Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.01.1982, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Qupperneq 12
ÍÉÚMSfemwÉ Gljáðir sjávar- réttir Helgarrétturinn kemur aö þessu sinni frá Guðmundi Val- týssyni, matreiðslumanni á Aski, og er þetta gómsætur sjávarréttur fyrir 4—5. 150. gr. skelflettur humar 150 gr. rækjur 150 gr. hörpuskelfiskur 100 gr. kræklingur 50 gr. ferskir kjörsveppir 50 gr. aspargusbitar Humarinn er soðinn i vatni og hvitvini til helminga, og saltaö- ur. Humarinn er siöan færður upp úr og soöiö bakað upp (fiski velouté). Soöiö er siöan bætt meö hollandaise sósu, sem lög- uö er á eftirfarandi hátt. 3 eggjarauður 300 gr. smjör —hreinsoðiö) 1 msk. edik nýmalaöur pipar. Eggjarauöur og edik eru þeytt viö hægan hita, þar til eggja- rauður eru stifar. Þá er hrein- soöna smjörinu bætt hægt út I, ásamt ögn af salti. Veröi sósan of þykk er hún þynnt með vatni. Hörpuskelfiskurinn er ristaö- ur á vel heitri pönnu, ásamt sveppunum, og siöan sett i eld- Guömundur Valtýsson, kokkur á Aski. fast mót, sem búiö er aö sprauta kantana meö kartöflumús. Rækjunum, kræklingnum, hum- arnum og aspargusbitunum bætt út i, og sósunni ausiö yfir. Rifnum maribo osti er stráö yfir og þetta er bakað i vel heitum ofni, þar til osturinn er oröinn fallega brúnn. Borið fram meö agúrkusalati, sitrónu og ristuðu brauöi meö smjöri, eöa smjördeigshálf- mánum. Hóflega drukkiö An- hauser Liebfraumilch gleöur bragölaukana. Föstudagur 22. janúar 1982 Jie/garpósturinn___ Afgreiðsluboröiö á Aski hefur fengiö nýtt andlit. Askur breytir til: Meiri fiskur og kjöt í nýjum búningi ,,Við erum aö breyta afgreiösl- unni inni. Viö ætlum aö aöskilja útsendingar frá veitingahúsi. Viö erum aö fara aö taka barborðiö út og setja i staöinn borö og stóla og gera þetta þægilegra”, sagöi Guðmundur Valtýsson á Aski viö Suöurlandsbraut, þegar hann var spuröur um breytingar, sem þar eiga sér stað. En þessar breyt- ingar hafa þaö I för meö sér, aö rými fyrir gesti eykst nokkuö. Guðmundur sagöi, að samfara breytingum á húsnæöinu væru einnig breytingar á matseöli. Fyrir skömmu heföi komið nýr sérréttamatseöill með alls 47 réttum. Sagöi Guðmundur, aö þetta væri nokkuö sérstakt fyrir svona litið veitingahús, sem byggði á fljótri afgreiðslu. og væri þetta eins og best geröist á hótelum. Aöspuröur um hvaö einkenndi þennan nýja matseöil, sagöi Guð- mundur, að þeir heföu fjölgaö fiskréttum, og væru þeir meö þvi aö fylgja þróuninni, þar sem fiskréttir nytu æ meiri vinsælda. Þá sagöi hann, aö þeir væru með nautasteikur og lambasteikur i nýjum búningi. í nóvembermánuöi siöastliön- um bauö Askur upp á sérstaka fjölskyldurétti, þar sem hjón meö tvö börn gátu borðaö tviréttaða máltiö fyrir 180 krónur. Guömundur sagöi aö þaö væri ætlun þeirra aö halda þessu áfram, þar sem þetta væri ódýr- ara en aö boröa heima. Einnig sagöi hann, aö Askur byöi upp á tviréttaöa máltiö i hádegi og á kvöldi fyrir aöeins 46 krónur. „Þessi breyting hefur reynst mjög vel og viö vonumst til aö ná góöum árangri, þegar viö aöskilj- um sendingarmatseöilinn frá öðr- um gestum. Viö ætlum aö reyna aö gera þetta betur úr garði, vanda þetta meira, og stytta jafn- framt timann, sem fólk þarf aö biöa. Viö höfum veriö i stööugri söluaukningu frá þvi i nóvember, þrátt fyrir mikla samkeppni”, sagöi Guömundur Valtýsson aö lokum. Galdrakarlar leika fyrir dansi Diskótek interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik TH'rCG.ABHA, t • S 2I7*Ó ? ISfj Mesla urvallö. besia þjónustan. Viö utvegum yóur afalátt a bilaleigubilum er'endis. Boröa- pantanir Sími 86220 85600 Veitingahúslö í ÁFRAM KÍNVERSKT VEITINGAHÚS i — preka— AN RESTALífl^ "TLIRAN’ ■fflSTS Drekamynd séö ‘nna" . I ódýra og g« Þaö eru fleiri staöir en Askur, sem hafa staðið i breytingum, þvi húsnæöi kinverska veitingastaö- arins Kirnunnar hefur veriö eins og eftir loftárás aö undanförnu. Helgarpósturinn haföi samband viö Braga Guömundsson, annan eiganda staöarins, og spuröi hann hvaö væri þar á seyði. „Við erum aö breyta hjá okkur, lifga uppá og létta til. Viö ætlum aö gera þetta skemmtilegra fyrir okkur, og kannski kúnnana líka”, sagði hann. Bragi sagöi, aö þaö væri ætlun- in aö halda áfram aö reka þarna kinverskt veitingahús, bara að- eins betra en áöur. „Viö erum búin aö reka staðinn i ár og ætlum aö reyna aö koma honum i þab horf, sem við viljum hafa hann”, sagði Bragi. Ef allt hefur gengiö aö óskum, opnaði staöurinn dyr sinar i gær, fimmtudag, og undir nýju nafni. Drekinn heitir hann nú, eins og hæfir ekta kinversku veitinga- húsi. Bragi sagði, aö sætum i húsinu fjölgaöi; þar væru bæði básar og laus borö. Þá heföi allt veriö mál- aö hvitt og drekamyndum komið fyrir I gluggum. Jafnframt útlitsbreytingum, kemur nýr matseöill, þar sem eingöngu eru kinverskir réttir, alls 85, og til aö matreiða þá ofan i gesti, verða tveir kinverskir kokkar. Einnig verður haldið áfram með litinn og ódýrari mat- seðil i hádeginu, og sagöi Bragi, aö þaö hefði gefist mjög vel. ,Við höfum fengið á okkur orð fyrir að vera ódýr staður og við ætlum að halda þvi áfram. Viö viljum frekar selja mörgum en fáum”, sagði Bragi. Hann sagöi, aö staöurinn væri búinn að sækja um leyfi fyrir að selja létt vin; hvitvin, rauövin og saki, á kvöldin. „Viö höldum áfram með það sem við höfum veriö aö gera af þvi að viö fengum reglulega góð- ar undirtektir. Okkar fastahópur hefur alltaf verið aö stækka”, sagöi Bragi Guðmundsson aö lok- um.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.