Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 13
13 I Manhattan. Einar Kristjánsson við undirbúning Morgunvöku XXXXXXmXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKXXXXXXXXXXXXXXX | Finnst þér óþægilegt að setjast | inn í kaldan bflinn á morgnana? x Ef svo er ættirðu kannski bara að fá þér x varmasetu í bflinn. Þœr eru gerflar úr mjúkum svampi, sem sterkt nœlonefni er saumað utan um og fást i bláu, grænu, rauflu og brúnu. Þœr eru festar utan um sœtifl með sterkum teygjum sem hafa mikifl teygjuþol og stungið í sam- band vifi sígarettukveikjarann. 12 V, 60W. Tíminn sem setan er að hitna er ca 1—3 mín. Sérstaklega hentugt í bílinn á vet- Verð aðeins kr. 230,- Sendum í póstkröfu um land allt. | S/G Póstverzlun. Sími 24089 x X PS. Þær henta ekki bara einungis i einkabílinn heldur einnig í flestar gerflir vinnuvéla. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKXXXXXX ___haltJFirpncztl irinn Föstudagur 22. janúar 1982 Lady Jane — dönsk nektardansmær: Einar Krist jánsson áhorfendur MAÐURINN Á BAK VIÐ NAFNID: að dansa gogo fyrir fólkið. Siðan datt mér í hug að sýna fólkinu meira en það fær venjulega, þannig að ég byrjaði að fella föt- in”, sagði Lady Jane. HUn sagði, að hún kynni vel við starfið og hefði farið i sýningar- ferðir til annarra Norðurlanda. Þetta erhins vegar í fyrsta skipti sem hún kemur til lslands til að vinna. Hún sagðist kunna vel við islenska áhorfendur. Þeir væru greinilega ekki vanir svona skemmtunum þvi þeir væru mjög forvitnir um það, sem gerð- ist á sviðinu, og væri það kannski islenskum og dönskum áhorfend- um. Hvert atriði Lady Jane er u.þ.b. 6-10 minútur og sýnir hún einu sinni til tvisvar á kvöldi.eftir ástæðum. Þeir, setn enn hafa ekki séð Lady Jane geta verið aiveg rólegir.þvihún verður hértæpan már- uð enn. „Hér ríkir mjög gott andrúmsloft” „Ég er fæddur i Reykjavik, og það verða þrjátiu og fjögur ár siðan i febrúar. Ég er alinn upp i gamla bænum. á Grettisgötunni, og ég bef verið hér alla mina tíð". sagði Einar Kristjánsson. nýi maðurinn i Morgunvökunni, i samtali við Helgarpóstinn, en Einar er maðurinn á bak við nafnið i þessari viku. Einar stundaði skólagöngu sina i Reykjavik, og lauk B.A. prófi i sálarfræði frá Háskóla felands. Hann fór siðan til fram- haldsnáms til Danmerkur i einn vetur og kom heim árið 1977. Þá hóf hann störf sem námsráð- gjafi og kennari i sálarfræði og félagsfræði i Garðaskóla, en hætti störfum þar siðastliðið sumar. Það sem eftir lifði árs- ins var hann i lausamennsku ýmiss konar, jafnframt þvi sem hann leitaði sér að bitastæðu starfi. „Rétt eftir hátiðarnar frétti ég af þvi, að Páll Heiðar væri að leita sér að samstarfsmanni i Morgunvökuna. Ég kom að máli við hann, og okkur samdist um að reyna og sjá hvemig mér lik- aði við þetta, og eins þeim við mig. Ég sat inni i stúdiói hjá þeim alla siðustu viku og fylgd- ist með hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég byrjaði svo i út- sendingu á mánudaginn var. Það er meiningin að reyna þetta itvær vikur og taka þá ákvörð- un um framhaldið”, sagði Ein- ar. Þetta er frumraun Einars við útvarp og við fjölmiðla, en það sem af er, sagðist hann kunna mjög vel við starfið. „Mér finnst rikja hér mjög gott andrúmsloft", sagði hann. ,,Við erum þrjú og tökum á- kvarðanir sameiginlega, ræðum hvaða efni viðtökum fyrir. Það er gott að vinna með þeim báð- um og ég hlakka mjög til írekara samstarfs við þau.” — Er enginn skrekkur i þér? ,,Ég er sjálfsagt nervös eins og gengur og gerist með venju- legt fólk, en ég held, að það hafi hjálpað mér gifurlega mikið að fylgjast með þeim í siðustu viku. Ég fékk að sitja inni i stúdióinu i beinni útsendingu, án þessaðopna munninn. Þegar ég settist svo i stólinn á mánudags- morgun, var þetta ekki eins framandi. Þetta er ekki ósvipað þvi' að ganga upp i munnlegu prófi. Maður er kannski dálitið nervös áður en labbaðer inn, en eftir að þú ert sestur og byrjað- ur, þá hugsarðu bara um að standa þig.” — Er þetta ekki mjög frá- brugðið þvi, sem þú gerðir áð- ur? ,,JU, það er það, en að visu kemur kennari fram, hann per- formerar, eins og sagt er, þann- ig að maður er kannski ekki al- veg óvanur að koma frá sér efni. Skólastarf býður upp á mjög fjölbreytileg mannleg sam- skipti, sem og þetta starf gerir. Að þessu leyti eru ákveðnar hliöstæður við það, sem ég hef verið að gera, en það er allt mjög framandi i sambandi viö tæknimálin.” — Hvað gerirðu af þér fyrir utan vinnutima? „Ég hef stundum sagt, þegar ég hef verið spurður um hver væru min áhugamál, að númer eitt værumannleg samskipti al- mennt. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og hlusta á alla góða tón- list, sem ég kalla. Það getur þá verið klassik, djass eða popp, ég geri engan sérstakan greinar- mun þar á”, sagði Einar. Hann er kvæntur og er kona hans hjúkrunarfræðingur. Þau eiga tvö börn, 10 ára stúlku og 2 ára dreng. Islendingar forvitnir Undanfarið hefur nektardans- mær frá Danmörku verið að skemmta á öldurhúsum höfuð- borgarsvæðisins. Lady Jane kail- ar hún sig, og kemur frá Helsing- ör. Helgarpósturinn rabbaði stutt- lega við hana á dögunum og kom þar fram, að Lady Jane hefur stundað striptease, eins og það er kallaðá erlendum málum, í næst- um tíu ár og hefur hún haft lifi- brauð sitt af þvi starfi. Upphaf starfsferils hennar sem fatafellu má rekja til þess, er hún starfrækti klúbb i Kaupmanna- höfn. ,,Ég vildi fá fólk til að vera meira áferðinni, fá fólk ölað fara út svo aðrir kæmustinn. Þá fór Cybernethátalarar frá Benco Bolholti 4 Sími 91-21945 Tegund CS-1505 CS-1304 CS.-803 CS-603 Fjöldi Tónkerf i Afl Þyngd 5 hátalarar 3. leiða 150W: RAAS 20,8 Kg Verð pr. 2 stk. 6.690 kr. 4 hátalarar 3.leiða 130W. RMS 15,2 Kg 4.720 kr. 3 hátalarar 3-leiða 80 W.RMS 12,6 Kg 4.290 kr. 3 hátalarar 3. leiða 60W.RMS 10,5 Kg 2.750 kr. xxxxxxxxxxxxxxx::xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx:

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.