö að hans fyrsta em- leyti. Ég kallaði sjálfur plaggið stundum i gamni smásjána mina. NU siðan gerði Sjálfstæðisflokk- urinn sitt kosningaplan upp Ur þessum tillögum og ég man hve margir ób'klegustu menn höföu skyndilega þennan brennandi áhuga á garðyrkju á meðan kosn- ingabaráttan stóð yfir, og þóttust sumir hverjir vita allt um garð- yrkju.” — En var „græna byltingin” nokkuð annað en orðin tóm, þegar fram liöu stundir? „Birgir ísleifur setti i gang stórt prógram árið 1974 og ég tel að staðið hafi verið við flest þau áform,sem hann hafði á oddinum Það vara.m.k. staðið við öll stóru loforðin hvað ræktun varöar, svo það verður ekki sagt að „græna bylöngin” hafi einungis verið blekking af hálfu ihaldsins. En þótt ræktunaráformin hafi séð dagsins ljós, þá verður aö játast aö sitthvaö annaö sem fólst i „grænu byltingunni” eins og göngustigar, hjólreiðastigar, hestavegir gleymdust að tals- verðu leyti. Þar var slegiö síöku við. Ég átti hins vegar aldrei að sjá um þann þátt mála og fylgdi þessu ekki eftir. Almennt talað held ég að „græna byltingin” hafi tekist aö 99.5% hvað ræktun snertir.” — En nU man ég ekki betur en byggt hafi verið á nokkrum svæö- um, sem voru máluö græn á korti borgarinnar á slnum tima? „Ja, það er búið að byggja á tveimur græium blettum. En það voru litlar totur og önnur svæði voru tekin i stað þeirra. Hitter svo annað mál að mörg þessara grænu svæða, hafa enn ekki verið fullunnin, enda er það spurning hvort gróðurreitir, séu nokkurn tima fullunnir. Ann ars er það mitt mat, aö það hafi kannski verið ofsagt aö tala um byltingu áriö 1974, þótt skurk- ur hafi verið gerður I þessum ræktunarmálum, þá. Ég held að bylöngin hafi veriö gerð miklu fyrr.eöa árið 1962og það hafi ver- iö Geir Hallgrimsson, sem var byltingarforinginn. En það var ekki græn bylting. Það var stund- um nefnd svört bylöng, þegar Geir malbikaði allar götur borg- arinnar á örfáum árum. Ég vil þó á engan hátt gera litið úr þeim miklu breytingum sem hafa orðið hvað varðar ræktun á borgarlandinu. Arið 1955, þegar ég hóf mitt starf, þá voru 15 hekt- arar i' borginni ræktaðir, en nú eru þeir i kringum 200 Þar hefur stórbreyting oröiö á.” „Malbikog tún fara saman” — ÞU nefndir svörtu bylöng- una, Geir og malbikiö. En er ekki langur vegur á milli malbiks og ræktunar og ertu ekki i sífelldri baráttu við malbikunarglaða valdhafa, sem vilja helst setja malbikuð bilastæði, hvar sem auöur flötur finnst i borginni? „Malbik og tún fara saman. Það er ekki hægt aö rækta upp, þar sem ekki er malbikað I kring. Við sjáum hvað lítill gróður þrifst i kringum þjóðvegina okkar sem langflestir eru malarvegir. Gróð- ur þrifst ekki i ryki og steinkasti. Ég hef aldrei amast við malbiki i borg, þótt auðvitað eigi ekki að malbikaá kostnað grænna svæða. Það kemur ekki til mála.” — ÞU hefur verið undir fimm borgarstjórum i starfi þinu sem garðyrkjustjóri. Gerir þú upp á milli þeirra, Gunnars Thorodd- sens, Auðar Auðuns, Geirs Hall- grimssonar, Birgis Isleifs Gunn- arssonar, og Egils Skúla Ingi- bergissonar? . „Ég vilnú