Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 22. janúar 1982 Greinasafn Jónasar Haralz Jónas H. Haralz: Velferöarrlki á villigötum, úrval greina frá áttunda áratugnum. Útg. Félag frjálshyggjumanna, Rvk. 1981. Ég hef um skeiö veriö tiltölu- lega ótryggur lesandi Morgun- blaösins, en þo reynt aö ldta ekki fara fram hjá mér greinar sem blaöiö hefur endrum og sinnum birt eftir Jónas banka- stjóra Haralz. Þær hafa, af blaöagreinum aö vera, boriö nokkuö sérstakan svip, þungar og efnismiklar, ritaöar frá sjónarhóli þess sérfræðings i efnahagsmálum sem Jónas var og er, en þó af fullum myndug- leik sem innleggg i stefnumótun Sjálfstæðisflokksins. Mér fannst fengur aö eiga von á greina- safni Jónasar dregnu saman i bók, þótt ég vissi þar varla annars von en Morgunblaös- greinanna. Nii er bókin komin, þrettán greinar og erindi frá árunum 1972-80 ásamt inngangi höf- undar, rúmar 150 siöur aö meginmáli. Forleggjari er Félag frjálshyggjumanna, sem hefur valiö bókinni iburðarlaus- an búning (lin spjöld, engar myndir) og kom henni lika út á heppilegum tima, i september, fyrir jólabókaflóð. Morgunblaðsgreinar reynast vera minnihluti bókarinnar. Meirihluti hennar er upphaf- lega ræöur og fyrirlestrar sem aö visuhafa öll birst áöur i blöö- um eöa bæklingum, tveir fyrir- lestrarnir þó aöeins á erlendum málum og hefur Jónas þýtt þá fyrir þessa útgáfu. Annar þeirra, Rikisvald og hagst jórn, er elsta greinin i bók- inni, fluttur á norrænni ráö- stefnu 1972. Eldra efni hefur Jónas ekki valið til birtingar, sjálfsagt af þvi'aö um þaö leyti voru viöhorf hans til hag- stjórnar að breytast svo gagn- gert — eins og hann gerir merkilega grein fyrir i inngangi — að eldri skrif hans hljóta að vera i ósamræmi viö boðskap þessarar bókar. En hún flytur einmitt mjög eindreginn og samstæöan boðskap um fáein atriöi sem höfundur kemur aö aftur og aftur: aö þvi leyti er bókin fastmótuö heild þótt kaflarnir séu samdir á átta ára timabiliog af margvislegum til- efnum. 1 fyrrnefdnum elsta kafla er Jónas — fyrir oliukreppu — orö- inn svartsýnn á hagþróun Vesturlanda, telur efnahags- örðugleikana um 1970 ekki aö- eins timabundna heldur séu þær forsendur aö bresta sem um 20 ára skeið höföu gert iönrikj- unum kleift aö lifa áfallalitlu efnahagsh'fi við hraövaxandi framleiöslu. Hann ræöir þær þröngu skoröur, aöallega póli- tiskar, sem opinberri hagstjórn séu settar, og byst ekki við aö hún hrökkvi langt til að tryggja jafnvægi og framfarir. Þetta efni er nánar og mjög skipulega útfært i fyrsta kafla bókarinnar, en hann er erindi sem Jónas hélt á fundum Sjálf- stæðismanna skömmu eftir norrænu ráöstefnuna, einmitt um það leytisem fyrst fór veru- lega aö bera á honum sem flokksmanni og jafnvel for- ingjaefni i stjórnmálum. Jónas hefur áhyggjur af vaxandi stjórnmálaágreiningi, og um leið vaxandi togstreitu um efna- hagsleg markmiö, vaxandi rikisumsvifum og rikisafskipt- um. Aö nokkru leyti kennir hann um pólitiskum hugarfars- breytingum, en sumpart atriö- um úr hinni eldri stefnu — eins og sivaxandi velferöarútgjöld- um — sem hlotiö hafi að enda i ógöngum. Jónas er hér meö einkar athyglisveröa og skýra túlkun á stóru dráttunum i sögu vestræns samfélags eftir striö, sem ekki veröur rakin aö gagni i stuttum ritdómi. En þaö er ein- kennandi fyrir þessa bók, einnig margar yngri greinarnar, að Jónas hugsar