Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 19
19 Egill Eðvarðsson sýnir í Norræna húsinu Dagbiöð í pastel *—— Hinn ópus “fyree þarsem hann leikur á vibrafón svo og ópusar Lee Konitz veróa aö biöa útgáfu 'en vonandi ekki lengi, þvi það verður djassvið burður þegar Konitztökurnar verða gefnar út. Slikir snilldarsólóar eru þar. Lee Konitz varð fyrst þekktur er hann lék með hljómsveit Fjársjóður fundirm Fyrstu amerisku stórdjass- meistararnir er léku á Islandi voru altistinn Lee Konitz og trombónu og vibrafónleikarinn Tyree Glenn. Þeir héldu tvenna tónleika i Austurbæjarbiói 5. og 6. desember 1951. Með þeim léku islenskir kollegar og gest- gjafinn var Jazzklúbbur islands. Þetta var dálitiö skrýtið par. Tyree margfrægur svingkappi úr hljómsveitum Benny Cart- ers, Cab Calloways og Duke Ellingtons. Konitz frammúr- stefnumaöur sem var einn þeirra erskópu kúldjassinn með Claude Thornhills 1947—8. I þeirri sveit var útsetjari Gil Evans og voru þeir Konitz báðir i Miles Davis hópnum er hljóð- ritaði 1949—50 þær frægu upp- tökur er nefndar hafa verið: The Birth of Cool. Konitz var i flokki Lennie Tristano frá 1949, en þar var hinn svalasti djass skapaður. 1952—541ékhann með Stan Kenton en siðan hefur hann verið sjálfs sins herra. Stundum hefur hann þó ekki leikið opin- berlega árum saman vegna veikinda. Undanfarin ár hefur stjarna hans risið hátt og mikið verið gefið út af plötum með MSP. Það er ekki mikið til af hljóð- ritunum með Lee Konitz frá Jazz eftir Vernharö Linnet J1 Miles Davis. Hann var i Tristanogenginu og þykir frum- legasti altisti djassins á tima- skeiðinu milli Parkers og Orn- ette Colemans. Þeirskiptu tónleikunum hér á milli sin, en léku svo saman_i lokin í einu allsherjardjammi: Perdido. Tyree fór beint i æð h já landanum en Konitz að mestu fyrir ofan garð og neðan, nema hjá fámennum hópi djassgeggj- ara, en segja má að með hingaðkomu Konitz hafi verið brotið blað i islenskri djasssögu og svingið tekið að hopa fyrir nýjum straumum. Þeir Konitz og Tyree Glenn hljóörituðu hjá Rikisútvarpinu tvo ópusa hvor fyrir Jazzklúbb tslands en svo lengi hafa vax- skifur þær verið týndar að menn voru farnir að halda að þetta væri þjóðsaga ein. En sjá! Þegar verið var að safna efni á minningarskifu Ormslevs var viða leitað fanga. Komu þá ekki i ljós i bilskúr hér i borg f jórar vaxskííur innsiglaðar svo og segulbandsspóla. Þegar betur var að gáö voru nokkrir ópusar frá Austurbæ jarbióstónleik- unum á bandinu og á vaxskif- unum ópusar þeir er Konitz og Glenn höföu hljóðritað niðri Útvarpi fyrir Jazzklúbbinn. Tvær tökur af hverjum. A Ormslev skifunni verður lokadjammið úr Austurbæjar- biói: Perdido. Þar hamrar Tyree vi'brafóninn, Björn R. blæs í trombónuna, Jón Sigurðs- son trompetinn, Konitzaltinn og Ormslev tenorinn. Magnús Pétursson er á pianó, Jón Sigurðsson á bassa og árunum kringum 1950. Smáræði meö Thornhill, Miles Davis og Tristano svoog nokkrir ópusar undir eigin nafni. 1949 hljóöritaði hann sex ópusa með kvintettsinum : Kon- itz, altó, Warne Marsh, tenor, Sal Mosca, pianó, Arnold Fishkin, bassa og Densil Best, trommur. 1950 hljóðritar hann einn dúó meö gftarleikaranum Billy Bauer og þrjá ópusa þarsem Mosca, Fishkin og trommarinn Jeff Morton bætast i hópinn. Arið sem hann kemur til íslands hljóðritar hann aðeins sex ópusa i félagsskap Miles Davis, Mosca, Bauers, Fishkins og Max Roachs. Þannig er diskógrafia Lee Konitz allt fram undir sjötiu. Því má vera ljóst að það er mik- ill fengur aö tökunum fjórum sem fundust i bilskúrnum i Reykjavík. Undanfarið hefur mér gefist kostur á aö hlusta á þessar upptökur nokkrum sinnum. Ópusarnir eru: All The Things You Are og Lover Man og er seinni