Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 4
4 —helgarpósturinru NAFN: Ólafur Daviðsson. STARF: Forstjóri Þjóðhagsstofnunar. FÆDDUR: 4. ágúst 1942. FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur og á tvö börn. HEIMILI: Skólavörðustigur 18. BIFREIÐ: Land Rover árg. 72. ÁHUGAMÁL: Engin sérstök, fer stundum á skiði. „Verðbólgan er harður húsbóndi” Enn hasla stjórnvöld tandsins viö aö leggja fram „efnahagsmálapakka" og kunngera ráðstafanir i hinni erfiöu baráttu gegn veröbólgunni. Slíkar ráðstafanir, eða efnahagsstefna, viröist sjaldan geta orðið lil hér á landi, nema fiskverö hafi áöur veriö ákveöiö. Vegna veröbólgunnar er stööugt og aftur verið aö ákveöa verö á fiski og slikar veröákvaröanir geta — aftur vegna veröbóigunnar-aöeins gilt i mjög skamman tima. Nú oröiö hafa allar rikisstjórnir þaö aö meginmarkmiði sinu aö berja niöur veröbólgu, viöhalda kaupmætti og tryggja fulla atvinnu. Sumir hagfræöingar eru kannski þeirrar skoöunar, aö þetta þri- þætta markmið sé f sjálfu sér mótsagnakennt og muni eins og efnahagskerfi okkar virkar, aldrei takast mcð ncinu lagi. þjóöhagsstofnun er þaö tæki f kerfinu, sem margt og mikiö hlýtur að hafa að segja, þegar efnahagsstefna er mörkuö. Viö yfirheyrum þvi forstööumann hennar, ölaf Daviösson hagfræö- ing. Nú varst þú oddamaður i yfir- nefnd viö f iskvcrösákvörðun um daginn. t>aö var talaö um aö Steingrimur Hermannsson heföi tekiö fram fyrir hendurnar á þcr viö veröákvöröun. Siturðu eftir þcssa hrið mcð sárar til- finningar? Nei, þaðer alls ekki. Samstarf við Steingrim var mjög gott i þessari fiskverðsákvöröun. Það var mjög náið samband á milli og við töluðum saman oft á dag meðan á þessu stóö. Samstarfiö var i alla staði prýöilegt. Eru svona mikil afskipti ráð- herra af fiskverðsákvörðun eölileg að þinu mati? Nei, þau eru kannski ekki eðliieg — el' að kringumstæður okkar hér væru eðlilegar. Hins- vegar hefur það verið svo um mörg undaníarin ár, að rikis- stjórn,og þá fyrst og fremst sjávarútvegsráðherra, hafa orðið að hafa af þessum máium mikil afskipti — til þess að leysa málin. Þannig hefur það þvi miður verið. Hvaða haldbetri leið er til, til þess að ákveöa þctta þýðingar- mikla fiskverö? Það hefur enginn getað bent á aðra og þá betri leið til þess að ákvarða það. Ný leið er án efa vandfundin, þannig aö ég held að þaö sé kannski ekki spurn- ingin um að finna upp annað kerfi, heldur reyna að láta það kerfi sem við höfum vinna eins og til var ætlast i upphafi. Þaö er afskaplega erfitt, þegar við búum við svo mikla veröbólgu og þar af leiðandi sibreytilegt gengi. Ég held aö ein leið væri kannski sú, að rjúfa þau tengsl sem eru milli gengisskráningar og fiskverðsákvörðunar, reyna að losa tengslin milli þessara tveggja ákvarðana. Það gæti verið til bóta og gert þessa ákvörðun sjálfstæðari, en þaö er ekki vist að það takist. Hér áður I tíð fyrirrennara þins i forstjórastóli Þjóöhags- stofnunar, virtist Þjóöhags- stofnun vera meira og minna á kafi i mótun efnahagsúrræöa og þiö Þjóðhagsstofnunarmenn sátuö rikisstjórnarfundi — nú er komin upp sérstök efnahags- málanefnd og Þjóðhagsstofnun viröist vera úti i kuldanum viö mótun þeirra tillagna sem nú er veriö aö bræöa saman — hvernig stendur á þessu? Hver rikisstjórn hefur náttúr- lega sin vinnubrögð varðandi þaö hvernig hún mótar sina stefnu og hvernig hún vinnur aö sinum málum. Viö vinnum ýmislegt fyrir þessa rikisstjórn eins og aðrar rikisstjórnir og leggjum þeim sitthvað tii við undirbúning stefnumótunar eftir þvf sem viö erum beönir um að gera. En ég held, eftir þá miklu efnahagsmálaumræðu sem verið hefur hér undanfarin ár og umræöu um þau úrræöi sem koma til greina — það hafa nánast allir hugsanlegir kostir verið settir fram, — að núna sé þetta miklu frekar spurning um það, — fyrir hverja rikisstjórn — að ieita eftir pólitískri sam- stöðu um