Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 6. nóvember 1981 he/garpásturinn Sýning Agústs Petersen i Norræna húsinu: „Agúst staðfestir sinn sérstæða „sparsemisstil”. List sparseminnar Nú um mánaöamótin, opnaði Agúst Petersen 18. einkasýn- ingu sína, i kjallara Norræna hússins. Hér er á ferð sýning, með 62 olíumyndum, sem flest- ar eru málaöar á undanförnum þremur árum. Fyrir árið i ár hlaut Agúst starfslaun og eru nokkrar myndanna afrakstur þessara launa. Sem fyrr er það landið og hafið, ásamt mannfólkinu, sem Agúst yrkir um i verkum sinum. Eins og hann segir sjálfur i for- mála að sýningarskrá sinni, er Þó er breyting og hún er aug- ljós, þótt hún gjörbylti ekki mál- verki Agústar. Þessi breyting er fólgin i enn rikara næmi fyrir þeim blæbrigðum litleysisins, sem einkennir fyrri málverk hans. Þegar ég tala um litleysi, á ég við þá gráu, brúnu og ljósu tóna, sem ganga gegnum mál- verk Agústar og mynda grunn- inn að verkum hans. Vitanlega er þetta ekkert lit- leysi, heldur dempun litarins, sem krefst næmrar sjónar og mikillar tilfinningar fyrir smæstu litbrigðum. Agúst er frá Vestmannaeyjum, þar sem mettað sjávarloftið gerir allt muskulegt, likt og það væri séö i móöu. Þetta sjávarloft i myndum hans (sem einnig má sjá I verkum Júliönu Sveins- dóttur, þegar hún málaði i Eyjum), nær þeirri stemmn- ingu veðurfarsins, sem allt of sjaldan finnst I islenskum landslagsverkum nú á dögum. Kannski er það vegna þess, aö yngri landslagsmálarar eru vanir aö góna á landið út um stofugluggann og finna þvi ekki fyrir veðrinu. Þetta andrúmsloft sem verk Agústar er svo fullt af, minnir einna helst á Feneyjamálarana foröum daga. Oft hef ég leitað að litnum I verkum Titians, en aðeins fundiö mismunandi blæ- brigöi grátóna og þó eru verk hans full af lit. Sama mætti segja um Agúst. Sparsemi hans i notkun litar, forms og áferðar, gæti hreinlega fælt burt þá, sem vanir eru litadýrð Asgrims eða Gunnlaugs Blöndal. En um leiö og menn staldra viö og athuga, birtist þeim heimur á mörkum birtu og skugga, þar sem allt litaspjaldið mildast og ekki þarf að skera I augun, til að tján- ingarmátturinn haldist óskertur. Kannski eru Vestmannaeyjar okkar Feneyjar. Þó svipar Agústi meira til Bonnards en Titians. En hann er formfastari en sá fyrrnefndi og ekki eins impressjóniskur i beitingu pensilsins. Hin skörpu skil forma og einfaldleiki þeirra, er raunar i nokkurri andstöðu við mjúka áferð og muskulega lita- meðferð. Þetta gefur verkum Ágústar vissa spennu, einhverja móthverfu sem eykur á þrótt mynda hans. A þessari sýningu i Norræna húsinu eru andlitsmyndir áber- andi margar. Likt og I lands- lagsmyndunum, er grófur ein- faldleikinn áberandi. Svipmót er dregiö upp á látlausan hátt og Listahátiðarnefnd hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal áhugaieikhúsa landsins um sýningu á Listahátið næsta vor. Regiur um þátttöku eru þær, að um sé að ræða islenskt eða erient verk, sem ekki hefur verið flutt á Stór-Reykjavikursvæðinu áður, að verkið sé óumdeiianlega nýstárlegt eða frumiegt að efnis- vali og sýningin sé I fuilri Iengd. Frá þessu er sagt i Leiklistar- blaðinu, sem gefið er út af Banda- lagi islenskra leikfélaga. lblaðinu lætur ritstjórinn, Helga Hjörvar, i frjálsan. Hér sést kannski best sú breyting sem á sér stað I verkum málarans og skilja þessa sýningu frá fyrri sýn- ingum. Hin lausa málun fer greinilega I vöxt og jaðrar stundum viö að vera risskennd likt og teikning. Þetta gefur