Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 15
víðlal: Gunnar Gunnarsson mynd: Jlm Smarl g hafði ekki stóra drauma um eitthvert ákveöiö ævistarf, þegar ég sem strákur var að alast upp i Vik i Mýrdal. Ef aðstæður hefðu leyft og ég hefði haft tækifæri tii lang- skólanáms, hefði hugurinn trúlega staðið til náms i læknisfræði... . nnars kynntist ég ungur verslunar- störfum i kaupfélaginu I Vik, þar sem faðir minn starfaði... kaftfellingur er ég, en ættir mfnar ná til Rangæinga og Arnesinga en lika norður i land. Karitas Jónsdóttir, stjúpdóttir Sr. Jóns Steingrimssonar, sem fluttist meö honum og móður sinni norðan úr Skagafirði, er ein af ættmæðrum minum. Karitas var kynsæl i Mýrdalnum... oreldrar minir eru Einar Erlendsson og Þorgerður Jónsdóttir sem bjuggu i Vik lengst af sinum búskap, en faðir minn starfaði við Kaupfélag Skaftfellinga um nær 60 ára skeið... g á margar góöar minningar frá æsku- árunum i Vik. Byrjaði ungur að veiöa fýl og lunda og fór i fyrsta róður til fiskjar 9 ára. — Það var erfitt að stunda sjóinn i Vik á árabátunum. — Hafnlaus strönd, bein lina i suður, haf og ekkert nema haf alla leið aö Suöurskautslandinu. Brimið — stundum ofsalegt og ógnþrungið. — Sjóslys tið. — Eitt þeirra geymist i sálminum ,,A1- faðir ræður”, sem Sigurður Eggerts orti árið 1910, en hann var þá sýslumaður i Vik. Siðasta sjóslysið i Vik varð árið 1940 þegar sex menn fórust i lendingu. Það var hörð lifsbarátta I Vestur-- Skaftafellssýsiu, þegar ég var að alast upp. Samgöngur erfiöar bæði á sjó og landi. Hafnlaus ströndin og jökulárnar oft erfiðar yfirferðar... g var i sveit á sumrin frá 6—12 ára ald- urs þá kom vegavinna á sumrin og siöan 15 ára byrjaði ég að starfa i kaupfélaginu I Vik. Reri stundum til fiskjar og menn fengu yfirleitt fri frá störfum þegar gaf á sjó. Faöir minn var formaður nokkrar vertiðir áður en ég komst á legg. En Erlendur afi minn var helsti skipasmiðurinn i Vik. Hann hafði lært trésmiði án skólagöngu. Ég var I Barna- og unglingaskólanum i Vik. Og svo Samvinnuskólanum 1939—41 Ég vann með náminu I kaupfélaginu I Vik. Maður varð sjálfur að kosta sig i skóla... Siðan lá leiðin til Reykjavikur og 1942 gerðist ég starfsmaður Landsbankans til ársins 1946. Ég fékk tækifæri til þess að fara til Bandarikjanna 1944 og var þar við nám og störf I banka og skóla 44 og 45... •rið 1946 var ég beðinn að taka aö mér að undirbúa tryggingafélag, sem Sambandið hafði ákveðið aö koma á fót. — Samvinnu- tryggingafélag... F • g tók þessu boöi, endurgreiddi náms- stvrkinn. sem ég fékk frá Landsbankanum til ferðarinnar til Bandarikjanna otg hóf störf hjá Sambandinu 1. mai 1946, meö þvi aö stiga á skipsf jöl ensks kolaskips og sigla til Bretlands. Var svo fram i lok júli við nám i vátryggingum i' Manchester og Lon- don. Samvinnutryggingar voru svo stofn- aðar 1. sept. 1946 og ég var ráðinn fram- kvæmdastjóri þeirra... ; ð starfa i Samvinnutryggingum? Jú, þaö var skemmtilegt aö byggja þær upp. -r Við komum fljótt með nýj- ungar, — endurgreiddum iðgjöld til trygg- ingartakanna — það var algjör nýlunda á Islandi... írekara