Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 9
i Feli 9/. halrjarpn^tl irinn Föstudagur 19. febrúar 1982 kannskihafa þeir tekiö feil á hæð- arlinu eða kortið verið krumpað. Hafi þeir verið i vafa, hefðu þeir getað rætt við einhverja þá nefnd borgarinnar, sem afskipti hafa af gatnagerð. En nei, timinn leyfði engar málalengingar. Veg- inn þurfi að opna um leið og skemmtistaðinn. Og það hefði 4) Eða honum hefur beinlinis ver- ið mútað. Ekki veit ég hvað af þessu er rétt skýring. Eigi fyrstnefnda atriðiö við, er um að ræða alvar- legan skilningsskort viðkomandi embættismanns á hlutverki sinu. Eigi eitthvert hinna þriggja við, er um að ræða alvarlega misbeit- ingu valds. Burt með þann ábyrga Það hefur vænti ég ekki farið framhjá neinum að fyrir skömmu var opnaður nýr skemmtistaður hér i borg og heitir þvi þjóðlega nafni Broadway. Þeir sem þang- að hafa komið, eða átt leið i Breiðholtið, hafa kannski líka veitt þvi athygli að heim að þess- um skemmtistað liggur akvegur. Já, þeir munu vera fleiri en einn, vegirnir. Einn þessara vega liggur frá Reykjanesbraut, undir háspennu- linu, að húsinu. Þessi lina er of lág til þess að undir hana megi hleypa bilaumferð, svo kveða öryggisreglur á um. Bendir þetta óneitanlega til þess að vega- gerðarmönnum hafi legið á að gera aðkomu gesta hins nýja staðar sem greiðasta. Varla hefur þeim sem veginn lögðu verið allsendis ókunnugt um Ifnuna, þvi hún, hefur séð Suðurnesjabúum fyrir birtu og yl i hartnær fjóra áratugi. En vegagerðarmönnum lá á, þvl má vist slá föstu. Þeir gleymdu þvi til dæmis I asanum að kikja á skipulagskortið yfir Mjóddina. Ef þeir hefðu gert það, hefðu þeir séð að á þessum stað á alls ekki að vera vegur. En sennilega bara endað með ein- hverju þrasi að vera að blanda umferðarnefnd og borgarráði i málið. En umferðarnefnd og borgar- ráðikemurmáliðóneitanlega við. Margumræddur vegarspotti hef- ur nefnilega töluverð áhrif á um- ferðaröryggi á Reykjanesbraut. Um þá hraðbraut fara ótalin þús- und bifreiða dag hvern, og fara hratt. Auk þess á umferðin til og frá skemmtistaðnum sér einkum stað á siðkvöldum þegar aksturs- skilyrði eru töluvert skert. Fjórar tilgátur Hvað er það sem kemur emb- ættismönnum borgarinnar til að sniðganga skipulagsákvæði og hundsa lýðræðislegar starfsregl- ur? Fljótt á litið kem ég auga á fjórar hugsanlegar ástæður. Sá sem tók ákvöröunina hefur látið stjórnast af einhverju þess- ara atriða: 1) Almennri góðsemi og mann- kærleika. 2) Ættar-eða vináttutengslum við eiganda Broadway. 3) Hlutabréfaeign i Broadway. Rekum hann En hver sem skýringin er hlýt- ur svona ákvörðun að varða brottrekstri úr starfi. Ég man eft- ir tveim tilvikum á siðustu árum þegar menn voru reknir úr starfi hjá borginni fyrir að gerast of fiknir i þá sjóði sem þeim var fal- ið að varðveita. Umrædd vegar- lagning er jafnalvarleg yfirsjón og fjárdráttur virðist vera i aug- um stjórnenda borgarinnar. Það kostar nefnilega peninga að leggja veginn og það kostar líka peninga að moka yfir hann aftur ef borgarráð ákveður að það skuli gert. Allir hljóta að kannast við þann urmul sagna sem gengur af spill- ingu og fjármálasukki hjá hinu opinbera, ekki sist hjá Reykja- vikurborg. Ég get nefnt dæmi af þvi þegar verkamaður hjá Gatna- máladeild sagði mér frá þvi að hann hefði eitt sinn verið ásamt vinnuflokki sinum heilan dag að malbika innkeyrslu hjá háttsett- um embættismanni borgarinnar og heyrði hann aldrei minnst á greiðslu fyrir vinnu eða efni. Meðan ihaldið réð eitt og óskipt i borginni voru svona mál þögguð niður og umræddir embættis- VETTVANGUR menn sátu sem fastast. Núver- andi meirihluti verður að breyta þessu ef hann ætlar að standa við loforð sin um betri stjórn borgar- innar. Hann á umsvifaiaust að bregðast