Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 26
Einkunnarorð nýjustu myndar Sean Connerys/ Out- land, gætu verið: „Allir erum við atvinnumenn", en þau eru lögð Peter Boyle í munn, sem leikur mæddan trúnaðarmann á vinnustað. Það sem hann á við er þetta: Við erum vaxnir úr grasi og þvi ágjarnir að meira eða minna leyti og ætlumst til þess að þú fylgist ekki svo grannt með okkur. En Connery, sem leikur fógeta, túlkar þessi orð svo: Hingað og ekki lengra geng ég i umburðarlyndinu, annars tapa ég sjálfsvirð- ingunni. Sean Connery fagmaður fram í fingurgóma sköpun. Bond var ekki lengur hetja heldur Imynd nautnadýrkunar sjöunda áratugar, súperbósi og súpersadisti. Það er langur vegur frá hinni yfirdrifnu grimmd Bonds, sem féll svo vel i kramið hjá áhorfendum forðum, til framandlegs þvergirðingsháttarins sem einkennir fó- getann i Outland. Outland er ekki sú mynda Connerys, sem gerir mestar kröfur til hans, en hún kallar fram ýmsa bestu kosti leikarans. Hér leikur hann ekkert ofurmenni. Vandamálið, sem hann fæst viö hér, er viðráðanlegt og þegar myndinni lýkur hafa menn á tilfinningunni að enginn var- anleg breyting hafi orðið. Hann er ekki fullkominn, þess sér gleggst merki i litlu atriði þar sem Frances Sternhagen kem- ur að honum aö leika knattleik við sjálfan sig og hún segir að svo virðist sem hann sé að tapa leiknum. „Hann er atvinnumaður fram i fingur- góma,” sagði Richard Lester eitt sinn um Sean Connery og myndin Outland er um slikt fólk. „Allir erum viö atvinnumenn,” segir Peter Boyle lymskufullur i hlutverki trúnaöarmannsins. Fógeti Connerys tek- ur þessi orö bókstaflega og það bjargar myndinni bókstaflega. Sem James Bond I Goldfinger. Föstudagur 22: janúar• 1982’ i - •. Fógeti Connerys minnir aö ýmsu leyti á fógeta Garys Coopers i High Noon. Hann fær hjálp konu, ekki kvekara eins og Cooper, heldur miðaldra, oröhvats læknis sem Frances Sternhagen leikur. I High Noon jók klukkan gifurlega á spennu og sama er að segja um Outland, þar fer nið- urtalningin fram með tölvuklukku. Gary Cooper leitaði aðstoðar samborgara sinna i kirkjunni en Connery skirskotar til þeirra i matstofunni á vinnustað þeirra. Með þessu móti er e.t.v. lika ætlunin að skirskota til neyslusamfélags nútfmans. Þessi mynd er full af óljósum skirskotun- um og duldum boðskap. Þá fjallar myndin um ástandið i iönað- inum, spillta og samansvarna stjórnend- ur, tækifærissinnaða trúnaðarmenn og verkalýö sem er aö fara á taugum vegna vinnuálags. Þvi má furðu gegna að nafla- skoðararnir i breskum stéttarfélögum kvikmyndagerðarmanna skuli hafa leyft sýningu myndarinnar átölulaust. Þó að High Noon hafi gert stormandi lukku á sinum tima er sú mynd að ýmsu ley ti úr sér gengin og vonlitið verk að gera nýjan vestra á sömu nótum. Það sam- rýmist illa nútimahugsunarhætti er hetj- an leggur lifiö að veði fyrir siðferöishug- sjón sina. Að sinu leyti tekst þetta f Out- land með þvi að persónur hafa veriö heilaþvegnar likt og I mörgum framtiðar- myndum og meö þvi að Sean Connery gerir þetta kleift. Connery er i allra fremstu röð núlifandi kvikmyndaleikara. En hann hefur aldrei verið útnefndur til óskarsverðlauna og sökum þeirra viðfangsefna sem hann vel-- ur sér hljóta myndir hans fremur litla aö- aö vinna úr hetjuhugsjón Connerys. Litið lagðist fyrir kappann i „Lausnarfénu” sem Caspar Wrede leikstýröi og Connery hæfði illa hlutverki sinu sem þjófur i mynd Michaels Crichtons, „Fyrsta stóra lestarráninu”. En John Huston, sem stýrði myndinni „Maðurinn sem vildi veröa konungur”, er óspar á hrósið i garð Connerys. „Sean er stórkostlegur, eink- um þegar hann þykist vera Alexander mikli”. Sidney Lumet og Richard Lester hljóta að hafa mikiö dálæti á Connery þvi báðir hafa leikstýrt fleiri en einni mynd með honum. Það hlýtur að koma mönnum spánskt fyrir sjónir hve oft Connery missir stúlk- una sina i myndum núorðiö, maöurinn sem gerði kvennagullið James Bond ódauðlegt. Það er alkunna að vinsældir James Bonds voru Connery lengi til traf- ala og fyrir bragðið dróst á langinn að hann hlyti þá virðingu sem honum bar sem leikara. Connery á það að visu fyrstu Bond-myndunum að þakka að hann hlaut hlutverkið sitt i kvikmynd Hitchcocks, Marnie. Þvi fór fjarri aö hann hlyti það lof sem honum bar fyrir leik sinn I Marnie en nú eru menn almennt á eitt sáttir um aö ( sjaldan hafi sést betri leikur i Hitch- cock-mynd. Enn er algengt að leikarinn gjaldi fyrir leik sinn i Bond-myndunum þar sem hann lék algera andstæðu þeirra kvikmynda- persóna sem hann túlkar nú. Hann var glæsilegur og fyndinn sem Bond en þegar gerð „Þrumufleygs” var lokið leist hon- um ekkert á hvernig myndirnar byggðust orðið frekar á tæknibrellum en persónu- Outland: Sean Connery og Frances Sternhagen. sókn. Það er erfitt á þessum timum and- hetjudýrkunar að skapa hetjupersónur sem allir geti sætt sig við. í myndum sin- um berst hann oft fyrir töpuöum málstað og fyrir vikið verður hann „vitlausari en hann lftur út fyrir að vera” eins og trún-. aðarmaöurinn i Outland er iátinn segja. En baráttumál hans eru þess verö að allt tapist eins og arabiski stigamaðurinn, sem hann leikur i „Vindurinn og ljóniö”, segir i lok myndarinnar. Leikstjórum gengur mjög misjafnlega <Jr mynd Richards Lesters, „Hrói og Marion”. Sean Connery og Audrey Hepburn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.