Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Blaðsíða 5
5 ' he»llJFirpnt^fi irinn Föstudagur 22. janúar 1982 ARABAR • Lýsi hf. kynnti lýsi og var vörunni sýndur mikill áhugi. Verðiö reyndist samkeppnishæft og gerðir voru sölusamningar jafnframt þvi sem skipaður var umboðsmaður. • Sól hf. kynnti Tropicana, og vakti svaladrykkurinn mikla at- hygli sem gæðavara. Hefur nú verið gengið frá sölu á 3 gámum af þessari vöru til Bahrain, Kuwait og Saudi Arabiu. Þegar Davið Scheving Thorsteinsson var spurður hvort það væri ekki svolitið kúnstugt að arabar væru að kaupa sólargeislann frá Florida af íslendingum, svaraði hann þvi til að það væru umbúðirnar, sem þeir hefðu hrif- ist af, þvi þær hentuðu sér- staklega vel þarna, en fengjust ekki frá Bandarikjunum. • Sölustofnun lagmetis kynnti niðursuðuvörur og var snarlega gengið frá sölum til Bahrain, Saudi-Arabiu Sameinuðu fursta- dæmanna og Egyptalands. takafyrirtækið Veltækni. Að sögn Eiriks Tómassonar gaf fyrsta verkefni þess i Saudi-Arabiu ekki nógu góða raun, en fyrirtækið er að athuga með frekari mögu- leika. „Þarna eru að mörgu leyti erfiðar aðstæður”, sagði Eirikur. „Þar að auki vorum við óheppnir og i þriðja lagi þá er Saudi-Arabia fjarlægt land og lokað, og þar er mikil samkeppni”, sagði Eirikur. Hann dagði einnig að ljóst væri að þeir hefðu verið óheppnir i við- skiptum sinum þarna hingað til, en þeir væru alls ekki af baki dottnir. „Þetta er svolitið happ- drætti, þvi það er ljóst að pening- ar eru þarna til i ómældu magni, þannig að ef heppnin er með, og ef vel og skipulega er unið — þá er hægt að detta i lukkupottinn”. Munaðarvara Þeir sem fóru á vörusýninguna i Bahrain töldu allir afskaplega mikilvægt að hafa kynnst af eigin raun hvernig markaðurinn er þarna. Aðstæður i þessum löndum eru talsvert ólikar þvi, sem hér gerist i okkar hefðbundnu viðskiptalöndum, sérstaklega að þvi leyti að markaðurinn er lagskiptur, svo notað sé viðskiptamál. Það þýðir i þessu tilfelli að stéttaskipting þjóðfélagsins gerir það að verkum að þar er markaður fyrir dýra og vandaða vöru. Allur almenningur hefur sáralitlar tekjur og enga möguleika i munaðarvöru, en vestrænir útlendingar, og auðstéttin i þessum löndum kaupir þeim mun dýrari og vandaðri vöru. Það er sá markaður sem við tslendingar höfum áhuga á. „Lausleg athugun á þessum markaði leiddi i ljós aö þarna er verslað með allar þær vörur sem verslað er með hér á landi”, sagði Úlfur Sigurmundsson. Hann sagði að markaöurinn væri ekki stór, arabalöndin eru ekki fjölmenn, en ef vel væri unnið gæti þetta orðið góður markaður. Aðilarnir sem Helgarpósturinn ræddi við voru sammála um að til að vinna markað i arabalöndun- um þyrfti talsveröa vinnu og þess vegna yrði að leggja úti allnokkurn kostnað áður en veru- legur árangur kæmi i Ijós. Þess vegna væri mikilvægt fyrir þá aðila sem áhuga hafa á útflutn- ingi til þessara landa að starfa saman til að skera niður kostnað. Einnig var bent á að nauðsynlegt væri að stjórnvöld tækju þátt i þeirri vinnu, til dæmis með þvi að senda mann til allra þjóðanna i opinbera heimsókn, þvi eins og fram hefur komið er stjórnsýsla og kaupsýsla i þessum löndum nátengd. Eftir þessa fyrstu reynslu okkar af viðskiptum við hinar nýriku arabisku þjóðir hefur ýmislegt skýrst. I fyrsta lagi er ljóst að möguleikarnir eru miklir, jafnvel þó við séum aftarlega á merinni. Þær þjóöir og þeir aðilar, sem koma þarna inn fyrst — fyrir um 10 árum þegar oliu- verð fór fyrst að hækka— hafa komið sér afar vel fyrir og við þá þurfum við Islendingar aö keppa. 