ákvef.nar aðgerðir. Það er eðlilegt að sú umræða fari fram innan rikisstjórnar- innar og þess trúnaðarmanna- hóps, sem hún velur til þessa. Núna er þetta svo mikið pólitísk umræða um það hvað eigi að gera. Er eðlilegt að hagsmuna- aðilar hér heima séu aö ákveöa verö á fiski án tillits til verðlags á erlendum mörkuðum? Nú er það reynt,innan mögu- íegra marka.að taka tillit til að- stæðna á erlendum markaði. Sem dæmi má nefna verðlags- ákvörðunina núna siðast, og reyndar fyrir ári lika. Fyrir ári blasti við, að markaðsstaða hinna þriggja útflutningsgreina; frystingar, söitunar og herslu var afskaplega misjöfn. Sá munur er eanþá fyrir hendi. Frystingin stendur m jög höllum fæti. En verð á saltfiski og skreið hefur verið gott og mark- aður góður og það hefur verið reynt að jafna þennan mun i fiskverðsákvörðuninni með þvi að hækka þann fisk sem fer einkum i söltun og herslu. Þannig reynir verölagsráðið að taka tillit til ólikra markaðsað- stæðna. En þetta er yfirskyggt af ástandinu hér, veröbólgunni og gengisbreytingum. Er Þjóðhagsstofnun ráð- gjafarstofnun óháö pólitlsku valdi eöa vinnur hún eftir pönt- unum ríkisstjórnarinnar? Þjóðhagsstofnun hefur skyld- um að gegna gagnvart Alþingi, rikisstjórn, aöilum vinnu,- markaöarins og almenningi. Hún vinnur ýmis verkefni fyrir rlkisstjórnina og Alþingi, en hún hefur lika þeim skyldum að gegna að birta, gefa út skýrslur um ástand og horfur i eróahags- málum og þær skýrslur eru al- gjörlega á ábyrgð Þjóðhags- stofnunar og ekki unnar-eftir pöntun frá einum hé/neinum. Hverju er hin ruglingslega hagstjórn á tslandi aö kenna? Eru islenskir hagfræöingar svona illa að sér — eða er ekkert farið aö ykkar ráöum? Það er nú það. Efnahags- þróunin á tslandi hefur verið skrykkjóttari heldur en i flestum öðrum löndum. Það er nú það sem einkennir okkar þjóðarbúskap — hvað þetta hefur gengið skrykkjótt, sveiflur verið miklar. Það er ólikt erfiöara að hafa einhvern hemil á sliku ástandi, heldur en þegar allt gengur nokkuö jafnt. En þau ráð sem hér eru til, eru i aðalatriðum þau sömu og gilda annars staðar — þau sem lesa má um i hagfræðinni. En hér rikir samspil sveiflukennds bú* skapar og svo þess stjórn- málaástands sem hér er. Við höfum búið við samsteypu- stjórnir, þ.e.a.s. okkar efna- hagsstjórn byggist á málamiöl- un. Og verðbólgan er harður húsbóndi, bæði fyrir hagfræð- inga og stjórnmálamenn, og henni viröast ekki hæfa neinar málamiðlanir. Til hvaöa bragðs tækiröu, ef þér væri falið aö berja verðbólg- una niöur? Það er út i hött að ætla sér að berja verðbólguna niður með valdi — ég myndi þvi hlaupa burt frá sliku verkefni. Viö búum i þvi þjóðfélagi sem við búum við og við verðum að eiga við verðbólguna i þvi sama þjóðfélagi. En hvaöa hugmyndir hafa hagfræöingar um aöferöir til að ráöa viö veröbólgu? Fyrst verðum við að gera okkur grein fyrir af hverju bú- um við við svona mikla verð- bólgu. Ástæðurnar geta verið margar—en núna, held ég að ástæða hinnar miklu verðbólgu núna sé mikil verðbólga i fyrra og áriö þar áður. Verðbólgan hefur búið um sig á þessum sið- ustu árum. Við höfum reynt ýmislegt til að draga úr henni, en þó aöallega til þess að draga úr áhrifum hennar. Visitölu- bindingdregur úr áhrifum verð- bólgu, en gerir jafnframt erfitt um vik að ráða við hana. Auð- vitað er einfaldast að segja að visitölubindingin skuli afnumin, en það er heldur engin lausn, nema við vissum hvað kæmi i staðinn. Við getum alls ekki gert ráð fyrir þvi, að verðbólgan myndi bara gufa upp, þótt visi- tölubindingin væri afnumin. Verðbólgan myndi þá bara leita i annan farveg. Þannig má benda á ýmis hagfræðileg ráð, en þau eru einskis virði nema þvi aðeins að þau gangi eftir, beri árangur. J Er veröbólgan aö einhverju leyti búin til af efnahagsstofn- unum þjóöfélagsins — vegna hagsmunaítaka stjórnmála- manna? Hún er ekki búin til þannig, en