Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 27
* I . 57 Jielgarpósturinnm Föstudagur 22. janúðr 1982* Tómas Ólafur Ragnar Gunnar Fríðurínn úti í pakkfajhúsinu Yfirbragb rikisstjórnar Gunnars Thoroddsen hefur breyst talsvert á siöustu dögum og vikum. Einhugurinn og sam- staöan, sem Gunnar hefur lagt áherslu á aö birtist almenningi opinberlega er fyrir bi. Ráöherrar Framsóknar og Alþýöubanda- lags hafa ekki getaö setið á sér lengur viö • fjölmiöla og látið vaöa á súðum. Fjölmiðla- | bindindið, sem Gunnar fyrirskipaði i upp- hafi stjórnarsamstarfsins er af. Framsókn og Alþýöubandalagið hafa sprungiö á limminu. eftir nærri þvi tveggja ára þagnarbindindi, sem velflestir stjórnar- herrarnir hafa haldið með sárafáum und- tekningum. Wflenn eru jafnvel farnir að hugsa til vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, þegaí öll mál rikisstjórnarinnar — smá og stór — voru rekin i fjölmiðlum með yfirlýs- ingum á allar hliöar. Er það hald margra aö sá fjölmiðlaleikur, hafi ásamt öðrum verið banabiti þeirrar stjórnar. Hvort hin nýju vinnubrögð i stjórn Gunnars eru feigðarmerki i þvi samhengi, eru menn hins vegar ekki sammála um. Og allt hefur þetta strið i fjölmiðlum staðið vegna fyrirhugaðra efnahagsráð- stafanna rikistjórnarinnar. Það hefur gengiðerfiðlega að koma hinum svokallaða efnahagspakka saman. Verið þæfingur i margar vikur. Hins vegar fór hin raunveru- lega vinna ekki i fullan gang, fyrr en fisk- verðsákvörðunin var frá og sömuleiðis samningarnir við sjómenn. Menn vildu sjá það dæmi uppsett og ákveðið áður en fleiri skref yrðu tekin. I samtali minu við stjórnarþingmenn kom i ljós, að mikil þreyta er hlaupin i menn eftir orrahrið undanfarinna daga. Þannig voru sumir bjartsýnir á það i fyrra- dag, aö samkomulagi væri náð. Þá hins vegar munu framsóknarmenn með Tómas Arnason i broddi fylkingar hafa stigiö á hemlana. Tómas vill skera fjárlögin verulega niður og segir að verulegt svigrUm sé til þess. t þvi sambandi er talað um, að Tómas telji „nægilegt loft” i fjárlögunum til verulegs niðurskurðar. Þetta nefnir Ólafur Ragnar Grimsson hins vegar,,Loftslagskenningar Tómasar” og segir þær hafa tafið fyrir fraipgangi mála. I^jartan Jóhannsson íormaður Alþýðu” flokksins sagöi i samtali við mig, að hann hafi það á tilfinningunni að „þetta leki saman”hjá rikisstjórninni um helgina með einhverjum hætti.” Af lausafregnum fæ ég hins vegar ekki annað séð, en þessi efna- hagspakki verði umkringdur neium á alla kanta,” sagði hann.” Samkomulagið felist fyrstogfremsti þvihvað megi ekkigera.” En „hriktir i stoðum” stjórnarsamstarfs- ins vegna þessa eins og Tómas Arnason hefur látið hggja að? Ólafur Ragnar Grimsson vill ekki álita svo. „Það hriktir frekar i þingflokki framsóknarmanna”, sagði hann. Tómas Arnason neitaði þessu og sagði að þingflokkur Framsóknar væri „ákaflega samstæður” i þessu máli og „ekki nokkur ágreiningur”. „Við framsóknarmenn leggjum aðaláhersluna á, að gripið verði til varanlegra aðgerða sem stuðli að hjöðnun veröbólgu. Um það snýst málið,” sagði Tómas Arnason. Ólafur Ragnar sagði að þessar ráðstaf- anir ættu að duga árið Ut og ættu að leggja I ...... ..................