sumum nýrri myndanna (eink- um mannamynda), svipmót hálfkaraöra verka. Likt og á fyrri sýningum, staðfestir Agúst sinn sérstæöa stil. Hann er orðinn fullmótað- ur. Hægt væri aö kalla það „stil sparnaðar” eða „sparsemis- stil” þvi hér er ekkert of. En hvergi er að finna van, heldur. Agúst gefur I bestu myndum sinum litskrúðinu langt nef, um leið og hann býður mönnum aö endurskoða litrófið I náttúrunni. ljós ánægju sina með þessa ákvörðun Listahátiðarnefndar og segist lita á það sem viðurkenn- ingu á gildi starfs áhugaleik- félaganna og þýðingu þess fyrir menningu þjóðarinnar. „Þvi er áriðandi, að við látum þetta verða hvata til stærri átaka, alvarlegri vinnubragða og hvata til að leita nýrra leiða i vali og úr- vinnslu verkefna”, segir Helga Hjiývar I Leiklistarblaðinu og hvetur að lokum áhugaieikara að vera með i þessari samkeppni um þátttöku I Listahátíð 1982. ekki um neina stökkbreytingu að ræða I málverki hans. Samkeppni áhugaleik- félaga um sýningu á Listahátíð 1982 Galdurinn um Gísla Súrsson tsfilm sýnir I Austurbæjarbiói: Útlaginn tslensk. Argerð 1981. Handrit: Agúst Guðmundsson, eftir Gislasögu Siirssonar. Leik- stjóri: Agúst Guðmundsson. Kvikmyndun: Sigurður Sverrir Pálsson. Leikmynd og bún- ingar: Jón Þórisson. Htjöðupp- taka: Oddur Gústafsson. Tón- list: Áskell Másson. Klipping: VVilliam Diver. Framleiðandi: Jón Hermannsson. Aðalhlut- verk: Arnar Jónsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Þráinn Karisson, Benedikt Sigurðsson, Kristín Kristjánsdóttir, Tinna Gunniaugsdóttir, Kristján Jóh. Jónsson, Helgi Skúlason, Svein- björn Matthiasson. Miðaldastórmynd upp úr Is- lendingasögunum var ekki efst á mínum óskalista fyrir Is- lenska kvikmyndagerð. Fyrst og fremst vegna þess að hin fjárhagslega áhætta væri of mikil fyrir svo unga listgrein. Vel mætti geyma slik verkefni um sinn — enn væri af nógum efnivið aö taka i samtimanum. Þessi fjárhagslega áhætta yrði siöan tvöföld ef hin listræna áhætta borgaði sig ekki þ.e. ef kæmi á daginn aö Islenskir kvikmyndagerðarmenn réðu ekki við stíkt verkefni. Útkoman yrði rándýrt hallæri. Það hefiS orðiðmikiðáfallbæðiinnávið og i'itávið. En þetta tókst. Hin listræna áhætta borgaði sig. 1 sem fæstum orðum: Útlaginn er af- bragðs biómynd. Efnið og aðferðin Sagan af Gisia Súrssyni er rakin sem fyrsta filma úr ts- lendingasögum: Afmarkað ættardrama, spennusaga um stdtan mann sem sæmdarhug- sjón miöalda leiðir út úr sam- félagi laga og réttar yfir á braut morða og að lokum sjálfstor- timingar. En þegar Ágúst Guðmunds- son hefur valið sér þetta verk- efni stendur hann frammi fyrir ýmsum valkostum hvað varðar aðför að efninu. Hann getur til dæmis reynt að flytja söguna inn I samtima okkar til að gera efni hennar okkur nærtækara. Slikt reyndiPer Olov Sundmann i skáldsöguformi með Sögunni um Sám, byggðri á Hrafnkels- sögu Freysgoöa. Það gekk böslulega. Agúst getur reynt að búa til „norðra”, islenskan vestra, með höfuðáherslu á æsi- fenginn hasar. Hann getur nálg- ast Gisla sögu sem goðsögn eða mýtu, þar sem byggður er upp „tilbúinn” heimur með mikilli stilfærslu, skörpum, einfóldum dráttum og látiö „jarðsam- band” lönd og leið. En Agúst gerir ekkert af þessu. Hann fer beinu leiðina. Hann tekur Gisla sögu nokkurn veginn eins og hún kemur fyrir af skepnunni, aölagar hana kvikmyndaform- inu með þvi að skera hér, bæta við þar, — ævinlega af fullri trúmennsku við það sem hann hefur I viðtölum kallað ,,anda” Islendingasagna. Menn geta auðvitað