Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 10
10 Tískusýningarstörf og Ijós- myndafyrirsætustörf er hvort- tveggja ungt fyrirtæki hér á landi. Það er ekki meira en hálfur annar áratugur síðan flestir litu slík störf hornauga/ töldu það ekki einu sinni störf/ og töluðu um //gljá- píkur" og „tískusýningadrósir." Þaðvarheldur ekki mikið um það/ að íslenskar stúlkur stunduðu slik störf þar til fyrir fáeinum árum. Það var helst, að sigur- vegarar í fegurðarsamkeppni islands héldu til útlanda til að reyna sig við tískusýninga og fyrirsætustörf og gekk misvel — sumar náðu þó góðum árangri, áunnu sér jafnvel fé og frama. En á heimavelli voru þær síður en svo viðurkenndar, tilstand sem þetta þótti hið ómerkilegasta, var fyrst og fremst talið bera vott um fíkn stúlknanna eftir ævintýralegu „glamorlífi". Og þá tók steininn fyrst úr þegar einn og einn karl- maður tók að stunda tísku- sýningarstörf. Þeir voru umsvifa- laust dæmdir kynvillingar, að minnstakosti meira eða minna „hinsegin". Nú er öldin önnur. Fjöldi sýningasamtaka hefur skotið upp kollinum á undanförnum árum, og fróðir menn telja, að við tísku- sýningar og Ijósmyndafyrirsætu- störf starfi nær 100 manns, karlar og konur. Og þaðer líklega kominn timi til að finna nýtt orð fyrir „Ijósmyndafyrirsæta" — það er varla hæft orð yfir karlmenn, sem fer stöðugt fjölgandi í þessum störfum. — baö var ákaflega erfitt aö fá fólk til að lita á þetta sem starf — og fá borgað fyrir, segir einn af brautryöjendunum i tisku- sýningum á íslandi viö Helgarpóstinn. Hún hefur nú dregiö sig út úr „bransanum” og vill þess vegna ekki láta nafns sins getið. Þessi kona segir, aö á þeim tima, sem hún var mest i sýningarstörfunum, fyrir 13—14 árum, hafi mörgum þótt þetta mesta „húmbúkk”, þótt nú orðið viðurkenni flestir, að tiskusýningarstörf séu ekkert húllumhæ, heldur atvinna eins og hvað myndir: Jim Smart Föstudagur 6. nóvember 1981 helgarpósturinru Tiskusýningar- og fyrírsætustörf: Glamor og gl jápíkur eða alvöru atvinna? annað Var erfitt að ná í stelpur — A þessum árum var þetta mest fólk á eigin vegum, og oft erfitt að ná i stelpur til að sýna. Og þegar þær giftust var erfitt að hafa upp á þeim, þær hreinlega týndust, ef maður vissi ekki hverjum þær voru giftar, eöa hverjir voru foreldrar þeirra. Þetta hefur breyst mikið á seinni árum, og áhugi á þvf að komast i tiskusýningar- störf er mikill, svo mikill, að færri komast aö en vilja, að sögn Matthildar Guðmunds- dóttur, Lóló, sem starfar i hópnum Módel ’79. 1 þeim hópi má lika vel sjá aukinn áhuga karlmanna á þessum störfum, þvi af þeim 32 sem i hópnum starfa eru tiu karl- menn, þeim fer fjölgandi i „bransanum”. Einn þeirra karlmanna sem hafa verið hvað lengst við tiskusýningarstörf, ef ekki allra lengst, er örn Guömundsson, sem nú starfar með íslenska dansflokknum og er reyndar framkvæmdastjóri hans. „Sonyy? — fyrirsætan Snæbjörg Magnúsdóttir: að reyna eitthvað nýtt" — Það sem aðallega fékk mig til að taka þátt i þess- ari keppni var, að mig hefur alltaf langað til að kynnast fyrirsætustörfum. Það sem maður sér um þessi störf í blöðum og sjónvarpi vekur forvitni manns—heillar mann liklega innst inni, segir Snæbjörg Magnúsdöttir, sem sigraði i fyrirsætu- keppn'i Sony umboðsins og óðals á sunnudagskvöldið. — Er það þá lif þessara fyrirsæta, lifnaðarmáti þeirra, sem heillar? — Ekki beint. Það er sagt, að þetta sé erfitt. En það er alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt. hið óþekkta og maður lærir af reynslunni. Maður fær aukið sjálfstraust viö aö taka þátt i svona og lærir að koma fram meðal fólks segir Snæbjörg. En hún á ekki i