Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 15
14 Föstudagur 22. janúar 1982 he/garpásturinn helgarpásturinn Föstudagur 22. janúar 1982 15 ánægjð ao pví aö vera kallaöur íhaldssamur í Ijármálum” Ragnar Arnaids í Hdgar póstsv í oiai í Þegar Gunnar Thoroddsen myndafti rikisstjórn sina fyrir tveimur árum, varft mörgum ljóst, aft i raun og veru haffti myndast, og þaö hugsanlega fyrir slysni, einhver hin sterkasta rikisstjórn, sem hugsanleg er á fslandi nútimans. Andstæftingar rikisstjórnarinnar nefna hana stundum „grámóskulega nefnd”, sem hefur þaö hlutverk aft haga seglum stöftugt eftir vindi, en leggja öll stefnumið flokkanna á hilluna á meftan stjórin situr. Fjármálaráð- herrann gegnir aft sjálfsögftu þýftingarmiklu hlutverki i „rikisstjórnarnefndinni”. Ragnar Arnalds, fyrsti formaftur Alþýftubandalagsins,hefur frá þvi hann settist i stól fjármálaráft- herra, haft orft á sér fyrir dugnaö og þrautseigju og reyndar hefur ýmsum pólitiskum and- stæöingum hans komift á óvart, hversu afthaldssamur hann er og nákvæmur, þegar rikis- fjármálin eru annars vegar. Menn hafa vist búist viö ööru af „korama”. Viöræddum vift Ragnar fyrir skemmstu, reyndum aö kynnast manninum á bak viö hina pólitisku framhliö. Ragnar er sonur Sigurftar Arnalds stórkaupmanns og Guftrúnar Laxdal kaupkonu. Uppruni hans — reykvisk miftstétt — bendir ekki til aft hann eigi til byltingar- sinna eöa sósialista að telja, enda kemur I Ijós, aö Ragnar var aldrei I gamla Sósialista- flokknum, heldur kom hann inn i Alþýftubandalagift úr Þjóövarnarflokknum sáluga og Samtökum hernámsandstæftinga, sem nú heita Samtök herstöftvaandstæftinga. Pótt ég væri kominn töluvert út i pólitik um og eftir stúdentspróf, var ég staðráöinn i aö ánetjast henni ekki og innritaðist fyrst i islensku við Háskóla Islands og fór svo til Sviþjóðar að lesa heimspeki og bókmennt- ir... Eiginlega var það Jónas Árnason sem dró mig út i pólitikina. Hann bað mig um að fara i fundaleiðangur með sér og séra Rögnvaldi Finnbogasyni um Norður- og Austurland. Við héldum fundi um her- stöðvamálið. Báðir þessir menn höfðu mikil áhrif á mig, enda báðir miklir lifsfilósófar. Þetta var 1958. Þá var ég tvitugur... Siöan lá leiðin til Sviþjóðar i nám og ég var enn staðráðinn i að láta pólitikina eiga sig. En vorið 1960 ákváðum við að gera stórátak i herstöðvamálinu. Jónas sagði sig úr Sósialistaflokknum. Ég kom heim, sagði mig úr Æskulýðsfylkingunni og gerð- ist ritstjóri Frjálsrar þjóðar. Við vildum vera óháðir flokkum og byggja upp þver- pólitisk samtök. Margir ágætir menn tóku þátt i þessu, einkum fjölmargir mennta- menn og rithöfundar, t.d. Einar Bragi, skáld, sem var mjög virkur, og svo við nokkrir strákar á stúdentsaldri, m.a. Kjartan Olafsson, sem þá kom heim frá námi og varð fyrsti framkvæmdastjórinn fyrir hreyfingu hernámsandstæðinga. Á ör- fáum dögum fór mikil hreyfing af stað eftir margra ára deyfð, og fyrsta Keflavikur- gangan var farin nokkrum vikum siðar eða 19. júni 1960. Það var ógleymanlegur dag- ur... Sósialisti að ætt og uppruna? Ég á kannski til ýmissa að telja, sem töldust rót- tækir á sinum tima, eins og hann Ari afi minn, eða Einar Kvaran langafi, en minir nánustu voru engir þátttakendur i pólitik og skoðanir skiptar eins og gengur. Ef ég á að tala um pólitiskan uppruna minn, verðum við að hverfa aftur til áranna i Laugarnes- skólanum. Ég er að visu fæddur i Vestur- bænum, en i Laugarneshverfinu hef ég búið i 35 ár — og þó aðeins meft annan fótinn seinustu 10 árin. Hinn hef ég haft norður i Skagafirði, þar sem við hjónin byggðum okkur hús... E g var heppinn að lenda i Laugarnes- skólanum. Það er ómetanlegt að njóta leið- sagnar góðra kennara og þarna voru sér- staklega hæfir menn eins og Skeggi Ás- bjarnarson, Kristinn Gislason og Gunnar Guðmundsson.Skeggi var einstakur maður og i tómstundum sinum dreif hann nem- endur sina i leiklist, tvö leikrit á ári, um jól og páska, enda staðreynd, að margir nemendur hans fengu ódrepandi leiklistar- bakteriu. 