upptakan af Lover Man mögnuð. Islenska rýþmasveitin (Arni Elvar.planó, Jón Sigurös- son, bassi og Guðmundur R. Einarsson trommur) merkir taktinn, en Konitz blæs „einsog eilifðin ein hlusti á hann”, einsog ágætir konitzistar sögðu eftiraö hafa hlustað á meistara- verkið. Linurnar eru langar og njörvaðar hugmyndum og þarf oft að hlusta áöuren allt kemst til skila. Vonandi kemst þetta á skifu hið fyrsta. Þá verður hátið viða um heim. „Séð til — og fleira fólk”, kallar Egill Eðvarðsson mvndlistar- maður sýningu sina, sem vcrður opnuð nú um helgina i kjallara Norræna hússins og mun standa frain til 7. febrúar. „Það er i scnn sjálfsagt að sýningar heiti eitthvað”, sagði Egill, er við hittum hann að máli, ,,og um leið fiimst mér hálffárán- lcgt og ástæðulaust að vera að láta sýningar bcra nöfn. Nafnið merkir þannig ckkert sérstakt, bara þaðscm þér sjálfum dettur i hug”. Egill sýnir að þessu sinni 67 teikningar. Teikningar — það er kannski ögn villandi orð, þvi hann notar margvislega tækni, og hef- ur farið báli og brandi um dag- blöð liðsins árs og þrykktblöðum hvers vinnudags niður i pastel — „Éghef ekki séð þetta áður, þótt allir kunni eflaust að búa til þrykkimyndir — en þetta hefur verið spennandi starf i tengslurh við dagblöðin. Ég hef m.a. kom- ist að þvi' að blöðin eru misjöfn að gæðum. Það fer ekki milli mála að Morgunblaðið er langbest — ef miðað er við prentsvertuna og reyndar best að taka það skýrt fram. Myndefnið er þannig mikið úr dagblöðunum og með þvi móti hef ég soldið verið að skrá núti'masögu — sögu liðins árs — skoðaða i' persónulegu ljósi. Það er ótrúlegt hve miklar andstæður birtast i einu dagblaði. Mér finnst eiginlega að eitt dagblað minni svoli'tið á sjálfan mig. Það er nýtt og volgt á morgnana, ónýtt og engum til gagns um kvöldið.” Sýning Egils Eðvarðssonar mun standa frá 23. jan. til 7. febr. og reiknaði hann með að verði mynda yrði stillt i hóf-„engii, amatörprisar”, sagöi lista maðurinn. — GG Egill Eðvarðsson við vinnuborðið i vinnustofu sinni — „veröld dag- blaðanna fróðlegt viðfangs- efni...” Alþýðuleikhúsiö býður yngstu leikhúsgestunum: „Súrmjólk með sultu" - frumsýning nú um helgina „Súrmjólk með sultu ” heitir barnaleikrit sem Alþýðuleikhúsið frum- sýnir nú um helgina. Leikrit þetta er sænskt að ætterni, samið i samvinnu ieikhóps við Borgar- leikhúsið i Gautaborg fyrir nokkrum árum og ætlað börnum á forskólaaldri — reyndar börnum og fullorðnum á öllum aldri. Leikritið fjallar um „venju- iega fjölskyldu”, systkini og for- eldra þeirra og það sem upp á kemur á heimili þeirra. Leik- stjóri og undirleikari á sýning- unni er Thomas Ahrens en leik- endur eru Gunnar Rafn Guðmundsson, Margrét Ólafs- dóttir, Guðlaug Maria Bjarna- dóttir, Sigfús Már Pétursson. Það er „Pæld’í’ði” hópurinn sem hér er á feröinni en „Súrmjólk meö sultu” er þriðja verkefni þess hóps frá Alþýöuleikhúsinu, en verkefni hópsins miða öll aö þvi að skemmta börnum. Auk „Pældi’ði” hafa þau sett á sviö „Sterkari en Superman og nú er röðin komin aö allra yngstu leik- húsgestunum. Leikritiö er stutt og að loknum flutningi þess verð- ur börnunum leyft að koma að tjaldabaki og skoða sviðiö og all- an búnaðinn kringum sýninguna. —GG A ð þagga niður í pressunni Að þessu sinni ætla ég aö bregða mér út fyrir landstein- ana. Ástæðan er sú að á dögun- um kom ég höndum yfir skýrslu sem alþjóöleg samtök ritstjóra og útgefenda, 1P1, geia út á ári hverju um ástand tjáningar- frelsisins i heiminum. Þetta er klúbbur virðulegra og vest- rænna blaðakónga (Jónas Kristjánsson er félagi) og ber skýrslan öll merki þess. svipt öllum opinberum auglýs- ingum. Þannig mætti lengi telja. Á lndónesiu haia öryggis- sveitir hersins