Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 25
Fiðlunámið krefjandi Þá er komið aö fiölunni. Stuö- arinn fékk Geröi Gunnarsdóttur til að segja okkur eilítiö um fiöl- una og við gefum henni orðið. „Fiðlan á sér langa þróunar- sögu eins og vænta má. Fyrr á öldum voru til ýmiss konar strengjahljóðfæri sem leikiðvar á með boga og á sumum þeirra var haldið eins og á fiðlu. 1 kringum 1520 var farið að smiða þriggja strengja fiðlu á Norður Italiu og nokkru seinna ca. 1550 bættist fjórði strengurinn við. Fiðlan hélst si'ðan svo til óbreytt i u.þ.b. 300 ár eða allt fram á daga J.S. Bachs. Uppúr þvi má segja að það hafi orðið þáttaskil i sögu fiðluimar. Fiðlusmiðir hófu að smiða sterkari og hljómmeiri fiðlur og breyttu jafnframtgömlum fiðlum til að ná fram þessum eiginleikum. Mjög snemma i þróunarsögu fiðlunnar komu í ljós frábærir fiðlusmiöir. A ítah'u eru þekkt- ustu nöfnin Amati, Guameri og Stradivari, i Austurriki Stainer og i Frakklandi Lupot.” — Hverjir eru helstu fiðluleik- ararnir? „Einn fyrsti fiölusnillingurinn var ítalinn Biagio Marini en hann var jafnf ram t einn af þeim fyrstu til aö semja tónlist sem féll að eiginleikum fiðlunnar, (idiomatic music). Fiðluleikur þróaðist á Italiu með tónlist þeirra Marini,Legrenzi, Merula og fleiri, en breiddist Siðan út til Austurríkis, Þýskalands, Frakklands og viðar. Ekki má heldur gleyma italska fiðlusnill- ingnum Corelli. Og ef við færum okkurnærokkar dögum þá er af mörgu að taka, t.d. Heifetz, Schering, Oistrach, Menuhin, Zuckerman og Perlman.” — Hvaða möguleikar eru að læra á fiðluna? „Að þvi er ég best veit er kennt á fiðlu i' öllum tónskólum hér á Stór-Reykjavikursvæðinu og i imjög mörgum tónskólum úti á landi, en hér er enginn skóli á háskólastigisvo þeir sem hafa hug á framhaldsnámi verða allir aðleita út fyrir land- steinana og þaö er oftast nær mjög kostnaðarsamt nám.” — Er þetta erfitt nám? „Já, bæði erfitt og langt nám Ég er búin að læra i 10 ár og finnst ég rétt að byrja. Þetta er ekki nám sem tekur einhvern ákveðinn árafjölda og eftir það útskrifast maður. Maður er aldrei búinnað læra á fiðlu, en það er nú lika reyndin i svo fjöl- mörgu öðru. — Er eitthvað sérlega mikil- vægtifiðlunáminu? „Ja, það er nú kannski erfitt að draga einn hlut framyfir annan en ég mundi segja að samspil væri mjög mikilvægur þáttur i fiðlunáminu, bæði i kammermúsik og hljómsveitar- spili. Það er visshlutiaf náminu að læra aö vinna með öðrum og kynnast vinnubrögðum ann- arra.” — Er fiölunámið skemmti- legt? „Þetta er ákaflega krefjandi nám en gefur manni lika alveg gífurlega mikiö. Ég held að skemmtilegt sé kannski ekki alveg rétta oröiö en þó getur þetta oft verið mjög skemmti- legt í eiginlegri merkingu orös- ins. En það er sama sagan meö þetta og allt annað sem maður tekur sér fyrir hendur að það er gaman ef vel gengur.” — Og hver er ekki sammála þvi? Viö þökkum Gerði kærlega fyrirupplýsingarnarog spjalliö. PÓSTUR OG SÍMI lAldrei heyrt í eins frá- bærri hliómsveit! Ég heyrði i hljómsveitinni EGÓ niðri á Lækjartorgi um daginn og ég hef aldrei á ævi minni heyrt i eins frábærri hljómsveit. Þeir sögðust vera að fara i plötuupptöku svo mig langar að vita hvað liður á löngu þar til platan kemur út. Ég get varla beðið eftir henni. Hvar