1 öðru lagi er ljóst að það getur orðið erfitt að nýta sér þá mögu- leika, sem þó eru fyrir hendi. Viðmælendur Helgarpóstsins voru sammála um að aldrei fengist svo mikið útúr þessu að það skipti sköpum fyrir islenskt efnahagslif. Viðskipti við þessar þjóðir eru alltaf nokkuð áhættu- söm. ekki aðeins vegna þess að stjórnarfar er hvergi nærri eins tryggt og á vesturlöndum (bylt- ingartilraunir eru ekki óal- gengar), heldur einnig vegna þess að „ekki eru allir jafn heiðarlegir þarna”, eins og einn viðmælenda Helgarpóstsins sagði. En arabaþjóðir lita gjarnan á Island sem vinveitt land, enda er stuðningur okkar við ísrael hvergi nærri jafn eindreginn og hér á árum áöur. Þessi opnun, eins og hún hefur verið nefnd get- ur þvi haft afar góð áhrif á islenskan útflutning, á ferðmannaiðnaðinn og fleiri þætti islensks efnahagslifs. En einnig getur svo farið að hún hafi sára- litil áhpf. A næstu mánuðum kemur í ljós hvort verður og það fer eftir þvi hvernig verður unniö aö þessum málum, af innlendum aðilum. Aukin breidd Aður var hér minnst á Verk- • SIS var með lambakjöt á sýningunni, jafnframt þvi sem islenskt lambakjöt var á boðstólnum á einu hótela borgar- innar. Fyrsta kjötsendingin fer bráðum til arabarikjanna. Ýmislegt þarf að athuga i sam- bandi við lambakjötssölu þvi trúarbrögð araba segja til um að ekki megi slátra öðruvisi en með hálsskurði. Fleiri serimoniur þarf að hafa i huga og þá þarf að meðhöndla kjötið á sérstakan hátt. • Það er þvi ekki hægt að segja annað en árangur af þessari fyrstu tilraun tslendinga til að hasla sér völl i arabarikjum hafi verið góður. #t Helgarpóstinum fyrir tveimur vikum var sagtfrá gagn- rýni i útvarpsráði á störf um- sjónarmanna þáttanna Morgun- vöku og A vettvangi, þeirra Páls Hciðarsog Sigmars B. Hauksson- ar. Þeir félagar telja þar hafa verið dmaklega að sér veist og á fundi útvarpsráðs nýlega kom þetta mál til umræðu með þeim hættisem eftirfarandifundargerð ber með sér: „Hjörtur Pálsson vakti máls á þviað iHelgarpósti ifyrri viku og i Þjóðviljanum s.l. sunnudag hefði máttlesa að Utvarpsráð ætli að kanna hvortPáll HEiðar Jóns- son og Sigmar B. Hauksson ynnu fyrir kaupinu sinu við þáttagerð i hljóðvarpi. 1 Þjóðviljanum sé einnig rættum áhyggjur útvarps- ráðs ,,vegna stöðugra kvartana, sem útvarpinu berast út af þess- um þætti („Morgunvöku”) eink- um vegna þess hve Páll Heiðar er hlutdrægur sjálfur i viðtölum og vali á viðmælendum”. Þá hafi og verið upp gefin nóvemberlaun þeirra félaga, en opinber umræða um tekjur ein- staklinga sé ósmekkleg, enda fátið. Þá kvað Hjörtur það erfitt fyrir starfsmenn að halda úti daglegum þáttum, eigandi yfir höfði sér hvern dag dylgjur og ómaklegar kvartanir, sem út- varpinu berast út af þessum þætti”, þ.e. „Morgunvöku” eigi enga stoð i veruleikanum. For- maður kvaðst telja þessi skrif ákaflega óviðfelldin og fullyrð- ingar um að útvarpsráð ætli að athuga eða kanna hvort Páll Háðar og Sigmar vinni fyrir kaupi si'nu hafi ekki við rök að styðjast. Virtnst menn sammála um þetta.” Landsbankinn býSur nú nýja þjónustu, VISA greiðslukort. Þau eru ætluð til notkunar erlendis til greiðslu á ferðakostnaði svo sem fargjöldum og uppihaldi. VISAINTERNATIONAL er samstarfsvettvangur rúmlega 12 þúsund banka í um 140 löndum með yfir 80 þúsund afgreiðslustaði. VISA greiðslukort eru algengustu greiðslukort sinnar tegundar í heiminum. Upplýsingablað með reglum um afhendingu og notkun liggur frammi í næstu afgreiðslu bankans. Greiðari leið meö VISA greióslukorti Einnig býður Landsbankinn ferðatékka með merki VISA. Onnur nýjung í gjaldeyrisþjónustu Landsbankans er Alþjóðaávísanir (Intemational Money Orders). Kynnið ykkur gjaldeyrisþjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Banki allm landsmama

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.