Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 8
pústurinnu Blað um þjóðmál/ listir og menningarmál. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrímur Gestsson. utlít: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsia að Hverfisgötu 8 - 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Áskrifatarverð á mánuði kr. 30. Lausasöluverð kr. 10.- Klepps- vinna fjár- málasér- fræðinga Fjármál islenska rikisins hafa veriö rædd frá mörgum sjónar- hornum undanfarin ár og á stund- um hafa sprottið upp spámenn, sem þóst hafa kunna ráð gegn veröbóigu. Baráttan við verð- bólguna hefur reyndar og verður eflaust um ófyrirsjáanlega fram- tið, helsta markmið ríkisstjórna. Verðbólgutal virðist ekki leng- ur heista umræöuefni manna á meðal. Almenningur hefur fengið nóg af vangaveltum um stöðu efnahagsmála og þróun verð- bólgunnar, trúir þvi ekki, að stjórnmálamenn hafi vilja til að gera átak í efnahagsmálum, trcystir þeimekki til að fá nokkru breytt né neinu ráðiö. Helgarpósturinn beinir i dag at- hyglinni aö fjármálum þjóöarinn- ar, annars vegar með viðtali við fjármálaráðherra, Ragnar Arn- aids og hinsvegar kom óiafur Daviðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar i yfirheyrslu og svaraði mörgu um fiskverð og verðbólgu. Stjórnmálamenn og sérfræð- ingar i efnahagsmálum, láta það náttúrlega ekki um sig spyrjast, að þeir hafi látið deigan siga i striðinu við að koma efnahags- málum landsmanna i þolanlegt skikk. Keyndar gefur forstjóri Þjóðhagsstofnunar landsmönn- um engar vonir um að verðbólgan sveigist niður á viö á næstunni, og er reyndar bágt að sjá neinar fær- ar leiöir í átt tii stöðugs gengis við óbreytt ástand I pólitik. Við verð- um vist að láta okkur hafa það, islendingar, að kljást áfram við skrikkjótta efnahagsþróun, margflokkakerfi og sambræðslu- stjórnir, sem á stundum miðar skammt i hinni fióknu verðbóigu- glimu — sem reyndar hlýtur að vera orðin rútina hjá þeim sem i viglinunni berjast. i öllu taii um efnahagsmál, lendir umræðan fijótt i kaldhæðn- islegum athugasemdum um hina árvökulu stjórnmáiamenn sem stöðugt þenja sig um verðbólg- una, en hafa i raun engin tök á að losna úr þeirri kleppsvinnu sem hinar samhangandi aðgeröir til aö sporna við verðbóigunni eru orðnar. i efnahagsmáiapólitik rekast hagsmunir þjóðféiagshópa svo rækilega á, að ekki er um að ræða annað en stöðuga málamiðl- un, stöðugar skammtimaaðgerð- ir, sem siðan ieiða aftur af sér aukna verðbólgu. Allur almenn- ingur hallast að þvi að gieyma þessu dæmi, greiðir nauðsynja- vörur meö æ fleiri krónum og ger- ir sér illa grein fyrir raunveru- legu kostnaðarverði þeirra. Það lafir meöan ég iifi, sagöi hinn franski Lúðvik, og þau orð eru sjálfsagt oft ofariega í hugum þeirra sem hafa atvinnu af vangaveltum um efnahagsmál íslendinga. Allir í verkfall? Heldur gerist nú þröngt i búi hjá smáfuglunum hér vestra, þvi fólki sem ber úr býtum þrjátiukrónur og þrjátiuaura á timann, svo vitnað sé til upplýsinga verkakonunnar sem út- varpið talaði við um dag- inn. Frystihúsafólk á Vest- fjörðum hefur flest hvaö ekki séð krónu siðan það fékk útborgaö þann 14. jan- úar, utan einhverja lús i at- vinnuleysisbætur og varla það, þvi ekki er fariö að borga bætur þegar þetta er sett á pappirinn 19. janúar. Þvi