Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 13
hc!anrrAc*',rinn F8studa9Ur 10. 1011 1981 MAÐURINN BAK VIÐ NAFNIÐ QUÐMUNOUR IMGI KRISTJÁNSSON FYLGIST MEÐ KEPPNINNI SUMARSVEINN HELGARPÓSTSINS OG ÓÐALS. MJÖG ÓVENJULEG OG FRUMLEG KEPPNI A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ ÓÐAL í ALFARALEIÐ „Það lifir enginn af einu starfi” Guðmund Inga Kristjánsson kannast flestir lesendur Helgarpóstsins viö. Hann er einn af fréttaþulum sjonvarps- ins og hefur nýverið verið ráðinn i annað starf innan veggja sjónvarpsins, sem dag- skrárfulltrúi. Borgarpósturinn vildi fá að vita eitthvað meira um mann- inn og fekk hann þvf i stutt viðtal. Guðmundur er þritugur að aldri, kennari að mennt kvæntur og á eitt barn. „Annars hef ég ekki kennara- próf, heldur BA i ensku og sagn- fræði. Ég lauk prófi ’76 og hef verið við kennslu undanfarin 6 ár. Ég kenndi i Laugarlækja- skóla á daginn og i námsflokk- unum á kvöldin.” — i hverju er starf dagskrár- fulltnia fólgið? „Það er fyrst og fremst fólgið i þvi' að skoða og panta inn erlent fræðsluefni. Ég legg það efni sem mér list best á fyrir yf- irboðara mina og slðan er það þeirra að ákveða hvað verður keypt.” — En er það efni sem þú mælir með ekki yfirleitt alltaf tekið til sýninga? „Það er nií ekki alltaf, þvi þetta er ekkieinungis spurning um gæði efnisins heldur lika þetta eilífa peningaspursmál.. Það eru ákveðnar reglur sem gilda s.s. ákveðið hámarksverð, sem islenska sjónvarpið greiðir á mlnútu fyrir erlent efni. Ef það verð fæst eru þættimir teknir til sýninga. Guömundur Ingi Kristjánsson, dagskrárfulltrúi og dóttirin Hildur (Visismynd) „Annars byrja ég ekki I þessu starfi fyrr en I ágúst, en þessa dagana er ég að setja mig inn i starfið og skoða þaö efni sem liggpr fyrir og ekki er bUið aö ákvéða hvort tekið verður til sýningar.” — Kemur þU til með að brydda upp á einhverju nýju i efnisvali? „Það get ég ekkert sagt um enn sem komið er. Auðvitað reyni ég að gera mitt besta og hafa efnið sem skemmtilegast og fjölbreyttast, en eins og ég sagði áðan fer þetta ekki ein- ungis eftir gæðum heldur lika hvað þættirnir kosta.” — Varst þU orðinn leiður á kennarastarfinu? „Nei, alls ekki, en allir hafa gott af þvi aö breyta til. Kennslan féll mér vel, en það er erfitt til lengdar að reyna að vekja áhuga nemenda á náms- efninu. Og það er ekki alltaf hægt að vera skemmtilegur.” — ÞU ert fréttaþulur lika, kemur þU til með aö vera I því starfi áfram? „Já, það lifir enginn af einu starfi. Ég verð dagskídrfulltrUi frá kl. 9—17 og fréttaþulur frá kl 18—20.30. Þessa stundina er ég á námskeiði i uppeldis- og kennslufræðum og þvilýkur ekki fyrr en 17. jUli, svo þaö veröur ekkert sumarfri hjá mér i ár. Enda geta menn varla leyft sér slikt, þegar þeir eru nýbUnir að festa kaup d ibúð.” — EG. ÍÞROTW öNNUR '‘-'"SítóASMnO* F feLA • Leitið uppiýsinga i sima 11630, og viö gerum ykkur tilboð sem þið getið ekki hafnað. • Næst þegar þarf að halda vcislu fyrir gesti ykkar vegna heimsóknar, mótslita, eða bara til að koina saman, þvi þá ekki að leigja Hlöðuna. Hlaðan hentár prýöilega öllum samkvæmum frá 16 -120 manns ogjafnvel þar yfir. Þarer hægt að fá allar veitingar, og við útvegum alla skemmtikrafta, ef óskað er. 13 Prúttað i Firðinum Útimarkaðurinn við Lækjar- torg hefur gefið miðbænum i Reykjavik nýtt lif og vakið lukku meðal gesta og gangandi. Og nú ætla Hafnfirðingar að fara sömu ieiðina, þvi i dag, frá klukkan 14-20, mun verða fatamarkaður við Thorsplanið i miðbæ Hafnar- fjarðar. Þar verða seld gömul og ný föt undir berum himni. Það eru handboltamenn úr FH. sem hafa veg og vanda af þessari uppá- komu og ér hugmyndin sú að sið erlendra útimarkaða að prútt og þref um verð á flikunum, sé langt frá þvi að vera bannað. Þvert á móti er verðlagningin miðuð við, að kúnnarnir eigi (eða a.m.k. megi) prútta um verðið. Hafnfirðingar ættu þvi að lita við i miðbænum sínum j dag og gera góð kaup, auk þess að hitta náungannog virðafyrirsér mann- lifið á prúttmarkaði FH-inga. —GAS. Laugardagur 11. j Sumargleöin Raggi Bjarna og co. kl. 20. Stanslaus skemmfiatriöi i 2 tim f Gestyr kvöldsins: Gunnar Þór arsoiú Oajisaö til kl. 03 MiðasallJ^i kl. 15 16 1 Sunnudagur 12. júli: Diskótek frá kl. 9 01. KA : IBV 1. Sunnudag kl. 20. Allir Stórkostleg tiskusýning frá Chaplin Hljómsveit Finns Eydals, Hel- ena og Alli leika til kl. 03. Sjáumst í Sjallanum. Ný model sýna. Boröapantanir fyrir matargesti fra kI. 19 i sima 96-22770 Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bœtt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. V(T|IIhtí;i - Alnrluuliiriiui Nýja húsinu áStKBKSBk 4*1*%*%*% v/Lækjartorg. 4F ■ ** ® • • Sjálfstæðishúsíð Akureyri Simi 96„770 Föstudagur 10. júli: cm mar/'ei^ Glens grin og gaman ^ Rjúkandi reviu réttir frá kl. 20 22

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.