Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 4
Greind manna er arfgeng. Greint fóik eignast að jafnaði færri börn en það sem ekki er jafn greint. Af þvf leiöir aö meira fæðist af börnum sem fá litla greind i arf frá foreldrum slnum. Þetta er ekki efnilegt. Reyndar væri alveg voðalegt ef kenningin hér að framan er rétt. óbeint felst I henni að Adam og Eva hafi verið súpermenn, með súpergreind, og að siðan hafi mannkyninu samámsaman farið aftur. Með hverri kynslóð hafi heimskan aukist, og greindin minnkað. Þvl er erfitt að kyngja. En það er þá llka kannski vegna þess að nú ræður heimskan rikjum, og Htiö fer fyrir réttri dómgreind. Arfgeng snilligáfa Ekki eru nema um 70 til 80 ár siðan farið var aö mæla greind fólks, með þeim aöferð- um sem ennþá eru notaðar. Sá sem fyrstur varð til aö búa til greinarpróf eins og við þekkjum þau i dag var frakkinn Alfred Binet, en árið 1904 fékk hann þaö verkefni frá frönskum yfirvöldum að gera próf sem gæti greint litt gefin eða vangefin börn frá þeim sem betur væru gefin. Það sem vakti fyrir yfirvöldum var það sama og enn vakir fyrir sömu aöilum, semsagt að hlifa hinum verr greindu við skólagöngu, sem væri þeim ofviöa og sjá þeim fyrir sérkennslu. Binet vann verk sitt svo vel að enn eru helstu greindarprófin meö svipuðu sniði og próf hans. Reyndar var annar maður farinn aö fást við svipaða hluti aöeins á undan Binet. Sá hét Francis Galton og var góður vinur Dar- wins. Aðferöir hans voru sumar hverjar dá- litið groddalegar. Hann beitti þróunarkenn- ingu vinar sins umbúðalaust á mannlega hæfileika og vitsmuni: Erfðir réöu öllu, uppeldi og umhverfi engu. Ein aðferð Galtons var sú að kanna hvort virðing, frægð og völd gengu i ættir, þvi hann taldi augljóst að aðeins hæfileika- menn hlytu frægð og völd. I riti sinu, Here- ditary Genius (Arfgeng snilligáfa) rakti hann ættir mikilsverðustu embættis- manna i Bretlandi, til að sanna kenningar sinar. Komst hann aö þvi til dæmis að 48% frægra feðra eignuðust fræga syni! Hagnýtur tilgangur I dag þykir vafasamt að hæfileikar einir ráði þvi hvar menn lenda i þjóðfélags- stigunum, að ekki sé talað um hið stétt- skipta forréttindaþjóðfélag Bretlands Viktoriutimans. En Galton horfði ekki i svoleiðis smámuni. Enda eru kenningar hans á þessu sviði litt teknar alvarlega af sálfræðingum. En próf Bineis eru enn notuð. Þau próf sem islenskir sálfræðingar nota á krakka hér á landi eru einmitt útfærsla á hans prófi. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, var beðinn áð segja frá þessum greindar- prófum. „Markmiðið með þessum prófum”, sagði hann, ,,er að segja fyrir um liklegan árang- ur barna og unglinga i skólanámi. Greindarprófin eru þvi búin til i hreinum hagnýtum tilgangi. Þar af leiðir aö verk- efnin á prófinu eru valin með það i huga að þau reyni á sömu atriði og reynir á I skólanámi. Þetta er gert til þess að ekki þurfi að biða eftir * **£_ einkunnum i skóla. Þessi próf eru gagnleg ef þau eru notuð réttilega, til þess aö skipuleggja nám fyrir börn. En það má eiginlega ekki rugla þessu saman við greind. Ýmis atriöi I andlegri getu snerta litið skólanámið, til dæmis sköpunargáfa, tónlistarnæmi og annað þessháttar. Þarna er um að ræða praktlskt próf sem veitir góða forspá um hæfni barnsins til skólanáms. Stöðlun Til þess að svona próf þjóni tilgangi sin- um verða þau aö vera stöðluö á nægilega stórum hópi fólks. 