nám? Jú, ég fékk styrk til þess að stunda nám I Harvard Business School i svonefndu Advance Management Pro- gram — 4ra mánaða nám. Þetta var stór- kostlegt tækifæri. Ég var þá 31 árs en meðalaldur þátttakenda 46 ár. Með mér I þessu námi voru menn, sem siðar urðu, þekktir i viöskiptalifi Bandarikjanna. Ann- ars munaði minnst, að ég fengi ekki inn- göngu i þetta nám, vegna þess, hve ungur ég var. Meö hjálp forstjóra samvinnu- tryggingafélagsins i Bandarikjunum, sem var áhrifamaður I Washington, komst ég I skólann. Ég er mjög þakklátur fyrir, að ég fékk tækifæri til þess að dvelja i Harvard. Þótt timinn væri ekki langur var námið þannig, að maður læröi mikið á stuttum tima.viö kennsluna var notuð svonefnd Case Method... vernig það æxlaðist að ég varö svo for- stjóri Sambandsins? Þess var fariðá leit við mig vorið 1954, að ég tæki þetta starf frá 1. jan. 55. Vilhjálmur Þór þáverandi forstjóri, hafði ákveðiö að taka við fyrra starfi sem bankastjóri Landsbankans, sem hann átti kost á. Ég var tregur til þess að taka við for- stjórastarfinu. Ég var aöeins 33ja ára og þetta var mikið starf og miklu umfangs- meira en að stjórna Samvinnutryggingum. En þaö var lagt aö mér að taka starfið og ég lét undan. Hér réði og nokkru, að ég átti góða konu mér við hlið. I starfi sem hér um ræðir hefur þaö ekki svo litið að segja. Þú spyrð hvort hin gamla hugsjón sam- vinnuhreyfingarinnar sé dauð og grafin vegna þess aö hreyfingin sé orðin mikið veldi I þjóðfélaginu. Sem betur fer er Sambandið orðið tals- vert veldi og hvernig ætti annað að vera, ef það á að sinna skyldum sinum, með 42 kaupfélög aö baki og 42000 félagsmenn aö baki kaupfélaganna. Þetta með gömlu hugsjónina er hugtak, sem menn nú til dags tala oft um og sveipa hana oft geislabaug, — Sannleikurinn er sá, að hugsjón frumherja samvinnuhreyf- ingarinnar um aukna velferð og velmegun efnahagslega, hefur orðið að veruleika fyrir löngu siðan. Hér hefur komið til öflugt samvinnustarf en lika almenn þróun fram- fara i þjóðfélaginu. En hin eiginlega samvinnuhugsjón er enn við lýði. Hún er siung. Hún höfðar til mannsins, sem er i eöli sinu félagsvera. 1 viðtækri merkingu er samvinnuhugsjónin einskonar siögæðishugsjón. Hún á sér visan stað I hugum þeirra manna sem vilja brjóta grundvallaratriði tilverunnar til mergjar. Lifið býður okkur bókstaflega upp á það aö leysa hin ýmsu vandamál daglegs lifs með samvinnu. Þetta er áþreifanlegast i fjöl- skyldulifinu. Velgengni og hamingja hverrar fjölskyldu byggist ekki hvað sist á samvinnu. Samvinnan er andstæða sundr- ungarinnar. Og enn er sú hugsjón samvinnu i fullu gildi að leysa með samvinnu og sam- takamætti ýmis mál á sviði efnahags og viðskiptalifs... á timum fer þvi miður of litið fyrir samvinnuhugsjónum i lifi manna. Lifsþæg- indakapphlaup nútimans er ekki hinn ákjósanlegasti jarðvegur fyrir samhyggju og samvinnu. Það fæðir miklu frekar af sér þrýstihópa, þar sem eigin hagsmunir sitja i fyrirrúmi... Sar imvinnuhugsjónin er enn i fullu gildi og i velferöarþjóðfélaginu á hún erindi til okkar. í henni býr boðskapur um réttlæti i stað sundrungar. Og samvinnufélags- formið getur stuölaö að þvi, að þessar hug- sjónir fái aö dafna. Ég tel gott fyrir islensku þjóðina að eiga sina samvinnuhreyfingu. Dyr samvinnufélaganna standa opnar hverjum þeim sem vill taka þátt i sam- vinnustarfi..'