Helgarpósturinn - 09.10.1981, Page 22
22
Föstudagur 9. október 1981-hs/QdrpOSfurÍnri—
Að halda í drauminn
Bókaklúbbur AB gefur út Dag-
slátta Drottins (God’s Little
Acre) eftir Erskine Caldwell, i
þýöingu Hjartar Halldórssonar.
Bókin er 222 bls, Prentstofa G.
Ben ediktssonar.
Bókaklúbbur AB veröur stööugt
öflugri. Ekki veit ég hversu
félagar eru margir nú en liklega
er þarna um aö ræða stærsta og
öruggasta markaö fyrir bók-
menntir sem finnst á Islandi. En
þeir gera lika ýmislegt til aö
halda veröi bókanna niðri, m.a.
aö endurútgefa bækur sem nú eru
uppseldar. Dagslátta Drottins
var fyrst prentuö á íslandi 1944 og
þvisannarlega kominn timi fyrir
aðra prentun hennar.
Erskine Caldwell fæddist i
Georgiu I Bandarikjunum áriö
1903. Hann er harðsoðið sagna-
skáld og gifurlega afkastamikill.
Bestu verk hans eru þau er hann
skrifaði á 4. áratugnum, s.s.
Tobacco Road, Journeyman,
Trouble in July og Dagslátta
Drottins. öll þessi verk fjalla um
hina hvi'tu i' Suöurrikjum Banda-
rikjanna, vandamál þeirra og
fátækt. Verkamenn i bómullar-
verksmíjum og bændur á villi-
götum eru skjólstæðingar
Caldwells öörum fremur.
í Dagsláttunni er sagtfrá Ty Ty
Walden og hans fólki. Ty Ty er
bóndi sem á stóra og góða jörð en
sinnir litiö landbúnaði vegna þess
aö hann er haldinn gullsóttinni og
trúirþvi staðfastlega að gullséað
finna á landareign hans. Gullsótt-;
in er meiriháttar sjúkdómur en ;
gamli maöurinn lýsir henni svo: ;
,,Ef þú hefðir sóttina myndir þú
ekki hafa tlma til neins annars.
Það fer meö mann eins og brenni-
vln eða kvennafar. Þegar maður
kemst á bragöið þá eirir maður
engu fyrr enn maður hefur fengið
meir. Þannig heldur það áfram
og eykst i sífellu”. (17) Smám
saman veröur jöröin þakin
gryfjum og Dagsláttan sem gamli
maðurinn hafði helgað Drottni
sinum verður stöðugt að vikja,
vegna þess að hann treystir sér t
ekki til að standast þá freistingu
að svikja Guð ef gullið fyndist á
ekrunni hans! Ty Ty finnur af og
til til sektarkenndar gagnvart
Drottni en vegna hins mjög svo
persónulega viðhorfs sem hann
hefur til Guös tekst honum ávallt
aö sannfæra sjálfan sig um að
þeir gömlu mennirnir skilji hvor
annan.
En gamla manninum tekst ekki
að halda fjölskyldu sinni sam-
einaöri aö gullgreftrinum. Einn
sona hans hefur flutt til borgar-
innar og auögast þar á braski.
Hann fyrirlitur gamla manninn
og systkini sin fyrir hjakk sitt.
Tengdasoriur Ty Tys vinnur i
bómullarverksmBju og er einnig
afhuga gullgreftrinum, enda
standa verkamenn i verksmiðiu-
unum I baráttu fyrir starfi sinu á
þessum timum. Will, tengda-
sonurinn, er hetja verkalýðsins
og lætur að lokum lif sitt í barátt-
unni gegn verksmiöjueigendum
og bandamönnum þeirra, .hinum
ihaldssömu forystumönnum
amerisku verkalýössamtakanna.
