Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 19. febrúar 1982 helgarpósturinn Einn b'undi hluti heilans... Það er haft fyrir satt, aö flestir noti ekki nema brot af heilabúi sinu i hinni daglegu notkun. Einn tiunda hef ég heyrt. En svo kemur þaö fyrir, aö fólk sem greinilega notar ekki nema örlitiö brot af þessu skritna liffæri, uppljómast og fær leiftrandi hugmyndir, veröur um stund eins og nýir menn. Ætli það sé, þegar fleiri heilastöðvar rjúka i gang? Ég þekki mann sem eyddi tveimur mánuöum i aö finna upp ventil sem átti aö skrúfa á salerniskassa útum allan heim og spara þannig billjónir tonna af vatni. t tvo mánuöi hugsaöi hann ekki um annað. Þaö er satt. Hann sótti um einkaleyfi og hóf samvinnu viö gott fyrirtæki og svo átti að fara að framleiöa og selja þessa vatnssparandi ventla. Hver ventill átti aö kosta eina krónu i framleiöslu. Og þeir ætluöu aö selja stykkiö á fimm krónur. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Mörg hundruð prósent hagnaöur. Hvað skyldu vera mörg vatnssalerni I heimsálfunum? Eftir tveggja mánaöa þrotlaust starf og miklar tilraunir og út- reikninga, þegar maöurinn hafði áætlað hinn risavaxna hagnað og var farinn aö láta sig dreyma um höll á Spáni, ibúð i Róm, lysti- snekkju og að skilja viðkonuna — þá missti hann áhugann. Þaö var eins og heilastöö hefði dottiö úr sambandi. Skyndilega vildi hann ekki heyra minnst á salerniskassa, vatns- sparnað eöa jafnvel heilu baðherbergin og honum var alveg sama hve vatnssalernin væru mörg i heiminum. Málið lognaöist út af. Og uppfinningamaðurinn réö sig i vinnu sem bókhaldari viö litið fyrirtæki, breyttist úr áhugasömum eldhuga, sem stöðugt talaöi um gróöavon.i hversdagslegan skrifstofumann. Svo liöu nokkur ár. Einn daginn var eins og einhver önnur heilastöð heföi hrokkiö i gang og hann var farinn aö tala fjálglega um misskilninginn i sam- bandi viö kirkjugaröana. Þaö á ekki að leggja þá látnu á bakið, sagöi hann. Þaö á aö láta þá standa i gröfunum. Þannig komast fleiri fyrir. Ég er aö hanna sér- stakan bor sem virkar þannig, að hann gerir allt i senn: að grafa mjóa holu beint niöur og siöan er þeim látna stungið niður i röri. Pipuhattur efst og pottlok ofan á. Ég byggi uppfinninguna á Þykkvabæjarprinsipinu, sagði hann, þeir nota þaö i sambandi viö kartöflur. Það er ekki markaöur fyrir þetta, hélt ég. Þú hugsar of smátt, sagöi hann. Þú átt aö hugsa i heimsálfum. Þú átt aö hugsa i styrjöldum. Þaö þarf að spara land og tima. VíðarerGuö en í Görðum Tíunda Reykjavíkur- skákmótið Nú fer óöum aö siga á seinni hlutann á Reykjavikurmótinu i skák siöustu tvær umferöimar veröa tefldar á morgun og sunnudag klukkan 14 til 19 og biðskákir eftir kvöldmat. 1 dag er niunda umferöin tefld, en þegar þetta er skrifaö er engin leiö aö spá um hverjir þar muni eigast við. Sú var reynslan á fyrri Reykjavikurmótum aö skák- unnendur fjölmenntu á þær um- ferðir þar sem von var á hressi- legri baráttu og voru þá venju- lega aöhugsa um.einhverja sér- staka viöureign, oftast voru þaö skákir Friöriks Ólafssonar sem brástekki, að ætti hann i' höggi viö eitthvert af stórmennum mötsins var skáksalurinn fullur út úr dyrum. Það kom fyrir aö mönnum brugöust vonir um þá sérstöku skák sem þeir höföu i huga, en þeir komust þá jafnan að þvi' aö „viöar er Guö en i Görðum” —einhver önnur skák eða skákir voru heimsóknar- innar viriá. A 10. mótinu er ekki