Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 2
I Föstudagur 19. febrúar 1982 hoirj^rpncrh irínn • Lægstu meðal tekjur 11 þúsund • Hæstu meðal- tekjur 28 þúsund Vísitöluf jölskyldan er ‘ * ^ ferðalög ríkari en nokkru sinni og tómstundir Viöbrögö m anna innan verka- lýðshrevfingarinnar urðu öll á eina lund, þegar Ijöst varð hverjar tekjur vlsitölufjölskyld- unnar eru: Undrandi og hissa. ,,En þegar þessar tölur eru hornar saman við margra ára vfirlit yfir laun cr ekki hægt að |vefengja þær”, segir Björn Bjornsson,hag fræðingur ASÍ.við llelgarpóstimi Niöurstaðan úr neyslukönnuninni sem Hagstofa tslands gekkst fyrir á árunum 1979 og ’Kd sýnir, að b'ísitölufjötskyldan hefur íú að meðaltali ix.«15 | krönur I mánaöarlaun. Otgjöld hennar eru 16.560 krönur, þann- ig að „visitöluhjónin" með sitt 1.66 barn eiga um 2000 krónur eftir við hver mánaðamót, miö- að við verðlag I byrjun janúar I ár. En þetta er bara meðaltal. Þaö er sett saman úr fimm tekjuflokkum, þar sem lægstu mcöaltckjurnar eru 11.232 krón- ur en þær hæstu 28.000 krónur. Tekjumunur er þvl talsveröur. „Það eru uppi hugmyndir um aö vera með margar visitölur til að fylgjast með neyslusamsetn- ingunni eftir tekjuhópum”, seg- ir Björn Björnsson.hagfræðing- ur ASl, við II elgarpóstinn. Astæðan er sii, aö sé vlsitöluf jöl- skyldunni skipt I fimm tckju- flokka koina I Ijós mjög mis- munandi neysluvenjur. Hjá þeim lægstu eru útgjöld vegna inatvöru, rafmagns og hita hlut- fallslega há, en lægri hjá þeim tekjuhærri. En llnurnar eru samt scm áður hreinar: Nýja visitölufjölskyldan eyðir að mcðaltali minni hluta tekna sinna I matvörur en fyrirrenn- ari hennar frá 1964. Hún eyðir minni hluta tekna sinna I drykkjarvörur og tóbak, minna I föt og skófatnað, minna f raf- magn og hita og hlutfallslega minna af tekjunum fer i hús- næöiskostnað. Vísitöluf jölskylda nútimans eyðir hinsvegar hlutf allslega meira af tekjum sinum I hús- gögn og heimilisbúnað en fyrir- rennari hennar, meiia í blla- kaup og ferðalög, tómstunda- iðju og menntun, beina skatta, Iffeyrisgjöld, afborganir og f járfestingar. Niðurstöðu neyslukönnunar- innar er ætlað að vera grund- völlur nýrrar framfærsluvisi- tölu. Nýi visitölugrunnurinn á að taka gildi annaöhvort I byrj- irn mal eða byrjun ágúst. Hag- stofa íslands og Kauplagsnefnd vinna nú að „tæknilegri endur- skoðun” á niðurstöðunum eins og það er kallað. A meðan er farið með þær eins og manns- morð, og þær eru kyrfilega Neyslukönnun: Grá iiKi merktar „ekki til birtingar”. En Helgarpóstinum hefur tek- ist að komast yfir eintak af niðurstöðum þess hluta könnunarinnar sem nær yfir Stór-Reykjavlkursvæðiö. Þær eru að visu aöeins sýndar I m jög grófum dráttum, en sýna þó mjög athyglisverðar staðreynd- ir. Ekki sist þegar þær eru born- ar saman viö samsvarandi tölur sem voru fundnar með neyslu- könnun árið 1964 og er undir- staða þess visitölugrundvallar sem nú er I gildi. Neyslukönnunin hófst í april 1979 og náði til 180 fjölskyldna i Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Alftanesi og Mosfellssveit. Annarsvegar