Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 19
19 Tjrfnn _helgarpósturinnlösiuda3ur vo- íúií i98i Jfet BOKAFLOÐ í HAUST RIGNINGUM HÁTÍÐ íNÝ- L/STASA FNINU Bókaútgefendur hafa tekið upp þá nýlundu fyrir skömmu að hlifa bókaþjóðinni við jólabókahol- skeflunni eins og hún var hér á árum áður. Þá var eins og öll af- kvæmi skáldanna yrðu ekki full- smiðuð fyrr en i desember. Jóla- bókaflóðið dundi yfir lestrarhest- ana og þeir allra viljugustu kom- ust yfir að lesa toppana, en aðrar merkilegar bækur eftir minni þekkta höfunda týndust. Nú er öld- in önnur og bókaforlögin hafa eins og áður er sagt tekið upp þá stefnu að hefja útgáfu á littera- túrnum i byrjun september. Er þetta ánægjuleg þróun og veröur vonandi til þess að verk ungra skálda og gamalla týnast siður og njóti sin betur. Listapósturinn hringdi i nokkra bókaútgefendur og spurði þá hvaða bækur kæmu út i haust hjá þeim. Ólafur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Máls og menningar sagði að i byrjun september kæmi út bók eftir Brynjólf Bjarnason, fyrrver- andi ráðherra. ,,Þetta er heim- spekirit sem nefnist: „Heimur rúms og tima”. I þessu riti tekur Brynjólfur fyrir m.a. timann og hlutveru- leikann, veruleikann á bak við veruleikann. A svipuðum tima kemur einnig út bókin „350 stofuplöntur” eftir Hollendinginn Rob Herwig. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar hún um ræktun og umhirðu stofu- plantna. I nokkrum mennta- og fjölbrautaskólum hefur verið kennt eftir handriti að bók sem við komum til með að gefa út i haust. En það er kennslubók i sál- fræði eftir Aldisi Guðmundsdótt- ur og Jörgen Pind. Þetta eru fyrstu bækurnar sem við gefum út, og siðan kemur þetta jafnt og þétt hjá okkur t.d. er ætlunin að gefa út i október framhald af bókinni „Undir kal- stjörnu” eftir Sigurð A. Magnús- son bók eftir Tryggva Emilsson og Einar Kárason svo eitthvað sé nefnt.” Eirikur Hreinn Finnbogason hjá Almenna Bókafélaginu þótti Listapóstur heldur snemma á ferðinni i þessum efnum og sagði að enn væri ekki endanlega ákveðið hvaða bækur kæmu út i byrjun haustsins. Þó gæti hann nefnt tvö ritverk stór i sniðum sem öruggt væri aö birtust bóka- hestum i byrjun skammdegisins. Væri það ritverk Tómasar Guð- mundssonar i 10 bindum og bók i tveimur bindum eftir Matthias Johannessen um ólaf Thors. Onnur bókaforlög sem Lista- póstur hafði samband við höfðu ýmsar bækur á útgáfuprjónunum en forsvarsmenn þeirra sögðu að að svo stöddu væri ekki hægt að gefa upp ákveðin bókaheiti. Eitt er þó öruggt að þegar haustrign- ingarnar byrja veröur þægilegt að kúra inni i húsi með splúnku- nýja forvitnilega bók i höndunum. — EG. Mikið verður um að vera i Nýlistasafninu um helgina. llingað til lands eru nú komnir nokkrir hollenskir myndlista- menn, styrktir af hollenska rikinu, til að kynna list sina og blanda geði við islenska kollega. Þeir munu sýna myndverk, kvik- myndir, halda performansa og flytja fyrirlestra. Að sögn Guðrúnar Erlu Geirs- dóttur, sem unnið hefur að undir- búningi heimsóknarinnar, hefst hátiðin i kvöld með þvi að Nan Hoover, einn þekktasti mynd- listarmaður Hollands, fremur Videóperformans. A laugardaginn opnar Krijn Giezen sýningu á umhverfisverki (Installasjón), en klukkan fjögur heldur Wies Smalls fyrirlestur. Smalls rekur þekkta listamiðstöð i Hollandi, Die Appel, og fjallar fyrirlestur hennar um þátttöku hennar i kynningu á nýlistinni i heimalandi hennar. Annað kvöld verður Harry deKroon með einhverskonar uppákomu i Nýlistasafninu, en dagskrá sunnudagsins hefst klukkan fjögur á instillasjón eftir Nichlaus Urban. Hátiðinni lýkur svo þá um kvöldið með sýningu Christine Konings á filmum o.fl. Guðrún Erla sagði islensku myndlistarfólki mikill fengur i þessari heimsókn, enda eru gest- irnir framarlega i flokki mynd- listarfólks