vændum ferð út i hinn störa heim að launum fyrir sigurinn hennar verðlaun eru „bara” hljómflutningstæki frá Sony. — Eins og það sé ekki nóg? segir Snæbjörg en bætir þvi viö, að auðvitað opni þettaýmsa möguleika Margar myndir voru teknar af þátttakendunum og hluti af þvi að sigra i keppninnier að sitja fyrir á auglýsingamyndum fyrir Sony. — Við þrjár sem kom- umst i úrslitin þurfum að auglýsa fyrir Sony, en eftir það veit ég ekki hvað verður. Maður prufar þetta allavega og sér svo hvað veröur, segir sigurvegarinn ,,Fékk það aldrei framaní mig" — Ég veit ekki hvort ég er sá allra fyrsti. En ég byrjaði 1963 eða ’64, og ég hugsaði ekki mikið um það þá hvað var talaö um okkur segir örn, þegar við spyrjum hann hvort hann hafi ekki orðið var við fordóma i sinn garö þegar hann var að byrja i sýningarstörfunum, jafnvel fengið að heyra, að hann væri „hinsegin”. — Ég fékk þetta að minnstakosti aldrei framani mig en mann grunaði náttúrlega ýmislegt. En það þýðir ekkert að láta slika hluti á sig fá, allir sem eru mikið fyrir augum almennings eru milli tannanna á fólki. Þau Matthildur og örn eru sammála um, að viðhorf fólks til þeirra sem starfa við sýninga- og fyrirsætustörf hafi breyst tals- vert á siðustu árum. — Það er orðið miklu meira að gera en áöur þegar voru aðeins nokkrar tisku- Snæbjörg Magnúsdóttir, sigurvegari i ljósmynda- fyrirsætukeppni Sony um- boðsins. iSony keppninni.Snæbjörg er að klára annað ár i fjöl- braut i Flensborg i Hafnar- firði, en hún er orðin átján ára, hvildi sig á náminu i hálft annað ár. — Skólagangan gengur fyrir, þóttég stefni á þetta svona i og með. En maður getur ekki veriö alla ævi fyrirsæta, maður verður aö hafa einhvem bakgrunn, segir Snæbjörg Magnús- dóttir. Sigríður Stanleysdóttir var i New York á vegum Vikunnar: „...v. fannst þettaM æðislega gaman” — Það var fyrst og fremst forvitni sem rak mig til að taka þátt i þess- ari keppni, segir Sigriður Stanleysdóttir, sigurvegari i f yrirsætukeppni Vikunnar við Helgarpóstinn, en hún er nýkomin úr verðlauna- ferð til New York. — Það sem heillar mig aðallega er starf fyrirsæt- unnar, ég hef engan áhuga á tiskusýningarstörfum. En það er erfitt að svara þvi, nákvæmlega hvað það er við þetta starf sem heiilar. Mér finnst gaman að sitja fyrir á myndum og sjá hver árangurinn verður og liður vel fyrir framan myndavéiina, ég slappa alveg af, segir Sigríður. — Hvaða hugmyndir gerðir þú þér um þennan heim fyrirsætanna áður en þú fórst til New York og sást hann með eigin aug- um? — Ég átti ekki von á þvi, að þetta væri svona stórt, og mikið i kringum þetta. Það kom mér lika á óvart hvað er hægt að laga myndimar þama inn i stúdióinu. — NUþegar þúertkomin heim aftur, hvaða áhrif sitja eftir- er áhuginn á starfinu sá sami og áður? — Já, mér finnst þetta allt æðislega gaman og ráðlegg öðrum að prófa. Við fengum aöeins að kikja á diskotekið Xemninon og Stúdió54,sem bæði eru m jög fræg. Það komu lika menn frá Cosmopolitan og tdku myndir af okkur. — Býstu viö aö starfa viö fyrirsætustörf hér á landi? — Ég hef ekki mikinn á- Sigrföur Stanieysdóttir, sem sigraði I Ijósmynda- fyrirsætukeppni Vikunnar. huga á þvi, þetta er svo illa borgað hérna, þótt það sé betur borgað en tisku- sýningarstörfin, segir Sig- riður Stanleysdóttir. En þess er ekki að vænta, að hún haldi út i fyrirsætu- bransann alveg á næstunni. Hún er ekki nema 16 ára gömul og er við nám á fyrstu önn f fjölbraut í Ar- múlaskólanum. — Ég ætla mér alls ekki út i þetta næstu fjögur árin. Fyrst ætla ég að ljúka stúdentsprófi, námið gengur fyriröllu, segir hún ákveöin I röddinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.