við, finna þann sem fyrirskipaði vegarlagninguna i Mjóddinni og reka hann, öðrum til varnaðar. Ef það er ekki gert er ég hræddur um að menn taki kosningaloforðunum sem fram verða borin i vor með allnokkrum fyrirvara. Reka hvern? En hver er sá hinn seki? Eitt- hvað hefur vafist fyrir mönnum að finna þann sem tók ákvörðun- ina. En það voru starfsmenn Gatnamáladeildar sem iögðu veginn. Yfirmaður hennar er Ingi Ú. Magnússon. Gatnamáiadeild er hluti af embætti borgarverk- fræðings og þar á Ingi sér tvo yfirmenn: borgarverkfræðing sjálfan, Þórð Þorbjarnarson, og Ölaf Guðmundsson yfirverkfræð- ing. Einhver þessara þriggja manna eða þeir allir hljóta að axla ábyrgðina á vegarlagning- unni. Það segir kannski einhverja sögu að tveir þessara manna, þeir Ólafur og Ingi, voru boðsgestir við opnunarhátiö Broadway, en þangað voru, að sögn eigandans Ölafs Laufdal, boönir þeir sem með einhverjum hætti lögðu hon- um lið við aö koma staðnum á laggirnar. Hvernig lið? Þröstur Haraldsson PS. Svona i framhjáhlaupi má geta þess að einn boðsgestanna var Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri. Með hvaða hætti reyndist hann Ólafi Laufdal hjálplegur við byggingu hins þjóðlega skemmtistaðar í Mjódd- inni? búinn til að mæta hinu versta. Hvernig útskýra stjórnarherrar nauðsyn þess að bæta við nýjum vopnum? Útskýringin er yfirleitt á þessa leið: Andstæðingur okkar er bú- inn að ná yfirhöndinni á einhverju tilteknu hernaðarsviði. Til þess að standast honum snúning verð- um við að hefja framleiðslu nýrra vopna eða auka magnið á þeim sem fyrir eru. Og þegar andstæð- ingurinn sér viðbrögðin segir hann sem svo: ,,nú þeir eru að hafa lifibrauð af vopnafram- leiðslu. í stuttu máli, framleiðslan eykstog ný vopn koma til sögunn- ar óháð vigbúnaði óvinarins. Aukinn vigbúnaður er svo rétt- lættur með þvi að visa til óskilj- anlegra talfræðilegra skýringa á hernaðarmætti andstæðingsins. Einhver gæti nú freistast til að segja sem svo að hagkerfi Aust- ursog Vestursséu svo ólik að ekki getisama skýring áttviðbáða að- ila. Að breyta sverði í plóg 1 flestum umræðum sem snúast um vandamál okkar jarðarbúa kemur fram að tilveru okkar og velferð stafar ofar öllu ógnun af vopnum og fæðuskorti. I einfddni erhægtað álykta sem svo aðekk- ert sé hægara en að leysa tvö höf- uðvandamál mannkynsins, fram- leiða minna af vopnum og meira af mat. Amálihagfræðinnar heit- irþetta að breyta framleiðslunni, þ.e. nota eitthvað af þeirri orku, vinnu og hráefni sem i dag fer tií hergagnaframleiðslu til að auka framleiðslu á lifsnauðsynjum. Skáldin gætuorðað þetta sem svo ,,að breyta þyrfti sverði í plóg”. En tilvera okkar virðist vera flóknari en svo að nokkur merki séu þess að þessi einfalda lausn verði póliti'skur boðskapúr þeirra sem í dag leiða vopnakapphlaup- ið. Friðarviljinn og viljinn til af- vopnunar virðist vera fyrir hendi hjá öllum aðilum. En þegar á reynir er tortryggni og ýmsir hagsmunir friðarviðleitninni yfir- sterkari. Nýjasta dæmið er boð- skapur Hvitahússins um tvöföld- un hernaðarútgjalda Bandarlkj- anna á næstu árum á sama tima sem dregið verður úr þróunarað- stoð (nema þeirri sem er i formi hernaðartækja). Reynum að gera okkur grein fyrir hvað liggur að baki vopna- kapphlaupinu sem enn virðist bara aukast og aukast. Virðum fyrir okkur Austur og Vestur sem standa andspænis hvert öðru til- bæta við sig. Þessu iátum við dtki ósvarað”. Niðurstaðan er sú að allir réttlæta aukinn vigbúnað með þviað vi'sa til hernaðarmátts andstæðingsins. Til eru aðrar skýringar á vopnakapphlaupinu. Bent hefur verið á að vopnakapphlaupið hafi einhvern innri kraft sem sjái til þess að framleiðslan eykst og ný vopn koma til sögunnar. I mörgum rikjum vinnur meiri- hluti allra visindamanna að vopnarannsöknum og hernaðar