Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 2
Föstudagur 22. janúar 1982 Hn/nF=irpn^tl irinn Skyndileg viðskipti við nýríkar arabaþjóðir geta haft verulega þýðingu fyrir útflutningsiðnaðinn: Fyrst Múhamed kom ekki ti Islandsfer ísland ta Múhameds Libiumenn og fragtflug fyrir Saudi-Araba á siðasta ári. Arnar- flug er meö tvær vélar i stööugum flutningum fyrir Libýumenn, og Cargolux flýgur mikiö i löndum araba. I fluginu höfum viö sem- sagt haft góö not af oliupeningun- um. En getum viö komist i svipaöa aöstööu meö aöra íslenska þjón- ustu eöa vöru? ólík lönd Ahugi Islendinga viröist nú helst beinast aö tveimur löndum — Bahrain og Saudi-Arabiu. Þetta eru aö mörgu leýti ólik lönd. Saudi-Arabia er stórt land, um 20 sinnum stærra en Island. Ibúar þess eru um 8 milljónir en þar af eru um tvær milljónir útlendingar, mest farandverka- fólk frá Pakistan, Indlandi og vlöar. I Saudi-Arabiu eru helg- ustu staöir Múhameöstrúar- manna, Mekka og Medina, og ibúarnir teljast strangtrúaöir. öll völd eru i höndum konungsætt- arinnar. Bahrain er hins vegar litiö land, eyjaklasi 24 km. utan viö strönd Saudi-Arabiu. Bahrain er mikil miöstöö samgangna og peninga- lifs. Þar rikir mun meira frjálsræöi en uppá meginlandinu, og fólk er vestrænna i háttum. Ibúarnir eru um 350 þúsund, en þar af eru rúmlega hundrað þúsund útlendingar, bæöi vesturlandabúar og fólk' af austrænum uppruna. Sem dæmi um þá starfsemi sem fram fer i Bahrain má nefna að i borginni eru 120 bankar, og þar eru griöar- lega mörg hótel. j Auk þessara landa er áhugi á viðskiptum i Sameinuöu arabisku furstadæm- unum, Kuwait, Egyptalandi og ef til vill fleiri löndum. Danskt smjör Að sögn Úlfs Sigurmundar- sonar, framkvæmdastjóra útflutningsmiöstöövar iön- aöarins, hafa islenskir aöilar um nokkurt skeiö vitað af viðskiptum nágrannalandanna i arabalönd- unum. „Frændur okkar á norður- löndum hafa gert þarna góö viðskipti”, sagöi tJlfur. ] Framleiðsla að hefjast á „Arabíu-lærum” ■ „Sólargeislinn frá Florida” þegar seldur í litlu magni ■ Lýsi í talsverðu magni ■ Góðar horfur á sölu sjávarafurða Nú bendir ýmislegt til þess aö þetta sé aö breytast, þó ekki þurf- um viö i bráöina aö óttast aö ar- abar kaupi Laugaveginn, eöa setjist i hópum að i Laugar- ásnum. En á undanfönum mán- uöum hefur skyndilega opnast fyrir samskipti Islands og þessara þjóöa, samskipti sem hingaö til hafa verið nánast engin. Stjórnmálaleg tengsl hafa veriö tekin upp, stofnaö hefur veriö islenskt-arabiskt verslunar- félag, og um daginn fóru allmarg- ir islenskir aðilar meö vörur sinar á alþjóölega vörusýningu I Bahrain, og fengu afbragösgóðar viötökur. óhætt er aö segja aö nokkur eftirvænting riki meöal þeirra sem hafa kynnt sér þessi mál. Þaö er vitaö aö þarna „eru til peningar I nánast ótæmandi magni”, eins og einn viömælandi Helgarpóstsins komst aö oröi, og aö I ljós hefur komiö að áhugi er fyrir þvi aö nota eitthvað af þessum oliuauö i Islenskar vörur. Enginn þeirra sem Helgarpóstur- inn talaöi viö um þessi mál taldi aö þarna væri um skjótfenginn gróöa aö ræöa, en allir voru sammála um aö möguleikarnir væru miklir, og ef rétt væri haldið á spööunum gæti oröið þarna