Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 19. febrúar 1982 helgarpósturinn Nýtt af nálinni Pete Shelley-Homosapien Pete Shelley hefur verið viðriðin poppbransann frá árinu 1975 er hann, þá aðeins 18 ára gamall, stofnaði hljómsveitina Buzzcocks með vini sinum How- ard Devoto. Þeir vöktu fyrst at- hygli eftir að punkið hafði haldið innreiö sina árið 1976, en þá lék hljómsveitin einstaka sinnum sem upphitunarhljómsveit hjá Sex Pistols og Clash. Devoto yfirgaf hljómsveitina seint á árinu 1976 og eftir það réöi það spuröist út á síðasta ári að hljómsveitin heföi hætt störfum og Pete Shelley hygöi á sóló- feril. Það kom mönnum hins vegar á óvart, þegar litla platan með laginu Homosapien kom út hverslags lag þar var um aö ræða. Tónlist Buzzcocks var hröð og hrá popptónlist. Homo- sapien var ekkert likt þvi sem Shelley haföi áöur fengist við að leika. Lag þetta, sem upphaf- lega var hugsað sem demó fyrir Buzzcocks , er miklu Popp eftir Gunnlaug Sigfússon Japan-TinDrum Hljómsveitin Japan hefur verið til i um það bil sex ár og á þeim tima gefið út fimm stórar plötur. Það væri þó synd að segja aö Japan hafi sett heiminn á annan endann til að byrja meö og i fyrstu var þeim fundið flest til foráttu. Mest voru menn óhressir með hversu tónlist þeirra liktist tónlist Roxy Music, Brian Eno og David Bowie. Aö visu þóttust menn heyra eitthvað á plötunum Quiet Life og Polaroids, sem benti til þess að hljómsveitin væri á réttri leið. Það er hins vegar ekki fyrr en nú meö nýjustu plötu sinni, Tin Drum, að Japan hefur tekist að skapa sinn eigin stil. Það er helst að hægt sé að finna aö þvi hversu söngur David Silvain likist enn, og kannski aldrei meira, söng Brian Ferry, söngvara Roxy Music. Annars er Tin Drum helst merkileg fyrir þær sakir að hljómsveitin hefur orðið fyrir geysilegum áhrifum frá kin- verskri alþýðutónlist og nota þeir þessi kinversku áhrif vel á plötunni. Þaö má reyndar furðulegt teljast aö '.ónlist þessi hafi ekki áður verið notuð i þessum mæli til að krydda popptónlistina, eins og hún getur verið heillandi og skemmtileg. Helst eru áhrif þessi áberandi á lögunum Canton, Visions Of China og Cantonese Boy. Allir eru meðlimir Japan hinir ágætustu hljóöfæraleik- arar en bestur er þó bassaleik- arinn Mick Karn, sem er sér- lega góður og er bassinn þar af leiöandi nokkuö áberandi i tón- list hljómsveitarinnar. Annars byggist tónlist þeirra mikiö upp á synthisizerum svo sem titt er um hljómsveitir i dag. Siðustu fréttir herma aö hljómsveitin hyggist jafnvel hætta störfum innan skamms. Við skulum þó vona að svo veröi ekki, þvi það yrði sannarlega sjónarsviptir af henni. Shelley þar einn rikjum. Hann var aðallagasmiðurinn, söngvari og gitarleikari. Buzzcocks náðu þvi aldrei að verða verulega vinsælir. Þeir gáfu út nokkrar mjög góöar litlar plötur, svo sem Orgasm Addict, What Do I Get?, I Don’t Mind og Love You More. Einnig sendu þeir frá sér þrjár þokka- legar stórar plötur og var sú fyrsta sérstaklega góð. Ein- hvern veginn var það nú samt svo með Buzzcocks, aö það var sem þeir byrjuöu á toppnum en er liöa tók á dvinuöu vinsæld- irnar og gæöum platna þeirra hrakaöi. Það kom þvi mönnum ekki neitt sérlega á óvart þegar fremur i stil nýrómantikurinnar en gömlu Buzzcocker laganna. Þó Hómosapien sé þrælgott lag, þá náði þaö ekki neinum veru- legum vinsældum og er þvi að- allega kennt um að BBDneitaöi að spila þaö nema bara á kvöld- in. Fyrsta stóra sólóplata Shelleys ber einnig nafniö Homosapien og er þar um athyglisverðan og eigulegan « grip aö ræða. Tónlistin er öll samin, sungin og leikin af Shelley. Hann leikur á gitara, hljómborð og nýtur aðstoöar trommumaskínu. Martin Rushent, sem er nokkurskonar umboðsmaður Shelleys, stjórnar upptökunni en hann hefur áöur náð mjög góðum árangri með hljómsveit- irnar Stranglers (hann stjórn- aði þrem fyrstu plötum þeirra), Human League og Altered Image, auk þess sem hann stjórnaði upptökum á öllum Buzzcocks plötunum. Saman hefur þeim Sheiley og Rushent sem sagt tekist