vitað meö löngum fyrirvara hverjir eigast viö i hverri umferð, þaö ræöst jafnan af úrslitum 1 næstu um- ferö á undan. En nokkurn veg- inn er hægt aö treysta þvi aö i hverri umferð eru tefldar ein- hverjar fjörugar og athyglis- veröar skákir, svo hefur að minnsta kosti veriö fram til þessa á Reykjavikurmótinu. Okkar mönnum hefur vegnaö misjafnlega. Helgi Ólafsson sópaði aðsérvinningum framan af mótinu, var efstur eftir 5 umferðir meö 4 1/2 vinning eöa 90%. Svo fékk hann slæman andbyr í næstu tveimur umferðunum en nær sér vonandi á strik aftur. Jón L. Arnason hefur vakið á sér at- hygli fyrir djarflega og skemmtilega taflmennsku, þaö er greinilega rómantisk æð i honum og skákir hans eru augnayndi þegar honum tekst upp. Vilji menn sjá einbeitingu hugans þarf ekki annað en að líta á Hauk Angantýsson við skákborðið, hann er svo djúpt sokkinn íhugsanir sinar aö hann hefur ekki nokkra hugmynd um hvað er aö gerast i grennd við hann. Jafnvel þegar skákinni er lokið er hann svo gagntekinn af henni aö stundum er eins og hannkomilengstofan af f jöllum ef hann erspurður einhvers sem ekki er i' beinu sambandi við hana. Margeir hefur lent i æöis- gengnu timahraki af tur og aftur og svipaöa sögu er aö segja af Friðrik Ólafssyni sem er fjarri sinu besta að þessu sinni, hann hefur engan tima hafttil þess að biía sig undir þetta mót. En yngri mennirnir, titilleysingj- arnir, þeir sem ekki hefðu fengiö aö vera meö i leiknum, heföi þetta veriö hefðbundið Reykjavikurmót,hafa staöiö sig vonum framar og lagt ýmsa garpa að velli. Ég veit ekki hvort allir gera sér ljóst hve sterkt þetta mót er, þótt hvorki Karpov né Kortsnoj séu meöal þátttakenda. Þarna eruþrlrmenn sem komisthafa i efstu áfanga áskorandakeppni, þeir Friðrik ólafsson, Robert Byrne og Andrés Adorjan. Adorjan er yngstur þessara manna, hann komst i siðustu áskorendakeppni og veitti Hubner öfluga mótspyrnu I ein- vigi, sem var álika tvisýnt og einvigi Htibners viö Kortsnoj, svo aö biliö frá Kortsnoj til Adorjans sýnist ekki ýkja langt. Adorjan er fingeröur og hæg- látur maður, skákstill hans er liklega naumast nógu hvass til fyrstu verðlauna á móti eins og þessu. Sovétmennirnir fyrrver- andi Alburt og Gurevich eru heldur ekkert blávatn, enda hafa þeir sett svip á keppnina athyglina drógu aö sér. Það um efsta sætiö. En nú er liklega rétt að snúa sér aö einni skák eða svo. Islensku keppendurnir hafa veriö mjög i sviðsljósinu bæði Iblööum og sjónvarpi, ekki sistHelgi ólafsson, eins og eöli- legt er, þvf aö hann teflir vel oe skemmtilega. En eins og ég nefndi áðan er viöar Guð en i Görðum, það tefla margir vel á mótinu þótt hvorki séu islenskir né i baráttu um efsta sætiö. Ég vel eina skák úr fyrstu umferöinni sem ég hafði gaman af að fylgjast með, hún er gott dæmi um það hressilega kapp sem er i mönnum á Kjarvals- stöðum þessa dagana. Hvitu mönnunum stýrir bandariskur gyöingur, einn þeirra sem flutt-. istmeð leyfi yfirvalda til Israel en hélt áfram þaöan vestur á bóginn. Svarta liðinu stjómar danskur maöur, annar þeirra tveggja er þaðan komu á þetta mót. Spænskur leikur, mótbragð Marshalls Lev Shamkovicstórmeistari Gert Iskov alþjóölegur meistari 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d5 Fram til þessa var hægt að vera fáoröur um byrjunina. Svartur varð að leika 6. -b5 vegna þess aö hvitur var farinn aö ógna kóngspeðinu alvarlega: Bxc6 og siöan