um viöskipti aö ræða, sem heföu verulega þýöingu fyrir þjóöar- búiö. A einu sviöi höfum viö tslend- ingar haft mikil samskipti viö arabalöndin. Okkar flugstarfsemi byggir aö talsveröu leyti á flugi fyrir lönd araba. Arum saman hafa Flugleiöir stundaö ábata- samt pilagrimaflug til og frá Saudi-Arabiu. Flugleiöir hafa einnig flogiö mikiö fyrir öll höfum viðheyrt sögur um riku arabana sem eru að verða búnir að kaupaupp allar helstu verslunargötur í London og öðrum heimsborgum. Um ríku arabana sem eiga orðið annað hvert hús í auðmannahverf inu Beverly Hills í Hollywood. Um snekkjurnar þeirra og einkaþot- urnar. Þetta eru olíufurstarnir/ þjóðhöfðingjar araba- landanna. Hinn nánast ótæmandi auður arabalandanna hefur hingað til farið framhjá okkur islendingum. Við höfum heyrt um hann talað, sagt um hann brandara, en ekki komist í snertingu við hann nema að takmörkuðu leyti. Það er einna helst getið um hann í íslenskum f jölmiðlum, þegar einhver f urstanna millilendir lúxusþotu sinni hér á leiðinni yfir Atlantshaf ið. „Tökum ekki upp opinber samskipti við aðrar þjóðir að fyrra bragði” segir Pétur Thorsteinsson Samskipti tslands og araba - rikjanna hafa veriö afar tak- mörkuö, svo ekkisé meira sagt, þar til nii á allra siöustu árum. „Ég held aö fyrstu opinberu samskiptin viö þessi lönd hafi veriö þegar stjórnmálasam- band var tekið upp viö Egypta- land árið 1971, eöa fyrir aöeins tiu árum”; ságöi Pétur Thor- steinsson, sendiherra f samtali við Hej garpóstinn. „Þó minnir mig reyndar aö viö höfum í gamla daga á árunum mflli 1930 og 40, selt þeim svolitinn salt- fiskí/ „En það var semsagt tekið upp samband viö Egypta fyrir tiu árum, og þá um leið var út- nefndur þar konsúll. A sama tima var tekiö upp stjórnmála- samband við Libanon. Næst kom svo Irak, en þaö var ekki fyrr en 1978. Ég er sendiherra þar, en hef þvi miður sjaldan komið þangaö, vegna styrjaldarinnar viö Iran. Ég er einnig sendiherra i Tún- is,en viö Túnisbúa var tekiö upp stjórnmálasamband 1980. NU siöast var svo Ingvi Ingvason, sendiherra i Stokkhólmi, skipaöur sendiherra i Saudi Arabiu. Það var gert núna á dögunum, og einnig varþá tekið upp stjórnmálasamband við Bahrain, en þar hefur ekki verið útnefndur sendiherra. Þetta eru nú öll okkar opin- beru tengsl viö arabalöndin”, sagöi Pétur. Þegar Pétur var spuröur hvernig stæöi á þvi að þessi tengsl væru ekki meirhsvaraöi hann þvi til aö Island hefði það fyrir reglu aö taka ekki upp stjórnmálasamband viö önnur riki af eigin frumkvæði. „Viö erum fámenn þjóö, og utan- riksiþjónustan þar af leiöandi ekki fjölmenn. Þaö er þvi mjög eðlilegt að við leitum ekki eftir stjórnmálasambandi viö aörar þjóöir af fyrra bragði, ef aigin annarskonar tengsl eru til staðar. Við höfum i rauninnil enga ástæðu haft fyrir þvi' aö taka upp stjórnmálasamband viö þessar þjóöir. Að visu kom til tals fyrir tveimur árum siöan að kaupa oliu af Saudi-Arabiu, og láta hreinsa hana einhverstaðar á leiöinni til landsins, og þá var um þaö rætt aö taka upp stjórn- málasamband við þá. En fljót- lega var horfið frá þeim áform- um, og þar með áformum um opinber samskipti.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.