Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 8
Z—heigac— pásturínn— Blað um þjóðmál. listir og menningarmál. útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 - 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Áskrifatarverð á manuöi kr. 30. Lausasöluverð kr. 10.- Samhjálp gegn for- dómum ,,Það er alltaf þessi mikla hræðsia við orðið: krabbamein. Það er llka mikið atriði að fólk loki þetta ekki innra með sér sem eitthvert feimnismál eða tabii. Ég held að það sé mikill misskiln- ingur hjá konum sem farið hafa i þessa aðgerð að leika hetju út á viö, aö minnast aldrei á þetta við nokkurn mann. Það getur aldrei endaö vel. Þær hllfa umhverfinu við aö taka þátt I þessu með sér. Þaö eru einmitt fordómarnir gagnvart brjóstakrabbameininu sem þarf að uppræta”. Þannig mælir Kristbjörg Þór- hallsdóttir, ein þeirra fjölmörgu kvenna á tslandi sem orðið hafa fyrir þeirri lifsreynslu að þurft hefur að fjarlægja annað brjóst þeirra vegna illkynjaðs æxlis. Hún er hins vegar ólík mörgum þessara kvenna, að þvl leyti að hún talar tæpitungulaust um þessa Ilfsreynslu slna og þau áhrif sem þessi læknisaðgerð hefur haft á hana og nánasta um- hverfi hennar. Til þess þarf tölu- verðan kjark, þvi með þessari læknisaðgerð er vegið að sjálfri kvenimyndinni, einu helsta kyn- tákni konunnar. En einnig á þessu sviði hefur fordómunum nú verið sagt strið á hendur. Konur sem orðið hafa fyrir þeirri lifsreynslu að missa brjóst, hafa myndr.ð með sér samtökin Samhjálp kvenna og hafiö starfrækslu ráðleggingar- miðstöðvar fyrir aðrar konur, sem lent hafa i hinu sama. Mark- mið samtakanna er að hjálpa þessum konum að komast yfir sálarkreppur og margvfslega erfíðleika, sem óhjákvæmilega fylgja svo afdrifarikri læknisað- gerð, jafnframt því sem þessar konur, reynslunni rikari, veita kynsystrum sinum heilræði um það hvernig unnt sé að lifa eöli- legu lifi. Samhjálp kvenna er enn eitt dæmið um merkilegt framtak frjálsra félagasamtaka I baráttu gegn fordómum og gömlum hindurvitnum, um mannlega samhjáip, þar sem frumkvæöið kemur frá þeim, sem cru reynsl- unni rikari, og rennur blóðið til skyldunnar að miðla samborg- urunum af þessari reynslu sinni og gera þeim hana léttbærari. Um þetta vitnar framtak t.d. fatl- aðra og þeirra sem hafa átt við áfengissýki aöstriða. Ef til vill er frumkvæði af þessu tagi einhver jákvæðasta þróunin sem orðið hefur f íslensku þjóðfélagi siöustu árin. Skandalar og dillibossar Föstudagur 6. nóvember 1981 he/garpósturinn Alltaf eru einhver skandalamál aðskjóta upp kollinum hjá okkur Islend- ingum. Einn aöalskandali síðustu missera er aö sjálf- sögðu það að stærsti stjórn- málaflokkurinn skuli vera bæði I stjórn og stjórnar- andstöðu. Það mál ættu allir að kannast svo vel við að óþarfi er að fara að fjöl- yröa meira um það nú að nýloknum landsfundi. Yfir- leitt leiðast skrifara Eyja- pósts heldur pólitlsk skrif en metingurinn milli arm- anna i Sjálfstæðisflokknum hefur þó á stundum verið alveg stórskemmtilegur og tekið á sig hinar kúnstug- ustu myndir. Til dæmis var i Morgunblaðinu sem kom út fyrir réttri viku flenni- stór mynd úr Háskólabiói frá setning'u landsfundar þar sem greina mátti alla fulltrúana að einum undan- skildum. Að sjálfsögðu var það sá aldni þrjótur Gunnar Thoroddsen sem ekki hlaut þá náð að fá að vera á myndinni. ^^nnar stórskandali átti sér stað i sjónvarpinu ekki fyrir löngu. Inn- heimtudeild ákvað að vera svolitið mannleg i áminn- ingum sinum um afnota- gjöldin og lét útbúa heldur óvenjulega auglýsingu þar sem engar hótanir voru um lögtök eins og venjan var áöur. t nefndri auglýsingu kom uppábúinn herra- maður og rabbaði sérlega rólega við áhorfendur um ágæti þess að greiða á rétt- um tima. Á meðan stigu tvær bráðhuggulegar stúlkur dans. Auðvitað var þetta gert að hneykslismáli og lesendadálkar dagblað- anna fylltust af skrifum frá fólki sem ekki náði upp I nefnið á sér af bræði. Þótti það mörgum konum frek- leg móðgun og vísuðu til þess að téðar dansmeyjar hefðu verið of léttklæddar til að fulls velsæmis