Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 19
.nnnVTODO^Q^rU ra?r ied6t^o ii'psbutíö^l _Jielgarpásturinn_ Föstudagur 9. október 1981 ar 19 urnn. ÁsgerðurEsterBúadóttir í Listasafni alþýðu: List úr ull Það er viðtekinn sannleikur að ull hélt lifinu i tslendingum i gegnum tiðina — að mninsta kosti þangað til Hekluúlpurnar komu til sögunnar. tslenskar konur hafa frá aldaöðli setið við prjón- ana sina og prjónað ullarfatnað og ekki siður slegið vefinn og ofið efni I vaðmálsföt. Vefnaður má þvi teljast samof- inn sögu þjóðarinnar. Vaðmáliö hélt hita á rithöfundum okkar og mestu afrekin á veraldlega sviðinu voru unnin i vaömálsföt- um. En lengra náði vefnaðurinn ekki hjá okkur. Engum datt i hug, að hann gæti verið listgrein eða afrek útaf fyrir sig. Það kemur því ekki á óvart að sá listamaður islenskur sem telst frumkvöðull i myndvefnaði fékk fyrstu viðurkenningu sina i út- löndum. Það var nánar tiltekið árið 1956 sem Asgerður Ester Búadóttirhlautgullverðlaun fyrir verk sin á 8. alþjóðlegu list- iðnaðarsýningunni i Miinchen. Þá voru islenskar konur að mestu hættar aö slá vefinn til að vefa efni i igangsklæði. Asgerður hafði hinsvegar sest við vefstól- inn einum sex árum áður til að vefa listaverk. Og Islendingar urðu fljótlega að endurskoða af- stöðu sina til vefnaðar. Nú eru liðin 30 ár siðan As- gerður Búadóttir sneri sér að þessari listgrein. 1 tilefni af þvi veröur á laugardaginn opnuö yfirlitssýning á verkum hennar i sýningarsal Listasafns alþýðu við Graisásveg 16. A sýningunni eru 38 verk.það elsta frá 1957, en yngsta verkiö er ofið i ár. ,,Ég lærði ekki að vefa i skóla; það má segja að ég sé sjálfmennt- uð í þvi'. Leiðin lá I Handiða- og myndlistaskólann, eins og hann hét þá, og þaðan á Konunglegu akademiuna i Kaupmannahöfn. Þarna teiknaði ég og teiknaði og fór siðan að fást við málverkið. En einhvern veginn fékk ég ekki það út úr þvi sem ég vildi”, sagði Asgerður viö Helgarpóstinn. Þegar hún hélt heim frá Dan- mörku aö námi loknu keypti hún sér vefstól „eiginlega án þess að vita hvað ég ætlaði að gera við hann”eins og hún orðar það sjálf. Siðan hefur hún setið við vefinn, lengst af á vinnustofu sinni að Karf avogi 22 i Rey kjavik þar sem hún héltfyrstu einkasýningu sina, árið 1962. „Ég var lengi i vafa um, hvort ég hefði gert rétt i þvi að fara á listaskóla i stað þess að læra tæknina við vefnaöinn á list- iðnaðarskóla. En ég held að list- mamtun min hafi komið mér frdíar til góða; hún hefur gefið mér miklu breiðari grundvöll til aö vinna á”, segir Asgerður. Og að sjálfsögðu notar hún is- lenskt efni i myndverk si'nj is- lenska ull. Þar að auki annaö gamalt islenskt hráefni,hrosshár. Með þessu efni og margskonar aðferðum við vefnaðinn, þar á meðal þá gömlu aöferð sem is- lenskar konur notuðu við gerð vaðmáls frá örófi alda, hefur As- gerður tryggt sér sess sem viður- kenndur listamaður innanlands sem utan og frumkvöðull list- greinar sem á vaxandi gengi að fagna i landinu. Um feril hennar þessa þrjá ára- tugi sem sýningin i sýningarsal Listasafns alþýðu á að gefa ein- hverja hugmynd um er best að hafa óbreytt orö Harðar Ágústs- sonar listmálara i sýningarskrá: „Likt og margir jafnaldrar hennar