Caldwelllýsir i verki sinu eymd
fólksins i Suðurrikjunum og
dregur þar ekkert undan, enda
hneykslaði hann marga landa
sina og útgáfa bókarinnar varð
tilefni málaferöa. Lýsing hans er
einkar trúverðug þótt nöturleg sé,
en frásögn hans er jafnframt
blandin kimni sem minnir á
stundum á Steinbeck. Ty Ty
Walden er bitur I bókarlok þegar
draumur hans um gullfundinn og
hamingjuna sem honum fylgi er
verulega farinn að láta á sjá,
enda stendur hann þá yfir rústum
fjölskyldu sinnar. Ég enda þessa
umfjöllun á orðum gamla manns-
ins er hann gerir vpp við Guð og
lukkuna: „Það ereins og hiðgóöa
og hið illa þurfi alltaf að verða
samferða. Manni hlotnast aldrei
annað án þess að hitt fylgi með
/.../ Einhvem veginn hefur verið
leikið illa á okkur. Guð setti okkur
i dýrsham, en reyndi á hinn bóg-
inn að láta okkur hegöa okkur
eins og fólk. Það er upphaf ógæf-
unnar.” (213) SS
Gulli fílar bjór
Fræbbblarnir—Bjór
Bjór, Critical Bullshit, Mast-
urbaticm Music For The Future
Fræbbblarnir halda framförinni
áfram eiga þeir eftir að gera
stóra hluti.
E.S. Gulli S. filar Bjór...
og No Friends heita lögin á ný-
legri litilli plötu Fræbbblanna.
Samin af Valla Söngvara og
Arnóri gitarleikara. Hér skipa
Fræbbblarnir sér loksins á bekk
með bestu rokkhljómsveitum
landsins. Ná tæknilegum og list-
rænum tökum á þvi sem þeir
eru að gera, án þess að glata
kraftinum og hráslaganum. Ef
Box
Keflavlk er aftur farin að
þramma með i rokkleiknum.
Box sér til þess. — Baldur Þ.
Guðmundsson, hljómborð,
söngur, Eðvarö Vilhjálmsson,
trommur, söngur, óskar Niku-
lásson, gitar, söngur, Kristján
E. Gislason, gitar, söngur og
Sigurður Sævarsson, bassi,
söngur. — Fimm frumsamin lög
á stórri lítilli plötu. Misjöfn að
gæðum reyndar, einsog við er
að búast af svo litt skóluðum
tónlistarmönnum, en Box,
London og Góður drengur gefa
góð fyrirheit. — Mættum við fá
medra að heyra.
En með leyfi að spyrja: Hvað
merkir málshátturinní?): Dla
er brestur, gaman gefur...
Ultravox — Rage In
Eden
önnur breiðskifa Ultravox,
sem sló i gegn siðastliðinn vetur
með laginu Vienna. Niu lög.
Vinalegt kuldalegt tölvurokk.
Draumfarir frústreraða skrif-
stofumannsins. Þrælgóð plata,
auövitað, eðlilegur eftirrennari
Viennu, en ekkert nýtt...
Simple Minds — Sons
And Fascination/ Sist-
ers Feelings Call
Enn vinalegra, enn kulda-
legra tölvurokk. Tvær fyrstu
plötur Simple Minds saman I
einum pakka. Simple Minds er
að minu mati ein besta hljóm-
sveitin sem gerir út á þessi mið.
Ogþóað hennihafi enn ekki tek-
ist að brjóta nógu stórt gat á is-
inn, er ég handviss um að hún á
eftir að slá virkilega vel i gegn,
— fyrr en siöar.
Tónlistin þö full mónótónisk I
stórum skömmtum...
Greatful Dead — Dead
Set
Fyrr á árinu kom út tveggja-
platna albúm, Reckoning, og
hafði að geyma órafmagnaða
hluta hljómleika Greatful Dead
i San Francisco og New York á
siðasta hausti. Nú er komin
Dead Set, rafmagnaðir hlutar
sömu hljómleika. Hér eru
margir gamlir kunningjar á
ferð, ss. Fire On The Mountain,
Friend Of The Devil, Candy-
man, að ekki sé minnst á Little
Red Rooster eftir Wille Dkon og
.