um Vesturlönd i heild, myndar sér skoöanir um þróun þeirra og ástand, og sér svo islensk málefni iþviljósi. Sú nálgun er kannski ekki sú eina rétta.en óneitanlega mjög fróö- leg eins og hér er á haldið. Næsta grein i aldursröö er Uka ræöa af flokksvettvangi, nokkuö heföbundin vörn fyrir frjálshyggju I efnahagsmálum. Wi "tíókmenntir eftir Helga Skúla Kjartansson og Sólrúnu B. Jensdóttur . \ ^ . . \ , - Jl helgarpósturinn____ Jónas Haralz — greinar hans bera fram ákveöinn og rök- studdan boöskap sem fróölegt er aö kynna sér, iika fyrir þá sem á endanum staönæmast viö aörar niöurstööur en hann, segir Helgi Skúli m.a. f umsögn sinni. Þá eru fjórar greinar og erindi frá árunum 1976-78 þar sem Jónas fjallar nánar um ein stiSt atriöi: gildi hagvaxtar: skaösemi óhóflegra rikisaf- skipta: illar afleiöingar þess aö setja markiö of hátt á of mörg- um sviðum i senn, einkum ef beita eigi stjórnmálum og rikis- valdi til aö keppa aö öllum markmiðunum. Þá er skipaö saman fimm köflum frá 1979, sem eru innlegg i stjórnmálaumræöu liöandi stundar — hér koma Morgun- blaösgreinarnar góöu — og vörn fyrir hina galvösku frjálshyggju sem Sjálfstæöisflokkurinn var þá aö tileinka sér. Jónas má lik- lega telja meöal aöalhöfunda þeirrar stefnu, en varnir hans eru málefnalegar, og þegar kemur að leiftursókninni i kosningabaráttunni siðla árs, þá er vörn J ónasar alls ekki laus viö efasemdir. Þær efasemdir koma skýrar fram i yngsta bókarkaflanum. Hann er, eins og hinn elsti, erindi samiö handa útlendum hagfræöingum, en um miklu þrengra efni, veröbólgu á Islandi. Þar telur Jónas von- laust að ná veröbóglunni mikið niöur i bili af þvi aö um það ná- ist ekki nauösynleg samstaöa, heldur veröi um sinn aö búa viö hana og reyna aö verjast afleiö- ingum hennar, einkum að láta hana ekki stööva hagvöxt. Þarna er Jónas dálltið aö skipta um skoðun, en annars er hann mjög skoðanafastur i þessari bók, og rökfastur má bæta viö. Grunnskoðun hans er ekta i- haldssemi, reist á svartsýni. Þaö er svo mörg viöleitni sem hann telur sig sjá i gegnum, aö hún stoði ekki, leiöi i ógöngur. Gegnumgangandihugtaker agi sem Jónasi finnst orðiö of litið af I pólitik. Þaö liggur viö aö hann sé feginn sérhverjum skoröum sem knýja hagstjórnendur til sjálfsaga, jafnvel hreinni hag- fræöilegri meinloku eins og trúnniá hallalaus fjárlög. Fljót- andi gengi er hann hræddur viö vegna agaleysis i hagstjórninni, og af sömu ástæöum er hann ekkert hrifinn af þvi hve auðvelt hefur um skeib veriö fyrir Island aö slá lán erlendis. Það er fengur að þvi að fá greinum og ræöum Jónasar Haralz safnað svona saman i eina bók, þvl aö þær styðja hver aöra, bera fram ákveöinn og rökstuddan boöskap sem fróðlegt er aö kynna sér, lika fyrir þá sem á endanum staö- næmast viö aörar niöurstööur en Jónas. Ætli þaö sé ekki ein- mitt eitt af þvi sem stuölar aö aga i pólitik aö eiga svona skil- merkilega andstæöinga? Fallegar fróðleiksbækur Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson: Landið þitt H-K (288 bls.) örn og örlygur 1981 og Giis Guðmundsson: Togaraöidin, 1. bindi (224 bls.) Örn og örlygur 1981. Bækurnar tvær, sem hér verður fjallaö um og út komu fyrir jól eiga þaö sameiginlegt aö vera fallegar og fróðlegar. Landið þitt prýöir fjöldi glæsi- legra litmynda, sem njóta sin vel á góöum pappir og hefur prentun þeirra tekist meö ágæt- um. Sama má segja um myndir I Togaraöldinni.en eins og gefur að skilja eru þær flestar svart-hvitar enda frá þvi fyrir og um aldamót. 