að gera hina ágætustu plötu. Það er greini- legt aö Shelley er ekki af baki dottinn þó Buzzcocks hafi fallið uppfyrir, þvi tónlist hans er nútfmaleg og hressileg popptón- list. Höfuðskepnurnar beislaðar Sú var tiðin, að heimildar- myndir voru einu kvikmyndirnar, sem gerðar voru á islandi, þó sjaldan hafi þær fariö mjög hátt. Eftir tilkomu kvikmyndasjóðs hafa þær siðan algerlega fallið i skuggann fyrir leiknum myndum, ef undan er skilin myndin um lif- riki Breiöafjarðareyja. Heimildarmyndir og aðrar stuttmyndir eiga mjög erfitt upp- dráttar innan kvikmyndaiönað- arins — ekki bara á tslandi — og ein höfuðástæðan fyrir þvi er sú hve illa gengur að koma þeim á framfæri. Þaö þarf þvi nokkurn kjark að ráðast I gerö slikra mynda upp á sitt eindæmi, Frið- rik Þór Friðriksson hafði kjark til þess, og árangurinn fengum við að sjá siðastliðiö sunnu- dagskvöld, þegar Sjónvarpið frumsýndi mynd hans, Eldsmiö- inn, kvikmynd um Sigurð Filippusson. Sigurður þessi er hinn mesti hagleiksmaöur og hefur stundað járnsmiði alla sina ævi. Ekki nóg meö þaö, heldur hefur hann smið- að flest þau verkfæri, sem hann notar, auk þess, sem hann hefur fundið upp og endurbætt nytsam- lega hluti. t mynd sinni leggur Friðrik Þór aöaláhersluna á þennan þátt i llfi Siguröar, og er það vel. Þannig hangir myndin nokkuð vel saman. Friörik og félagar gerðu mynd- ina af nokkrum vanefnum, en ekki verður annað sagt, en þeim hafi tekist vel upp. Þó hún sé ekki ýkja frumleg aö formi til, bregður stundum fyrir ákaflega skemmti- legum myndrænum tilþrifum, og vil ég sérstaklega nefna sjón- varpsauglýsingaatriði myndar- innar. Það er greinilegt á allri bygg- ingu myndarinnar, að að- standendum hennar hefur þótt mlkið koma til gamla mannsins, sem hefur beislað höfuðskepn- urnar fjórar i starfi sinu. Ahorfandinn smitaðist einnig af þessari virðingu þeirra, þvi Eld- smiðurinn er eitthvað ánægjuleg- asta innlenda sjónvarpsefnið, sem sést hefur i langan tima. Samstarfsmenn Friðriks Þórs viö gerö myndarinnar voru þeir Ari Kristinsson kvikmyndari og Jón Karl Helgason hljóðupptak- ari. Eldsmiðurinn Sigurður Filip.pusson við iðju sina. Hvað er aftur og fram? Vonandi verður það eilift deilumál, hvernig höfundar eigi að skrifa. Vonandi verða alltaf einhverjir til aö hneykslast á nýjungum og aðrir til að lofa þær. Það er mjög illt, ef tónverk og höfundar eru kæfð við fæð- ingu eða yfirgnæfð, svo að þau ná aldrei eyrum. A þessu er ekki sist hætta nú á dögum, þegar snilli „umboðsmanna” er einatt mikilvægari til framgangs en samanvafin nótnahefti eða stundum þungt prik, sem þeir lömdu i gólfið. Faðir frönsku óperunnar á 17. öld, Lully, lamdi sig svo i fótinn með þess- konar priki, að hann fékk blóð- eitrun af og dó) Lúðvik var hljómsveitarstjóri i Vin 1812—16 og efldi hljóm- sveitina m.a. i þeim mæli, að hún gæti af fullum mætti tekist á við sinfóniur Beethovens. Það segir hinsvegar nokkuð um tak- markanir Spohrs, að hann taldi Eyrna /yst éftir Arna B|örns5on snilld listamanna. Alika slæmt er það, þegar ágætis skáld gleymast áratugum og öldum saman eða að eilifu, af þvi þau voruekki miklir brautryðjendur og klemmdust á milli stærri nafna. Þessa duttlunga tisk- unnar (was die Mode schnell geteilt) má t.d. merkja á Stein- grimi okkar Thorsteinssyni, sem var mjög dáður um sina ævidaga. Siðan var heldur litið á hann með vorkunnsemi i hálfa öld, en nú eru menn aftur teknir að meta hann og lofa. Lúðvik Spohr . Einn slikra hálfgleymdra ágætismanna er Þjóöverjinn Louis Spohr (1784—1859) Framan af ævi var hann kunn- astur sem fiðlusnillingur og ferðaöist vitt um lönd ásamt konu sinni Dorette Scheidler hörpusnillingi. Siðar varð hann einn af frægari hljómsveitar- stjórum Evrópu og m.a. einna fyrstur til að nota tónsprota af nútima gerð. (Aður notuðu menn bara guðsgafflana, Þá Niundu vonda músik, þegar hann heyrði hana fyrst. Hann var óperustjóri i Frankfurt (Main) 1817—20, en hann samdi sjálfur 10 óperur, og voru þeirra þekktastar Faust og Jessonda (1823). Þótt óperur hans séu