- Samband verkamanna i bandariska bila- iðnaðinum, United Automobile Workers (UAW), var i fararbroddi á fjórða tug ald- arinnar, þegar verkalýðsfélög i iðnaði Bandarikjannábörðust fyrir samningsrétti um kaup og kjör félagsmanna sinna og for- gangsrétti félagsbundins verkafólks til vinnu. Óviða var sU barátta harðari en i bilaborginni Detroit, þar sem hvað eftir annað rikti hernaðarástand, meðan verk- fallsverðir UAW og varðsveitir bilasmiðj- anna börðust um yfirráð á vinnustöðunum. SigurUAW i bilaiðnaðinum var alger, og um miðja öldina komst það orð á, að verka- lýðssambandið og bilaframleiðendur hefðu gert sin á milli óformlegt bandalag gegn neytendum. Kröfur um hækkað kaup og aukin friðindi bilasmiðum til handa fengju andstöðulitið samþykki stjórna fyrirtækj- anna, sem gerðu siðan neytandanum rak- leitt reikning fyrir auknum vinnulaunum með hækkuðu söluverði á bilum. Nýr kjarasamningur sem deild UAW hjá General Motors, mesta bilaframleið- anda i heimi, gerði i siðustu viku við fyrir- tækið þykir þvi tiðindum sæta. Með þeirri samningsgerð fallast samningamenn bila- smiða á skert kjör á nýju samningstima- Formaður stjórnar Ford-fyrirtækisins, Fhilip Caldwell, skýrir frá þvi að fyrirtækiö geti ekki greitt arð i fyrsta skipti f sögu sinni. Bílasmiðir reyna að bjarga bilaiðnaðinum með kjarafórn bili, að þvi tilskildu að kjaraskerðing þeirra komi að fullu fram i lækkuðu söluverði á bilum frá General Motors. Og á kjara- skerðinguna er fallist misseri áður en gild- andi kjarasamningur rennur út. Samningurinn um skert kjör félaga UAW i þjónustu General Motors, og loforð fyrir- tækisins um að láta allan kostnað sem þannig sparast koma neytendum til góða, er viðurkenning beggja aðila á að bilaiðn- aður Bandarikjanna er i hnignun og getur hrunið, ef ekki er gripið til róttækra ráð- stafana. Þriðja stærsta bilaframleiðslufyr- irtækið, Chrysler, er i rauninni fyrir löngu orðið gjaldþrota og er einungis haldið uppimeðopinberum fjárframlögum og rik- isábyrgðum. Risarnir á bandariska bila- markaðinum, General Motors og Ford, eru að fara sömu leið og Chrysler. Auk þess að vera langtum dýrari en innfluttir bilar, einkum frá Japan, hafa bandariskir bilar á siðari árum fengið orð fyrir að vera verr smiðaðir og Ur garði gerðir. Þetta heíur haft i för með sér, að hlutdeild bila framleiddra i Bandarikjun- um á bandariskum bilamarkaði hefur rýrn- að ár frá ári. Um þverbak keyrði eftir oliu- kreppuna fyrri, þegar bensinfrekir, banda- riskir bilar stóðu höllum fæti i kostnaðar- samanburði. A fyrstu vikum þessa árs, kom i ljós, að sala bandariskra bila hefur i heild dregist grundvöllinn að hjöðnun veröbólgunnar, þótt „náttúrlega geti slikar aðstæður komiö upp, aö skoða þurfi þessi mál aftur síðar á árinu. Lifiö stendur ekki kyrrt,” sagði hann. E'inn viðmælandi minn Ur „innsta hring” stjórnarliösins sagði að þvi væri ekki að neita, að mikil þreyta væri komin i menn. „Þeir sem hafa staðið i þessum þæfingi siöustu vikur eru orðnir þreyttir, leiðir og komnir i vont skap. Finnst ganga of hægt,” sagöi hann. „Minniháttarmál eru farin að skipta sköpum á þessum siðustu dögum og meira aösegja hefur það gerst á samninga- fundum um þessi mál, að menn hafa tekiö saman plögg sin og sagt: þetta þýöir ekkert. — Og jafnvel Ut af ómerkilegustu málum.” Nokkuð hefur verið um þaö rætt, að Gunnarsmenn hafi litið opinberaö afstööu sina til þessara mála allra. Ég fékk þær upplýsingar hins vegar frá Gunnarsmanni að, þeir hefðu einir allra lagt fram skrif- legar tillögur i þessari umræðu um efna- hagsúrræðin. Þessi sami maöur skýrði þögn Gunnarsmanna á þann hátt, að enginn þingflokkur stæði að baki Gunnari og þvi væri hverfandi hætta á „leka” til að blása sig Ut, auk þess sem Gunnar hefur viljað sýna samráðherrum sinum — Framsóknar- og Alþýðubandalagsráðherrum, — gott for- dæmi