Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.10.1981, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Qupperneq 13
he/garpósturinn Föstudag ur 9. október 1981 13 Óli H. Þórðarson ff mér tókst þó ekki að læra að verða ríkur” Bílbeltaöldin er gengin i garö á islandi, en eins og allir öku- menn (og farþegar i bílum) vita, þá var notkun bilbelta lög- leidd hér um síðustu mánaða- mót. Heista áróðursmaskinan fyrir notkun beltanna er Umferöarráö, og framkvæmda- stjóri þess, Óli H. Þórðarson,er maðurinn á bak við nafnið að þessu sinni. Óli var fyrst beöinn að segja hvaöan hann væri ættaður. „Ég er fæddur norður á Þórs- höfn á Langanesi, en pabbi minn var læknir þar. Þarna var ég til sjö ára aldurs og hef sjálfsagt brotið einhverjar um- ferðarreglur, geri ég ráð fyrir. Hins vegar efast ég um, að ég hafi nokkurn tima heyrt minnst á umferð á þeim árum, nema sjálfsagt hefur mamma ein- hvern tima sagt mér að passa mig á bilunum”, sgöi Óli. Frá Þórshöfn á Langanesi lá leiðin að Kleppjárnsreykjum i Borgarfirði og þar bjó Óli á sin- um sokkabandsárum. „Það lá svo beint viö að fara þaöan i Samvinnuskólann. Þangað fór ég 17—18 ára gamall. Upp úr þvi flutti ég svo til Keykjavikur og hef verið hér siðan, mörgum til mikils ama.” — Hvað hefur þú svo starfað i gegnum árin? „Ég byrjaði sem aöalbókari við Áburðarverksmiðjuna i Gufunesi og var þar I sjö ár. Eftir það fór ég til Einars rika. Mér tókst að læra margt gott af honum, en mér tókst þó ekki að læra að verða rikur. Þar var ég i annan eins tima, 0—7 ár. Þaö er skammturinn, en samt er ég ekki að hóta landsmönnum, að ég ætli aö vera svo lengi i Umferðarráði. Þó er aldrei að vita.” Þegar Óli hafði lokið vist sinni hjá Einari rika tók hann við nú- verandi starfi sinu sem fram- kvæmdastjóri Umferöarráðs. Óli var þá spurður hvort hann hafi eitthvaö leitt hugann aö umferöarmálum, áður en hann tók við þessu starfi. „Þaö hafði margt fariö i taugarnar á mér i sambandi við umferöarmálin, áður en ég kom hingaö. Ég var meö ákveðna kenningu i umferöarmálum, sem ég hef aldrei þorað að láta nokkurn heyra fyrr. Ef þú átt að passa þig á einhverjum, þá er það maður með hatt. Þessari reglu fór ég mjög vel eftir, og ég held, að það hafi gefist nokkuð vel”, sagði hann. Viö verðum svo að láta lesendum það eftir að reyna aö ráða i þessi orð Óla. Hann sagðist þó hafa lagt þessa kenn- ingu á hilluna eftir að hann kom til Umferðarráös. — Hvernig hefur þér gengið i umferðarmálunum? „Mér hefur gengið bölvan- lega. Ég get sagt með góðri samvisku, að ég sé engan árangur af minu starfi og það er illt til þess aö vita. Ég held, að það hafi ekkert breyst i um- ferðinni frá þvi ég kom hingaö.” — Ertu kannski á leið út úr þessu? „Nei, en þetta starf miðast við það, að maður er að gera hluti, sem kannski skilja ekki svo mikið eftir sig. Maður veit aldrei hver árangurinn er af þvi, sem maður er aö gera. Ég hef lagt mikla áherslu á tillits- semi i umferðinni, en ég spyr þig: finnst þér hafa orðið nokk- ur breyting á þvi?” — Ef við snúum okkur að bilbeltunum, hvernig hefur það gengiö? „Það hefur komiö i ljós, að sumsstaðar notar helmingur ökumanna beltin, en annars staðar er það minna. Mér finnst þaö alls ekki nógu gott, vegna þess, aö ég er svo einlægur i þeirri trú minni, að þau séu til mikilla bóta. Það fer um mig, þegar ég sé fólk, sem ekki notar þau. Þarna er verið aö leggja upp i hendur þess tæki, sem get- ur kannski haft áhrif á heilsu þess um ófyrirsjáánlega framtið. Af hverju notar fólk þetta ekki?” — Hefur þú sjálfur alltaf notað bilbelti? „Nei, þaö get ég alveg sagt með góðri samvisku. Ég geröi það ekki fyrr en ég eignaöist bil með góðum beltum, en hef gert það siöan.” — Attu einhver heilræöi til ökumanna svona i lokin? „Að fara eftir 49. grein umferöarlaganna: „ökuhraða skal ávallt miða við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færö, veður og umferð, og haga þannig aö aksturinn valdi ekki hættu eða óþægindum fyrir aðra vegfarendur né geri þeim óþarfa tálmanir”. Ef allir færu eftir þessu, þá væri allt i lagi hjá okkur,” sagði Óli H. Þórðarson. — GB. Óli mcð beltið spennt, eins og vonandi allir ökumenn landsins. V Vestfrost FPYSTIKISTUR eru DÖNSKgœóavara VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viöurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- legar á hagstæðu veröi. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuðu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiðjurnar í Esbjerg er ein af slærstu verksmiðjum sinnar tegundar á Norðuflöndum. \Of LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DÝPT cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖST pr SÓLARHRING kg. 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh. 1,2 1,4 1,6 1,9 201 Itr. 271 Itr. 396 Itr. 506 Itr. 5.829.- 6.387,- 7.241.- 8.450.- n Síðumúla 32 Simi 38000 uec&fccðáját? I o f ■ .' W' % 3 Á w 9 vi m\ 0, 1=f ■ ' i yéJtid ’’ . Jr L tes? HLAÐAN er salur í Óðali. í Hlöðunni matast stemningu. Við gerum þér ótrúlega hag- saman allt að 100 manns. Hið óvenjulega stætt „ALLTINNIFALIÐ" tilboð (dæmi í inn- umhverfi Hlöðunnar, langborðin og sam- fellda rammanum hér að ofan) og fyrirhöfn huga gestir skapa ávallt eftirminnilega þín eraðeins símahringing í 11630. MABAN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.