. IL. vort Sambandið lúti einvörðungu eigin lögmálum, lögmálum auðhrings, frekar en einstaklingunum og kaupfélögunum sem mynda það? Sambandiölýtur þeim lögmálum fyrst og fremst, sem grundvallast á hinu lýðræðis- lega félagsformi samvinnufélaga, Kaup- félögin eru félög sem opin eru öllum, sem vilja gerast þar félagsmenn. Hver félags- maður hefur eitt atkvæði á fundum, burt séð frá þvi, hve mikil' viöskipti hann hefur eða á mikla innistæðu i stofnsjóöi sins félags... ðambandið er hins vegar félag sem kaup- félögin hafa myndað til þess að láta það annast ýmis viðskipti og þjónustu fyrir sig og félagsmenn sina. Félagsmennirnir velja fulltrúa úr sinum hópi á aðalfundi kaup- félaganna og félagsmenn á aðalfundum kaupfélaganna velja svo fulltrúa úr sinum hópi á aðalfund Sambandsins. Þessir félagsmenn, um 120 að tölu, á aðalfundi Sambandsins hafa æðsta vald i málefnum Sambandsins. Þeir velja stjórn og þeir hafa vald til þess að gera ályktanir, samþykkja stefnuna i smærri eða stærri atriðum. Stjórn Sambandsins skipa 9 fulltrúar, kjörnir á aðalfundi en siðan kjósa starfs- menn Sambandsins tvo fulltrúa I stjórnina. Þeir hafa málfrelsi og tillögurétt. Nauðsyn- legt er að breyta núgildandi lögum um samvinnufélög til þess að fulltrúar starfs- manna hafi fullan rétt. Nú er unnið að endurskoðun samvinnulaganna skv. þings- ályktunartillögu. Ég geri ráð fyrir að lög- unum verði breyttá þann veg, að fulltrúar starfsmanna i stjórn fái fullan atkvæðis- rétt. Ég vil fullyrða, að sú lýðræðislega upp- bygging samvinnufélaga hér á landi sem annars staðar I heiminum, er þaö lýðræðis- legasta form, sem völ er á i viðskiptalifinu. íslensk samvinnufélög starfa eftir grund- vallarreglum Alþjóða samvinnusambands- ins, en þær eru byggðar á Rochdaleregl- unum... vað auðhringstalið varðar, sem er margtuggið og orðið útþynnt slagorð, þá er það algjört öfugmæli. Ef Sambandinu gengur vel og hefur tekjuafgang, þá er það félagsmannanna á aðalfundi að ákveða, hvernig slikum tekjuafgangi skal varið. Stjórnendur Sambandsins eiga ekki grænan eyri i eignum Sambandsins. Það eru kaup- félögin sem eiga Sambandið og félags- mennirnir sem eiga kaupfélögin — enda þótt eignarhlutdeild hvers félagsmanns sé ekki laus til úttektar... annleikurinn er sá, að Sambandiö og kaupfélögin eru mesta lýðræðisaflið i við- skiptalifinu — þriðja aflið. Hin tvö eru einkaframtakið, þar sem fjármagn hinna fáu — i flestum tilfellum — ræöur og svo ríkisfyrirtækin, þjóðnýtingin, þar sem skrifstofubákniö, oft eftirlitslitið ræður rikjum. Ég verö að mála þetta nokkuð sterkum litum, vegna þess að auðhrings- talið um samvinnufélögin gefur tilefni til þess... ð öðru leyti tel ég það heppilegt, hér á landi, að þessi þrjú rekstrarform skipi undirstöðurnar undir efnahagslifið. Sem ein af þremur undirstöðum gegnir sam- vinnuhreyfingin miklu hlutverki