meö þvi að láta ekkert uppi viö fjöl- miðla, heldur láta verkin tala.” Enginn viðmælenda minna vildi við það kannast, að sú staöreynd, aö almennir þingmennerunU komnir á kaf með puttana i málinu, komi til með að tefja framgang þess. „Það er auðvitað langtum meiri hætta á „leka” til fjölmiðla núna” sagði einn stjórnarsinna, sem hefur látið sig efnahagsmálin mikið varða, ,.en staö- reyndin er nU sU, að þeir eru ekki margir almennir þingmenn i Framádkn og Alþýöu- bandalagi, sem hafa yfirhöfuð nokkurt vit á efnahagsmálunum og geta þvi litiö lagt til málanna. Þeir þingmenn sem eru inni efna- hagsmálaumræðunni hafa verið með ráð- herrum sinna flokka frá upphafi en hinir fylgja með án verulegra vandamála. Þaö skiptir þvi engu höfuðmáli, þótt þing sé komið til starfa á nýjan leik,. Smákónga- leikir einstakra þingmanna, eru óliklegir í efnahagsmálaumræðunni.” H lér fyrr var minnst á Tómas Arnason og hans hlut i þessum samningaviðræöum og skoðunum Ólafs Ragnars á hans framlagi til málanna. Ólafur bætti enn um betur i samtali við mig og sagði, að það hefði verið hægt aö ganga frá þessum ráöstöfunum fyrir heilli viku, ef allir hefðu staðið aö þessu með réttum hætti. Ónefndur stjórnarliði tók undir ýmislegt, það sem ólafur Ragnar sagði hér að framan um þátt Tómasar. ,,í sjálfu sér eru rökTómasar t.d. um fjárlögin gild og t.a.m. leggja Gunnarsmenn verulega áherslu á, aö fjárlögin verði skorin verulega niður. Hins vegar finnst ýmsum sem eitthvað meira hangi á spýtunni hjá Tómasi. Menn velta þvi fyrir sér, hvað hann sé aö fara þessa siðustu daga. Það er vitað að Tómas hugleiddi það mjög um slöustu áramót, hvernig koma mætti þessari stjórn fyrir kattarnef. Hann hefur aldrei veriö hrifinn af þessari stjórn — likar illa við kommana — og vildi i upphafi fá kratana inn i staö komma.” Þaö halda þvi ýmsir að Tómas sé ennþá við sama heygarðshornið og vilji sprengja, enda þótt öllum öðrum sé það ljóst aö „sprengjumðmentiö” fyrir Alþýðubanda- lag og Framsókn er liðið hjá. Þaö getur enginn sprengt núna, án þess aö hljóta skaða af. En Tómas er dálitið sér á báti, þótt Halldór Asgrimsson og Guðmundur G. Þórarinsson séu dálitiö veikir fyrir hug- myndum hans. Hfr hefur litið verið farið Ut i þær hug- myndir stjórnarsinna aö Urræöum, sem pakkann eiga að fylla. Þaö er enda marg- fiókiö mál og lausir endar viöa. Vildu við- mælendur minir litiö um þau mál segja, en einn stjórnarþingmaður sagöi þó, að i þeim viöræðum, sem hann hefði tekið þátt i, væri mestmegnis „deilt um keisarans skegg”. En burtséð frá baktjaldamakkinu og sviptingum manna og flokka á milli i þessum málum öllum. þá stefnir allt i þaö, að rikisstjórn Gunnars Thoroddsen mun traktera þjóðina á nýjum efnahagsúr- ræöum um eða eftir helgina. Hvernig sem sá pakki kemur til með að lita Ut, þá hefur meðgangan kostað sitt á stjórnarheimilinu. Andinn á heimilinu hefur breyst. Heimilis- erjurnar eru ekki lengur sættar heima i héraði, heldur bornar á torg, þrátt fyrir skýr fyrirmæli heimilisfööurins um hið gagnstæða. Langir og strangir samninga- fundir hafa lika þreytt menn og breytt „móralnum” til hins verra. Hvort hér sé um timabundna erfiðleika að ræða eður ei, getur timinn einn leitt i ljós. En yfirbragðið hefur breyst, hvort sem mönnum likar það betur eða verr. YFIRSÝN eftir Guðmund Arna Stefánsson saman um rúman fimmta hluta miðað við sama tima á síðasta ári. Af félögum i UAW ganga 214.000 atvinnulausir. Astæðan til þess er ekki aðeins sölutregða á bandarisk- um bilum, heldur einnig að bandarisku bilasmiðjurnar flytja framleiðslu sina fyrir erlendan markað sem óðast til annarra landa, þar sem framleiðslukostnaður, eink- um launakostnaður, er miklum mun lægri en I Bandarikjunum. Mönnum telst svo til, að hver bilasmiöur i Bandarikjunum kosti General Motors tæpa 20 dollara á unna klukkustund. 