Helgarpósturinn - 22.01.1982, Síða 16

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Síða 16
16 Föstudagur 22. Þuriftur Sigurðardóttir og aðalástæöan fyrir þvi að hún hætti að syngja: synirnir Sigurður Helgi og Erling Valur. „Langaði aftur í skólann” - segir Svanhildur Jakobsdóttir Svanhildur Jakobsdóttir er nafn sem fiestir ættu að kannast við. Hún hefur sungið og sungið, árum saman. fyrir áheyrendur á dansieikjum, inná plötur og i sjónvarpi og útvarpi. Og ennþá er hún að. ,,Já, ég er ennþá að syngja. Við erum með smá hljómsveit og tökum að okkur að leika á árs- hátiðum og barnaböllum og öðrum smáböiium. Ég er alltaf aö, þó leynt fari núna. Við erum hætt aö vera i sviðsljósinu, eins og við vorum”, sagði Svanhildur i samtali við Helgarpóstinn. — Af hverju byrjaöirðu að syngja i upphafi? „Það var eiginiega alveg óvart. bað leiddi svona eitt af ööru. Ég var meö i Rjúkandi ráði, sem Flosi Ólafsson var með, og var endurflutt i útvarpinu núna i siðustu viku. Einhverjir músik- antar hafa liklega heyrt i mér, þvi skömmu seinna var ég beðin um að syngja, og áður en ég vissi af var ég komin i þennan hljómsveitabransa, Allur minn ferill hefur meira og minna verið háður tilviljunum. Ég giftist Gauknumnáttúrlega (Ölafi Gauki) og þar af leiöandi hélt ég.áfram. Ég er að minnsta kosti alis ekki viss um að ég hefði eftir Guðjón Arngrímsson HVAR ERU GÖMLU OG GÓÐU DÆGURLAGASÖNGKONURNAR NÚ? Helgarpósturinn ræðir við nokkrar þær söngkonur sem hvað mest voru í sviðsljósinu fyrir um það bil áratug? 'mm „Hef fengið svo mikið í staðinn’ ’ - segir Þuríður Sigurðardóttir buriður Sigurðardóttir söng árum saman fyrir islenska danshúsgesti, þar til hún snarhætti fyrir nokkrum árum. Hún var fyrst spurð af hverju hún hætti að syngja. „Mcr var einfaldlega fariðaðþykja þetta þreyt- andi. Vinnutiminn er afskaplega leiðinlegur til lengdar, og þar að auki fór ég út í barneignir. Þær fara ekki vel saman viö lif dægurlagasöngkon- unnar. Það má segja að ég hafi aðallega verið i barneignum siðan ég hætti að syngja!” — En hvernig stóð á þvi að þú fórst að syngja i upphafi? „Ætli hafi ekki veriö ætlast til þess af mér. Ég er nú dóttir pabba mins, Siguröar Ólafssonar, söngvara. Fyrst kom ég fram á skemmtikvöldi i Lidó fyrir langa löngu, þar sem veriö var að leita að krökkum sem gátu sungið. Þannig byrjaði þetta einhvernveginn”. — Hvar söngstu svo helst? „Ég var fyrst með hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar á Röðli. Alla tið var ég i þessum ball- bransa, eftir Röðul i bjóðleikhúskjallaranum, Hótel Loftleiðum og Sögu.” — Hverskonar tónlist söngstu helst? „Mér helur alltaf þótt mest gaman að syngja róleg lög — lallegar ballöður. Mér finnst lika einna þægilegast að syngja þannig tónlist. En mest hef ég þó náttúrlega sungið hröð danslög. Það var það sem ég gerði allan ferilinn. Ég var alltaf að syngja fyrir dansandi fólk”. — Þú ert ekkert á leiðinni úti hljómsveitarlifið á nýjan leik? „Ég veit það ekki. Það borgar sig vist aldrei að segja aldrei. Þessi dansmúsikbransi biður ekki uppá annað en kvöldvinnu, og sem stendur hentar það mér alls ekki. Það væri miklu fremur að ég væri til i að reyna mig við söng inná hljómplötur. A sinum tima söng ég inná nokkrar plötur, en sú upptaka var fábreytt og i rauninni ekki vandað til neinnarþeirra. Égkannski sakna þess einna mest á ferli minum að hafa ekki fengið tækifæri til að syngja inná vandaða hljómplötu”. — En hvað með sönginn almennt. Saknarðu þess að vera ekki i sviðsljósinu? „Nei.