Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 11
II _tlQlgarpOEf-‘rinn_Föstudagur 19. febrúar 1982 Jj ornsr nnMurínn Listskreytingasjóður ríkisins að fæðast: STÓRMÁL FYRÍR MYNDUSTARMENN — talsvert mál fyrir okkur hin Hér á landi hefur litiö farið fyr- ir listskreytingum bygginga. Þaö á sér eflaust sögulegar forsend- ur: Lengst af mátti islenska þjóöin þakka fyrir aö koma yfir sig torfþaki og i kringum sig grjótveggjum. Þegar þannig er ástatt gefst sjaldan tóm til aö velta fyrir sér listskreytingum. Viöa erlendis er þessu öfugt fariö. Sumar þjóöir eiga rika hefö i byggingarlist, og þar hefur veriö litið á hús, ekki sist opinberar byggingar, sem listaverk ekki siður en iverustaö manna. Sá frægi Michaelangelo vann til dæmis mest allt sitt æviverk i list- skreytingum húsa. A siöustu árum hafa þessi mál tekiö svolitinn fjörkipp hér á ís- landi. Sumir arkitektar hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að leita eftir samvinnu við myndlistar- menn um útlit og frágang húsa. I öörum tilvikum hafa húsbyggj- endur sjálfir óskað eftir list- skreytingum. Ómarkviss lög Nú i haust flutti menntamála- ráðherra frumvarp i alþingi sem hét „Frumvarp til laga um List- skreytingasjóð rikisins”. Frum- varpið er nú til meöferðar i menntamálanefnd Alþingis en nái „Höfundar- réttur arkitekta ekki skertur” „Félagiö hefur fengiö bæöi þessi frumvörp til umsagnar, og tekið jákvætt i þau bæöi”, sagöi Geirharöur Þorsteinsson,formað- ur Arkitektafe'lags tslands. „Við álitum aö í frumvarpi ráö- herrans komi fram viðbótar- ákvæöi, þaö sé ýtarlegra. Viö telj- um þessi frumvörp ekki andstæð- ur. Það sem við bendum hinsvegar eindregið á i umsögn okkar er að þess veröi gættað höfundarréttur arkitekta sé á engan háttskertur. Við viljum ekki að ákvarðanir séu teknar um listskreytingar nema i nánu samráði viö arkitektinn. Það finnst eflaust mörgum að ekki sé ástæða til að taka þetta fram, en 1 lögum i Sviþjóð t.d. er það ekki gert. Annars breytir þetta ekki svo ýkja miklu fyrirstarf arkitektsins. Þeir vinna jafnan með mjög mörgum i sinu starfi, verk- fræðingum, iðnaðarníönnum, þeim sem eiga að nota húsin, og svo framvegis. Myndlistarmaður erþvi i raun bara einn samstarfs- maðurinn i viðbót.” Listskreytingar húsa eru ekki óþekkt fyrirbæri hér á landi, þó þær séu ekki á hverju strái. Á myndum hér sjást skreyt- ingar á Laugardalsvellinum (Gestur Þorgrímsson), við hús Framkvæmdastofnunar (Jón Gunnar Árnason), viö hús Olis við Suðurlandsbraut (Magnús Tómasson) og veggmyndin á Tollstöðvarhúsinu (Barbara Árnason). það fram að ganga, og komi hugs- un þess til skila i framkvæmd — þá má búast við ansi miklum breytingum, ekki bara hvað varö- ar starfsskilyrði myndlistar- manna, heldur á öllu umhverfi okkar. Hingaö til hafa ekki veriö til ýt- arlegar reglur um þessi mál, og lög þar um eingöngu verið heimildarlög. 1 grunnskólalög- um er heimild til þess aö verja allt að 2% af áætluðum stofn- kostnaöi skólamannvirkis i list- skreytingu. Samkvæmt þessu ná ákvæði um listskreytingar opin- berra bygginga eingöngu til grunnskóla, og frumkvæði um slikt er i höndum sveitarstjórna. Reynslan sýnir hinsvegar að með þessum lögum varð engin framför. Framkvæmd greinar- innar i grunnskólalögunum hefur verið ómarkviss, enda ákvæðiö þröngt i eðli sinu,nær aðeins til grunnskóla og frumkvæði i hönd- um sveitarstjórna sem hafa mjög misjafnan áhuga á þessum mál- um. Svo var það fyrir tveimur eöa þremur þingum að Birgir Isleifur Gunnarsson, Halldór Blöndal, og Ólafur G. Einarsson