er hægt að fá brjóstnælu meö EGÓ? Ég er búin að spyrja i öllum búðum en fæ hana hvergi, samt hef ég séð suma með svona nælu. Ég skil ekki afhverju Þóra og Ella segja i síðasta Stuðara að EGÓ séu tilfinningalega bækl- aðir. Mér finnst að þær verði að rökstyðja svona skitkast. Getiði ekki kynnt góðar út- lendar hljómsveitir? Það er svo margt sem mig langar aö vita um CLASH. Ég á allar plöt- urnar þeirra og lika plötur sem þeir búa til meö öðrum eins og Ellen Foley og Ian Hunter. Mig langar að vita hvaða fleiri plötur þeir hafa gert með öðr- um. Ég hef heyrt að það sé til Kántrý plata með lögum eftir þá og að þeir hafi hjálpað enskri symfóniu hljómsveit. Viljiö þiö 1 skrifa allt um CLASH sem þið Utanáskriftin er: Stuöarinn do Helgarpósturinn Síðumula 11 105 Reykjavík Sími: 81866 vitið. Mér finnst CLASH og EGÓ vera bestu hljómsveitir í heim- inum. Svava Hæ Svava! Við hringdum i Bubba EGÓ- kappa og spurðum hann um allt sem þig langar að vita. Hann gat ekki sagt nákvæmlega hvenær platan kemur út, þaö getur verið fljótlega en það getur lika dregist fram i júni, það veltur allt á útgáfufyrir- tækinu. Það er ekki búiö að ákveða hvort þaö verður plakat með plötunni en það verða alla- vega einhverjar myndir. EGO menn létu búa tii brjóstnælur fyrir sig og eru bara meö þær heima enn sem komiö er en ætla kannski að setja þær I búöir. Viö hringdum lika I tónlista- sérfræðing okkar og fengum allar upplýsingar sem hann gat krækt I um CLASH. Hljómsveitin var stofnuð árið 1976 af Mick Jones. Arið eftir fóru Clash og Six Pistols i svo- kallaö anarkihljómleikaferða- lag um England og vöktu alls- staðar mikla eftirtekt. Eftir þessa ferð varð Clash ein helsta pönkhljómsveit Englands. Nú á seinni timum hafa Clash hins- vegar veriö ásakaöir um aö hafa svikið pönk „hugsjónina”, með þvi að hafa gert samning við stórútgáfufyrirtækið C.B.S. Núverandi meölimir Clash eru: Mick Jones (sambýlis- maöur Ellen Foley) á gitar, Joe Strummer (John Mellor) gitar og söngur, Paul Simonon á bassa og Terry Crimes (Chimes) á trommur. Og plötur þeirra: The Clash 77, Giv’en enough rope 78, London calling Æskan 83 ára Nýjasta tölublað Æskunnar sem nú er 83 ára barst í hendur okkar Stuð- kvenna um daginn. Æskan hefur tekið upp þá ný- breytni að fjalla töluvert mikið um popptónlist með það fyrir augum að ná bet- ur til unglinga. — Að öðru leyti hefur blaðið lítið breyst. AAeginefni er fræðslu og sögu- og mynd- efni fyrir börn. Æskan mætti breytast töluvert meira ef hún vildi ná tii unglinga að ein- hverju ráði og væri þá kannski ekki úr vegi að leggja niður predikunar- tóninn. (tvöfalt) 79 og Sandinista plötur) 80. Mick Jones og Joe Strummer hafa spilað inná eina plötu meö E. Foley og Mick Jones á plötu með I. Hunter. M. Jones hefur spilaö meö Synfóniuhljómsveit Lundúna en llklega er ekki P nein upptaka af þvi. Clash halaa nú til i USA en ekkert hefur heyrst frá þeim siðan 6980. Sér- fræðingur okkar hefur ekki VY heyrt aö til sé nein kántrý plata með þeim. En Clash stefna að þvi aö gefa út plötu á þessu ári. Still þeirra hefur breyst töiuvert frá þvi sem hann var en nú spila þeir helst rokk og raggý. Vertu vandlátur á brauðið þitt. Þaó emm vió. SAMSOLIJ BRAIJÐ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.