hefði verið gætt. Einhvern veg- inn minnir mig nú að þær hafi verið albrókaðar alveg upp að hálsi, reyndar voru brækurnar mjög aðskornar ekki ósvipaðar og þær sem Napóleon keisari gekk vanalega í og var hann þó aldrei sakaður um skort á velsæmi. Meira að segja þingmenn létu málið til sin taka og kallaði Guðrún Helgadóttir þessa uppá- komu dillibossaauglýsingu. Þá kemur allt i einu i ljós aö stúlkurnar tvær hafa numið fræði sin I viður- kenndri stofnun sem kennir sig við djassballett. Og nú stormaði forsvarsmaður djassballettskólans fram á sjónarsviðið og lýsti undr- un sinni á þvi að þing- maðurinn Guðrún Helga- dóttir skyldi ráðast gegn listum og menningu í land- inu á þennan hátt með óviðurkvæmilegu orð- bragði eins og forstöðu- konan taldi orðið dillibossa vera. Að auki hefðu stúlk- urnar lagt hart að sér við æfingar á dansinum sem væri I háum gæðaflokki út frá listrænu sjónarmiði. Og nú var úr vöndu að ráða fyrir Guðrúnu Helgadóttur sem er yfirlýstur menn- ingarpostuli, þvi auðvitað er það ekki gottþegar slikir ganga fram fyrir skjöldu og ráðast að listamönnum. Enda kvaö Guðrún það ekki hafa verið ætlun sina og lá i orðunum að hefði hún vitað að auglýsingin væri svona feiknalega list- ræn, hefði hún liklega aldrei farið að skipta sér af málinu. Svo kvað Guðrún lfka upp úr með það að orðiö diUibossi væri isinum huga aldeilis ekki nei- kvæðrar merkingar og vita landsmenn það þá að óhætt er að kalla konur þessu nafni án þess að vandræði hljótist af. , F fc«n þetta endaði sem sagt þannig að auglýsingin listræna var látin hverfa af skjánum og þar með viður- kennt aö velsæminu hefði verið misboðið. 1 staðinn kom svo gamalkunnug teiknuð auglýsing með hótun og þar með tóku allir gleði sina á ný nema kannski diUibossarnir og skólameistari þeirra. En nú er það uppástunga þess sem þetta ritar að vel verði vandað til i næstu auglýs- ingu sem innheimtudeild lætur gera og þess náttúr- lega vandlega gætt að allt sé I lagi með velsæmið. Rétt væri að setja á lagg- imar nefnd til að gæta þessa og gætu skipað þá nefnd einn frá sjónvarpi, einn þingmaður og einn úr jafnréttisráði eða rauð- sokkum. Með skipun svona nefndar ætti að vera nokk- uð tryggt að ekkert kæmi fram sem misboðið gæti viðkvæmu sálarlifi áhorf- enda. Svo er það bára spurningin hvernig hægt er á sem bestan háttað minna landsmenn á að borga gjöldin sin og það verður höfuðverkur nefndarinnar að finna það út. Til dæmis væri ekki svo galið að reyna að fá einhvern viður- kenndan listamann til aö Ikoma fram i auglýsingunni og það verður þá að vera mjög viðurkenndur Usta- maður til þess að ekki verði inein mistök eins og urðu imeð dillibossana sem ekki voru nægilega viður- Ikenndir listamenn. Mér dettur svona i fljótu bragði íi hug einn ágætur lista- imaður sem sótti okkur l.ieim á listahátið fyrir lik- llega tveimur árum og dansaði á Lækjartorgi klæðalaus að öðru leyti en )pvi að einu fingurtrafi var vafið um viðkvæman tikamspart. Þetta þótti á ísinni tið feikn merkilegt og listrænt og heyrðist ekki að neinum væri misboðið. Ég l.egg það sem sagt til að i næstu auglýsingu verði fenginn japanskur dilli- bossi með fingurtraf til að minna okkur á afnota- gjöldin. Geldingar i kvennabúri Óneitanlega væri gaman að hafa einu sinni eitthvað af viti til að reiða fram á Hringborði einsog aðrir riddarar þartiðka að þvi er virðist án þess að blása úr nös. Það stóð svosem til i þetta sinn, ég búin að setja mig i hátiðlegar stellingar við ritvélina og ætlaði al- deilis að úttala mig. En óekk í Ekkert málefni var nógu háfleygt, engin hugs- un nógu djúp, ekkert spak- legt sem mig langaöi aö koma á framfæri, sem ekki var hægt að punkta niður i þrem linum eða svo. Ég hitaöi kaffi og keöju- reykti,ég starði út um gluggann á veturinn ný- byrjaðan og spennandi. leggja. Kannski ég rövli bara, venju minni trú. Klukkan er korter yfir eitt. Eg fór um daginn að sjá Otlagann og varð mest undrandi á þvi að Islend- ingar gætu búið til bió- myndir. Mikiö var það skemmtileg uppgötvun, ég kom alsæl út og haföi skemmt