1 það fer griðarleg vinna, en þá vitum við iika að barn sem fær greindarvisitöluna hundrað er I meðallagi. Sem dæmi um andstæöuna má nefna að þó barn fái einkunnina 7 i reikningi i 11 ára bekk, þá segir það okkur mjög litið. — Það getur verið mjög gott, — það getur verið lé- legt miðað viðhina krakkana i bekknum, en er þá barnið i góðum bekk eða vondum, eöa er prófið óvenju þungt eða óvenju létt? Stöölunin er þvi mikilvæg. Hér á Islandi eru aðallega tvö kerfi I notkun. Annarsvegar próf sem Dr. Matthias Jónasson vann. Það er mjög vandað og mikil vinna lögð I stöölun á þvi. Það er unniö eftir fyrirmynd Binets og er mjög mikið notað hér. Hinsvegar er svo ameriskt kerfi sem svo- litið er notað. Þaö hefur verið staðlað á börnum hér i Reykjavik, og er mjög gott að þvi leyti að það er afar ólikt hinu. Svo er hér til eitt prófkerfi fyrir fullorðna. En það er öllu vafasamara”, sagöi Sigur- jón. Sigurjón sagði margt geta truflað i greindarprófun á fullorðnum, til dæmis mismunandi menntun, og mismunandi uppruni. „Heimur barna er likari”, sagöi hann, „og þar viö bætist að próf þeirra eru gerð i ákveðnum tilgangi. Þau eru þvi mun áreiðanlegri”. Að sögn Sigurjóns er gagnlegt að greindarprófa fullorðna I sambandi vö ýmsa sjúkdóma, heilaskemmdir og fleira, „þegar þörf er á þvi aö meta getu heilans til starfa”, sagði Sigurjón að iokum. En ann- ars eru greindarpróf fullorðinna, án sér- staks markmiös (annars en aö komast að „greind” þeirra) vafasöm. Hvaö er greind? Það stafar af þvi að menn eru hreint ekki sammála um það hvað greind sé. Flestir gera sér einhverjar hugmyndir um það, og I mjög stórum dráttum er eflaust hægt aö komast að þvi hve greindir einstaklingar eru. En vísindalegri nákvæmni er ekki fyrir að fara. Þessu hefur veriö likt við það ef eina mælieiningin til að finna út lögun hluta væri „stærö”. Þannig væri hægt að segja að t.d. úlfaldi væri svona og svona „stór”. Einnig væri hægt að segja aö nálaraugað væri svo og svo „stórt”. En þessi mæliein- ing segir ekkert um það hvort úlfaldinn kemst i gegnum nálaraugað, þvi hann gæti verið mjög breiður, en nálaraugað mjótt. A sama hátt er grindarvisitala ónákvæm Það er með greindar- vísitöluna eins og framfærsluvísi- töluna: Visitölugrunnurinn er ansi vafasamur eftir Guðjón Arngrímsson „Sérfræðingar” telja John Stuart Mill hafa haft greindarvisitöluna 190. Það er all nokkuð þegar til þess er tekið að eðli- leg greind feilur innan markanna 85 til 115. Séní sögunnar Sagt er að séni hafi ekki aðeins mjög háa greindarvisitölu, heldur einnig pínu- litla geðveiki i bland. Lengi hafa menn haft gaman af þvi að geta sér til um greindarvísitölu sögufrægra persóna. Arið 1926 sendi sálfræðingurinn Dr. Catherine Morris Cox frá sér bókina „Genetic Studies of Geniuses”, og I henni birtir hún niðurstöður rannsókna sinna á þvi hver greindarvlsitala 301 frægra manna væri. Tölur sinar byggir hún á þvi hve næm stórmennin voru fyrir 17 ára aldur. Hér eru nokkur nöfn af lista hennar. Og það er um að gera aö spyrja sjálfan sig ekki hvernig i ósköpunum hægt er að mæla greindarvisitölu manns sem hefur veriö látinn i kannski tvö hundruð ár! 1. John Stuart Mill enskur rithöfundur, hagfræðingur — 190 2. Goethe, þýskt skáld — 185 3. Voltaire, franskur rithöfundur — 170 4. Mozart, Austuriskt tónskáld — 150 5. Galileo Galilei, italskur stjarnfræð- ingur — 145 6. Charles Darwin, enskur náttúrufræö- ingur — 135 7. Leonardo da Vinci, italskur visinda- maöur, málari — 135 8. George Washington, forseti Banda- rikjanna — 125 9. Joseph Haydn, austuriskt tón- skáld — 120 10. Miguel de Cervantes, spánskur rithöf- undur — 105 mælieining. Þóallir sálfræöingar viti þetta, og leggi þess vegna áherslu á að greindar- prófin séu ekki algild mælieining, hafa samt margir þeirra afskaplega gaman af tilraunum með greindarpróf. Og þó þau mæli kannski ekki akkúrat „greind”, þá mæla þau þó eitthvað. Áfengið forheimskar Greindarprófin hafa til dæmis sýnt fram á að Caffein, eitriö I blessuðu kaff- inu, bætir hæfileikann til aö ráða fram úr vandamálum. Það skerpir minnið og við- bragösflýti. Góðar fréttir fyrir kaffi- drykkjumenn. Fyrir venjulega drykkju- menn eru hér hinsvegar slæmar fréttir: Það þarf ekki nema 20 grömm af áfengi til að fram komi greinilegur munur til hins verra á gáfnaprófum. Eftir einn gúlsopa af brennivini hefur greindinni hrakað merkjanlega. Þá hefur komið i ljós að þaö er á aldrinum 20 til 27 ára sem fólki gengur best á þessum prófum. Eftir það hallar undan fæti, og það segir kannski sina sögu um gallana á greindarprófum. Svo er það kenningin sem minnst var á hér fyrst. Hún byggir á þeirri staöreynd að erfðir hafa mjög mikið að segja um gáfur. Þetta hefur verið sýnt fram á til dæmis með tilraunum með tvibura. Þaö hefur komiö i ljós að eineggja tvlburar, sem jafn- vel eru aldir upp i sitt hvoru lagi, við mjög ólikar aðstæður, eru undantekningalitið með mjög svipaða greind. En þó tvö óskyld börn séu alin upp á sama heimili, við sömu aðstæður, er greind þeirra alveg jafn mis- munandi og væru þau alin upp i sitt hvoru lagi. Það er semsagt taliö að greind sé að mjög miklu leki (talan 80 prósent hefur verið nefnd) arfgeng. Ef siðan er litið á könnun sem sál- fræðingurinn R.B. Cottel geröi á 3734 börn- um kemur I ljós aö þau börn sem höfðu greindarvisitölu yfir 130, komu úr fjöl- skyldum sem i voru aö meðaltali 1.8 börn. En þau börn sem höfðu lægstu greindar- visitöluna, milli 70 og 80, komu úr fjölskyld- um sem i voru 4.7 börn að meðaltali. Það lá semsagt i augum uppi að þvi færri börn I fjölskyldu, þvi greindari voru þau. Til að bæta gráu ofan á svart kom i ljós i könnun sálfræðings nokkurs á Wight eyju að lækkunin milli kynslóöa er 2.06 greindar- visitölustig. Semsagt: Ekki gott. Alltaf hækkandi En ekki skrifa nú allir sálfræöingar undir þessar kenningar. Þær voru mjög vinsælar á fyrstu áratugum aldarinnar, en uppúr 1950 töpuðu þær verulegu fylgi. Þetta ein- hvernveginn gengur ekki upp. 1 Toronto i Kanada var t.d. gerð könnun á stærö fólks. 1 ljós kom aö hávaxnir foreldrar áttu yfirleitt hávaxin börn, og að lágvaxnir foreldrar áttu lágvaxin börn. En svo kom einnig i ljós að lágvaxið fólk eignaðist að jafnaði fleiri börn en þaö hávaxna. Af þessu heföi mátt draga þá ályktun að meðalhæð fólks i To- ronto færi lækkandi. En það var öðru nær: Hún fer alltaf hækkandi. Það sama á ef til vill við um greindarvisi- töluna. Greindarprófin eru góö til að athuga getu barna til skólanáms, en að ööru leyti vita menn ósköp litið um hvað þau segja okkur. mynd: Jim Smart Föstudagur 19. febrúar 1982 holrjarpn'zt, irjnru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.