ógjarnan gera upp á milli þessara aöila. Hef átt ágætis samband við þá alla.” — Flest þin ár hefur þú verið undir meirihluta sjálfstæðis- manna? Ertusjálfur þar i flokki? „Hef aldrei verið flokksbundinn og var raunar ákaflega verka- lýössinnaður hér áöur fyrr, enda alinn upp i verkalýðsf jölskyldu og faðir minn tók virkan þátt i baráttu fyrir bættum kjörum verkafólks. Ég var t.d. upphafs- maður þess, að garðyrkjumenn stofnuðu sitt eigið stéttarfelag og get hreykt mér af þvi, að i stétt garðyrkjumanna er t.a.m. enginn launamunurá milli karlmanna og kvenmanna. Þar rikir jafnrétti kynjanna og gerði strax i upphafi árið 1945. „Nefndarfargan tröllriður... Ég verðþó aö viðurkenna, að ég var hrifnari af fyrrverandi meiri- hluta I borgarstjórninni ai þeim sem nú fer með völd, þótt þessi meirihluti sé út af fyrir sig jákvæöur hvað varðar þau störf, sem ég inni af hendi. Það sem mér finnst hafa færst til verri vegar meö vinstri meirihlutan- um, er þetta ógnvekjandi nefnda- fargan, sem nú tröllriður öllu borgarkerfinu. NU þurfa pólitikusarnir aö hafa fingurna i öllum verkum embættismann- anna og embættismenn eins og ég mega helst engu hreyfa fyrr en grænt ljós, er komið frá stjórn- málamönnunum,” — Ertu ekki að kvarta, vegna þess að þú og fleiri reyndir em- bættismenn hjá borginni eruð orönir eins og heimarikir hundar, sem viljið fá aö ráöa öllu, án af- skipta annarra? „Það getur vel verið — og þó, nei. Þetta er vitleysa. Ég hef t.d. alltaf látiö að stjórn, en mér finnst þó að embættismennirnir veröi að fá ákveöiö frjálsræði til að st jórna sínum málum. Ástand- ið er stundum þannig, að em- bættismennirnir vita ekki alltaf gjörla hvað þeir mega og mega ekki, án þess að fá leyfi hjá pólitikusunum. Og þetta er dálitiö erfitt þvf þær eru margar ákvarð- anirnar, sem embættismaöur eins ogég verð aö taka daglega.” — Færðu sem sé engan frið fyr- ir fingrum stjórnmálamann- anna? „Ekki vil ég kveða svo fast að, en oft eru þeir ansi afskiptasamir og stundum um mál, sem þeir hafa ekki neitt vit á. Ég efast t.d. um, að margir borgarstjórnar- menn þekki muninn á morgunfrU og stjUpmóöur”. I En færöu aldrei leið á þessari ! eilifu baráttu viö blóm, runna og ' tún — gróöurinn? „Nei, það fæ ég aldrei, þótt auð- vitað hafiég áhuga á mörgu öðru, en ræktunarmálum. Ég geri það stundum , þegar ég er þreyttur að fara niðurifjöru og sækja þangaö styrk. Ég verö eiginlega aö kom- 1 ast if jöru um hverja helgi. Það er , ef til vill vegna þess að ég fæddist i fjörukambi.” ,„Hef stúderað kvenpersónur” — Ahuga á mörgu öðru sagðir þU. ’ Hverju t._d.? I „Ja, þjóðfræðum t.a.m. Þá hef ; ég skrifaömikið, þótt fátt eitt hafi verið gefið Ut af þvi. Ég á ýmis- legt, sem ég hef skrifað, sem ég hef aldrei hampaö. Ég hef haft það að reglu að setjast viö skriftir á öðrum degi jóla og skrifa fram i íebrúar — og þá er ég ekki að skrifa um gróður, þótt auðvitað hafi ég i gegnum tiðina ritaö margar greinar um gróður og garðyrkju. Það hafa tvær bækur komið Ut eftir mig. önnur var ævisaga gamallar og merkilegrar konu og þótt ég