1 bilaiðnaöi Japans er samsvarandi kostnaður næstum helmingi minni, eða milli 11 og 12 dollarar. Og launakjör i bandariska bilaiðnaðinum eru þannig saman sett, að unnt er að lækka launakostnað atvinnurekandans til muna án þess að það komi strax fram i þvi sem verkamaðurinn fær Utborgað fyrir unna klukkustund. RUmur þriðjungur 20 dollara launakostnaðarins á klukkutima er ýmiss konar friðindi, sem fram koma i sjóða- myndun og aukagreiðslum. Af þessum mun á að taka til að lækka rekstrarkostnað General Motors, án þess að Utborgað vikukaup verkafólksins lækki tilfinnanlega I svip. Fyrirtækið heitir þvi, að hvert tangur og tetur sem sparast i launakostnaði skuli ganga til að lækka verðið á framleiðslunni. Til að girða fyrir tortryggni um framkvæmdina, hefur Gen- eral Motors fallist á að endurskoðunar- skrifstofa, sem UAW velur, fái ótakmark- aðan aðgang að bókhaldi fyrirtækisins. Þar að auki er þvi heitið að allt starfslið sem er utan raða UAW, forstjórar og annað stjórn- unar- og skrifstofufólk, skuli taka á sig hlutfallslega jafn mikla kjaraskerðingu og félagar i verkalýðsfélaginu. Ekki eru menn sannfærðir um að til- slakanir UAW nægi til að örva söluna hjá General Motors eins og þörf krefur. Frá 125 til 135 vinnuiimar fara til framleiðslu hvers bils um sig. Eigi bandariskir bilar að geta staðið innfluttum bilum fyllilega á sporði á bandariskum bilamarkaði, er talið að eftir Magnús Torfa Ólafsson meöaVverö þeirra, með þeim fylgihlutum sem tlestir kaupendur vilja hafa, og nU nemur 10.000 dollurum, þurfi að lækka um 1000 dollara. En jafnvel þótt svo stórt stökk náist ekki i fyrstu atrennu, eru bæði forustumenn UAW og General Motors fullvissir um að þeir séu á réttri leið. Stjórn Ford bilasmiðjanna er ekki alveg eins sannfærð um að svo sé. UAW hefur gert Ford tilboð um samning hliðstæðan þeim sem gerður var við Gener- al Motors fyrir viku. Degi siðar varð stjórnarformaður Ford, Philip Caldwell, að kunngera að fyrirtækið stæði svo höllum fæti, að þab yrði, I fyrsta skipti i sögu sinni, að fella niður arðgreiðslu til hluthafa á fyrsta fjórðungi yfirstandandi árs. Tap Fordárið 1980 nam hálfum öðrum milljarði dollara og er áætlað yfir milljarð á siðasta ári. En Caldwell sagði fréttamönnum, að stjórn Ford hefði ekki gert upp hug sinn gagnvart tilboði UAW um skertan launa- kostnað gegn samsvarandi lækkun á veröi bila. Taldi hann að frá sjónarmiði fyrir- tækisins gæti verið varhugavert aö veita verkalýösfélaginu áhrif á verðlagningu framleiðslunnar. Hvað sem Ford gerir er ljóst, að i kjarasamningum bandariskra verkalýös- félaga á þessu ári verður sú stefna sem UAW og General Motors toku mikils ráðandi. Samningar standa yfir I Chicago um kjör 300.000 vörubilstjóra, og er fullyrt að flutningaverkamannasambandið sé reiðubúið til að gera verulegar tilslakanir. Kjarasamningar standa fyrir dyrum i mörgum öðrum þýðingarmiklum greinum, svo sem stáliðnaði, gUmmiiðnaði, hjá járn- brautarstarfsmönnum og starfsfólki flug- félaga. Siðan kreppan skall á i fluginu, má það heita regla að starfsfólk þar gefi eftir í kjörum til að liðsinna fyrirtækjunum i sam- keppninni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.