Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 19. febrúar 1982 ,,Eg er kátur oe fiörugur...” Fátter jafngaman og að gleyma sér I vel- búnu bókasafni, rölta þar milli deilda eins og ifallegum skrúðgarði og horfa á hinar ýmsu jurtir. Bókasöfnin á Islandi hafa tekið miklum stakkaskiptum síðustu árin, eru sum orðin mun aðgengilegri og liflegri en áður, opinfólki með margvisleg áhugamál, taka betur á móti gestumog gangandi. 1 góðu bókasafni getur lestrarþyrstur vegfarandi gert margt i senn, leitað og fundið það sem hann langar i, jafnframt þvi að uppgötva ný og spennandi áhugamál, uppgötva nýja þætti i sjálfum sér með þvi að fletta forvitnilegum bókum. Bókasöfn geyma bækur og upplýsingar um hin fjöl- breytilegustusvið mannlegrar hugsunar og áhugamála. Könnarleiðangur meðfram bókasafnshillu vérður oft að ævintýri I miðju hversdagslifinu. Blaðamaður brá sér i' ferð um skemmti- legt biMiasafn fyrir skemmstu og rambaði út sfðla dags með nokkrar perlur i fartesk- inu. Við höfðum spurnir af spennandi starfi sem bókaverðimir i Bókasafni Kópavogs vinna þessa dagana. Þeir eru að koma lagi á nýja deild innan safnsins, svokallað Ólafssafn, enþaöer „bókasafn innan bóka- safnsins”, arfleifð ólafsólafssonarlæknis, sem Bókasafn Kdpavogs festi fyrir nokkru kaup á. Ólafur safnaöi flestu þvisem hönd á festi, en einkum þó blöðum og timaritum. Hann átti i stuttu máli sagt — allt. öll blöð og timarit sem gefin hafa verið út á tslandi.. Og þaö er ekkert litið. Hann safnaði blöðum sem hafa að geyma mikinn fróðleik um samtólag og hugsun á Islandi, batt margt inn|5íémvel flugrit og einblöð- unga sem flestir fleygja i ruslið eftir að hafa litið á það einu sinni. Hann var hinn sanni bókasafnari. Olafssafn er rni komið I kjallara Kópa- vogssafnsins, og verður þar vonandi um ó- mælda framtið. Þar verður bráðum komin upp aðstaða fyrir grúskara og aöra þá sem hafa þolinmæði til að una yfir gömlum pappirum. Oddur á Skaganúm Við fylgdum st áagpart með vinnu bóka- varðanna I Ólafssaf ni. Þau týndu bækur og ritlinga upp úr kössum og komu fyrir i hill- um. „Maðurverður að gæta sin”, sagði Hrafn Harðarson bókasaínsstjóri, ,,aö detta ekki i ’öa ”” og átti ekkivið annað rús en það sem hugurinn stundum kemst i þegar forvitni- legur bókartexti heillar mann svo að vinnan gleymist um stund. Við gripum litla bók sem heitir þvi yfirlætislausa nafni „Smábrot úr ævisögu minni” og er eftir Odd Sigurgeirsson af Skaga, útgefin I Reykjavik árið MCMXXLLL, en það vita vanir bókamenn og latinulærðir að merkir 1923. Á fýrstu siðu lesum við: „Nú þegar ritmenskan viröist vera að byrja fyrir al- vöru hér iReykjavik, þá langar mig einnig til að láta eitthvað sjást eftir mig...” Það er varla hægt að hugsa sér elskulegri aðför að efninu — og við flettum við blaði og gripum niður þar sem Oddur lýsir ævintýri á götu i Reykjavik: „Það var lika öðru sinni, að Páll kom til min hér á götunni, þar sem margt fólk var saman komið. „Hvað gengur á fyrir þér, Oddur?” Spurði hann mig. „Ég er kátur og fjörugur”, sagði ég. „Ég tek þig”, sagði hann. „Ég er heyrnarlaus”, sagði ég. 1 þessu kom Þorvaldur þar að. „Eigum við ekki að setja hann Odd i Steininn? spurði Páll. „Jú, við skulum gera það”, sagöi Þor- valdur, „Envið þurfum hjálp”,sagði Pall. „Fari einhverjir eftir kistuvagninum”, kallaði hannútihópinn”,ogþaðvar gert. Ámeðan hélduþeir ímig, Þorvaldur og Páll, og voru vist eitthvað að tala við mig, þar til kistu- vagninn kom, en þá kom tilminna kasta og Þorvaldur og Páll stóðu eftir tdlnhentir með andlitin dregin út í frammjóar totur. Svei aftan! Húrra hrópaði fólkið. Þetta var á að- fangadagskvöld...” Eins og laxveiði , ,Það er eins og að fara i laxveiöi að fara I gegnum svona safn”, sagði Hrafn bóka- vörður, „allt i einu finnur maður eitthvað og áður en varir hefur maður gleymt sér við lestur, situr og uppgötvar merka hluti”. Og vissulega geymir ólafssafn dýrgripi saman við hinar forvitnilegu smáperlur. Hrafn sýndi okkur Heimskringlu frá Stokk- hólmi, bók sem þrykkt var I Stokkhólmi árið 1697. Á titilblaði hennar iesum við: Heimskringla Stockholmie Literis Wanki- wianis Anno Christiano MDCXCVII Första band: 830 siöur. Andra band 486 slður. Illu- strativit Johann Perinskiöld. Þessi bók hefur viða farið og verið. 