lögðu fram frumvarp um listskreytingar op- inberra bygginga. I þvi frum- varpi var gert ráð fyrir að skylt væri aö ver ja til sliks milli 1 og 2% af byggingarkostnaði mannvirk- is, og að frumkvæðið væri i hönd- um viðkomandi sveitarstjórna hverju sinni. Þetta frumvarp var boriö upp tvö þing i röð. Svo gerist þaö um mitt ár 1980 að tveimur myndlist- armönnum er boðið á þing norrænna myndlistarbanda- lagsins i Moss i Noregi, þar sem þessi mál voru til umræðu. Ingvar Gislason hafði þá fengið nokkurn áhuga á málinu þvi hann ákveður að styrkja tvo myndlist- armenn i viðbót til þingsins. 20 meðalárslaun Ingvar baö siðan þá sem fóru til Moss um að safna öllum upplýs- ingum um þaö hvernig listskreyt- ingamálin stæöu á Norðurlönd- unum. A þinginu i Moss kom i ljós að Norðmenn eru i fararbroddi hvað þetta snertir, en norsk lög frá 1979 kveða á um að 2% af kostnaði við opinberar byggingar skuli fara i listskreytingar. „Þetta gefur listamönnum aukna starfsmöguleika, auk þess sem þaö skapar fegurra umhverfi,” segir einn Noregsfaranna.Sigrún Guðjónsdóttir,. formaður Félags íslenskra Myndlistarmanna, um reynslu Norðmanna af þessu. I Noregi var sá háttur hafður að stofna sérstakan sjóð til að fjár- magna listskreytingarnar, og það er sú leið sem menntamálaráö- herra fór i frumvarpi sinu núna i haust. Þar er lagt til að stofnaður verði listskreytingasjóður rikis- ins, sem hafi það markmið aö fegra opinberar byggingar með listaverkum. Tekjur sjóðsins verði árlegt framlag rikisins, sem nemur 1% álagi á samanlagðar fjárveitingar rikissjóðs i A hluta fjárlaga til þeirra bygginga sem rikissjóður stendur aö, auk vaxtatekna. Ef miðað er viö árið 1981 þýðir þetta að framlög rikisins yrðu 1.350.000.00. Þaö að viðbættu u.þ.b. 450 þúsund króna framlagi sveitarfélaga jafngildir um 20 meðalárslaunum. Sem er all nokkuð. Báknið Stjórn sjóðsins myndu skipa fimm menn: Einn frá mennta- málaráöuneytinu, einn frá Arki- tektafélaginu, einn frá Sambandi islenskra sveitarfélaga, tveir myndlistarmenn og einn frá Bandalagi islenskra listamanna. Eins og áður kom fram er þetta frumvarp til umræðu hjá menntamálanefnd, eins og reynd- ar frumvarp þeirra Birgis lsleifs, Halldórs og Clafs. I umræöum i þinginu i haust sem leiö lýstu flytjendur beggja frumvarpanna sig ánægða með áhuga hins, og sumir lita reyndar svo á aö frum- varp menntamálaráðherrans sé i aðalatriðum mjög svipað hinu, nema hvaö það sé ýtarlegra. Að- almunurinn er sá að frumkvæðið yrði i höndum sjóðstjórnarinnar, en ekki sveitarfélaganna. Af framansögðu má vera ljóst að þegar þetta frumvarp nær fram að ganga vænkast hagur mynd- listarmanna i landinu verulega um leið og umhverfi okkar allra ætti að verða fegurra. En um leið bætist auðvitað aðeins við báknið. „Dálítið mikið stórmál ’' „Þetta er svolitið mikið stór- mál fyrir myndlistarmenn” sagði Jón Gunnar Arnason I samtali við Helgarpóstinn. „Ég get nefnt þér sem dæmi”, sagði hann, ,,að I Þýskalandi eru tvö prósent bygg- ingarkostnaðar látin renna til listskreytinga opinberra bygg- inga. Ef sama regla væri hér þá færu um 3 milljónir, 300 milljónir gamlar, til listskreytinga á nýja seðlabankahúsinu. Það gcfur auga leið að okkur myndlistar- menn munar um þessa lagasetn- ingu. Hingað til hefur þetta verið einskonar frjáls markaður, sem byggst hefur á því að maöur þekkir mann. Engin stofnun eða enginn einn aðili hefur verið til staðar til að fara með þessi mál. Mikið til hefur þetta verið ihönd- um arkitekta.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.