og þvi skyldu menn ekki gleyma, að samvinnu- félögin verða ekki þjóðnýtt. Þar eru engin hlutabréf til sölu, ef reksturinn hallast. A hinn bóginn er það staðreynd, að rikiö hefur róðað sér inn i fjöldann allan af hluta- félögum og þá undantekningarlitið til þess að veita þeim fjárhagslegan stuðning. Að þessu leyti standa einkahlutafélögin betur að vfgi, þegar rekstur þeirra lendir i erfið- leikum, en samvinnufélögin. Einkarekstur leysir oft vandamál félaga sinna með þvi að koma þeim á rikisjötuna. Það er ekki ónýtt að vita af slikri tryggingu... Eg reyni að hafa gott samband við sam- vinnufólkiði landinu. Bæði með þvi að láta vita af þvi, hvað er aö gerasti hreyfingunni igegnumfréttabréfogfjölmiðla. Égmæti á mörgum fundum á hverjuári, en timi minn fer að sjálfsögðu mest istjórnunarstörf. Ég hef engan fastan viðtalstima. Reyni áð taka á móti þeim sem við mig eiga erindi. Af þvi að spurning þin snertir bændur og launa- menn, þá vil ég taka það fram, að ég er vaxinn úr jarðvegi bænda, fiskimanna og launamanna og litsvo á að hlutskipti mitt I Sambandinu sé að stuðla að velferö þeirra, með þróttmiklu samvinnustarfi... vort SÍS sé ánægt með hagsmunagæslu Framsóknarflokksins og Timans? Eða hvort þessir aðilar séu baggar á samvinnu- hreyfingunni? Mér finnst ekki rétt að tala um hags- munagæslu Framsóknarflokksins við sam- vinnuhreyfinguna. Hitt er rétt, að allt frá þvi að Framsóknarflokkurinn var stofnaður hafa verið hugsjdnatengsl milli hans og samvinnuhreyfingarinnar. Fram- sóknarflokkurinn hefur á ýmsan hátt stutt samvinnuhreyfinguna á Alþingi, t.d. hvað löggjör varðar. Ég tel það mjög æskilegt, að samvinnuhreyfingin eigi málsvara á Alþingi. Ég tel það mjög æskilegt, að sam- vinnuhreyfingin eigi málsvara innan stjómmálaflokkanna. 1 hreyfingunni eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Ég held að ástæðan fyrir þvi að margir framsókn- armenn eru frammámenn i samvinnufé- lögunum sé sú, að Framsóknarflokkurinn hefur viljað styðja samvinnuhreyfinguna meira en aðrir flokkar... g teldi það æskilegt fyrir samvinnu- hreyfinguna að hún ætti fleiri málsvara i öðrum flokkum. Það mundi koma af sjálfu sér ef aðrir flokkar sýndu hreyfingunni meiri áhuga. Á sinum tima voru jafnaðar- menn mjög framarlega i samvinnufélög- unum á ísafirði og Hafnarfirði og eru það að nokkru leyti ennþá. Samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eiga sin hugsjónatengsl. Þá eru Alþýðubandalagsmenn ráðandi I Kaupfélagi Reykjavikur og nágrennis. Þessi tvö félög hafa sina menn i stjórn Sambandsins. Hvað varðar dagblaðið Timann, þá hefur hann i' gegnum árin stutt samvinnuhreyfingua og oft verið málsvari hennar... að hefur sitt að segja fyrir samvinnu- hreyfinguna aö £á inni i blöðunum. Nú orðið er þó ríkjandi miklu mdra frelsi i þessum málum en áður var og er það vel. Hvort Framsóknarflokkurinn og Timinn séú baggar á hreyfingunni, þá tel ég það fjarri. Sambandið auglýsir i Timanum eins og öðrum blööum og ef það væri eitthvað meira að tiltölu en i öðrum blöðum, þá kynni það að stafa af þvi,aö margir félags- menn samvinnufélaganna