1 mér er hún ekki alveg dauð enn. Laugarneshverfinu fylgdi það einnig að fara daglega i sund og sá ávani er löngu orðinn sterkari en nokkurt fiknilyf... "ólitisk vakning min varð liklega á Lækjartorgi dag nokkurn haustið 1952. Þá varég 14ára. Ég keypti fyrsta tölublaðið af Frjálsri þjóð og las það upp til agna. Biaðið allt var máttug hvatning til andstöðu vift hersetuna. Ég hreifst með eins og margir aðrir, og áður en ég vissi af var ég orðinn einn af stofnendum Þjóðvarnarfiokksins ásamt vini minum, Haildóri Blöndal: við sátum fyrsta aðalfundinn, en að visu ekki undirbúningsfund. Við Halldór vorum yngri en svo að okkur væri hleypt i Félag ungra þjóðvarnarmanna, þvi að þar var aldurs- takmarkið 15 ár, en i' flokknum sjálfum var ekkert aldursmark... l^ennan vetur i 2. bekk (nú 8.) upphófst mikill pólitiskur áhugi með tilheyrandi málfundastarfsemi. Við deildum þar hart og lengi, Styrmir, nú Morgunblaðsritstjóri, Jón Baldvin, nú Alþýðublaðsritstjóri, og Halldór Blöndal, nú þingmaður. Áuövitað var það þroskandi fyrir okkur alla, vinina og félagana, að takast hressilega á, en sjaldan tókst okkur að sannfæra hver annan. Og ekki gengur það betur nú... Seinna fannst mér Þjóðvarnarflokkurinn of einangrunarsinnaður og ekki með nógu skýra sósialiska stefnu og fór þá i Æsku- lýðsfylkinguna um skeið, en i Sósialista- flokkinn vildi ég ekki ganga. Það var svo mörgum árum. siðar, að ég kom aftur til samstarfs við þá Þjóðvarnarmenn vegna baráttunnar gegn hernum. Þá byrjaði sam- starf mittvið Gils Guðmundsson, þann önd- vegismann, og það átti eftir að verða mik- ið... Þegar leið á menntaskólaárin, sóttu oft á mig hugleiðingar um þá einkennilegu stað- reynd, að mannkynið ætti kannski eftir að tortimasjálfusér. Það vará þessum árum, sem fyrst varð ljóst, að sú hætta væri raun- verulega fyrir hendi. Mér fannst augljóst, að engin pólitisk staðreynd væri jafn þung á metunum og tilvist vetnissprengjunnar, ^sem eldflaugin gat þá þegar borið i mark hvarsem var á jörðinni. Ég undraðist sljó- leika fólks gagnvart þessari hættu og ég trúði þvi, að ógnarveruleiki þessara vopna hlyti að umskapa hugmyndaheim mannanna. Smátt og smátt yrðu allir hugsandi menn knúnir til að játa, að ekkert þjóðfélagskerfi væri svo gott.engin hugsjón mannanna svo fögur, að hún félli ekki i skuggann fyrir kröfunni um alheimsfrið... E g samdi nokkra þættiog sögurum þetta efni, m.a. smásögu sem hét ,,Ég, faðir minn og fimmta rikið” — hálfgerðvisinda- smásaga i reyfarastil með siðferðilegum undirtónum — ég sá hana reyndar endur- birta i blaði i fyrra, en það var nú liklega fremur vegna höfundarins en ágætis sög- unnar. Ég samdi lika segulbandsþátt um , yfirvofandi heimsstyrjöld og kjarnorkuá- rás á Island. Þetta var allt leikið eftir hand- riti og ég fékk ágætar eftirhermur til að herma eftir Ólafi Thors, Hermanni Jónas- syni og Einari Olgeirssyni, auk þula frá út- varpinu,sem verkuðu mjög sannfærandi. Þátturinn var svo fluttur i Menntaskólasel- inu. En niu árum siðar lánaði ég mennta- skólanemunum þáttinn, sem var til á bandi, og þá var hann endurtekinn. Agúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri var i þessum bekk og enn