fór ekki hjá þvi, aö manni hnykkti við að heyra haft eftir forseta þeirra iaunamanna á Vestfjörðum Pétri Sigurössyni, að fólk hér væri oröiö langþreytt á að fá ekki kjarabætur, og tiltölulega auðveldar gagn- stætt þvi sem gerist I jaðar- byggðum — og á við sauöfé. Þess vegna er gott til þess að vita, að verkalýössam- tökin búa við trausta og tápmikla stjórn, sem er þessa dagana að búa sig undir nýtt hlutverk i allri verkalýössögunni. Þaö er ekki bara að sagan endur- taki sig, eins og að framan segir, heldur standa nú yfir timamót, hvorki meira né minna. Eins og kunnugt er gerði Alþýðusamband Vestfjarða för á hendur forsætisráðherra nú fyrir jólin og krafðist umbóta fyrir sina hönd og annarra launþega á Vestfjörðum og án tillits til þess, hvort þeir sök sér, en hungraði og þyrsti eftir þvi að fara i. verkfall. Fara I almenni- lega skrúfu eins og þaö hét I gamla daga. Svo segja menn aö sagan endurtaki sig ekki. Eins og viðar lifir fé- lagsleg deyfð góðu lifi á Vestfjörðum og auðvelt fyrir fámennisklikur að koma málum sinum fram og smalamennskur á fundi voru innan vébanda A.S.V. eða ekki, svo og fyrir hönd annars landslýös sem hokrar að oliufýringum. Það var haft A oröi, aö dr. Gunnar Thorö^dsen hefði tekiö á móti þessum mönn- um allfeginsamlega, enda voru þeir staðfesting þess, að enn býr í landinu heiðar- legt, vinnusamt og fórnfúst fólk, sem eitthvað vildi leggja i sölurnar fyrir ná- unga sinn. Aldrei kom það Fösfudagur 22. janúar 1982 bolrjr^rpnezfi irinrf fram, fyrir jól, að Alþýðu- samband Vestfjarða ætti i deilum við vinnukaupend- ur, enda fylgdu heillaóskir þeirra sendinefndinni þeg- ar hún hélt suður og ekki nóg með það, forystumaður þeirra, Jón Páll Haildors- son var sendimönnum Al- þýðusambandsins til full- tingis, þegar gengið var á fund ráðherra, hvort sem hann var þar i hlutverki hirðsiðameistara eöa sam- úðarmanns, það látum vér koma i hlut söguskýrenda þeirra, sem koma til með að rýna i verkalýössöguna , þegar þar að kemur. E n fyrir þvi var á það minnst hér að framan, að sagan endurtæki sig, að löngum þóttu vestfirskir forystumenn verkalýðsins harðir i horn aö taka og höfðu einatt forgöngu um réttindabætur, en all mörg hin síðari ár hefur þótt bera á nokkurri tækifæris- mennsku i verkalyðsmál- um, jafnvel svo rammt að kveðið, aö Alþýðusamband Vestfjarða ryfi samstöðuna einsog þaö er kallað, og gengi til samninga við vinnukaupendur en slikt geröist einmitt 1977 og saup launafólk seyöiö af þvi i nokkra mánuði, eða þar til vinnuveitendum fannst þaö svona hinsegin aö borga sinu fólki minna en annars staðar var gert i landinu. Þá hefur einn staöur á jaröarkúlunni skorið sig mjög úr með það, að menn gerðu skrúfur svona i seinni tið; það er Bolungar- vik. Var það eini staöurinn sem ekki sagði fólki upp núna um daginn þ.e.a.s. hinu fastráðna verkafólki. Liklega hafa þeir Guð- finnssonu ekki viljaö láta þaö spurjast um sig, að þeir segðu sinu fastráöna fólki upp fyrir nokkurra daga stopp. En upp skal á kjöl klifa og batnandi manni er best að lifa og betra er seint en aldrei; vestfirskir verkalýðsleiðtogar kosta nú hug sinn að heröa, og ætla að koma i veg fyrir, að samningsréttinum verði útrýmt á Islandi eins og þeir orða þaö sjálfir auk þess sem þeir standa I