1 bókinni finnst varla myndlaus siöa og er upp- setning hennar mjög smekkleg. Margar myndanna eru áöur óbirtar og hinar forvitnilegustu. Mest koma á óvart teikningar breskra sjómanna af kennileit- um á Islandsströnd. Þaö er óþarfi aö kynna Landiö þitti löngu máli, þar sem hér er um aö ræða annað bindi verks- ins. Hiö fyrra kom út 1980.1 nýja bindinu eru gerö skil bæjum og stööum, sem eiga upphafsstaf- ina h;k og taka h-in stærstan hluta bókarinnar eöa tæpar 200 bls. Þetta uppsláttarrit er mjög aðgengilegt og aö sjálfsögöu hiö gagnlegasta bæði heima og á ferbalögum. Staöalýsingar eru skýrar og skilmerkilegar og viða fylgir sögulegur fróöleikur, sem líklegt er aö veki áhuga les' enda á aö fræöast enn meira. Helstu sögustööum eru gerö itarleg skil og má t.d. nefna Hóla i Hjaltadal. Þar er birt biskupatal meö æviágripum þeirra frægustu og byggingar- saga Hóladómkirkju, drepið er á sögu prentverksins og loks sagt frá bændaskólanum meö skólastjóratali. Kaflinn um Hóla prýöa margar fagrar myndir. Þar sem gagnsemi verksins fyrir feröalanginn er augljós, orkar nokkuö tvimælis hvort þvi sé skipt eins og best veröur á kosið. Augljóst virðíst, aö a.m.k. tvö bindi eru ókomin. Væri verkið óneitanlega þægi- legri förunautur, ef skipt væri eftir landsfjóröungum. Meö þvi móti þyrfti aöeins að hafa eitt hefti uppi viö I senn. Landið þitter hiö glæsilegasta rit og ber gott vitni höfundunum Þorsteini heitnum Jósepssyni og Steindóri Steindórssyni. Hvert nýtt bindi verksins er til- hlökkunarefni. Togaraöidin er einnig hluti stærra verks, og fjallar þetta fyrsta bindi um timabilið frá þvi að Bretar hófu togveiðar hér viö land um 1890 og fram um 1905. Ekki kemur fram i bókinni hve nálægt nútimanum höfundur- inn, Gils Guömundsson, hugsar sér aö fara. Þetta bindi ber und- irtitilinn Stórveldismenn og kot- karlar og bendir til deilna Is- lendinga viö Breta, fyrst og fremst sjötta þorskastriösins 1896—97. Sem kunnugt er, hefur Gils Guömundsson skrifað mikiö rit um Skútuöldina og má lita á Togaraöidina sem nokkurs kon- ar framhald af þvl, eins og Gils víkur aö i formála. Hér segir frá þvl, er Islendingar vakna af aldalöngum Þyrnirósarsvefni viö þaö aö gufuaflið er komið „upp I kálgaröa” þeim aö óvör- um, þótt ein og hálf öld sé liöin frá þvi aö tæknibylting hófst i Evrópu. Fyrstu viöbrögö Is- lendinga einkenndust af ótta og reiöi, sem vonlegt var. Vildu þeir allt til vinna aö koma vá- gestunum, botnvörpungunum, burt. Menn fjandsköpuðust ekki aöeins gegn erlendum botn- vörpungum heldur islenskri togaraútgerö eins og ljóst er af eftirfarandi frásögn Gils, sem segir að hugmyndir um aö Is- lendingar hæfu togaraútgerb sjálfir hafi átt visan fjandskap margra, „sem töldu botnvörp- unga aðeins tortimendur og eyöendur, ægilegt böl, likt og eldgos eða drepsótt.” (bls. 102). 