seinna geröi hann kvikmyndina „Skólaferð” sem fjallar um viðbrögð nemenda við þessum þætti. Munurinn var hins vegar sá, að þegar við fluttum þáttinn fyrst og skelfingin fór að gripa um sig i Selinu, þá sögðum við strax frá, hvernig i öllu lá... Já, óneitanlega hefur maður orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með baráttuna gegn herstöðvum. En ég held, að þessi kröftuga barátta hafi þó haft sitt aö segja. Ég held að herstöðin væri fjölmennari, vold- ugri og enn frekar niðurnjörvuð hér, hefði ekki verið þessi mikla andstaða gegn- um árin. Bandarikjamenn hafa sem betur fer litið á Isiendinga sem heldur ótrygga liðsmenn — og einmitt vegna þessarar ó- slitnu baráttu verður auðveldara að losna við hinn erlenda her þegar þar að kemur. Aft þvi kemur brátt, sannaðu til„! Nei, ég ætlaði mér alls ekki að verða stjórnmálamaður. Allir eiga sina drauma, og það var ekki minn draumur. Þegar ég var unglingur, var ég heillaður af hvers konar ræktun, gat best hugsað mér að verða bóndi. Ég sá fyrir mér blómlega jörð idjúpum dal milli hárra fjalla. Þar átti að risa mikill skógur. Svo heilluðu bók- menntirnar... 1962 var mér boðið að fara i framboð fyrir Alþýðubandalagið. Ég hafði lengi gengið með þá hugsjón að vinna að sameiningu vinstri manna. Ég lenti inn á þing og byrjaði um leið að lesa lögfræði. Þetta var 1963. Ég var 24 ára og afskaplega óvirðu- legur unglingur iaugum meðframbjóðenda minna... Sérstaklega eru mér minnisstæð við- skiptin við Björn Pálsson. Hann ætiaði ég að fella, en Björn var þriðji maður á lista Framsóknar. Það var eins og Björn vissi ekki alveg hvernig hann ætti að taka þvi, þegar unglingur eins og ég kom fram á móti honum. Hann var vanari þvi að þreyta kapp við roskna bændahöfðingja eins og Jón á Akri og fleiri... INokkru eftir að framboðið var auglýst, var ég á Borginni að skemmta mér með vinum minum úr Háskólanum. Þá kom Björn á Löngumýri þar inn, enda bjó hann löngum á hótelinu. Ég bað vini mina að vera ekki að kynna okkur sérstaklega. Svo tókum við tal saman við barinn og fór vel á með okkur. Þegar Björn heyrði að ég væri stúdent úr Háskólanum, sagði mér i ó- spurðum fréttum að ungur' stúdent væri i tramboði íyrir Alþýðubandalagið og ætlaði að feila sig i kosningunum. Þetta þóttu mér vond tiðindi, þegar svo ágætur maður ætti i hlut. Er ekki að orðlengja, að Björn biður mig að hugleiða, hvort ég geti ekki sagt honum eitthvað misjafnt um þennan Ragnar Arnalds, t.d. einhverjar vondar sögur, sem hann gæti svo notað i kosninga- baráttunni. Ég reyndi náttúrlega að verða við þessari bón og sagði honum margar ijótar sögur. En þegar upp var staðið var fátt um kveðjur, þegar hann að skilnaði vildi vita, hvað ég héti... Rjörn er sómamaður og afskaplega skemmtilegur andstæðingur. í ræðum hans var ég yfirleitt kallaður „drengurinn”. En það skapaði meira jafnræði, að ég skyldi snúa á hann i fyrstu lotu. Þær urðu margar loturnar i þrennum kosningum. j)egar ég kom á þing haustið 1963 var Hermann Jónasson fyrsti sessunautur minn. Hann var að byrja að draga sig út úr pólitik þá. Ólafur Thors var aðalmaðurinn á fyrsta þingdegi, aldursforseti og forsætis- ráðherra og átti skammt eftir ólifað. Á fyrsta þingfundi hallaði Hermann sér að mér og sagði: Þú átt kollega hér, veistu það? IN ei, ég vissi ekki um neinn annan stúdent á þingi. Jú, hann Ólaf. Þú veist það. Hann er stud. phil. eins og þú. Þá skynjaði.