að- stöðustriði einir dreifbýlis- leiðtoga i verkalýðshreyf- ingunni. Við fylgjumst með hvernig þeir spjara sig, og óskandi að aðrir fylgi for- dæminu, svo aðstöðumun verði útrýmt fyrir fullt og fast i lýðveldinu. Kikirinn á blinda auganu Aö íslendingar séu menningarþjóð fer vist ekki miili mála. Hvort sem hlustaö er á tyllidagsræður landsfeðranna eða gluggað iskýrslur um bókakaup og aðsókn að leiksýningum, tónleikum og myndlistar- sýningum, þd liggur sú staðreynd öllum heil- skyggnum mönnum i augum uppi, aö óviöa ef nokkurstaðar á byggöu bóli er æðri menning i meiri há- vegum höfð en á Fróni, og er þá að sjálfsögðu miðaö við hina heimsfrægu höfða- tölu. Nú má ganga útfrá þvi sem visu, enda liggur það i hlutarins eðli, að fjöl- miðlar spegli það ástand sem rikir i þjóðfélaginu, bæði með daglegum frétta- flutningi og annarri um- fjöllun um þau mál sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Þannig er alls ekki óraunsætt að gera ráð fyrir þvi, að hinn umfangsmikli menningaráhugi lands- manna speglist i’ skuggsjá fjölmiölanna, blaða, út- varps og sjónvarps, enda verður naumast undan þvi kvartað að ekki sé rækilega um sumaþætti menningar- lifsins fjallaö. Um leik- sýningar er ýtarlega fjallað i öilum fjölmiðlum nema sjónvarpi og svipaða sögu er að segja um bók- menntir, þó þær séu settar skör lægra en Ieiklistin. Tónlistog myndlist virðast eiga erfiðara uppdráttar, en þó munu flest blöðin hafa fastráðna menn til að skrifa um tónleika og myndlistarsýningar. Segja má að sjónvarpiö eitt hafi staðið sig slælega á þessum vettvangi, þó reynt hafi verið af mjög veikum burðum að koma umfjöllun um menningarmál inni dagskrána i hinum strjálu Vöku-þáttum, og verður ekki annaö sagt en iþróttir standi hug og hjarta sjón- varpsmanna miklu nær en menningarmálin — og má raunar tilsanns vegarfæra um fleiri fjölmiðla. Þó hniga engin rök i' þá átt að landsmenn almennt hafi meiri áhuga á iþróttum en menningarmálum, og er þar skemmst að minnast hlustendakönnunar sem Rikisútvarpið lét gera fyrir nokkrum árum og leiddi i ljós að iþróttaþættir voru meðal þess efnis sem minnstum vinsældum átti að fagna i' sjónvarpi og Ut- varpi. Þaö viröist bara vera orðin hefð að iþrótt- irnar skulidrottna yfirfjöl- miðlunum, enda ólikt fyrir- hafnarminna að rekja langa lista af tölum yfir sekúndur, sentimetra og markafjölda, flestum les- endum og hlustendum til óblandinna leiðinda, helduren fjalla á marktæk- an og örvandi eða ögrandi hátt um hræringar i and- legu lifi þjóðarinnar. Nú ber ekki að skilja þessi orð svo, að ég sé i sjálfu sér andvigur iþróttum. öðru nær. Þær eru góðar og þarflegar til sins brúks, enda hef ég stundað þær mér til likam- legrar og jafnvel andlegrar hressingar. Mér er hins- vegar fyrirmunað að skilja hvaöa erindi allar þessar andlausu romsur um kapp- leiki og metafargan eiga við almenna neytendur fjölmiðla. Nóg um það. Ekki ætla ég mér þá dul að breyta gróinni hefð sem visast á sinar dýpstu rætur i and- legu sleni og ýtir undir þá alkunnu áráttu mann- kindarinnar að hliðra sér hjá erfiðum viðfangsefnum einsog til dæmis þvi að þjálfa hugann og beita hugsuninni til fijórra and- legs lifs. Þá áráttu hafa ýtnir og heimtufrekir for- kólfar Iþróttahreyfingar- innar hagnýtt sér til hins ýtrasta