A 0€»1«1TÍV1 £»‘ÍCíAUr ÞHICSD noutur Airn/M BY M1”AD-
jjgH |||P '
Greatful Dead svikur ekki frek-
ar en fyrri daginn.
Samter augljóst að Dead eru
komnir að leiðarlokum á þeirri
ferð sem hófst fyrir hartnær
tuttugu árum.
Hvað gerir Jerry Garcia nú?
Fjölþætt byrjendabók
Guðbjörg Þórisdóttir, Jóhanna
Einarsdóttir, Kristján Ingi
Einarsson:
Krakkar krakkar, bók til að lesa
skoða og segja frá.
64 bls.
Bjallan, 1981.
Bjallan er litið útgáfufyrir-
tæki sem hefur sérhæft sig I út-
gáfu bóka fyrir börn. Einkum
hefur veriö lögð áhersla á aö
gefa út bækur sem unnt er aö
nota I skólum til hliðar og viö-
bótar við reglulegt námsefni,
enda eru þaö nokkrir kennarar
og skólabókaveröir sem standa
að þessu forlagi.
Nýlega kom út hjá Bjöllunni
nýstárleg og frumleg bók sem
einkum er ætluð yngstu skóla-
nemum, þeim sem eru nýbúnir
aö ná einhverju valdi á lestri.
En það er einmitt mikill skortur
á vekjandi og lifandi lestrarefni
fyrir þennan hóp. Efni sem er
hæfilega einfalt til lesturs en um
leið áhugavekjandi og höfðar til
þeirra sem lesa.
Bókin krakkar krakkar er
þannig byggð upp að á hverri
opnu er öðrumegin texti en hinu
megin ljósmynd. Myndirnar eru
teknar úr hversdagsumhverfi
barna I borg eða bæ, það skiptir
ekki máli hvort er, og eru af
fólki, bæði börnum og full-
orðnum við ýmisskonar iðju.
Myndir af smábörnum, litlum
börnum, stálpuöum börnum,
unglingum, ungu fólki, mið-
aldra fólki og gömlu fólki.
Myndirnar segja frá leik og
starfi. Nokkrar lýsa þroska
barns, aðrar eru úr fiskvinnslu,
á sumum er verið að mála hús
öðrum að malbika götu, götu-
myndir o.s.frv. o.s. frv.
Textinn er unninn úí frá
myndunum, oft þannig að
myndirnar verða tilefni
frásagnar þar sem hugmynda-
flugið ræöur oftast ferðinni.
Textinn býöur einnig upp á það
aö honum sé breytt eða nýr
settur I staðinn. 1 lok bókarinnar
eru nokkrar myndir án texta,
beinllnis ætlaðar til þess að
spinna út frá, til að búa til sögu
eða frásögn I kringum.
Ég trúi að þessa bók sé hægt
að hafa til margvislegra nota i
yngstu bekkjum grunnskóla og
einnig fyrir börn sem ekki eru
komin á skólaaldur. 1 fyrsta lagi
er um að ræða góða æfingabók
fyrir byrjendur i lestri. 1 öðru
lagi er hún vel til þess fallin aö
æfa frásagnargáfu um leið og
hún gefur margvislegt tilefni til
umræöna af ýmsu tagi. 1 þriðja
lagi er hægt aö tengja hana
fræðslu um nánasta umhverfi
t.d. I vettvangsferðum til að
skoða einhver fyrirbæri sem
vikið er að i henni. 1 fjórða lagi
má nota hana við myndmennta-
kennslu og fleira mætti sjálfsagt
telja.
Með þessari bók er stigiö
stórt skref I þá átt að bæta úr
þeirri brýnu þörf sem er á
nýstárlegu og fjölþættu náms-
efni fyrir yngstu skólanem-
endur. G.Ast.
„Með þessari bók er stigið stórt skref I þá átt að bæta úr þeirri
brýnu þörf, sem er á nýstárlegu og fjölþættu námsefni fyrir yngstu
skólanemendur,” segir Gunnlaugur Astgeirsson I umsögn sinni um
Krakka, krakka.