ég i einu vetfangi að þarna voru tveir sem löngum höfðu eldað saman grátt silfur. En forspjallsvisindin dugðu Ólafi Thors vel. — Ég lét þau hins vegar ekki duga, og lauk lögfræðinni 1968. Ekki vegna þess að ég ætlaði að snúa mér að lög- mannsstörfum: lögfræði er góð undirstöðu- menntun fyrir þingmann... Arin 1964 til ’68 einkenndust af upplausn- inni i Alþýöubandalaginu. Þá var hin sósialistiska hreyfing bókstaflega að leysast upp. Það var deilt um skipulag og stefnumið. Gróskan var töluverð i Alþýðu- bandalaginu en sundurlyndið gifurlegt — og það leiddi til algers klofnings ’68 þegar Hannibal yfirgaf flokkinn. í þeirri upp- lausn lenti ég nokkuð óvænt i sæti for- manns Alþýðubandalagsins... Ymsir andstæðingar trúðu þvi þá, að þessi hreyfing væri að liða undir lok, enda blóðtakan mikilf Hannibal stofnaði sinn flokk og Sósialistafélag Reykjavikur stofnaði aðra hreyíingu með stuöningi Æskulýðsfylkingarinnar. En það merkilega gerðist að okkur tókst að fylkja mönnum saman og siðan hefur Alþýðubandalagið verið i sókn... Sjötti og sjöundi áratugurinn voru óhag- stæðir vinstriöflunum, vegna þess að hægri mönnum tókst með árangri að bendla islenska sósialista viö kommúnismann i Rússlandi og Austur-Evrópu — og það átti sér sögulegar skýringar. En auðvitað eru pólitiskar hefðir þar eystra gjörólikar okkar veruleik. íslenskir sósialistar hljóta að leggja megináherslu á að varðveita þá frjálsræðis- og lýðræðishefð, sem við höfum búið viðhér á landi. Þetta viðhorf hefur ein- mitt komið miklu skýrar fram hjá islensk- um sósialistum siöasta áratuginn... V ið höfum engan áhuga á að flytja inn það skipulag sem einkennir þjóðfélög Áustur-Evrópu og Rússastimpillinn er sem betur fer orðinn máttlaus og marklaus i augum flestra landsmanna... Atburðirnir i Tékkóslóvakiu 1968 og af- dráttarlaus afstaða Alþýðubandalags- manna til þess sem þar gerðist, átti vissu- lega stóran þátt i' þvi að gera fólki fullkom- lega ljóst, að markmið okkar er lýðræðis- legur sósialismi, þótt ýmsir sósialistar hafi á sinum tima bundið vonir við þróun mála i Austur-Evrópu — og orðið fyrir vonbrigð- um... Hvað er iýðræðislegur sósialismi? — Það er þjóðskipulag, þar sem efnahagslifi og stærstu fyrirtækjum er stjórnað af fólkinu og fulltrúum þess, með atvinnulýðræði og samkvæmt vilja meirihluta kjósenda. Einkaeigneins manns á vinnustað, þar sem hundruð manna starfa, veröur einhvern tima talin mikil forneskja... Hins vegar er vandi einræðisrikja, hvort sem þau kalla sig sósialisk eða ekki,að minni hyggju gjörsamlega óleysanlegur. Pólland er einmitt augljóst dæmi, þar sem fólkið ris upp gegn einræðisstjórn. Stjórn- endur langar i hjarta sinu að slaka til. Þeir •skynja einangrun sina og leyfa frjáls verkalýðsfélög. En þá verður til pólitiskt afl sem hlýtur að keppa við flokkinn og hlýtur fyrr eða siðar að hóta að taka við. En það er einmitt bannorðið. Valdamenn skynja hvflikt afl er uppvakið og gripa til vopna tilað sundra þessu afli. En svo lengi sem þeir afneita lýðræðislegum vinnu- brögðum hljóta þeir að hrekjast aftur og aftur inn i sama vitahringinn. Það er enginn sósialismi til án lýðræðis. Það er nú sannleikur málsins. Innsta eðli sósialism- ans er einmitt lýðræði og jafnrétti. Hvorugt er fyrir hendi I þessum rikjum fyrir austan. Sameignarskipulag þeirra er blandið aust- rænum ofrikishefðum og forystukjarninn trúir þvi eins og Sonur Sólarinnar að hann sé borinn til þess að hafa vit fyrir fólkinu um aldur og ævi... Siðferðisstyrkur rússneska kommúnism- ans sem rikir i Austur-Evrópu byggist á þvi að þeir sigruðu fasismann i Evrópu eftir miklar hetjudáðirog ægilegar fórnir. Það var örlagarikur sigur. En það festi ein- ræðisskipulagið i sessi og það mun kosta þessar þjóðir miklar þjáningar að brjóta þá hlekki... Hú