ekki alkunnar lengur, voru þær mikilvægur tengiliður milli Webers og Wagners. Louis Spohr samdi einnig mikið af kammermúsik, sem okkur er litt kunn, en ku enn vera mikið notuð til heimabrúks i Austurriki og var reyndar bæði fersk og safamikil meðan hann var undir fertugu, en þá settist hann endanlega að sem \hirð- hljómsveitarstjóri i Kassel, en^ ekki Cassel. (Hroðalegt er að sjá þýsk nöfn stafsett á ensku. Hvenær fer Keflavik að heita Ceflavik?) Eitt þessara verka fengum við nokkur útvalin að heyra á Háskólatónleikum i Norræna húsinu I hádeginu fyrir viku. Það var oktett i E-dúr, Op. 32 sem þau fluttu Júliana Elin Kjartansdóttir á fiðlu, Helga Þórarinsdóttir og James Sleigh á lágfiðlur, Isidor Weiserá kné- fiðlu, Richard Korn á bassa, Joseph Ognibene og Jeanne Hamilton á horn og Einar Jó- hannessoná klarinettu. Og það verð ég að segja, að þar misstu margir af meiri' skemmtun en þá hefur grunað. Þetta var ein- faldlega stórfint. Bæði er verkiö með afbrigöum skemmtilegt og svo var það prýðilega flutt. En svona er það. Þegar nafn tón- skáldsins er ekki þekkt úr heim- ildum á borð við kennslubækur i mannkynssögu, þá halda menn, að eftir litlu sé að slægjast. En það er verst fyrir þá sjáifa. Stravinski Ef fyrrnefndur Spohr mátti kallast umbótasinni, þá var , Rússinn Igor Stravinski bylt- ingamaður (1882—1971), Það ætlaði allt vitlaust að verða þegar hann kom fram með Eld- fuglinn, Petrúsku og Vorblót fyrir rússneska ballettinn hans Djaghiléfs i Paris 1910—13. Þetta var sko langtum verra en 9. sinfónia Beethovens á sinum tima. En þessi verk, sem voru upphaf nýrrar aldar I tónlistar- sögunni, voru um leið einskonar endalok ákveðins þróunarferils hjá tónskáldinu sjálfu. Hann beitti vist hljómsveitinni aldrei aftur af sama afli og i Vorblóti. Hann er einhver mesti sjálfs- endurnýjunarmaður, sem um getur. I tilefni hundrað ára afmælis Stravinskis flutti Kammersveit Reykjavikurokkur sýnishorn af nýrri verkum hans, frá 1938—68 undir stjórn Pauls Zukofský. Það var vel við hæfi að byrja aftan frá með helgisöngvum eftir Hugo Wolf.sem Stravinski hafði umskrifað fyrir hljóm- sveit 68 ára gamall og Sigrún Gestsdóttir söng. Siðan söng Ig°r Stravinski, Sergei Djaghfléf, Jean Cocteau og Eric Satie. Teikning frá þvi um 1913 eftir Larinof. Ruth Magnússon harmljóð i minningu J.F. Kennedys, sem W.H. Auden orti aö beiðni tón- skáldsins. Er það ekki I fyrsta sinn, sem mikilmenni vinna merkileg verk af fremur ómerkilegu tilefni. Beethoven var þó svo pólitiskt nasvis, að hann svipti Napóleon tileinkun- inni á Hetjusinfóniu sinni. Þriðja verkið v ar svo septett frá 1953. Þar er f jölröddunartæknin mest áberandi, en áhrifa gætir einnig frá tólftónatækninni, sem hann var þá ekki búinn að af- skrifa. Enn kom harmljóð og nú frá 1944 fyrir einleiksíágfiðlu, sem Stephen King fór mjög svo nostursamlega með. Skemmti- legast var siðasta verkiö, kon- sert i Es-dúr frá 1938, kenndur viðsetrið Dumbarton Oaks. Það má vlst segja, að Branden- borgarkonsertar Bachs séu viss fvrirmynd að þessu verki. Það er hins vegar svo stravinskt sem verða má. Og liklega þótti þetta skemmtilegast, af þvi maður er svo langt á eftir gamla manninum og þetta minnti mest á þann Stravinski, sem hneyksl- aði heiminn rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld. Fordæmi Stravinskis er mjög merkilegt. Við erum oft að býsnast yfir þvi, að nútimatón- skáldin semji ekki „almennileg verk”. Auðvitað geta þau vel samið verk i stil Haydns eða Tsjækofskis, rétt einsog atóm- skáldin gátu vel ort i anda Einars Ben. Ef þau kærðu sig um. Þau hafa bara litla sjálfs- ánægju af þvi, eðlilega. Einhver partur þeirra skal vera langt á undan okkur með „almenni- lega” hljóma. Við skulum þvi bara biða þolinmóð og forvitin. Hitt er annað mál, hvort músikin á sifellt að gefast upp fyrir ærustu og hrunadansi samtimans og endurspegla hann. Fer ekki að verða brýn nauðsyn fyrir framtið mann- kynsins, að músikin gerist afturhaldssöm?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.