Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 22. janúar 1982 holrjr=irpn<hTrÍni „Skemmta skrattanum og skemmta fólki” Bruni B.B. heitir hópur ungra manna, sem stundar tón- iist og gjörninga sér og öörum til skemmtunar. Hópurinn hcfur vakið á sér nokkra athygli að undanförnu með uppá- tækjum sinum, einkum margfrægu hænsnadrápi við Vatnsstiginn. Brunamenn eru átta talsins og heita Kristján, Óinar, Áinundi, Hörður, Björn, Heigi, Finnbogi og onefndur. Helgarpósturinn heimsótti piltana i æfingahúsnæöi þeirra uppi i Mosfellssveit og spurði þá fyrst hvað nafnið á hljómsveitinni þýddi. KK: ,,Ég vil taka það fram að nafnið er B-R-U-N-I B.B. Þetta er nafnið. betta er spurning um visúal hliðina á týpógrafiu. Siöan látum viö fólkið gera þaö upp við sig hvað það vill fá út úr þessum bókstöfum, sem við setjum þarna upp. Það er ekkert meira um það að segja. Takk. Næsta spurning”. — Þú sleppur ekki svona billega. KK: „Prentarðu þetta? Er þetta næsta spurning? — Það ganga sögur um nafniö og mig langar til að fá ykkur til að segja mér hvað þetta nafn þýðir. KK: „Það hafa komið upp hugmyndir um að þetta þýði einfaldlega Bruni Brunnið Brennt, og það er sennilega of- an á”. AS: „Mamma hringdi i mig um daginn og sagði mér frá þvi, aö hún hefði heyrt einhvers staðar að hljómsveitin hefði átt að heita Bruni B.B.B.B., sem átti að vera Bruni barnabarns Bjarna Ben. Ég sagöi við mömmu, að hún og hennar likar hlytu að vera meiri pönkarar en liðið niðri á Lækjartorgi. Þetta var þaö ógeðslegasta sem ég hafði heyrt á ævinni”. Almenn hneykslun i hópnum. BR: „Talaðu við Guöna Rúnar Agnarsson. Hann skiröi nefnilega hljómsveitina”. KK: „Guöni Runar fékk Ómar Stéíansson til þess aö hafa gjörning áður en Þeyr byrjuðu að spila. Þeir klipptu fólk á Sögu, manstu ekki eítir þvi? Hvers vegna ekki að haía gjörning, þvi gjörningur er alltaf merkilegt fyrirbæri i okkar þjóðlélagi. ómar féllst á að athuga þessi mál. Hann var i nýlistadeild Myndlistarskólans sem á að fara að leggja niður. Hann kom að máli við okkpr sveinasem vorum meö honum i stúdiói og við ákváðum að kynda upp með smá gjörningi á undan dagskrá þeirra á Hótel Borg. Það endaði með þvi, að við tókum lagið Pillur og riða.lag, sem varð aldrei vinsælt. Við hentum pillum yfir áhorfendasvæöið og gerðum ýmsar kúnstir, sem mætti kannski flokka undir gjörninga. Þarna byrjaði okkar Frankensteinþróun. Guðni býr til Frankenstein, og við finnum, að það er einhver orka i okk- ur (nokkrir hlæja). Ómar djöfladýrkandi sá þetta fyrir i stjörnutarotinu sinu. Við urðum að halda áfram, og við héldum áfram að skemmta Guöna og skemmta skrattan- um og skemmta fólki á undan konsertum hjá Guðna nema hann missir okkur út úr höndunum i Laugardalshöllinni sem frægt varð. Hann stöðvaöi okkur þar. Prógrammiö varð of magnaö til að þeir gætu fylgt þvi fram i Laugar- dalshöllinni þannig aö hann lét bara setja okkur i stein- inn”. BR: „Viö gátum ekki hugsað okkur að vera lengur undir handleiðslu Guðna Rúnars, þannig að við leituðum okkur aö nýjum gúrú. Þá tók Einar Hákonarson við okkur, skólastjóri Myndlista- og handiöaskólans.og hvatti okkur til dáða i hans húsi, undir hans verndarvæng”. A-f&/ey£ • ? — Hvað er þetta, sem þið eruð að gera? Menn eru sammála um, að þeir séu að vinna að tótal art. KK: „Flettu bara upp i orðabók, þegar þú kemur heim til þin, tótal art. Við sameinum margar listgreinar i okk- ar konsertum”. Og hann nefnir, auk tónlistar, ljóðlist, gjörninga, að vissu marki leikiist. Aörir nefna keramik og kvikmyndir. ÓS: „Það má bæta þvi við i sambandi við tótal art, að það má kalla þetta tótal art indöstri, vegna þess að viö Brunamenn BB teknir tali Ógnþrungin augnablik á tónleikum Bruna B.B.: Hænurn- ar aflifaöar. Þetta er útskrift á tónleikum Brunamanna I Nýlistasafn- inu, þar sem skráð er nákvæm timasetning á hverju atriði fyrir sig. eftir Guðlaug Bergmundsson notfærum okkur yfirleitt alhliða listiðnað. Við setjum þaö aldrei fyrir okkur að nota framleiðslutækni nútimans til þess að framleiða list”. KK: „Ég held, að það sé alveg i þessum anda, að ég segi, að númer eitt er málverkið, það, sem þú málar á striga lifsins”. Hér verður að sleppa löngum kafla um listrænuna. — A þetta að vera fyndið hjá ykkur? KK: „Finnst þér það vera fyndið, sem ég var að segja?” — Á vissan hátt. KK: „Hvað finnst þér fyndiö við það, sem ég var að segja?” — Allt. KK: „Hvað heldur þú? Að við höfum haldið þennan kon- sert, eins