spyrð um samstarfið við Framsókn. Það er rétt; hver dregur dám að sinum sessunaut. Ég hef bæði slegist hart við framsóknarmenn og unnið mikið með þeim. Það er ekkert unnt að gera nema i samstarfi viö aðra. Ég met þá fram- sóknarmenn mikils. Þeir eru með fæturna á jörðinni... Hað er rétt, að ég hef mjög hvatt til sam- starfs Alþýðubandalags og Framsóknar. Framsóknarflokkurinn hefur að visu oft lent á villugötum, en þar i ílokki má finna mikinn fjölda af ágætum félagshyggju- mönnum. Mér hefur meira orðið uppsigað við krat- ana, það er rétt, og þó er þar fjöldinn allur af ágætlega þenkjandi mönnum. En eftir að þeir glötuðu forystunni i verkalýðshreyf- ingunni og gerðust kaþólskari en páfinn I herstöðvamálum, heíur hver villiminkur- inn af öðrum brotist þar inn og iagt undir sig plássið... H vað ég segi við bændur i Skagafirði? Ég legg ekki i vana minn að rökræða við fólk um fræðileg viðfangsefni, hvorki við bændur né aðra. En ég lel, að islenskur landbunaður eigi fyllsta rétt á sér. Ég veit vel, að innílutt kjöt og smjör yrði ódýrara fyrir neytendur. En slik stefna yrði einhver hrikalegustu mistök sem islenskir stjórnmálamenn gætu gert. Grisjun byggðar i sveitum landsins er að nálgast hættumörkin og hættan er sú, að þegar á bjátar af völdum veðurtjóns eða kreppu, hrynji islenskur sveitabúskapur ef illa er við hann gert. Draumsýn man na um islenska bænd- ur, standandi við eldstór erlendrar stóriðju, sem nú er raunar rekin með bullandi halla og verið að loka viða um heim, er bæði ó- hugnanleg og óraunsæ að minni hyggju... Eg tel afskaplega nauðsynlegt að hlúa að islenskum sveitabúskap, þótt hann sé kannski ekki gróöavænlegasti atvinnuveg- ur landsmanna. Það er bæði menningar-og sjálfstæðismál að viðhalda búsetu i sveitum landsins og bændur eiga kröfu á að búa við sömu kjör og aðrir... Já, ég er ágætlega sáttur við að vera fjár- málaráðherra. Kannski hefði ég þó helst kosið að starfa að atvinnumálum. En fjár- málaráðuneytið er býsna góður skóli... týðræði og þingræði stafar hætta af þvi, þegar stjórnmálamenn kunna ekki að segja nei, þegar það á við. Annars vegar dekra menn við skattgreiðendur: það er vinsælt að lækka skatta. Hins vegar eru menn tregir til að skera niður. Og þá verður niðurstaðan sú, að allt er rekið með dúndr- andi tapi... I mörgum nágrannalöndum okkar er ó- hugnanlegur halli á rekstri rikissjóða, t.d. I Danmörku, Sviþjóð, Þýskalandi og I Bandarikjunum, enda er þarna mikil kreppa. Margir imynda sér, að það sé einkenni vinstri manna að eyða og ástunda óábyrga fjármálapólitik. Þetta er fjarri sanni. Það er ekki síður nauðsynlegt fyrir vinstri menn að láta endana ná saman og segja nei, þegar það á við... M ér er satt að segja sönn ánægja að þvi, þegar sagt er að ég sé ihaldssamur i fjár- málum. Fjármálaráðherra á að vera það og verður að vera það. Þvi meira aðhald, þeim mun gagnlegri nýting fjármuna. Á hinn bóginn tel ég það annað einkenni vinstri stefnu og sósialistiskrar lifsskoð- unar, að menn séu frjálslyndir, þ.e. um- buröarlyndir.opnir fyrir ólikum skoðunum og ekki refsiglaðir. Það er dæmigerð á- róðursklisja frá hægriöflunum, aö vinstri stefna einkennist af boöum og bönnum. Þvert á móti hafa flestir sósialiskir hugsuð- ir verið frjálslyndir menn, sem gera sér grein fyrir þvi, að góöum markmiðum verður aldrei náð nema með opnum, gagn- rýnum huga og samvinnu við vinsamleg öfl... ...Og þar að auki með fullkomlega á- byrgri stefnu jafnt i fjármálum sem öðru, svo að aftur sé vikiö að viðfangsefni þess sem gætir kassans.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.