i heimalandi sinu. íslenskir listamenn munu eflaust að einhverju leyti taka þátt i þessari hátið, en þegar þetta er skrifað, er ekki ljóst i hverju sú þátttaka verður fólgin. öllum er heimill aðgangur að Nýíistasafninu um helgina. —GA Góðar og vondar löggur L E YN/ÞJONUS TUMA Ð UR LÉTT/R Á SÉR Gamlabió: Morð I þinghúsinu. (Attentat). Dönsk. Argerð 1979. Handrit: Poul-Henrik Trampe. Leik- stjöri: Bert Christensen. Aðal- hlutverk: Jesper Langberg, Preben Borggaard, Suzanne Breuning og Bent Mejding. Danskar myndir eru nú oröiö fremur fágætir gestir i kvik- myndahúsum hér, en eru aftur kærkomin tilbreyting frá ensk- amerfsku flóðbylgjunni sem þar hefur tekið sér bólfestu. GalÚnn er þó að þá sjaldan danskar myndir koma hingað eru þær venjulega um fólk, sem eyöir um 90% af timanum i lágréttum stellingum — að gera hitt eða að ryöja út úr sér danskri aula- fyndni. Stöku sinnum eru þetta þó metnaðarfullar myndir, ým- ist i listrænu eöa fjárhagslegu tilliti. Morðiö i' þinghúsinu fellur undir si'ðarnefnda flokkinn. Danimir hafa greinilega lagt töluverðan pening i hana og fylgja þarna nokkurn veginn uppskrift enskra og banda- riskra spennumynda. Hún hefst á þvi að danskur ráðherra er að flytja ræðu á þingi i miöri kjarn- orkumálaumræðunni þar i landi, þegar skotið er á hann að þvi' er virðist.Ráðherrann slqipur en einn af þingvörðun- um verðurhins vegar fyrir skoti og deyr skömmu siðar. Dönsku öryggislögreglunni og rann- sóknarlögreglunni er fengið málið i sameiningu, og er meg- inefni myndarinnar að sina fram á mismunandi afstöðu þessara tveggja löggæslustofn- ana tilmálsins. öryggislögregl- an gengur fyrir samsæriskenn- ingum og sér hryðjuverkamenn i hverju horm meoan nægláti rannsóknarlögregl um aðurinn fer sér að engu óðslega og beitir fyrirsig innsæi á mannlegt eðli, sem aðeins löng reynsla getur veitt. Inntakið er þvi i sem stystu máli: Maigret gegn öll- um Bcxid-unum og að sjálfsögöu hefur hinn fyrrnefndi betur. Þetta er áhugavert efni, en það spillir nokkuð fyrir mynd- inni aö þessar óliku starfsað- ferðir lögreglunnar eru settar framá full ýkjukenndan hátt. Sú mynd sem dregin er upp af öryggislögreglunni er máluð svo dökkum litum, að áhorfand- inn á erfitt með á trúa henni, eins konar dönsk fasistalögga i Keystone-cops stilnum. En allt um það þá er myndin ágæt dægrastytting og kannski alveg timabær ábending til sumra ungra manna i lögreglu- liöi okkar hver sé munurinn á góðum og vondum löggum. — BVS Laugarásbió: Darraðardans (Hopscotch) Bandarisk, árgerð 1980. Iland- rit: Brian Garl'ield, Bryan Korbes. Leikstjóri: Konald Neame. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Glenda Jackson, Sam Waterston og Ncd Beatty. Frá „gagnrýnandanum”: Ekkert er verra lyrir leyniþjónuslur, en gamlir starfsmenn sem sitja inni meö leyndarmál i lange baner og SÉHSTAKT KÖNNUNARKORT: »Darraðardans« Walter Matthau sem Miles Kendiq Glenda Jackson sem Isobol v. Schmidt Sam Waterston sem Cutter Herbert Lom sem Mikhael Yaskov Ned Beatty sern G. P. Myerson Athugasemdir þinar og svör við eftir- farandi spurningum væru mjög vel þegnar: Hvernig myndir þú dæma þessa mynd? □ Mjög góð H góð □ sæmileg □ slæm Munt þú mæla með þessari mynd við vini þína? E Já □ Nei Hvaða leikari finnst þér bestur? Walter Matthau Hvaða hluta myndarinnar líkaði þér bestvið? Walter Matthau l . taka til við þaö þegar búið er að sparka þeim á eftirlaun aö segja frá öllum leyndarmálunum i ævi- sögu. Um þennan möndul snýst Darraðardans. Og það er ekki hægt að láta sér lika illa við svona mynd. Maöur gengur út lettari i lund en maöur kom inn. Þá er tilganginum náö. Hins vegar kemur l'átt á óvart og herslumun vantar á aö handrit sé nægilega vel skrilaö og leik- stjórn nægilega snaggaraleg. Krá biógestinum: Hvað af eftirfarandi lýsir myndinni best? S Gamanmynd □ Sakamálamynd □ Hrollvekja □ Gamanmynd/farsi □ Farsl □ Var þessi mynd Öðruvísi en þú áttir von á? □ Já S Nei Kyn: E Karl □ Kona Aldur: □ 12-17 □ 18-24 ® 25-43 □ yfir 50 ára. Finnst þór að þessi mynd só: □ of löng □ of stutt £] rótt lengd or sýningartíminn er betri: H 5 • 7 og 9 05 - 7.30 og 10 Er eitthvað sérstakt, sem þú vildir taka fram um myndina? Walter Mattj au Kærar þakkir. LAUGARÁSDÍÓ Takk sömuleiöis. — A.