i islenskri myndlist hóf Asgerður sköpunarferil sinn rneð stilfærðum hlutbundnum mynd- um, þar sem réöu heilir fletir og mjúklátir litir með ivafi af ljóð- rænu. Með timanum uxu þó myndir hennar frá hinum ytri veruleika að undirstöðu mynd- heimsins, fletinum sjálfum. Meira að segja liturinn hvarf. Sjálfsagt hefur þetta af hennar hálfu verið itrasta könnun á vefjarlistinni sjálfri. Þaðan lá leið hennar til hýrnandi lita og efniskenndar, uns hún nær full- þroska áfanga er markað hefur henni sess i fslenskri listasögu. Enda þótt óhlutbundin séu við fyrstu sýn, streymir frá verkum Asgerðar Esterar Búadóttur rik og djúp skynjun á landinu, lifi þess og ásýnd. Ahrifin eru þvi sterkari sem still hennar er agaöri. Hún hyllist aldrei til að láta efni eða tækni glepja fyrir sér; þau hjú eru svo undirorpin vilja hennar, að áhorfandinn gleymir þeim vegna þess innri boðskapar er verk hennar flytja. Slikt er kennimark mikils lista- manns”. þQ Kór Langholtskirkju: Syngur fyrir húsaskjóli þessir tónleikar komu uppá mjög skyndilega og tilgangurinn með þeim er að syngja fyrir gleri i Langholtskirkju, með öðrum orðum syngja fyrir htísaskjóli handa díkur”, segir Jón Stefáns- son söngstjóri við Helgarpóstinn. Tónleikarnir hefjast klukkan tvö á laugardaginn i Háskólabiói, og uppistaðan i söngskránni eru lög sem kórinn söng á tónleika- ferð sinni til Kanada i vor. Auk þeirra syngur kórinn Bftlasyrpu i útsetningu Sigurðar Snorrasonar klarinettleikara, með undirleik kammersveitar, og argentinska messuverkið Misa Criolla, sem kórinn flutti fyrir nokkrum árum ásamt einsöngvurunum Sverri Guðjónssyni og Alfred Wolfgang Gunnarssyni, en þeirsyngja einn- ig einsöng i þetta sinn. Auk þeirra syngur Ólöf Kolbrún Harðardóttir einsöng með kórnum á laugar- dag. Einnig koma karla-og kvenna- raddir kórsins fram sitt i hvoru lagi, undir nöfnunum Stjúpbræð- ur og Stjúpsystur. Karlarnir syngja þr jú lög, en konurnar taka syrpu af lögum eftir Sigfils Hall- dórsson með undirleik kammersveitar. Þá er komin út hljómplata kórsins, sem hann söng inn á áöur en hann fór til Kanada i vor. Ætl- unin var að hafa plötuna með i ferðinni, en svo slysalega vildi til, að hún eyðilagðist i pressun, svo ekki varð af þvi. EnnU er platan semsé komin út og hefur aö geyma þau lög sem sungin voru i Kanada, aðallega alkunn islensk ættjarðarlög og þjóðlög,semerui útsetningu Jóns Asgeirssonar tónskálds. Siðast en ekki sist er islenski þjóösöngurinn á plötunni, en þetta mun vera i. annað sinn sem hann er sunginn inn á plötu. ÞG Tröllin e/skast með ærs/um Astarsaga úr fjöllunum. Saga: Guðrún Helgadóttir. Myndir: Brian Pilkington. 26 bls. Iðunn 1981. Nútima prenttækni ræður yfir undraveröum mætti til þess aö menningu hafi sagt margt Ijótt um fjölþjóðaútgáfurnar, og yf- irleitt með réttu, þá má alls ekki gleyma þvi að vegna hennar fáum viö einnig á islensku mörg listaverk sem að öðrum kosti kæmust aldrei I hendur hér- lendra barna. 