segi sjálfur frá, þá var það býsna skemmtileg ævisaga og ég fékk ágætis viöbrögð á hana. Hin bókin var ljóöabók, sem ég fékk útgefna, svona fyrst og fremst til gamans. Já,ég skrifa mikið og á margar sögur eftir mig, i minum fórum. Sumar ekki fullunnar, enda allt annað en auðvelt verk að full- vinna ritverk. Hleyp þvi dálitið Ur einu I annað i skrifum minum. NUna, er ég að skrifa um sér- stæöa og eftirminni i lega sveit- unga mina, frá æskudögum minum vestur á Patreksfirði. Þar voru margir sérstakir kvistir, eöa þættu þaðminnsta kosti i dag. NU um áratuga skeið hef ég og stúderað kvenpersónur i Islendingasögunum og skrifað nokkuð um þær rannsóknir. Ég hef hins vegar ekki lokið þeim athugunum né skráð þær skil- merkilega niöur. Læt það biða betri tima. Hef nægan tima, þar sem ég byrjaöi svo snemma i lifi minu hjá borginni, þá á ég ekki allt of mörg ár eftir, þar til ég get hætt. Hætti þvf störfum á skap- legum aldri og get þvi fengist við ýmis áhugamál min i friði og spekt. En viövikjandi konunum i Islendingasögunum, þá hef ég komist að þvi, að kvenréttindi hafa ávallt verið i hávegum höfð hér á landi. Það gerðist enginn svo stóratburður, nema konan hafi verið kveikjan eöa hvati þar að. „Fleiri athyglis- verðar konur” Ég er hrifinn af konum og held að ég hafi kynnst langtum fleiri merkilegum konum á lifsleiðinni en körlum. Það eru langtum fleiri athyglisverðar konur i þjóðlifinu en karlmenn. Það er auövitað af hreinni skynsemi, sem konur láta ekki glepjast til þess að taka að sér ýmis störf I stjórnkerfinu og i stjórnmálum. Finnst taktiskara að ata karlpeningnum á foraöið. Við sjáum það kannski best á hestaatinu á Alþingi, sem nefnt hefur veriö eldhUsdagsumræöur. Það er alveg ljóst á þeirri nafn- gift, hvaðan þingmennirnir hafa linuna — eldhúslinuna auðvitað.” — En getur þU ekki ráðið þvi sem þU vilt ráða i krafti sérhæfni þinnar þar sem váldhafar hjá borginni hafa litt eða ekki vit á ræktunarmálum ? „Það erofsagt,en hins vegar er það rétt að vissu leyti, að þekking allra á garðrækt er ekki jafn- mikil, þdtt ýmsir telji sig hafa vit á þessum málum, en hafa i ’rauninni ekki. Ég tek skipunum, en læt ekki kúga mig. Hef aldrei látiö kúska mig. Það væri von- laust að reyna það. Ég hef almennt átt góðar stundir f minu starfi. Hef verið fljótur að afgreiöa mál og þekki náttúrlega hið margþætta starf- svið mitt Ut i æsar eftir öll þessi ár. Ég er ekki eins viss um, aö starfið yrði létt i höndum á manni, sem dytti inn i starf garð- yrkjustjóra fyrirvaralitið, enda þótthann þekkti vel til ræktunar- mála Ut af fyrir sig.” Hafliði þagnaði. Dró upp pipuna og sagöi siðan skyndilega. ,,ÞU heldur greinilega að ég se‘ sjálfstæðismaöur. Ég,sem hélt að ég væri svolitið rauður.” „Friðunartiska út i öfgar” — Það er ekki óeðlilegt að ætla svo, eftir allt samstarfið viö sjálf- stæöismennina hjá borginni i gegnum árin. „Þaö er kannski rétt, en það hefur aldrei neinn flokkur getað eignað sér mig. Ég hallast til hægri og vinstri eftir mál- efnunum hverju sinni. Ég er náttUrlega dálitið ihaldssamur