Uti á lands- byggðinni lesa Timann... <Já, þú spyrð hvaða eiginleikum eftir- maður minn þurfi að vera gæddur. En það er erfitt fyrir mig að svara þvi. Og ekki verður það ég, sem ákveð hver hann verður. Ég geri ráð fyrir að þeir sem leita hann uppi og ráða, kjósi og ráði góðan, traustan mann. Hann þarf að vera viðsýnn og góðum kostum búinn — en þaö gefur af skilja að það er erfitt að svara þessu á ann- an veg... Ilvo vort ég hafi lengi stefnt að læknis- fræðinni sem ég talaðium i byrjun? — Nei. Ég hafði ekki tækifæri til langskólanáms. Ég byrjaði ungur að vinna.það var ekki um lengra nám að ræða. Síðan hefur þetta verið þannig, að ég hef ekki sóst eftir störfum. Það hefur frekar verið leitað til min. Ég sótti að visu um starf i Lands- bankanum þegar ég var búinn með skóla hér,enfrá þviþað var,hefurverið komið til mfn... í, ég les vitanlega mikið af bókum sem snerta samvinnumál, erlendum. Ég reyni að fylgjast með. En sannleikurinn er sá, að þaðhefurekki gefist nógu mikill timi til að stunda bóklestur. Ég fæ heilmikið af alls konar timaritum um viðskiptamál. Ég reyni að lesa þau. Nú, ég les auk þess jafm an nokkrar bækur á hverju ári. En timini" er knappur. Starfiðhefur setið i fyrirrúmi... Já, ég las vist siðast bókina um Agnar Kofoed Hansen. Ég las nokkrar af jólabók- unum, en ég held að þessa hafi ég lesið siðast. Ég las lika fyrir nokkru bókina hennarShirley Williams og hafði gaman af að lesa hana. Hún er ein þessara fjögurra sem eru I forystu þeirra sem eru að stofna sósialdemókratiska flokkinn I Bretlandi. g held að það megi segja já, aö ég sé sósialdemókrati, en hins vegar hef ég sterkar tilfinningar fyrir þvi að rekstur þurfiaðganga og rekstur fyrirtækja geng- ur ekki af hugsjónum einum. Hugsjónir eru ágætt eldsneyti i byrjun, en duga ekki alfarið til aö reka fyrirtæki. Þar þarf margt fleira til. Það má segja aö st jórnun sé orðin visindagrein... vort ég sé farinn að hlakka til að losna úr forstjórastólnum? Sattað segja hefég ekki hugsað mikið um það ennþá. Ég er ekki nema rétt sextugur. En vinnudagurinn er að sjálfsögðu talsvert langur i svona starfi. En ég er ennþá hress og hef vigamóð... að hefur ekki farið mikið fyrir tóm- stundastörfum hjá mér. Það hefur löngum oröið litiðúr sumarleyfum eftir að til Sam- bandsins kom. Ég reyni þó að komast á hverju ári austur i Landbrot að veiða sjó- birting. Það má segja að það sé min eina tómstundaiðja. Við eigum þar afdrep hjón- in. Þar er fallegt land og gaman aö geta komist þangað. En undanfarin ár hefur það verið rétt um helgarnar... g hef gaman af veiðiskap. Ég er upp- alinn viö að fara i veiði, veiða fugl og fara á sjó. Ég byrjaði ungur að veiða sjóbirting þarna austur i Vik... ónlistin hefur smám saman orðið helsta tómstundagamanið. Ég hlusta mikið á si- gilda tónBst. Við eigum gott plötusafn. Og góð hljómflutningstæki.Og við förum mikið á tónleika... aður hefur andað I takt við starfið hér hjá Sambandinu og þvi ekki gefist mikill timi til fristundaiðjunnar. Það hefur verið ævintýri að standa i þessu... aktjaldapólitik og klikumyndun kring- um forstjórastólinn