deilt um hvemig sá andi er, en i minum huga hefur höfundi tekist það sem hann ætl- aði sér, þ.e. að endurskapa á filmu efni og anda Gislasögu Súrssonar,-æðrulausan ættar- harmleik i episkum stil. Sumum kann að þykja þessi aðferð ófrumleg og bera vottlft- illi listrænni dirfsku. Ég er á annarri skoðun. íslendingasög- ur eru rammgerð bókmennta- hefð. Þessi hefð á sér enga sam- svörun i kvikmyndaforminu. Raunar eiga Islendingar enga kvikmyndahefð yfirleitt. Þegar íslendingasaga er nú kvik- mynduð I fyrsta sinn þarf þvi að byrja frá grunni. Fyrst þurfum við að geta sagt stíka sögu með myndum istað texta.Svo, þegar við höfum náð tökum á episku myndfrásögninni, þá getum við farið að leika okkur með það form, stokkað upp og snúið á haus. útlaginn byrjar þvi á rétt- um enda, — byrjuninni. Byggingin Endursköpun Gislasögu á filmu þýðir hins vegar ekki eftiröpun, myndskreytingu sög- unnar. útlaginn er jafn góð kvikmynd og raun ber vitni ekki sist vegna þess að Agúst leggur sjálfstæöar áherslur i kvik- myndahandriti sem mér sýnist vera öndvegisverk. Dramatisk uppbygging Útlagans er allt önnurogbetrien Lands og sona, sem satt að segja virkaði ekki nema i bútum. Framrás at- burða, stigandi, ris og hnig er með epískum hætti. Enginn einn dramatiskur hápunktur, heldur nokkrir. Hér verða þó naumast greindir sundur samverkandi þættir kvikmyndar- innar, — handritið og verk breska klipparans William Diver, auk hádramatiskrar tón- listar Áskels Mássonar. A uppbyggingunni eru engu að siður nokkrir hnökrar, einkum framan af. Vandi númer eitt við byggingu tiltölu- lega breiðrar sögu eins og ættardrama Gfsla Súrssonar, er kynning persóna og sögusviðs, undirbygging átaka sem svo veröa meginefni myndarinnar, og vi'gsla áhorfanda inn i sam- félag sem gera veröur ráð fyrir að sé honum framandi. Það þýðir a.m.k. ekki að ganga út frá þvf að erlendir áhorfendur lesi Gislasögu áður en þeir fara i bióið. Myndin verður aö standa sem sjálfstætt verk. 1 dæmigerðum — og prýði- legum vestra um bandariskan sálufélaga Gisla Súrssonar, The Outlaw Josey Whales (gerð af Clint Eastwood) er drjúgum tima varið íaö sýna lif söguhetj- unnar f friði og spekt við vinnu og fjölskyldulif, Þegar að þvi kemur að hetjan leggur út I hat- ramman hefndarleiðangur sinn og gerist útlagi veit áhorfandi hvers hann er að hefna og hvers vegna. En vestri er önnur hefð og einfaldari. I islenska Útlag- anum er áhorfandi strax á fyrstu mínútu settur inn i sam- félag flókinna siðalögmála og- persönutengsla. Hvoru tveggja verður áhorfandi að tileinka sér smátt og smátt. Agúst' skammtar upplýsingar um hiö fyrrnefnda eftirþvisem atburö- imar gerast en bregður á þaö skynsama ráð að kynna megin persónusafnið með myndum og nöfnum f byrjun. Vist er að áhorfandi ókunnugur efninu þarf að hafa sig allan við þrátt fyrir þetta. Tvö fyrstu atriði Útlagans eru sterkur grunnur fyrir þá sögu sem i vændum er.Þar birtast öll helstu dramatisk skaut myndarinnar og þar eru sáð- korn að átökum þessara skauta. Fyrst: Hiö hálfkláraða fóst- bræðralag karlanna —kvik- myndalega skarpt atriði, en leiklega veikt. Siðan: Vefur kvennanna og samtal sem leiða mun fóstbræöurna til glötunar. En þaðan f frá er aðdragand- anum að vigi Vésteins of mikið þjappað saman. Þær drama- tisku forsendur sem gefnar eru i þessum upphafsatriðum fá ekki eðlilegt svigrúm og skila sér ekki nægilega I viginu sjálfu. Ég hefði a.m.k. kosið að innbyrðis tengsl persóna, tilfinningalegar rætur vigsins, fengju