1 fyrstu virðist Einar Bene- diktsson skáld hafa veriö eini maðurinn, sem sá aöra leiö and- spænis nútimanum en flótta. Hann hvatti m.a. til þess, aö botnvörpungar I eigu Islendinga fengju leyfi til veiöa innan land- helgi til eflingar útgerö lands- manna. Þegar umræöur hófust á alþingi um, aö Islendingar tækju þessi stórvirku atvinnu- tæki I sina þjónustu, féll flestum þingskörungum landsins ketill 1 eld. Þeim virtist eini útvegur Is- lendinga til þess aö ná sneið af togarakökunni vera aö gerast „leppar” fyrir útlendinga, en þaö þótti ekki sæmandi. Voru þvi margir þingmenn, sem af fór framfaraorö og vildu efla frelsi og sjálfstæöi þjóöarinnar, t.d. Skúli Thoroddsen og Valtýr Guðmundsson, eindregiö á móti þvi, aö tslendingar reyndu sjálf- ir aö eignast togara. Þeir óttuö- ust framtib fiskimiöanna og var eins og þeir teldu hættunni bægt frá fengju Islendingar ekki leyfi til aö leggja afla hér á land fremur en útlendingar, en óskýrt er, hvernig þeir ætluöu aö reka Breta af miöunum utan landhelgi. Meö naumum meirihluta á alþingi 1897 leyföist botnvörp- ungum, sem geröir voru út frá tslandi, aö leggja hér upp afla sinn. Gils Guömundsson fjallar um fyrstu tilraunir I þessa átt. Út- lendingar stóö aö þeim öllum, stundum ásamt Islendingum og er saga þeirra hin mesta hörm- ungasaga. Hver mistökin ráku önnur. Bretar högnuðust á sinni útgerö, en öll fyrirtækin sem reynt var aö koma á fót til tog- Steindór Steindórsson — hvert nýtt bindi af Landið þitt er til- hlökkunarefni. veiöa héðan á slðustu árum 19. aldar fóru annaö hvort út um þúfur áöur en framkvæmdir hófust eða uröu gjaldþrota. I frásögn Gils Guömundssonar af þessum tilraunum kemur hvaö mest á óvart, aö sjá skáldið og sósialistann Þorstein Erlings- son I hlutverki atvinnurekand- ans og útgeröarmannsins. Gils gerir góö skil viöureign tslendinga og danskrar land- helgisgæslu viö breska land- helgisbrjóta. Hrikalegust er frásögnin af þvi, þegar Bretar horföu á þrjá menn drukkna á Dýrafirði 1899 og viö lá, aö þrir aörir, sem voru meö I förinni að togaranum, hlytu sömu örlög, meðal þeirra sýslumaöur Isfirö- inga, Hannes Hafstein. Þótt mikiö sé fjallað um landhelgis- brot Breta og yfirgang, er ekki nefndur samningur Dana við Breta 1901 um þriggja milna landhelgi viö tsland til 50 ára, en liklega má vænta frásagnar af honum i næsta bindi. Togaraöldin er nokkuö sund- urlaus á köflum og ber þess merki aö mest er stuöst að blaðagreinar og mikill hluti textans settur saman úr beinum tilvitnunum i blöö og timarit. Heimildagildi ritsins gæti verið mun meira, ef þaö væri gert aö Gils Guðmundsson — heim- iidargildi Togaraaldarinnar gæti verið mun meira. almennri reglu aö visa til heim- ilda, en hvorki er i þvi tilvisana- skrá né heimildaskrá. Sumstaðar er unnt aö átta sig á hvaðan höfundur hefur fróö- leik sinn, þ.e. þar sem hann vitnar I blöö og timarit meö dagsetningum og ártölum, en þvi miöur er misbrestur á þessu. Einnig má rekja þaö, sem tekið er út Alþingistiðind- um án teljandi fyrirhafnar. Stundum er hins vegar visaö i blöö án dagsetningar og jafnvel ártals og i álit ótilgreindra fræöimanna. (bls. 47) og sam- timafrásögn án nánari skil- greiningar (bls. 68). Eru slikar tilvisanir ljóslega gagnslausar. Enginn getur fundiö frumheim- ildirnar, þótt lifið liggi viö. 1 for- mála segist höfundur hafa átt viötöl við brautryöjendur á sviöi togveiða og útgeröar en óljóst er af textanum hver hluti hans er þannig fenginn og þá frá hvaöa mönnum og er þaö skaöi. Skipt- ing bókarinnar I kafla viröist nokkuö handahófskennd og ráö- ast jafnvel fremur af uppseth- ingunni en efninu. Þrátt fyrir ofangreind gagn- rýnisatriöi er bókin læsileg og fróðleg og á köflum hreinn skemmtilestur. —SJ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.