var þetta fdlk yfir- heyrt um dtgjöld, íbúðarmál og ýmsar llfsvenjur á undangengnu ári og upp úr þvi unnar svonefnd- ar ársútgjaldaskýrslur. Hinsveg- ar voru fjölskyldurnar fengnar til að halda búreikninga i 28 daga hver fjölskylda, en reikningamir voru færðir frá því I apríl 1979 til jafnlengdar 1980. Ot úr þessari könnun komu 176 nothæfar skýrslur. Arið 1980 var siöan bætt við at- hugunum á fimm stöðum úti á landi; Akureyri, tsafiröi, Nes- kaupstað, Hvolsvelli og I Vest- mannaeyjum, samtals 24 fjöl- skyldur. Rara launþegar Á höfuðborgarsvæðinu var upp- haflega tdcið úrtak 330 fjöl- skyldna, en sfðan numdar brott þær fjölskyidur, sem fullnægðu ekki þeim skilyrðum sem eru gerðar til visitölufjölskyldunnar, eða fengust ekki til að taka þátt I könnuninni, en Hagstofan mun hafa átt i einhver jum erfiðleikum með að fá fólk tii ,,að vera með”. Skilyrðin eru: 1) að f jölskyldumeðlimir eigi lög- heimili á höfuðborgarsvæðinu, 2) að i'fjölskyldunni séu hjón með á framfæri sinu barn/börn fædd 1961 eða síðar, eða um sé að ræða barnlaus hjón (ef heimilisfaðir er fæddur 1911 eða fyrr var fjölskyldan ekki tekin með). 3) að fjölskyldumeðlimir séu i launþegastétt, en þó voru sjálfseignarbifreiðarstjórar ekki útilokaðir. Eftir þessa slun lentiengin fjöl- skylda á Alftanesi i úrtakinu, hinsvegar margir KópavogsbUar en fáir Hafnfirðingar. Ef Reykja- vikerathuguð sérstaklega kemur I ljós að hlutfallslega lang flestir eru i Breiðholti. Af 116 fjölskyld- um I Reykjavik bjuggu 38 i Breiö- holtinu, hlutfallslega talsvert mára en þjóðskrá sýnir. 1 hópnum sem tók þátt I neyslu- könnuninni voru langflestir opin- berir starfsmenn. Næst kom hóp- ur sem er kallaður „verslunar- og skrifstofufólk I þjónustu einka- aðila o.flþá koma verkamenn, iönaðarmenn og sjómenn reka lestina. Af hinum 176 húsmæðrum sem tóku þátt i könnuninni unnu 135 utan heimiiis á árinu sem ársút- gjaldaskýrslan næryfir, og meðal starfstimi þeirra 9,3 mánuðir. Flestar unnu konurnar á heil- brigðisstofnunum og hjá öðrum opinberum aðilum, þ.á m. við kennslu, en einnig við skrifstofu- og afgreiðslustörf hjá fyrirtækj- um. Tæknileg endur- skoðun” Eins og fyrr segir vinnur Kaup- lagsnefnd að „tæknilegri endur- skoðun” á niðurstöðum neyslu- könnunarinnar. Kauplagsnefnd er skipuö þremur mixinum, ein- um frá Vinnuveitendasambandi Islands, einum frá Alþýðusam- bandi Islandsog oddamanni, sem er skipaður af Hæstarétti. Út úr þeirri vinnu á siðan að koma sá visitölugrunnur, sem lagður verður til grundvallar viö útrákninga á verðbótum á laun næstu árin. Samkvæmt þeim plöggum sem Helgarpósturinn hefur fengið er eftirfarandi meginatriðin I uppsetningu þessa nýja visitölugrundvallar: 1) Miðað verði við útgjöld fjöl- skyldna á Stór-Reykjavikur- svæði, jafnframt þvi sem að vissu marki verði tekið tillit til útgjalda fólks utan þess svæðis, einkum i sambandi við rafmagns- og hitunarlið, sima- útgjöld og fargjaldalið. 2) Notaðar verði niðurstöður neyslukönnunar i Stór-Reykja- eftir Þorgrím Gestsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.