örlitið meira tóm i þeirri öru sam- klippingu atburða sem leiða að því. Vi'gið sjálfter siáandi sena og guðsélof fyrir að Agúst fer aö dæmi bestu útgáfu sögunnar og lætur spurningunni um hver myrti Vésteinósvarað. Reyndar hefði verið skemmtilegra ef félagi hans i Isfilm, Indriöi G. Þorsteinsson hefði fariö eftir þessum skilningi er hann ritaði efnisúrdrátt I ieikskrá. Eftir þessa byrjunarörðug- leika nær Útlaginn hins vegar betri og þéttari rytma, kvik- myndalegum takti,en hingað til hefur sést i islenskri mynd. Hárfin bresk fagmennska i sprettharðri klippingu Divers er ómetanlegt framtak til spennu- atriðanna. Það er nefnilega vandi að skapa jafnhraðfleygan snurðulausan hasar og þeir Agúst og Diver gera i bestu at- riðum Útlagans. Klippingin er þó ekki hafin yfir gagnrýni. A stöku stað er hún einum of ágeng við fyrirliggjandi mynd- efni, þannig að herslumun vantar að hún brúi bil milli ein- stakra skota. Ég held reyndar að of viða hafi þeir félagar sleppt „stað- setningarskotum”. Þegar Gisli flýr t.d. á sundi undan flokki Barkar ogEyjólfs gráa og leitar á náðir Refsbónda er klippingin milli Gisla á flóttanum og stú- dlóskots innanúr bæ Refs of brött. Fyrir minn smekk heföi örstutt skot af Gisla aö nálgast bæinn brúað þetta bil yfir i at- riði, sem að öðru leyti er bráð- skemmtilegt. En þetta kann að vera spurning um leikmynda- kostnaö. # Svipað er að segja um fjar- lægðir milli staða. Innbyrðis af- staða þeirra er stundum of óljós. Þessar fjarlægðir skipta máli fyrir framvindu sögunnar, til dæmis milli Hóls og Sæbóls, helstu leiksviða myndarinnar framanaf. Ahorfandi þarf að hafa tilfinningu fyrir þessari fjarlægð. Ég er ekki að biðja um löng labbitúraskot. Hins vegar hefðu nokkur skot úr lofti hjálp- að mikið til að kortleggja sögu- sviðið. En það er lika spuming um kostnað. Túlkunin Þessar athugasemdir breyta ekki þvi' að i heild kemst at- buröarás prýðilega tilskila. Hin episka framvinda er svo rofin með martröðum Gisla,stuttum innnskotum Ur hugarheimi manns san orðinn er útlægur. Þannig er með stilfærðum hætti veitt innsýn i' þá andlegu gli'mu sem Gisli háir innra með sér og knöpp, bæld persónusköpun þessarar listhefðar leyfir ekki að birt sé öðru visi. 1 vefnaðaratriðinu undir upp- hafstitlunum og siðan i mart- traöaratriðunum kemur fram myndræn túlkun þessarar tog- streitu. örlagadisir Gisla Súrs- sonar a-u ekki „yfimáttúru- legt” afl. Gerðir hans stjórnast ekki af svokallaðri örlagatrú. örlög Gisla felast I honum sjálf- um og umhverfi hans. örlaga- disir hans eru þær konur sem hann hefur samskipti við, — þær kenndir sem þessar konur stjómast af, þær skyldur sem þærleggja honum á herðar og em fulltrúar fyrir. Konan sem hrindir harmleiknum af stað, Asgerður hverfur I skugg- ann og eftir þvi sem ferill Gisla verður blóði drifnari eykst tog- streitan annars vegar milli sjónarmiðs hófsemdar og heil- brigörar skynsemi eins og það birtist i eiginkonunni Auði, og hinsvegarhinnar skilyrðislausu hefndarhugsjónar, eins og hún birtist i systurinni Þórdisi. Þessi togstreita fær á sig kyn- ferðislegan blæ I martröðunum, og vefst það sannast sagna dá- litið fyrir mér. Þjóðfélagsmyndin sem Gisli Súrsson i Útlaganum er part- ur af er samsett úr mörgum þáttum. Þeir birtast eðlilega og án þjóðháttasýninga. Umhverfi hans stjómast af landslögum (sem hann sjálfur brýtur en Þorkell bróðir hans skýlir sér sifellt bakvið), ættarböndum og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.