þaðgeri ég ekki. Ég hef fengið svo mikið i staðinn”. „Rokkið skemmtilegast” - segir Mjöll Hólm Mjöll Hólm hefur verið dægurlagasöngkona i um það bil tuttugu ár — og er ekkert á þvi að hætta. llún er núna i nýstofnaðri hljómsveit, A rás I. þar sem leikin er danstónlist af mikium krafti. „lnná milli hafa nú koinið timabil, sem ég hef ekkert verið að syngja. Ég hef nokkrum sinnum tekið mér fri frá þessu i kannski eitt ár, eða svo”, sagði Mjöll i samtali við Helgarpóstinn. — Hvenær byrjaðirðu að syngja? Þaö er nú oröiö langt siðan, drottinn minn dýri! Ég var fimmtán ára þegar ég kom fyrst fram, og það eru li'klega tuttugu ár siðan. En ég byrjaði ekki að syngja af neinni alvöru fyrr en ég varð 18 eða 19 ára. Fyrst eftir að ég byrjaði kom ég yfir- leitt fram sem gesturýmissa hljómsveita, en svo varð ég söngkona i hljómsveitKarls Lilliendal, og viö spiluðum iKlúbbnum sex sinnum i viku. Ætli þaðhafiekki veriðsvona 1963. Annarshefur ferill- inn verið fjölbreytilegur. Ég hef sungið með mörgum hljómsveitum, og reyndar tekið mér fri inná milli, uppi tveggja ára löng.Þaðhefur gengið á ýmsu. Nú siðast hef ég verið með hljómsveit unum Ópus, Venus, Goðgá, og nú siðast A rás 1. — Hvaða tónlist er i mestu uppáhaldi hjá þér: „Mér hefur nú alltaf fundist rokkið skemmtileg- ast. Það hefur alltaf verið þannig að maður hefur sungið vinsælustu lögin á hverjum tima. Þessi ai- mennu dægurlög. Ég hef aldrei verið i hljómsveit sem hefur verið að streða við einhverja ákveðna stefnu”. Og þú ert ekkert á þvi að hætta þessu i bráðina? „Nei, að minnsta kosti ekki alveg núna á næstunni. Þessi kvöldvinna á ágætlega við mig og meðan aðstæður eru eins og þær eru, bæði pen- ingalega og að ööru leyti,þá er ég ekkert að hætta. Meðan ég ersáttvið þetta heldégáfram.” Mjöll Hólm: Kvöldvinnan á ágætlega við mig gertþað hefði ég ekki tengst tónlistarlifinu á þann hátt. Eftir það hef ég alltaf verið i hljómsveitum með honum. Okkar blómaskeið var fyrir, og i kringum 1970.” Þá var hljómsveit Ólafs Gauks mjög i sviðsljósinu.lék jafnanfyrirfulluhúsi,var mikið i sjónvarpinu og i gegnum tiðina sagði Svanhildur að hún hefði liklega sungið inná um það bil 10 hljómplötur. — Hverskonar tónlist heldurðu mest uppá? „Ég söng og hélt mest uppá þau lög sem ég var að syngja á hverjum tima — þau lög sem voru vin- sælust. Mér hefur alltaf fundist mest gaman að syngja þau lög sem fólkinu finnst mest gaman að heyra”. — Hvað gerirðu núna, fyrir utan að syngja? „Ég er á þriðja vetri i öldungadeildinni við Menntaskólann i Hamrahlið. Ég er ákveðin i að vera þa: áfram um sinn. Þetta byrjaði svona i rælni, mig langaði að prufa hvernig það væri að setjast . aftur á skólabekk, en svo fannst mér miklu skemmtilegra en ég átti von á”. — Langar þig aítur i sviðsljósið, — sérðu eftir öllu því sem gekk á á blómaskeiöi hljómsveitar Ólafs Gauks? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Ég er nú náttúr- lega pinuiitið i sviösljósinu ennþá, og finnst gaman að þvi.Annars mundi ég ekki vera i þessu. Það er meðþetta eins og svo margt annað að þetta er ágætt i hófi. Ég var orðin ægilega leiö á þessu á timabili, ein- mitt þegar sem mest gekk á. En núna hef ég afskaplega gaman.af* þessu. Það er nauðsynlegt að halda sig við efnið!” myndir: Jim Smart Svanhildur: Ég var orðin ægilegá leið á þessu á

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.