Rxe5. Þeir sem kjósa sérrólega leið leika 7. -d6, en með 7. -0-0 heldur svartur leiðum opnum, hann getur leikiö d6 i næsta leik eða d5. Hér velur hann d5 og þar með er komiö fram hiö fræga mótbragð Mar- shalls. Þessu bragði skelltihann á sjálfan Capablanca í heims- frægri skák er tefld var á skák- móti i New York árið 1918. Það er til marks um það hve fjarri skákin er þvi' að vera einföld dægradvöl, aö þótt hundruð eða þúsundir skáka hafi verið tefld- ar með þessari byrjun siðan, er enn margt óljóst um þetta ágæta bragö. Lengi fram eftir árum voru margir fullvissir þess að takast myndi að hrekja það. Sem betur fer hefur það ekki tekist enn og möguleik- arnir eru svo fjarri þvi að vera tæmdir, að djarfirmenn eins og vinur okkar Daninn hika ekki við aö beita þvi gegn þaul- reyndum stórmeistaranum. 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. IIxe5 c6 Hér lék Marshall Rf6 i skák- inni frægu, nú leika menn oftar þessum leik. Svartur hefur látið peö af hendi en fær fyrir það sóknarfæri. Hve hættuleg þau eru eigum viö eftir aö sjá.. 12. d4 Bd6 13. Hel Dh4 14. g3 Svartur ógnaöi ekki aðeins peðinu á h2 heldur öllum kóngs- armi hvi'ts og hans hátign kóng- inum þar meö. Menn eru vist sammálaum að g3sé betrivörn en h3 sem býöur upp á önnur og enn hættulegri sóknarfæri en þau sem viö sjáum nú. 14. ... Dh3 15. He4 g5 Hrókurinn er aðalmaöur varnarinnar i bili og svartur veröur aö hindra það að hann komist til h4. Hvitur má ekki hirða peöiö á g5 vegna þess aö eftir 16. Bxg5 Df5 standa bisk- upinn og hrókurinn báðir i upp- námiog þvi miður getur hvitur ekki leikið Hg4 þvi að svartur á tvöfalt vald á þeim reit. 16. Df3 Bf5 Nú er farið að hitna i kolunum.Hopihrókurinn leggur svartur undir sig e-linuna og á þá ýmsar yfirþyrmandi ógnanir Ipokahorninu. Shamkovic tekur þá djarflegu ákvöröun að nota hrókinn sem brimbrjót, láta hann fyrir biskup ef á þarf að halda. Svartur hefur veikt peða- borg sina svo að hvitur getur átt ýmis færi takist honum að standa af sér sóknarlotuna. 17. Bc2! Hae8 18. Bxg5 Bxe4 19. Bxe4 He6 20. Rd2 f5 Svartur sendir nýtt varalið fram á völlinn. 21. Bxd5 cxd5 22. Dxd5 f4 Þannig valdar svartur hrók- inn og býr sig undir að renna peðinu áfram til f3 meö grimmi- legri máthótun á g2. 23. Hel Hfe8 24. Bf6! Sameinar sókn og vörn á skemmtilegan hátt. Biskupinn er á leið til e5 til þess aö taka við hlutverki hróksins sem brim- brjótur. En jafnframt eru skyndilega nýjar blikur á lofti, hviturhótarmátii2.ieik: Dg5+ og Dg7 mát. Það má vist segja að þessi leikur ráöi úrslitum. 24. ... Kf8 25. Be5 Bxe5 26. dxe5 Hh6 27. Rf3 Þá er siðasti varnarmaðurinn kominn i leikinn. Hvitur hefur nú þrjú peð upp i skiptamuninn og hlýtur þvi að hafa unnið tafl þegar atlaga svarts fjarar út. 27. ... He7 28. Dd8+ He8 29. Dd4 Nú hótarhvi'tur Dxf4+ og 29. - Hf7 hrekkur skammt: 30. e6 Hxe6 31.Dh8+ Ke7 32. Hdl með máthótun auk þess sem Rg5 vofir yfir ef svo ber undir. 29. ... fxg3 30. fxg3 Hh5 31. He4 Hf5 32. Hh4 og svartur gafst upp. Siðasti leikur hans var að visu fingur- brjótur sem kostar drottn- inguna, en hvitur var alveg búinn að ná undirtökunum. Spilaþraut helgarinnar s — co H G984 M T D9732 ■ L KDG7 jfí S AKG753 S 642 X HK65 H AD10 T AK5 T 864 sflJ L A L 9632 S D1098 0) H 732 T GlO L 10854 c O) 3 Vestur á aö vinna sex spaða. <0 Norður lætur laufa kóng. p-l

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.