Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 11
neigarposTurmn Föstudagur 22. janúar 1982 J J íunrn Þörf fyrir svona staðv segir Vernharður Linnet um væntanlegan djassklúbb í Djúpinu „Við höfum lengi verið að leita að húsnæði undir djassklúbb- starfsemi. Þar sem þcir i Djúpinu eru að hætta mcð galleriið gerðu þeir okkur tilboð um að sjá þar um rekstur á djassklúbbi. Við féllumst á það, ef þeir stækkuðu húsnæðið og endurbættu, þannig að hægt yrði að fá leyfi til að hafa opið til eitt eða tvö, þvi það hefur verið einn helsti ókosturinn, að þcgar loksins allt er komið i gang klukkan hálf tólf, cr lokað. Þann- ig að tónlistin stoppar alltaf i há- marki.” Þetta sagði Vernharður Linnet, formaður Jazzvakningar, þegar hann var spurður um væntanleg- an djassklúbb i Djúpinu við Hafnarstræti. Vernharður sagði, að eigendur húsnæðisins myndu sjá um hina likamlegu hlið rekstursins, þ.e. veitingarnar, en Jazzvakning sæi um hljómsveitirnar og hina and- legu hlið. Enauk djassins, verður boðið upp á blues. „Við stefnum að þvi að opna -fyrstu helgina i mars og að fá ein- hvern stórblásara frá swing- timanum til að koma hingað, en það eru ekki komnir neinir samningar enn”, sagði Vernharð- ur ennfremur. Klúbburinn verður svo opinn fimmtudaga, föstudaga og laugardaga til aö byrja með. — Er grundvöllur fyrir að reka djassklúbb með þetta tiðum tón- leikum? ,,D jassklúbburinn fúnkerar lika sem restaurasjón, eins og alls staðar i heiminum. Þetta er litill staður, tekur aldreimeira en hundrað manns, ef allt ér troðið, þannig að ég sé ekki, að það sé of mikið. Hér hafa verið tvö, þrjú kvöld i viku.” — Hvernig verður tónlistinni háttað? „Við munum reyna að hafa fjölbreytni þessi þrjú kvöld, að það sé ekki sama hljómsveitin, nemaþað séu erlendir gestir. Við munum fá sem flestar islenskar hljómsveitir til að spila, og þá að þeir æfi upp prógrömm, en komi ekki bara og djammi. Auk þess munum við fá erlenda sólista. Þarna kemur grundvöllur fyrir erlenda einleikara að spila með Islendingum. Við höfum ekki haft neinn stað til að bjóða þeim uppá”, og sagði Vernharður, að reynt yrði að fá erlenda spilara öðru hvoru. Breytingarnar, sem gerðar verða á húsnæðinu eru þær, að það verður stækkað aðeins, og ef vel gengur er möguleiki á að stækka meira si"ðar. Þá verður komið fyrir tunnuborðum og bekkjum meðfram veggjum. Gerður verður bar og smiðað litið svið fyrir hljóðfæraleikarana. „Færeyingar geta rekið djass- klúbb um helgar i Þórshöfn, af hver ju skyldum við ekki geta rek- ið slikan hér? Það hefur synt sig undanfarið, að það er þörf fyrir svona stað”, sagði Vernharður Linnet að lokum. ÞORR<NN: Einar og Jóhann við þorratrogin góðu og gömlu. Naust með tuttugu teg- undir af þorramat „Þetta er í 24. skiptið sem Naustið er með þorramat, og við byrjum á föstudagskvöld”, sagði Einar Árnason, yfirmatreiðslu- maður á Nausti,i samtali við Helgarpóstinn, en hann hefur haft allan veg og vanda að undirbún- ingi þorrans á þeim bæ, ásamt Jóhanni Bragasyni matreiðslu- manni. Þeir Naustsmenn bjóða upp á tuttugu tegundir af þorramat, og má þar finna hangikjöt, hrúts- punga, súran hval, lundabagga og annan klassiskan þorramat. Þá eru þeir með nýjungar, eins og selshreifa, laufabrauð og reyktan magál. Eins og áður segir hefst þorrinn hjá þeim á föstudag, og næstu fjórar vikur geta Reykvikingar snætt þorramatinn bæði i hádegi og á kvöldin. Hver skammtur kostar 215 krónur og geta menn fengið sér eins oft á diskinn og þeir vilja og hafa magarými til. Undirbúningur fyrir þorrann tekur sinn tima og var byrjað að verka matinn i lok september. „Við erum með sérstaka þorra- geymslu og við erum liklega þeir einu, sem berum matinn fram i sérstökum þorratrogum, sem eru frá þeim tima er viö byrjuðum á þessu”, sagði Einar. Þeir félagar, Einar og Johann, sögðu, að þorramaturinn væri alltaf jafn vinsæll, og reiknuðu þeir með um 1500 manns að þessu sinni. Gestir væru á öllum aldri, en mikið væri um að ungt fólk kæmi til að smakka. Hér á eftir fara myndir af nokkrum tegundum þorramatar, og sagt er stuttlega frá þvi hvernig hann er unninn. Hrútspungar: Þeir eru hreinsaðir vel og soðnir i saltvatni. Siðan eru þeir settir i hlaup og pressaðir undir fargi. Þá eru þeir settir i sérstaka Naustsýru og látnir súrna i fjóra mánuði. Selshreifar: Þeir eru sviðnir og skafnir, siöan soðnir og látnir liggja i súr. Bringukollar: Kjöt af framparti, soðið og sett i súr. Sviðatappir: Þær eru sviðnar og skafnar, soðnar og lagðar i súr. Nýi djassklúbburinn ætlar að fá erlenda sólista til að lcika með landan- um. Hér sjáum viö John Tchicai er hann lék i Djúpinu i fyrra. Þegar öil matvælin hafa legið i súri i tvo mánuði er skipt á þeim, en sýran er úr mysu og með sérstökum bætiefnum frá Naustsmönnum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.