mér konunglega. Svo fór ég að sjá gagnrýn- ina i blöðum og komst að þvi, aö þarna voru alskyns gallar á, sem ég hafði ekki tekiö eftir. En gagnrýnend- ur eru nú einu sinni gagn- rýnendur og þýðir vist lftiö að kippa sér upp við þá. Einhvemtima gerði ég mér þá mynd af gagnrýnend- Hringborðið skrifa: Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jón Baldvin Hanni- balsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. Matíhíasdóttir — Sigurður A. Magnússon — ÞráinnJiertelsson Hringborðið I dag skrifar: Magnea J. Matthiasdóttir Ekkert gerðist. Ég reytti hár mitt, andvarpaði og bölvaði i hljóði, æddi um gólf og hvatti sjálfa mig til dáða. Ekkert gekk. Ég reif fjölskyldumeðlimi upp af værum blundi og krafði þá sagna: hvað væri nógu merkilegt til að matreiða þaö og bera fyrir lesendur Hringborðsins? Svefn, héldu þeir helst, sneru sér á hina hliðina og héldu áfram að hrjóta. Ég settist aftur við ritvélina og drakk meira kaffi. Enginn inn- blástur var merkjanlegur. Kötturinn hafði aðspurður ekkert til málanna aö um, að þetta væri ákaflega fylulynt fólk, sem aldrei væri ánægt með neitt, sjálft sig sist. Ég hafði aldrei séð gagnrýnanda holdi klædd- an, hvað þá hitt sli'kan, en hins vegar séð af þeim myndir i blöðum við að- skiljanlega dálka, þungum á brún og meðniðurvisandi drætti við munnvikin. Ég imyndaði mér aö gagnrýn- andi þyrfti að leggja fram meðmæli, áður en hann fengi starfið — koma til dæmis með umsögn tiu manna þess efnis, að þeir hefðu aldrei hitt fyrir ann- an eins fýlupoka og leið- indagaur og þennan til- tekna aðila. Gengjust kannski undir próf, fengju I hendurnar einhverja perlu bókmenntanna (þetta var á þeim timum sem ég las ekki aðra dóm a i blöðum en um leikritog bækur — voru aðrir?) og væri uppálagt að finna þar tuttugu stóra galla og fimmtiu minni, eöa þar um bil. Lengi vel var það minn uppáhalds- frasi, ef þessa stétt manna bar á góma, að „gagnrýn- endur væru einsog gelding- ar í kvennabúri, þeir vildu gjarna en gætu ekki”. (Þetta er vist tilvitnun i einhvern,sem ég man ekki að nafngreina i svipinn.) En svo auðvitað með árun- um óx mér vit og þekking, mynd min af gagnrýnend- um breyttist eftir að ég hafði hitt þá nokkra (ónafngreinda) lallandi fulla á vertshúsum og — jæja, misleiðinlega. Samt get ég ekki að þvi gert að finnast þetta hljóta að vera neikvætt starf, alltaf að vera að leita að göllum og tina spörð. Þetta hlýtur að vera ámóta niðurbrjótandi og prófarkalestur, sem er vægast sagt mannskemm- andi, einsog allir atvinnu- lesarar geta sagt ykkur. C3og nú kemur aðaltiðin hjá gagnrýnendagreyjun- um — jólabókaflóðið er að skella á,sá árvissi ofvöxtur iútgáfustraumnum, og ætti að renna fram sina leið, svo fremi prentaraverkfallið reynist ekki stifla. Það er auðvitað alltaf gaman að lesa bækur og spennandi að fá I hendumar nýmeti. Ég vona bara aö kvennabóka- aldan sé brotnuð, hana hef ég aldrei kunnað að meta. Mér finnst nefnilega for- sendanfyrir henni fáránleg — það er ámóta út I hött að kippa i sérlegan bás bókum skrifuöum af konum og bókum skrifuðum af fer- tugum, sköllóttum karl- mönnum með yfirvara- skegg eða svörtum ein- eygðum gyöingum. Eflaust gilda sömu forsendur um slika höfunda og konur: þetta að enginn skilji konu (fertuga o.s.frv. karla/ svarta o.s.frv. gyðinga) nema kona (fertugur o.s.frv./ svartur o.s.frv.). Eða hvað? I ofanálag má deila um það, hvort sumar þessara kvennabóka flokk- ast yfirhöfuð undir bók- menntir— þær eru kannski öllu fremur blaðagreinar i skáldsöguformi, skrifaðar til þess eins að koma ákaf- lega þröngum skoðunum á framfæri án alls tillits til sögu, stils eða yfirhöfuð nokkurs sem gerir bók þess virði að lesa hana. — En nú er vi'st best að hætta áður en gagnrýnendur og rauð- sokkur taka höndum sam- an um að flá mig lifandi. Ég vitna bara i sjónvarps- auglýsingarnar: Sjáumst! PS: Mig langar i restina að senda álfkonunni I Vestur- bænum (þessari einstæðu) innilegar þakkir fyrir bréf- iö. Það var sannarlega hressandi!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.