lekiö upp þann sið, þegar upp koma mál sem eru yfirvöldum viökvæm, að kalla á sinn fund ritstjóra allra blaðanna, gefa þeim upplýsing- ar „frá fyrstu hendi” um máliö og banna þeim svo að fjalla um það. 1 Bóliviu var blaðamaður einn Fjölmiðlun •ttir Þrös< Haraldsson 1 inngangi skýrslunnar segir að ástandið hafi viðast hvar versnað á árinuog að nú búi etv. 20 lönd við tjáningarírelsi, þótt oftast sé þaö ýmsum skilyrðum bundið. Skýrslan nær til 84 landa en er alls ekki tæmandi að sögn höfunda. Verst er ástandið vitaskuld þar sem herforingjar eru við völd og viröist sama hvar i álfu þeir eiga heima. I NATÓ-rikinu Tyrklandi lokuðu yfirvöld td. þremur stórum dagblöðum um lengri eða skemmri tima á ný- liðnu ári, yí'ir 20 blaöamenn voru handteknir og 7 þeirra dæmdir i yfir 30 ára fangelsi. Auk þess var hreinsað duglega til á rikisútvarpinu. Herforingjar beita annars ýmsum brögðum til að þagga niður i pressunni. í Argentinu hafa þeir mikiö hugmyndaflug. Þar „hverfa” blaðamenn og þeir sem ekki hljóta slík örlög kvarta sáran undan ströngum hömlum á fréttaflutningi og þeirri áráttu yfirvalda að stimpla hvaöeina sem „rikis- leyndarmál”. Þegar dagblaðiö La Prensa sýndi óhlýðni var það rekinn úr landi fyrir aö gagn- rýna eínahagssteínu stjórn- valda og skrifa vel um mann- réttindi. Þar hafa herloringj- arnirhorn i siðu róttækra blaða- manna og kalla þá „skriíborðs- skæruliða”. 1 rikjum þeim sem nefna sig við kommúnisma er yíirleitt i gildi sú regia að ílokkurinn og stofnanir sem hann heíur vel- þóknun á eru einráð á fjölmiöla- markaðnum. Alltaí eru ein- hverjir þó aö reyna að rjúfa ein- okunina. 1 Tékkóslóvakiu og Austur-Þýskalandi er það ka- þólska kirkjan og á báðum stöö- um gripu yfirvöld til aðgeröa á árinu gegn útgáfustarfsemi þeirra. 1 Tékkó var ljöldi blaöa- manna og presta handtekinn og má búast við miklum réttar- höldum. 1 Kina fengu unnendur tján- ingarfrelsisins þessa kveðju frá Dagblaði alþýðunnar: „Tján- ingarfrelsi þýðir ekki að menn geti einfaldlega sagt það sem þá langar til”. Þar i landi eru ýmis teikn á lofti um að yfirvöld ætli að herða eftirlitið, auk þess sem erlendum fréttariturum hefur veriðgerteriiðara að stunda sin störf. En blessuð lýðræöisrikin á Vesturlöndum haia heldur ekki hreint mjöl i pokanum. Á italiu og Spáni gerðu yíirvöld hrið að blaðamönnum undir yiirskyni baráttunnar gegn heíndar- verkamönnum. Á Spáni voru sett lög sem heimila stjórnvöld- um að stöðva útgáfu blaða sem „taka upp málstað” slikra afla. Biaðamenn túlka lögin þannig að þeim sé með öllu bannað að hafa aðra skoðun en yfirvöld á hermdarverkamönnum. Yfirvöld haia lika haft af- skipti af eignarhaldi á blöðum hins Vestræna heims i þvi skyni að sporna gegn einokun. Axel Springer var td. bannað að kaupa tiskublaöið Burda i Vest- ur-Þýskalandi, hann þótti nógu voldugur fyrir. Og á ttaliu hafa verið sett lög sem kveða á um að sami aðilinn eða fjármagnshóp- urinn megi ekki eiga meira en 20% af dagblöðum landsins. 1 Bandarikjunum hafa blöð haft hve greiðastan aðgang að aðgerðum og áformum yfir- valda, jafnvel þeim sem leynt eiga að fara, Það fékk Nixon að reyna. En Reagan ætlar ekki aö láta fara eins með sig. Hann reynir nú sem óðast að setja undir allan „leka” frá embætt- ismönnum sinum. Tvær stofnanir sem fara meö öryggismál þjóðarinnar, CIA og Þjóðaröryggisráðið, hafa fengið fyrirmæli um að hætta að gefa blaðamönnum upplýsingar og embættismönnum hefur verið hótað öllu illu ef þeir leka. Jafn- framt hefur stórlega verið dreg- ið úr opinberu upplýsinga- streymi til fjölmiðla á sviði ut- anrikis- og hermála. Og hvað getum við svo sem sagt sem ekki eigum einu sinni lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.