Helgarpósturinn - 09.10.1981, Síða 3
3
ha/rjrirpnczt, ,rinn Föstudagur 9. október 1981
hann drukkinn einu sinni. Og þótt
vinnan sé erfiö, þá er
skemmtanalifiö enn erfiöara þvi
aö þaö rænir hann nætursvefni
(og jafnvel nágranna hans lika).
Þegar viö hittum Karl, haföi hann
fengiö heimsókn frá lögregunni —
og kvaöst hafa grátiö viö öxl eins
boröalagös — peningaraunir hans
og sundur tætt tilfinningalif
bugaöi hann þaö kvöldiö.
Viö höföum tal af lögfróöum
mönnum og reyndar lögreglunni
lika, til aö kanna, hvaöa meöferö
Karl kemur til meö aö fá og hans
mál öll, þegar aö þvi kemur aö
hann hefur hafnaö i reipisendan-
um, eins og stundum er sagt.
Karli finnst eiginlega aö honum
sé vorkunn. Hann er einnig á þvi
aö hann sé hreint ekki sá eini sem
lent hefur i svona klipu. Karli
finnst hann og „kollegar” hans
litil áhrif hafa haft á rás at-
buröanna. Hann veit ekki fyrr en
hann er kominn i klandur, og þaö
má rekja til þess aö hann réð
ekki við skattana. Og hann réö
ekki við skattana vegna þess að
tekjur hans voru svo misjafnar ár
frá ári.
Og þegar hann er endanlega
kominn i svaðiö byrjar lögreglan
aö hafa af honum afskipti. Skárra
er það nú helvitið. Þe%ar hann
var stöövaður um daginn, grun-
aöur um ölvun viö akstur, fyrtist
hann við.
/#Komdu með
okkur, vinur"
Bjarki Eliasson yfirlög-
regluþjónn var spurður, hver
væri réttur manns i sliku tilviki.
„Þaö er skylda hans að tala við
lögregluþjóninn”, sagöi Bjarki.
„Þaö er raunar afar sjaldgæft aö
menn neiti þvi, þegar þeir eru
stöðvaðir úti á götu. Ef slikt kem-
ur fyrir, þá biðum við bara ró-
legir. Við forðumst að beita valdi,
en einfaldlega sjáum við til þess
að billinn fari ekkert. Reynslan
sýnir okkur að áður en langt um
liöur láta menn segjast.”
Heimili Karls er hans Kastali.
Þaö hefur löngum verib skoðun
hans sjálfs, og ekkert siður eftir
ab hann flutti frá konu og börnum
i herbergiskytru i Smáibúða-
hverfinu. Hún er hans konungs-
riki. En Karl getur ekki fremur
en aðrir Islendingar lokaö vanda-
málin úti. Bjarki Eliasson:
„Þegar lögreglan fer inná
heimili fólks er það i langflestum
tilfellum vegna þess aö einhver
heimilismanna hefur kallað á lög-
regluna, og boðiö henni inn á
heimiliö til aö skakka leikinn.
I öðrum tilfellum er tvenns
konar háttur hafður á. Annars
vegar er það svokölluð bein eftir-
för. í þvi tilfelli hefur lögreglan
verið á eftir ákveðnum einstak-
lingi i óslitinni eftirför, og þá er
hægt að sækja menn inná heimili.
Þá nægir ekki að loka á eftir sér
huröinni.
Hinsvegar er stundum fariö
inná heimili grunaöra manna,
eöa manna sem tengjast
ákveöinni rannsókn. Til aö gera
þaö þarf úrskurö dómara.
Reyndin er samt sú aö áöur en
þessi úrskurður er fenginn þá
bankar lögreglan uppá og spyr
viðkomandi hvort hann vilji ekki
koma meö sér. Og oftast koma
menn þá strax. En neiti þeir, er
ekki annað fyrir lögregluna að
gera en aö reyna að fá dómsúr-
skurö um aö henni sé heimilt að
fara inná heimili viökomandi og
sækja hann.”