uppfinningum. Atvinna þeirra fe'st i þvi að finna upp ný og full- komnari drápstæki. Með vissu millibili koma þeir á framfæri nýjum drápstækjum. Með full- tingi hersins komast þau á fram- leiðslustig áður en stjórnmála- menn átta sig. Þau verða ekki til vegna þess að stjórnmálamenn sjái einhverja þörf fyrir auknar varnir. Ný vopn koma fram á sjónarsviðið óháð óskum stjórn- arherra og aðgerða andstæðings- ins. Kerfið framleiðir ný vopn hvað sem öllu öðru liður. Þá er einnig hægt að benda á atvinnu sem skapast við vopna- framleiðslu. Stjórnmálamenn sem koma frá þeim héruðum er mestra hagsmuna eiga að gæta vegna vopnaframleiðslú reyna oft á tiðum að stuðla að auknum út- gjöldum til hernaðar. Með þessu vilja þeir efla hag kjós- enda/skjólstæðinga sinna sem Þá er rétt að benda á að um vopnaframleiðsiu og vopnasölu gilda önnur lögmál en almennt i þessum tveim hagkerfum. Kaup- andinn er einn i báðum tilvikum, rikisvaldið. 1 Vestri eru framleið- endur undir leiðsögn hins frjálsa markaðskerfis. 1 Austri er fram- leiðslan miðstýrð eins og flest annað. En miðstýring hindrar ekki að ákveðin héröð, sem byggjamikiðá vopnaframleiðslu, reyni að koma i veg fyrir að segl- in séu dregin saman. Og vísinda- mennirnir eru óþreytandi i þvi að bera fram nýjar hugmyndir. Það er jú þeirra starf. Umbreyting á framleiðslunni er sársaukafull fyrir marga aðila og þvi hefur kerfið tilhneigingu til ihaldsemi. Þetta á bæði við Austur og Vest- ur. Ef við leggjum trdnað á þessa skýringu er nauðsyniegt að skoða afvopnunarmál frá öðru sjónar- horni en verið hefur. Það verður að skoða samhengi hernaðar og efnahagslifsins, stuðla að vopna- kapphlaupinu. Og þá I framhaldi af þvi, hvað er hægt að gera tii að stöðva vopnakapphlaupið. Samkvæmt þvi sem áður er sagt verður afvopnun ekki slitin úr tengslum við þá þætti þjóðfé- lagsins sem stuðla að vopnakapp- hlaupi. Viðræður um afvopnun milli Austurs og Vesturs verða tilgangslausar ef ekki samtimis er stuðlað að breytingum i hag- kerfinu. Og hvernig fer sú breyt- ing fram? Eitt svar við þeirri spurningu fæst ef við skoðum það sem átti sér stað i Lucasverksmiðjunum i Bretiandi. Lucas framleiddi vopn. Framleiðslugetan var of mikil (erfiður fjárhagur rikis leyfði ekki eins mikil vopnakaup og framleiðendur höfðu uppá að bjóða?) Það stóð þvi til að loka verksmiðjumog segja upp starfs- fóiki. En leiðtogar og starfsmenn Lucas komust að samkomulagi um að reyna að breyta fram- leiðslunni, frá hergögnum til ein- hvers sem hægt væri að bjóða fram á hinum almenna markaði. Fyrsta skrefið var að sjálf- sögðu að setja uppfinningamenn fyrirtækisins, sem áður höfðu eitt sinni starfsorku til að skapa full- komnari drápstæki, til nýrra starfa. Að sjálfsögðu datt þeim ýmislegt nytsamt i hug. Ný og nytsöm tæki komu fram á sjón- varsviðið, tæki sem verksmiðjur Lucas voru færar um að fram- leiða og markaðurinn gat tekið á móti. Fyrir framtakið var starfs- mönnum Lucas veitt ,,Friðar- verðlaun Fólksins”. Verðlaun og viðurkenning sem veitter árlega i Noregi — sjóður myndaður við frjáls framlög. Með þvi að setja visindamenn til nýrra verkefna og skapa nýja framleiðslumöguleika fyrir vopnaframleiðslufyrirtæki má draga úr vopnakapphlaupinu, samkvæmt þvi sem hér á undan hefur farið. Við getum látið okkur detta i hug að þeir visindamenn sem i dag vinna að þvi að auka marksækni kjarnorkuflauga snéru sér að þvi að útbúa hand- hæga vatnsdælu drifna af sólar- orku. Þær verksmiðjur sem framleiða marksæknareldflaugar gætu svo séð um framleiðslu á þessum vatnsdælum. Dælur af þessari gerð eru eflaust kær- komnar viða á jörðinni. Hugmynd okkar er kannski út i hött. En hún er eitt tilbúið dæmi um það hvernig má breyta sverði i plóg.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.