þ Ilanska öryggislögreglan i eltingaleik viö „hryöjuverkamann”. „ALLIR SEM HAFA GAMAN AF ÞVÍ AÐ TALA GETA SKRIFAД segir Auður Haralds, Auði Haralds þarf ekki að kynna fyrir lesendum Listapósts- ins, hún kynnir sig sjálf. Þó vakti það athygli mina þegar ég las þrjú Ijóð eftir Auði i lesbók Morgunblaðsins um síðustu helgi. Ég spurði þvi Auði hvort hún væri hætt við skáldsögurnar og byrjuð á Ijóðasmiö? Auður svaraði hógvær: „Alls ekki, éger ekkert Ijóöskáld og hef engan áhuga á þvi. Ástæðan fyrir þvi að þessi ljóð min birtust, var sú að ég lenti i herfilegri fjár- þröng. Þá datt mér i hug að grafa upp þessi Ijóð og mér til mikillar undrunar gat ég selt þau. Þannig að þú sérð að þetta er engin list- sköpun. Það mætli miklu fremur likja þessu við vændi. ,,0g i guðanna bænum ekki rithöfundur kalla mig ljóðskáld ég hef gaman af þvi að leika mér að orðum. Ég get sagt þér að ég á vini sem eru virkileg ljóðskáld og ég þjáist hryllilega af minnimáttarkennd þegar ég er nálægt þeim. Hugsaðu þér að þegar þau eru að æfa sig að þá yrkja þau limrur svona eins og ekkert væri.” — Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Þessa stundina er ég aðallega að hugsa um hvort ég hafi munað eftir öllu sem á að fara i bakpok- ann.” Auður hlær striðnislega og bætir við „ég er nefnilega að fara i sumarfri, ég ætla að sigla á fljótabáti i kringum England. Þetta er langþráö sumarfri og er ég vægast sagt orðin mjög þurfi fyrir það. Annars er ég nýkomin af rifhöfundanámskeiði sem haldið var i Sviþjóð. Þar voru umræður og fyrirlestrar um það hvernig á að skrifa og teknir fyrir ýmsir rithöfundar og bækur. Þetta námskeið varaði i næstum 5 sólarhringa.. Þetta var alveg hryllilega stift prógramm og ég fékk hálfgert ofnæmi fyrir rithöf- undum og bókum”. — Lærðir þú mikið á þessu? „Ég lærði dálitið i sænsku”. Auöur rekur upp mikla hlátur- roku en segir siðan: „Það er ekki hægt að læra að verða full- skapaður rithöfundur. Að visu er hægt að læra stafsetningu og hvernig á að nota punkta og kommur, en það lærði ég i barna- skóla.” — Er þetta þá meöfæddur hæfi- leiki? „Nei, þetta er enginn hæfileiki. Það geta allir skrifað sem hafa Auður Haralds: „Það mætti frckar likja þessu við vændi”. gaman af þvi að segja frá. Ég fæ oft upphringingar frá fólki sem hefur alveg hrikalega gaman af þvi að segja frá og getur malað i fjóra klukkutima stanslaust. En þegar " það sér hvitan pappir fyrir framan sig verður það alveg andlaust. Það er eiginlega það sem hrjáir fólk mest.” — Hvað tekur við hjá þér að loknu sumarleyfi? „Ég var á hlaupum niöri i bæ i gær og fékk þá tilboð um vinnu. En þetta er allt svo óljóst enn að við skulum hafa þetta sem leyndarmál fyrst um sinn. Annars halda ýmsir i Alþýðuleik- húsinu og lika ég sjálf að ég sé að skrifa leikrit.” — Um hvað? „Um fólk” segir Auður snöggt. — Hvers konar fólk? „Það er best að ég segi þér söguna eins og hún er. Alþýðu- leikhúsið ætlar að sýna einþátt- ung eftir Fassbinder. Þessi ein- þáttungur er alltof stuttur til þess að hægt sé að sýna hann sjálf- stætt. Þannig að þau ákváðu að mjólka einn einþáttung út úr mér og einn út úr Svövu Jakobs- dóttur.” Auður þagnar skyndi- lega og segir: „Æ, ég vona að ég hafi máttsegja þetta. Jú, jú, birtu þetta bara. Það skemmir aldrei að fá smá auglýsingu fyrir fram.” —EG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.