Fótur fyrir?
Karl gat þvi ekki lokað lög-
regluna úti, þegar hún heimsótti
hann eitt kvöldiö, og bað hann ab
koma meö sér. Hann var
grunaður um aðild að ávisana-
keðju. Karli fannst mælirinn
endanlega fullur, þegar honum
var sagt þaö. „Ekki nóg meö að
þeir hirði af manni hvern eyri i
skatt — heldur saka þeir mann
um þjófnaö þar aö auki”.
Karl var þvi langt frá þvi
viðmótsþýöur viö laganna veröi.
Hann svaraöi i hálfkæringi. Sneri
útúr þegar hann gat. Geröi i þvi
að vera leiðinlegur.
Rannsókn málsins leiddi i ljós
aö Karl var saklaus. En hann var
samt ekki alveg sáttur við gang
mála. Hann taldi sig hafa veriö
svivirtam á margan hátt. Allur
stigagangurinn fylgdist meö
þegar lögreglan leiddi hann úti
bil, honum fannst yfirheyrslan
niðurlægjandi, og einu sinni taldi
hann aö sér hefði verið hrint á
gangi i lögreglustöðinni.
En hvað gat hann gert:
Jónatan Sveinsson, saksóknari
hjá Rikissaksóknara:
„Þegar hinn almenni borgari
kærir lögreglu fyrir harðræði, eöa
óréttlæti af einhverju tagi, þá get-
ur hann skilað kærunni á þrjá
staöi. í fyrsta lagi til lög-
reglunnar sjálfrar. I ööru lagi til
rannsóknarlögreglunnar, og þaö
er ef til vill eölilegri leiö. 1 þriöja
lagi beint til rikissaksóknara.
Þess eru einnig dæmi að kært hafi
verið beint til dómsmála-
ráðuneytisins I öllum tilfellum
kemur máliö fyrir rikissak-
sóknara, og hann ákveöur hvort
fótur er fyrir kærunni”.
Jóhann sagði kærur af þessu
tagi ákaflega sjaldgæfar. Hann
sagði þær koma fram i flestum
tilfellum undir rekstri mála,
þannig að ákæröur maður, eöa
grunaður, teldi sig órétti
beittan. En Jónatan sagöi að
nánari rannsókn leiddi mjög
sjaldan i ljós aö fótur væri fyrir
kærunni. „Aö visu hefur rannsókn
rikissaksóknara leitt til þess ab
einstaka löggæslumenn hafa
veriö ákærðir, en þaö er heldur
ekki algengt”, sagöi Jónatan.
Jónatan sagöist vita um aö
nokkur slik mál heföu farið fyrir
dómstólana og nefndi eitt nýlegt
mál, þar sem dyravörður á balli
þótti fara of höröum höndum um
dansgest — sem þó haföi gefiö
tilefni til afskipta.
Björn Helgason hæstaréttar-
ritari sagði afar sjaldgæft aö mál
af þessu tagi kæmu fyrir hæsta-
rétt. Hann sagðist i fljótu bragöi
aðeins muna eftir einu tilviki. Það
væru mál þeirra manna sem sett-
ir voru I gæsluvarðhald I tengsl-
um viö rannsókn Geirfinnsmáls-
ins.
Dýrt og
gagnslaust?
Karl haföi óljósan grun um að
litið þýddi fyrir hann aö kæra
lögguna. Vinir hans og kunn-
ingjar töluðu um að málarekstur-
inn tæki langan tima. Að þetta
væri dýrt. Og þar að auki sögöu
þeir aö löggurnar stæöu alltaf
saman og vitnuðu hver með
annarri.