henni er kannski viðhaldið þannig, vegna þess að við erum alltaf, með öllum mögulegum ráðum, að reyna að koma i veg fyrir afleiðingar verðbólgunnar. Ef við tökum sem dæmi, að það má hugsa sér sem aðgerð gegn afleiðingu verðbólgu að draga sem mest úr útlánum bank- anna, og ef fyrirtæki lentu siðan i erfiðleikum vegna þessa, sem aftur hefði áhrif á atvinnu- ástand einhvers staðar,og væru menn ekki tilbúnir að taka af- leiðingum af þvi, yrði að taka lán, og ef til vill erlent lán;og þar með er viöleitnin orðin að engu. Eru þaö þá misvitrir stjórn- málamenn eða fulltrúar hags- munaaöila, sem eyöileggja alla langtima pólitik? Það er þarna stöðug tog- streita milli hagsmunahópa og þeir sem eru að reyna að leysa þessa togstreitu telja sig ef- laust ekki „misvitra”. En verð- bólgan er orðin svo samgróin öllu hérna, og eins og gerist alltaf þegar verðbólga verður svona mikil og i svona langan tima, er reynt að binda þetta á alla enda og kanta. Visi- tölubinding er bein afleiöing af mikilli verðbólgu. Þetta er ekki bara islenskt fyrirbæri, þetta er að verða meira og minna i öllum löndum hér i kringum okkur. Og með hverju skrefi sem tekið er i þá átt að binda þetta svona, er jafnframtgert erfiðara og erfið- ara fyrir að það miði i þá átt að við komumst nokkurn tima út úr þessu. Út frá hagfræöilegu sjónarmiði getur maöur talað um ýmsar samræmdar efna- hagsaðgerðir — en það er ákaf- lega erfið stjórnmálaleg þraut aðsannfæra alla um að þeir séu að leggja eitthvað af mörkum. Veröur ekki aö taka upp aukna áætlanapólitik — hætta smáskammtapólitik? Skömmtunarpólitikin er framkvæmd undir yfirskyni áætlunarpólitikur, þannig aö ég veit ekki hvort viö yrðum nokkru bættari meö frekari fjárfestingaráætlanir eöa annaö af þvi tagi. Þannig að ófarnaðurinn er aö hluta falinn í vinnubrögöum Al- þingis? Auövitaö eiga allir sinn hlut að máli, en mér finnst maöur ekki geta bent á ein- hverja ákveðna hópa og sagt að þeir hafi ekki staðið i stykkinu. Til þess þarf maður að hafa býsna haldgóð rök. Mér finnst allt tal um að það séu misvitrir menn á þessum eða hinum staðnum tiltölulega meiningar- laust. En auðvitað finnst manni að það vanti vissa einbeitni i að- gerðir og hvernig þeim er fram- fylgt. Það er oft talað um verð- bólguhjóliö og menn eiga þá viö einhvern vitahring, sem erfitt er aö brjótast út úr—er yfir- leitt hægt að brjótast út? Það er rétt, þetta er vita- hringur, þar sem orsök og af- leiðing eru orðnar svo sam- ofnar, að þær verða ekki skildar sundur. Ef við tökum dæmi. Það var gengislækkun hér um dag- inn. Sú gengislækkun er i sjálfu sér engin efnahagsráðstöfun, vegna þess að um leið og kaup- hækkanirnar urðu i nóvember og desember, sem voru aðallega vegna þess að verðlagið hafði hækkað næstu þrjá mánuðina á undan,vegna þess að kaupið hafði hækkað þar áður og gengið hafði lækkaðosfrv. osfrv. aftur i tiðina. Vegna þess að kaup- hækkunin varð, hlaut gengið siðan að lækka, ef við tökum trúanlegt markmiðið að halda fullri atvinnu. Sumir segja að þaö eigi að stoppa gengið, en að stoppa gengið og ekki annað þýðir einfaldlega atvinnuleysi innan skamms tima. Aðrir segja að það eigi að festa kaupiö, en það rýrir kaupmátt- inn. Hvort tveggja myndi draga úr verðbólgunni, en það rekst á önnur markmið. Sumir segja að eigi aö festa verðlagið. Ef á að stöðva hringekjuna, þarf að stoppa þetta þrennt, og þaö þyrfti þá nánast að gerast á einum og sama punktinum. En maður getur ekki dregið verð- bólguna saman i einn tíma- punkt, hún er sifellt á hreyfingu. Reiknaröu meö aö hér veröi mikil veröbólga um ófyrir- sjáaniega framtlö? Ég vona ekki — hinsvegar er vandséð hvernig okkur á að tak- ast að draga verulega úr verð- bólgunni i næstu framtið. En við verðum auðvitað að halda áfram að reyna það. Myndir: Jim Smart Eftir Gunnar Gunnarsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.