á náttúruna og fallegar byggingar, en er þó jafnframt raunsæis- maður og stundum gengur þessi friöunartiska Ut i öfgar. Mér finnst til dæmis að margir þess- ara umhverfisverndarflokka erlendis séu komnir yfir strikið á ákveðnum sviðum.” — ÞU hefur náttúrlega af mörgum afrekum aö státa i rækt- unarmálum borgarinnar? „Ég vil ekki þakka mér einum þá umbreytingu, sem óumdeilan- lega hefur orðið á borginni í þessu tilliti, en mér þykir vænt um mikg þau verk, sem ég hef innt af hendi i' gegnum árin. Ég skipu- lagði til dæmis Arbæjarhverfið á sinum tima og þótti það fróölegt verkefni og skemmtilegt. Það hefur orðið mikil breyting á þankagangi fólks varðandi ræktunarmál. Hér áður fyrr, i kringum 1940, töldu menn t.a.m. að Utilokað væri að rækta tré i Tjarnargarðinum. Ég skrifaði siðan grein i Garðyrkjuritið, þá nýkominn frá námi, þar sem ég hélt þvi fram að vel væri hægt að rækta upp trjágarð i Tjarnar- garöinum.Mér dattekki i hug þá, að það kæmi siðan i minn hlut að sanna þessar skoðanir minar. En það tókst, með breyttum ræktunaraðferðum. Og á seinni árum hafa augu fólks opnast æ meir fyrir fegurð gróðurs og ekki siður notagildi hans.” — Ertu ekki orðinn möppudýr hjá borginni með þetta margt starfsfólk hjá þér? Kemur þú nokkuð nálægt gróðrinum dag- langt? Ertu ekki fastur á skrif- stofunni? „Nei, nei, ég reyni að vera i sem mestri snertingu við sjálft starfið og er reyndar sjálfur meira og minna i átökum viö gróður. Um helgar og á kvöldin fer ég mikið i heimsókn til fólks, oftast gamals fólks og öryrkja — og hjálpa þessum aðilum með garðvinnuna. Það er mjög þakk- láttstarf, en enga peninga tek ég fyrir slíka aðstoð. „Gróður tryggur félagsskapur” — En er gróöurinn ekki ósköp ótryggur félagi? „Gróðurinn er tryggari en margur vinskapur annar, skal ég segja þér, þótt auðvitaö verði að fara um hann mýkri höndum hér á landi, en annars staðar vegna veöurlagsins. En einmitt vegna þess, hve vandasamt verk þaö er að halda lífi I gróörinum hér á landi, þá höfum við komið okkur upp hæfum garðyrkjumönnum og staðreyndin er sU að islenskir garöyrkjumenn eru mjög hátt skrifaöir viða erlendis. Þeir eru það alhliða, en ekki sérhæfðir á þröngu sviði, eins og tiðkast oft með erlenda starfsbræöur mina. íslenskir garðyrkjumenn geta fengiö vinnu hvar sem þeir vilja i Evrópu.” — NU tiðkast það aö spyrja menn sem komnir eru á efri ár, um æskuna i dag. ÞU hefur margt ungt fólk i vinnu hjá þér á sumrin og hefur séð kynslóöirnar vaxa Ur grasi. „Já, unga fólkið. Það er ekki eins vinnugefið og það var. Letin meiri. Þaö er eins og tilfinn- inguna fyrir verkefnunum vanti. Astæðan fyrir þessum breytingum, gæti auðvitaö verið sU, að nU er verið að senda á mig fólk, sem ég hef varla verkefni fyrir. Þaö er ekki þörf fyrir allan þann vinnukraft sem ég fæ á vorin. Það er raunverulega verið að pina á okkur starfsfólki i nafni atvinnubóta. i þessu sambandi er dálitið skemmtilegt, að fyrir skemmstu var gerð Uttekt á rekstri garð- yrkjumála hjá borginni. Niður- staðan hjá könnúðunum var sU, að yfirstjórnin væri