„Jú, viö vitum svosem af þess-
ari trú fólks”, sagöi Jónatan
Sveinsson. „En ég tel hana
ástæðulausa. Ég held aö almennt
gildi sú regla um svona mál, að
þau eru rekin meö meiri hraöa en
almennt gerist. Þaö er lögö
áhersla á aö fá niöurstööur hiö
fyrsta. ''
Um hitt atriðið, að lögreglu-
menn standi saman, vil ég segja
að þaö er ekki óliklegt að borgar-
inn telji aö hann eigi öröugt um
vik aö sanna fullyröingar sinar,
þegar hann hefur ekki aðra til aö
styðja viö sig. Honum finnst
, eflaust aö þá strax halli á hann”.
Lögfræöingur sem Helgarpóst-
urinn talaði við sagði samskipti
hins opinbera við einstaklinginn
alls ekki einkennast af fjandskap,
heldur kæmi rikiö oftast fram
eins og velmeinandi guðfaðir.
Þegar hinsvegar einstaklingurinn
teldisigóréttibeittan, þá vandað-
ist málið._
„Dómstólarnir eru þriöjungur
rikisvaldsins, eða eiga að
minnsta kosti aö vera þaö”, sagöi
þessi lögfræöingur. „En dóms-
kerfiö hefur lengi veriö i miklu
fjárhagslegu svelti, og nýtur
oröiö takmarkaðrar viröingar
almennings, vegna þess hve
vanmáttugt þaö stundum virðist
vera. Dómstólarnir eru ekki
nærri þvi eins virkt afl i
þjóöfélaginu og þeir ættu ab vera,
hvorki hvaö viökemur einstökum
úrlausnarefnum, né almennri
skoöanamyndun.
Dómskerfið í lagi?
Þaö er stáöreynd aö hraöinn i
þjóðfélaginu hefur aukist gifur-
lega á siðustu árum og áratugum.
Fyrir svona fimmtiu árum skipti
kannski ekki mjög miklu máli
fyrir einstakling þó dómsmál á
hans vegum væri 2 til 3 ár að
velkjast i dómskerfinu. En núna,
þegar hlutirnir gerast langtum
hraðar en áöur fyrr, þá skiptir
þaö öllu máli að menn geti fengib
skjóta úrlausn. Að þessu leyti
hefur dómskerfiö ekki náð aö
fylgja almennri þróun, og þetta
gerir almenningi erfitt fyrir.
Við þetta bætist siðan sú
staöreynd að rikið þarf mjög
sjaldan aö sækja neitt i hendur
dómstólanna. Þannig hefur veriö
búiö um hnútana, aö hiö opinbera
hefur sjálfkrafa réttinn sin
megin. Ef þú til dæmis skuldar
rikinu peninga (skatta o.s.frv.)
þá hefur þaö fullan rétt til að
sækja þá peninga i eignum
þinum. Ef þú hinsvegar skuldar
Jóni Jónssyni sömu upphæö, þá
verbur hann aö leita til
dómstólanna til að fá greiðsluna.
Rikiö er þannig aö talsveröu leyti
óháb dómstólunum aö þvi leyti aö
þaö þarf sárasjaldan aö leita til
þeirra. langstærsti hluti dóms-
mála eru mál einstaklinga gegn
öörum einstaklingum, eöa mál
einstaklinga gegn rikinu. Aö rikiö
höföi mál gegn einstaklingi er
ekki mjög algengt,” sagöi lög-
fræöingurinn.
„Af þessu leiðir aö löggjafinn—
stjórnmálamennirnir — hafa ekki
mjög mikinn áhuga á dóms-
málunum. Þaö er vegna þess að
löggjafinn þarf litt á dómstólum
aö halda. Allt fé kemur nánast
sjálfkrafa inn. Meöal annars
þessvegna er dómskerfiö ekki
betur stutt fjárhagslega en raun
ber vitni.”