1*^1 sinn að islenskt forlag hefur lagt i að gefa út barnabók þar sem nýjasta prenttækni er nýtt til Bókmenntir TEjJP eftir Gunnlaug Astgeirsson búa til falleg listaverk i fjölda- framleiðslu. En til að þessi tækni nýtist þurfa góöir lista- menn að skapa verkin sem prentiðnaðurinn tekur við. Hjá sumum þjóöum hefur þaö þótt vera óaðskiljanlegur hluti af menningarlegri reisn aö fram- leiða prentlistaverk fyrir börn. Hefur mörgum þótt það vera mælikvarði á menningarstig þjóða, hversu vel sé búiö að börnum i þessu efni sem og öðr- um. Hafa viða orðið til fullfal- legar bækur sem ýmist eru frumsamdar að öllu leyti, bæði texti og myndir, eöa aö um er aö ræöa myndskreytingar færustu listamanna við eldri ævintýri eða sögur. Hafa sumar þessara bóka lent i dreifingarkerfi hins fjölþjóðlega prentiönaðar en aörar ekki. Eru þessar bækur sem hér um ræöir með þvi besta sem gefiö er út i heiminum. Þó aö bæði ég og aðrir sem fjallað hafa um barnabækur og barna- hins ýtrasta. Hér er vafalaust um fjárhagslegt glæfrafyrirtæki að ræða, þvi þessar bækur eru mjög dýrar i framleiðslu ef að- eins er miðað viö islenskan markað. En hér sýnir það sig að þegar hæfileikafólki eru gefnar frjálsar hendur og ekkert til sparaö við framleiöslu þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Við höfum eignast alislenska bók sem er fyllilega sambærileg viö það besta sem framleitt hef- ur verið annarsstaðar. Saga Guðrúnar Helgadóttur er ákaflega falleg og skemmtileg. Hér kveöur viö allt annan tón en i fyrri verkum Guörúnar. Ævin- týrið og fr jálst Imyndunarafl hefur tekið völdin af þvi nota- lega og kimna hversdagsraun- sæi sem einkennir fyrri bækur hennar. Efniviöurinn er sóttur til islenskra þjóðsagna og nor- rænna goðsagna og náttúra landsins kemur mjög viö sögu. Ramminn um söguna er sá, að drengurinn og pabbi hans sitja við sögusteininn i hliðinni, en hann minnir á tröllkerlingu sem og margir aörir steinar I grenndinni. Pabbinn fer að segja söguna af tröllskessunni Flumbru sem varö svo skotin i stóra ljóta tröllkarlinum að þau elskuðust með ærslum þannig að jörðin skalf. Það kalla menn irnir jaröskjálfta. Þarna hafa þau skötuhjú tekið viö hlutverki Loka i goðsögunni, sem kiptist til og olli jarðskjálftum þegar eitur ormsins draup i andlit honum. Upp úr þessu eignast Flumbra átta tröllastráka sem ekki eru beint frýnilegir en henni finnst, eins og öðrum mæörum, sin börn allra barna fegurst. Hún fæöir þá á brjósta- mjólk, en þegar þeir eru mettir renna hvitir lækir niöur fjalls- hliöarnar. Tröllin eru löt, elda Umræðuþáttur sem tókst ve/ Fyrir nokkru kæröi maöur framkomu tollgæslunnar i Keflavik við farþega sem kom til landsins. Vafalaust hefði þessi kæra fengið „eðlilega meðferð” og rannsókn samkvæmt sinu eöli — hefði hasarblaðamennskan ekki fundiö sér þarna gölt að flá og geöillur tollgæslumaður fundið lágri gráðu. Svona blaöaskrif þjóna ekki öðru en Iágum hvöt- um kjaftaska og blöðin ættu að sjá sóma sinn i að láta ekki endalaust fallerast. Ég minntist fyrir nokkru i þessum dálki á hina þreytandi og gagnslausu umræðuþætti I útvarpi og sjónvarpi. A þriðju- dagskvöldið er var, var i sjón- málefninu „kvennaframboði” kveikti ég á tækinu. Og þaö er ég viss um, að þeir karlar, sem á Fjölmiðlun eftir Gunnar Gunnarsson tilefni til aö rjúka i blöðin með litt vönduðu orðfæri. Islensku dagblööin virðast verða aö sæta þvi aö birta hvaða geöillsku og vaöal sem á f jörur þeirra rekur, og geta