of fámenn. Parkinsonlögmálið var greini- lega i fullu gildi og ekkert var minnst á ofhleðslu i mannahaldi, heldur aðeins að fleiri yfirmenn vantaði. En ég held að það vanti ekki fleiri yfirmenn. Ég viöur- kenni, að ég þarf að leggja ansi hart aö mér um sumarmánuöina, mæti fyrstur til vinnu og fer siöastur, en mér tekst að láta enda ná saman meö þvi að vera röskur.” Ingólfur Arnarson og gróðurinn — Þaðer stundum gert grin að fólki sem hefur ekki hundsvit á garðyrkjij, t. d. sagan um Hafn- iiröinginn, sem þurfti sifellt að minna á að snúa grænu hliöinni upp, þegar hann var að tyrfa lóöina hjá sér. Verður þú var við algert þekkingarleysi hjá fólki um þessi mál? „Já, auðvitað veit fólk misjafn- lega mikið um garöyrkju, en flestirþeirsemhafaviö mig sam- band og leita eftir upplýsingum hafa talsverða þekkingu og vilja auka við hana. Þessa sögu um Hafnfiröinginn, sem þU nefnir, hef ég ekki heyrt áður. Ég held þvert á móti, að fáir viti jafn mikið um garðrækt eins og ein- mitt Hafnfirðingar. Þetta máttu hafa eftir mér, þótt það sé garð- yrkjustjóri Reykjavikurborgar, sem þetta segir. Það hafa margir fallegir hlutir verið gerðir i þessum málum i Hafnarfirði, þótt skipulagsyfirvöld þar, hafi þó gert sinar skyssur.” — NU segja Islendinga- sögurnar okkur, að landið hafi verið klætt gróðri milli fjalls og fjöru. Stenst sU fullyrðing? „Já. A ég að segja þér hvernig Reykjavik leit Ut, þegar Ingölfur Amarson nam hér land? Mýr- arnar hér i Laugardalnum og holtin hér i kring voru vaxin kjarrskógi. Þá hef ég fundiö trjá- lurka, 20 cm i þvermál á 2ja metra dýpi i Fossvoginum og Amarvoginum, þar sem Skipa- smiðastöðin Stálvik er staðsett. Það þarf ekki að fara nema rúma tvo metra niöur, til þess aö sjá landfræðUegar leifar landsnáms- aldarinnar og þær sýna svo ekki verður um villst, að gróöur var nánast samfelldur. Það hefur ekki verið hávaxinn gróöur, svona lágtkjarr, en gróöur samt. ..Iðinn i minu starfi” Það er ekki nokkur vandi að rækta skóga á Islandi. Það þarf tvo mannsaldra til aö rækta landið upp og ekki á eins manns færi. Ef hins vegar væri lagt stór- aukið fjármagn i skógrækt hér á landi, þá mætti gjörbreyta Utliti landsins á skömmum tírna. Mér hefur fundist, sem bændur geri sér ekki nægilega grein fyrir nauðsyn á ræktun skjólbelta. ÞU færö varla betra skjól, en með ræktun trjágróöurs. Hér við þetta hús sem ég bý i, hreyfir aldrei vind. Ef þaö eru 10 vindstig fyrir utan garðinn, þá finnur maður varla fyrir þvi hér upp viö húsið. Vindinn lægir um 2 vindstig á hverja 10 metra á trjásvæöi, eins og hér er fyrir utan.” — Hvaða eftirmæli fær Hafliöi Jónsson, þegar hann lætur af störfum sem garöyrkjustjóri? „Ég veit það ekki — kannski hægfara byltingarmaður.” — Hvaöa eftirmæli kýst þú þér? „Þessi spurning er enn erfiöari. Ja, kannski að ég hafi verið iöinn i minu starfi og reynt að þoka minum málum áfram. Það er þó ekkert vistaö menn myndu skrifa undirsvona lýsingu á mér. En ég hef þó reynt að vera starfsamur og iðinn I gegnum tiðina.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.