Lögfræöingurinn bætti viö aö
„rikiö eri rauninni litiö annaö en
fólkiö sem vinnur hjá rikinu. Þaö
er þvi þetta fólk sem hefur lögin á
bak viö sig. „Flestir rikisstarfs-
menn kunna sig og misnota ekki
stööu sina. En þegar einstaka
starfsmenn rikisins haga sér á
frumstæðan og ruddalegan hátt —
þá hefur almenningur litlar varn-
ir, eins og glögglega kom i ljós nú
i siðustu viku i sambandi viö toll-
gæsluna á Keflavikurflugvelli.”
Það er aö lokum aö segja af
Karli, að hann náöi sér uppúr
soranum, fór aö vinna reglu-
bundna vinnu, og ákvaö aö drifa
sig i fjögurra vikna hressingar-
ferö til Florida. Hann var edrú
allan tfmann, og var stoltur af.
Þegar hann kom heim var hann
stoppaöur i græna hliðinu, færöur
inn i tollherbergi, og skipað aö
klæöa sig úr hverri spjör. Honum
fannst hann niðurlægöur á allan
máta.
Karli datt samt i rauninni
aldrei i hug aö bera fram
kvartanir. Tollveröirnir höföu
réttinn sin megin. Hann hafa
rikisstarfsmenn yfirleitt. Og Karl
þekkti lika dæmi um þaö að opin-
ber starfsmaöur bar fram
kvörtun i svipuöu tilfelli og þessu
og áöur en sá maður vissi af, var
honum svaraö fullum hálsi — i
fjölmiðlum, af tollveröi. Þegar
slikt vofir yfir, er málið auðvitað
fyrirfram tapaö.
TILKYNNING
TIL FRAMLEIÐENDA SEM
NOTIÐ HAFA ENDURKAUPALÁNA í US$
EN SELT HAFA í EVRÓPUMYNTUM
Seðlabanki íslands hefur nú ákveðið framkvæmd á endurgreiðslu vegna gengistaps á
endurkaupalánum, sem þeirframleiðendur hafa oróið fyrir, sem tekið hafaendurkaupalán
í dollurum, en selt framleiðslu sína í Evrópumyntum, sbr. fréttatilkynningu bankans dags.
22. septembers. I.
Ákveðið er að endurgreiðslan nái til gengistaps, á teknum endurkaupalánum, sem orðið
hefur vegna misgengis US$ og Evrópumynta frá 1. janúar 1981, og miðast við vörur sem
framleiddar voru fyrir 1. september 1981.
Framleiðendur, sem rétt eiga á endurgreiðslu og hennar óska, þurfa að skila sérstakri
skýrslu um útflutning sinn á þar til gerðum eyðublöðum Lánadeildar Seðlabanka íslands.
Skýrslunni skulu fylgja fullnægjandi fylgiskjöl að mati bankastofnunar.
Afurðalánadeildir viðskiptabanka og sparisjóða munu hafa alla milligöngu um endur-
greiðsluna og ber framleiðendum að snúasér nú þegartil sinnar viðskiptabankastofnunar
varðandi ofangreind eyðublöð og leiðbeiningar um útfyllingu þeirra svo og frekari fram-
kvæmd.
Framleiðendursem flytja út í Evrópumyntfyrir milligöngu útflutningssamtakaeðaannarra
útflytjenda þurfa að hafa samráð/samstarf við viðkomandi varðandi skýrslugerðina.
Seðlabankinn mun reikna út og endurgreiða umrætt gengistap (ásamt vöxtum) jafnóðum
og staðfestar skýrslur berast.
Gert er ráð fyrir, að framleiðsla umrædds tímabils verði öll seld um n. k. áramót, og verður
endurgreiðslu gengistaps hætt frá og með 31. desember 1981.
Vakin skal sérstök athygli á því, að endurgreiðslan miðast einungis við gengistap á
endurkaupalánum.
ISLANDS
SEÐLABANKI
—Hl^—i^———^
80.28 ;—.-r _ .y v,-:—rrr
Veistu hvaða litsiCHivamstæki
býöst meö ÍOOO króna
staógreiósluafslactti ?