og fjölmiðlar segja, einungis til að geta pyntað og limlest hænur? Veistu það að konsertinn kostaði tuttugu þúsund krónur. Mér finnst þetta ekki vera fyndið. mér er ekki hlátur i huga”. ÓS: „Það, að þér finnist þetta fyndið, er týpiskt fyrir hvernig okkar list fúnkerar. Hún verður ekki fyndin fyrr en áhorfendur fara að hafa hana á milli tannanna eða eyrnanna. Þá verður hún annað hvort fyndin, sorgleg, hræðileg eða glæpsamleg. Við höfum heyrt ótal margar útskýringar á þvi, sem viö gerum og erum alltaf að upp- götva eitthvaö nýtt frá hendi áhorfenda hvað við erum að túlka, hvað við erum að gera. Við reynum að halda okkur algjörlega opnum. Viö tökum aldrei neina afstöðu áður en við gerum hlutina. Við látum þetta þróast næstum algjör- lega sjálfkrafa alveg eins og verksmiðja mundi framleiða, án þess að hugsa nokkurn tima um hvaða siöferöilegan boöskap það hefur sem viö erum að gera, eða fagurfræði- legan, visindalegan eöa listrænan. Við komum bara saman, byrjum að gera eitthvaö, látum það þróast og koma út af sjálfu sér. Siðan kemur þú og segir: A þetta aö vera fyndið? Þá segi ég: mér finnst þetta alveg jafn fyndið og þér”. cD Vrj-'4 ,-/4 // — Ómar talar um, aö ekkert sé ákveðið fyrirfram með boðskap og Kristján talaði áðan um hænsnadrápið. Nú var þetta hænsnadráp skipulagt fyrirfram, þar sem þær voru þarna ekki af tilviljun. Hvaöa tilgangi þjónaði það? Talar nú hver i kapp við annan. KK: „Þúsegir: þiðdrápuð hænur og hver var tilgangur- inn með þvi að drepa hænur? Ég vil svara þessari spurningu þannig að hænsnadrápið sem slikt var fimm til sex minútna atriði af klukkutima prógrammi. Ef þú vilt tala um þessar hænur, skaltu bara upplifa þig aftur i tim- ann og koma á konsertinn hjá okkur til þess að sjá að hvaða heild þetta atriði stuðlaði”. HF: „1 sambandi við skipulagninguna á konsertinum kom fram áðan að ekkert væri ákveðið fyrirfram. 1 upp- hafi förum við tómir af stað. Konsert, punktur. Siðan för- um við i að búa til prógramm. Þú spurðir áðan hvort það væri aldrei neinn boðskapur i hlutunum. A meðan við er- um að melda með okkur hvað við ætlum að gera, þróast meö okkur skilningur á þvi sem við erum að gera. t sam- bandi við þetta hænsnadráp erum viö að túlka hliðstæður sem eiga sér stað i heiminum. Við sáum það fyrir, að fólk mundi jafnvel æsa sig út af þessu. Það geröist, fólk blés þetta út”. BR: „Hænuatriöið og allur konsertinn var skipulagður að þvi marki aö framkvæma hugmyndina. Hugmyndin kom fram og þá var ekkert meira pælt i henni”. — Þið máttuð búast við þessum viðbrögðum viö hænsna- drápinu og þvi spyr ég hvort þiö geriö i þvi aö ganga fram af fólki? ÓS: „Við gerum i þvi aö sýna fólki það sem okkur finnst vera mesta uppistaöan i þvi fólki, sem viö erum aö reyna aö sýna. Við endurspeglum, viö erum bæöi eins og mál- verk og eins og spegill. Spegill er alltaf hlutlaus, svo ég vitni i Guðberg Bergsson sem segir i nýrri bók um is- lenska myndlistarmenn. Hann furöar sig oft á þvi hvers vegna Vietnamstriðið skyldi hvergi i heiminum endur- speglast eins vel i myndlist og á Islandi. Þá segir hann einmitt, að spegillinn sé magiskt galdratæki sem sé hlut- laust og geti þess vegna séö i gegnum holt og hæöir. Þess vegna segjum viö: viö sýnum andrúmsloftiö hvað best af öllum starfandi listhópum á Islandi, vegna þess hve við erum hlutlausir. Og af þvi aö við erum hlutlausir, getum við séð i gegnum holt og hæðir”. — Þetta uppátæki ykkar olli miklu irafári i Myndlistar- skólanum, og mér skilst aö þið hafið veriö reknir úr skóla er það rétt? BR: „Það er eingöngu Einar Hákonarson sem er hálf- vitinn i þessu sambandi. Hann tekur eitthvert athæfi sem þeir gera og kemur skólanum ekkert við. Þeir eru i fritima sinum, t.d. aö drepa nokkrar hænur, og það er engin ástæða til að reka þá úr skóla fyrir eitthvað sem þeir gera i fritima sinum. Þaö er svipað og var i Menntaskólanum i Reykjavik fyrir hálfri öld. Ef fannst vinþefur af einhverj- um nemanda á réttarballi einhvers staðar á Austurlandi var hann rekinn úr skóla”. — Að lokum hvað er á döfinni? BR: „Við erum að fara að gera sex hljómplatna kassa sem rétt mer það að verða fyrsta sumarplatan”. Þá má geta þess að um siöustu helgi kom út snælda með tónlist Bruna B.B. af tónleikunum i Nýlistasafninu og á snældunni eru einnig nokkur eldri lög hljómsveitarinnar. Snældan fæst i hljómplötuverslunum og hjá Brunamönn- um sjálfum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.