meðan þeir voru að koma sinni þunglamalegu ár fyrir borð i fjölmiðl- unum. etta pex hér og nú stafar ekki af þvi að fjöl- miölarnir hafi sett neitt verulega ofan að undan- fórnu nema kannski aö einu ieyti: Soraskrif Svart- höfða um langan aldur, full af meinfýsi, dylgjum og sjúklegri vanmetakennd, eru farin að smitautfrá sér og gætu hæglega með tið og tima dregið blöðin niðrá þaö eymdarinnar plan sem Mánudagsblaöið var eítt um hér á árum áður. Nei, taugatitringur minn á sér miklu nærtækara til- efni. Ég gerði mér til dundurs um áramótin að renna augum yfir innlenda fréttaannála liðins árs I tveimur dagbiöðum, Dag- blaöinu & Visi og Tim- anum, og komst að þeirri raunaíegu niðurstöðu að þeir blaöamenn sem hlut áttu að máli (það var all- stór hópur) höfðu af ein- hverjum óljósum orsökum sneitt hjá nálega öllum þeim tiðindum sem á ein- hvem hátt tengdust menn- ingarmálum og fékk maður ekki varist að rifja upp söguna um Nelson, kikinn og blinda augað. Að visu rausnaðist Dagblaðið & Vi'sir til að geta um það að Snorra Hjartarsyni voru veitt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sem var tvimælalaust meðal merk- ustu viðburða ársins, en hvorki Timinn né heldur sjónvarpið sá ástæðu til að geta um það i sinum annáium. Dagblaðið hefur á undanförnum þremur árum staðiöað menningar- verðlaunum i öllum list- greinum, sem vissulega sæta tiðindum þareð engin önnur árleg verölaun eru veitt hérlendis fyrir afrek á menningarsviöinu. Dag- blaðið & Visir sá ekki ástæðu tilað geta um þetta framtak og þennan merka menningarviöburð i sinum annáli, og þá var kannski varla von að Timinn eða sjónvarpiö sæju ástæðu til þess. Og þó! Þarf menn- ingarblindan endilega að vera svona bráösmitandi? A liðnu vori var i fyrsta sinn haldiö hér myndlistar- þing sem öll félög mynd- listarmanna stóðu að, enda var þingið fjöisótt og stör- merkur menningarvið- burður þarsem meðal annars var fjallað um kjör islenskra myndl is tar- manna og lagður grunnur að sameiningu myndlistar- félaganna og þarmeð allra hérlendra myndlistar- manna i eitt allsherjar myndlistarsamband. Hvergi sá þess stað i annálum ársins um áramót að svo merkilegt skref hefði verið stigið i menn- ingarmálum. r Eg skal ekki rekja fleiri dæmi, þó af nógu sé að taka i öllum greinum lista ,en hlýtaö undrast þaö fréttamat sem fram kom i annálum Timans, Dag- blaðsins & Vi'sis og sjón- varpsins — ekki vegna þess að tveir siðastnefndir við- burðir hafi verið heims- sögulegir, heldur vegna hins að það sem ástæða þótti til aö tina saman i nefndum annálum var af því tagi, að maður gripur sjálfan sig ósjálfrátt i þeirri skelfilegu hugsun, sem ekki má nefna i húsum siðaðra manna, aö blessaðir blaöamennimir séu ekki lengur með á þeim nótum að almennur áhugi íslendinga á menningar- málum er með ólíkindum og á sér ekki hliðstæðu með öðrum þjóðum, og kynni hér að vera einn angi þeirra skaðvænu áhrifa sem Svarthöfði hefur haft á blásaklausa kollega sina i fj öl m iðla hei m inu m. SAM Birgir Sigurðsson- Heimir Pálsson —Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald- vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Sig- urður A. Magnússon. Hringborðið cteg skrifar Sigurður A. AAagnússon

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.