spyrðu? Ég held að þaö hafi nú ekki verið hérna hjá okkur I Sambandinu. Við höfum verið blessunarlega lausir við slikt. Þegar ég tók hér við, þá var ég ungur mMiur og þá voru hérmenn iframkvæmdastjórastöðum, sem voru eldri en ég. Þegar ég lit yfir farinn veg, finnst mér að mér hafi tekist að ná góðri samstöðu við þá nokkuð fljótt. Það hefur verið góð samstaða meðal framkvæmdastjórnar Sambandsins. Við erum samstarfsmenn, en við erum lika vinir. Ég held við höfum verið lausir viö „klikur” — og valdabaráttu. Mér finnst það.... það hefur ekki verið mikið um það hér... kannski ekkert... l-g hef gert mér grein fyrir þvi, að það er þýðingarmikið að hér hjá Sambandinu riki hóphugarfar og að menn starfi saman. „Teamwork” segir maður á útlenskunni. Framkvæmdastjórar hér hafa sjálfir fengið að taka ákvarðanir. Það hefur verið reynt að byggja þá upp. Telja kjark i menn og ekki vera með nefið of mikið i störfum annarra. Nei, ég hef aldrei sóst eftir frama I stjórnmálum og hefi ekki látið stjórnmála- skoðanir minar hafa áhrif á samstarf við samvinnumenn I kaupfélögunum. Mitt starf hefúr snúist um það að reyna að efla samvinnustarfið ilandinu og ég hefi átt gott samstarf við menn úr hinum ýmsu stjórn- málaflokkum .samstarf til þess að vinna að ýmsum framfaramálum og hrinda I fram- kvæmd uppbyggingu á ýmsum sviðum. Foréldrar minir höföu mikinn áhuga á málefnum samvinnufélaganna, þegar ég var að slita bamsskónum. Ég tel mig fæddan inn I samvinnuhreyfinguna og þætti vænt um að mega enda minn starfstima þar... ...íq hdfl hah sé ohxtt að stflla það Föstudagur 19. febrúar 1982 helgarpÓ^furínn Jielgarpósturinnll Föstudagur 19. febrúar 1982 Samband íslenskra samvinnufélaga var stofnað fyrir réttum áttatíu árum, eða þann 20 febrúar 1902. Stofnendur voru aðstandendur þriggja lítilla kaupfélaga og hafði S(S lítið umleikis í fyrstu, einkum ef við lítum til starfsemi þess á okkar tíð, áttatfu árum seinna. Á árunum 1915-20 tók Sambandið hinsvegar að sér alhliða inn- og út- f lutningsverslun og þar með varð S(S í reynd að þeim viðskipta jöfri sem síðan hef ur blásið út og er núorðinn marghöfða. Frá árinu 1915, er Hallgrímur Kristinsson tók við stjórnartaumum Sambandsins, hafa f orstjórar þess ekki verið margir. Sigurður Kristins- son tók við af Hallgrími 1923 og gegndi forstjórastarf i til 1946 að Vil- hjálmur Þór tók við. Vilhjálmur Þór lét af starfi í ársiok 1954 og síðan um áramót 54/55 hefur Erlendur Einarsson vermt forstjórastólinn, ríkt á efstu hæð Sambandshússins við Sölvhólsgötu. Erlendur var ungur maður, þegar honum bauðst forstjórastarfið. Hann var aðeins 33 ára en hafði verið framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga frá stofnun þess fyrirtækis árið 1946. Erlendur er því marg- reyndur f störfum fyrir samvinnuhreyfinguna og „reynslutíma" hans fyrir löngu lokið. En þótt hann haf i verið stjórnandi SfS í næstum 40 ár, ef árin hjá Samvinnutryggingum eru talin með, þá virðist maðurinn síður en svo vera á förum f rá þessu volduga viðskiptasambandi. demðKrati..

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.