reyndar. ekki við neinn aðila sakast ann- an en sjálf sig. Þaö er engu lik- ara en aö öll þjóðin þurfi i sifellu að vera að taka þátt i persónu- legu skitkasti vegna einhverra smámála, sem árekstrasöm sambúð okkar i landinu fram- leiöir á hverjum degi. Undanfarin ár hefur toll- þjónn nokkur i Keflavfk tekiö aö sér að svara fullum hálsi þegar á hann er yrt. Sami maður veð- ur stöðugt upp og niður dag blaðssiöur, eins og vandamál hans i starfi komi einhverjum við. Siðdegisblöðin hlaupa i si- fellu til, þegar hann þarf aö senda einhverjum tóninn, og bera skætinginn á milli málsað- ila. Þetta er ekki fréttamennska. Ekki einu sinni sensasjónismi af næstunni munu koma til stjórn- málaumræöna I sjónvarpi/út- varpi, geta mikið lært af þessum konum sem ræddu málin á þriðjudaginn. Þátttakendurnir (allir konur ásamt stjórnendum) ræddu ákaflega málefnalega og skýrt um þetta merka mál, sem fjöl- miölar hafa reyndar sinnt af áhugaleysi. Hver þátttakenda kom öðrum betur fyrir. Allar töluöu þær skipulega, æsingslaust og af kurteisi og tillitssemi, jafnt hver viö aðra sem viö áhorf- endur. Það er eitt sem vist er, að þaö er mál til komið aö stungið verði á mörgum þessara blaöurbelgja sem þykjast bera hag kjósenda fyrir brjósti — og skynsömu, alvarlega þenkjandi — venjulegu fólki hleypt aö i pólitikinni. Einhverjum, körlum eða konum, sem skýra sinn málstaö og koma fram eins og konurnar sex á þriðjudags- kvöldið. ekki nema á áratuga eða alda fresti og eins er um alla tiltekt hjá þeim, en þaö er eins gott þvi eldgos, skriðuföll og grjóthrun eru afleiðingar þessara athafna þeirra. Þegar bjargir Flumbru eru þrotnar ætlar hún meö strákana aö heimsækja tröll- karlinn sinn, sem ekkert vissi um þessi efnilegu afkvæmi sin, en þau dagar uppi á leiðinni. En hin lifandi náttúra sér um aö klæða þau i mosa og grös og snjórinn gefur þeim vetrarflik- ur þannig aö ekki væsir um þau. Drengurinn er ekki lengur hræddur við tröllin, náttúruna, og hugsar hlýtt til þeirra þegar náttúruhamfarir verða, þvi þá eru þau að elskast, taka til eöa elda mat. Þessi endursögn er aö visu einfölduð mjög mikiö en von- andi gefur hún til kynna hvernig efnistökin eru, hvernig þjóð- söguefni og náttúru landsins er tvinnað saman á hlýlegan hátt, hvernig náttúruöflin eru per- sónugerö i ævintýrinu. Textinn er fallegur.og vel unninn. Hann leynir viöa á sér, ber keim af þjóösögustil I bland viö einfalt en fágað nútímaoröfæri. Um myndir Brians Pilking- tons eru aörir en ég færari að fjalla um. En vist er þaö aö þær eru hrein listaverk. Formbygg- ing þeirra er mjög sterk. Sér- kenni islenskrar náttúru eru dregir. skýrt fram og ævintýra- figúrurnar, tröllin, eru hreint frábærar. Litir eru oftast sterk- ir og hreinir, iöulega i stórum flötum og formum. Mig furðar ekkert á þvi aö út- lendingar hafi oröiö hrifnir af þessari bók, eins og fram hefur. komiö i fréttum, og þaö standi til að þýöa hana á erlend tungu- mál. Bókin er mjög falleg og sérstæö, sérislensk aö innihaldi og yfirbragði, en á aö minu viti að geta höfðað til flestra, óháð aldri og búsetu. G.Ast. Sýnishorn af myndum Pilking- tons I Ástarsögu úr fjöllunum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.