1792 til 1854 var hún i eigu íslendinga i Kaup- mannahöfn, en reyndar er hægt að rekja feril hennar igrófum dráttum, þvi eigendur hennar hafa skráð nöfn sin og upplýsingar um hvernig þeir hafa eignast gripinn framan i bókina. Meðal eigenda eru Helgi Sivertsen á Otskálum, en hann hefur fengið hana frá Kaupmannahöfn 1870. 1906 var hún i'eigu EinarsÞorkelssonar, sem keypti hana á uppboði eftir Jón Þorkelsson skóla- meistara, 1909þáði Pétur Zophóniasson rit- stjóri hana aö gjöf. 1942 var bókin gefin Hjálmari Bjömssyni fulltrúa i bandariska landbúnaðarráöuneytinu. Hvernig óiafur bókasafnari krækti i hana, er hins vegar eftirGunnarGunnarsson ekki vitað. En væntanlega hefur hún nú fengið endanlegan samastað. Hvað er bók? 1 miðju safni hinna ótrúlegustu bæklinga og ritlinga, varð manni á að spyrja, hvort hægt væri að skilgreina hvað bók væri. , ,Ég veitekkihvort hægter að skilgreina það”, sagði bókasafnsfræðingurinn, „ætli Rithöfundasamband Islands geti skilgreint bók? Hvað er bók margar blaðsiður? Ég þekki mann sem hefur gefið út tvær bækur. Þær eru báöar ljósritaðar. önnur er sex siður, hin sautján og hvor um sig þrykkt i örfáum eintökum”. Aldrei bilar beinharkan... Við röltum áfram meðal frægra bóka og annarra óþekktra. Af handahófi lendir i lófa vorum litið rit sem ber titilinn „Apokryfar visur” — 150 visur og sagnir. Safnað og skráð hefur Gunnar Sigurðsson frá Selalæk (1938 útgef.) Gunnar frá Sela- læk var með merkari mönnum I Reykjavik, um eitt skeið ritstjóri VIsis og hér hefur hann verið að skemmta sjálfum sér og öðr- um með þvi að gefa út „apokryfar” visur, blautlegar visur eftir fræg skáld. Það er bláttáfram ekki hægt annað en veita les- endum nokkra hlutdeild I. Við völdum þessa eftir Pál Ólafsson, góðskáldiö austur á Völlum á Héraði: Aidrei bilar beinharkan i bcsefanum. Ég hef gigt I dtlimonum öllum — nema bara honum. Hrafn Harðarson, stjórnandi Bókasafns Kópavogs, með gömlu Stokkhóims-Heims- kringlu. Og eftir Simon Daiaskáld finnum við þessa: Ég er kominn þá til þin, þú munt verða fegin, elskulega Margrét min, mörgum sinnum legin. Og Guðmundur skólaskáld Guðmundsson á þessa: Hún er lipur, létt á tá, ljúf til uppáferöa, | það veit guð, að griðku þá, gaman væri að serða. ölæðis áfergja En það hæfir vist ekki kurteisum blaöa- manni að gleyma sér i tviræðni, jafnvel þóttgóðskáíd yrki. Við blöðuðum um stund i æsilegum fregnmiðum og stórum aug- lýsingum, sem bráðum verða römmuð inn og fest á veggi safnsins i Kópavogi. Þar finnum við stóran fregnmiða frá árinu 1911. Þarsegir stóru letri: „ölæðis áfergja bann- fénda! Kjósandi! Athöfninvið kjörborðið er ekki fiflskaparmál eins og bannféndur ætlast til, sbr. flugseðla þeirra, sem festir voru upp hér við göturnar. • Athöfnin er HEILAGT ALVÖRUMAL sem krefur til reikningsskapar ef út af ber hinu rétta. Frá „TEMPLAR”.” Smitandi andrúmsloft Andrúmsloft i góðu bókasafni er jafnan smitandi. Máttur góðra bdka er mikill og leikmaður og gestur I safni imyndar sér, að bókasafniö hljóti að hvetja bókaverðina til aö láta pennann skeiða yfir pappir. „Já”,sagði Hrafn og brosti við, „það er vissuiega hvetjandi og gaman að vinna I bókasafni. Og margir bókaverðir dunda sér við einhvers konar skrif. I vor ætlum við að hefja útgáfu timarits. Það á að byggja á efni frá starfsfólki safnsins og lánþegum. Þar verða þá tilvitnanir i ýmsar bækur og blöð, ýmsar merkar upplýsingar og viö ætl- um að kalla það „Þaula”. Bókaverðir við Borgarbókasafnið i Reykjavik gáfu út skemmtilegt blaö á timabili, en það hefur nú lagst niður. Við ætlum aö reyna þetta”. Og við hverfum út I vetrarmyrkriö og þykjumst margs visari. Bráðum verður hið skemmtilega safn Ólafs ólafssonar komið i gagnið, merk viðbót við Bæjarbókasafn Kópavogsbúa. Starfsemi bókasafnsins I Kópavogi er reyndar blómleg. Lánþegum fjölgar stöðugt. I fyrra fengu 1707 börn i Kópavogi bMcasafnssk Irteini. Og 2077 full- I orðnir. Þaö er greiniiegt að i Kópavogi kunna menn að lesa. myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.