Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 13
Verður brotið á milli? „Þetta eru nú bara hugmyndir og löngun, en' það er ýmislegt, sem stendur i veginum fyrir þvi. Það er mikill áhugi fyrir því hjá okkur og einhver áhugi hjá óperu- mönnum að opna þarna á milli, og hafa aðstöðu fyrir veitingar fyrir óperugesti i hléi og fyrir og eftir sýningu”, sagði Guðbjörn Karl ólafsson, annar eigandi veitingastaðarins Arnarhóls, þegar hann var spurður hvort þeir ætluðu að fara að brjóta nið- ur veggi á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann sagði, að það þyrfti tölu- verðar breytingar til þess að svo mætti verða, þar sem Gamla bió stæði miklu hærra en Arnarhóll. Hins vegar stæði til einhvern tima að byggja yfir port, sem liggur á milli Gamla biós og Alþýðuhúss- ins, og þá skapaðist miklu betri aðstaða til þess að opna á milli. En það er útvikkun á fleiri stöðum, þvi hádegisverðarm^t- seðillinnhefur verið stækkaður til þess að gestir geti borðað fjöl- breyttan en ódýran mat i hádeg- inu. Hádegismaturinn er ekki siðri kvöldmatnum að gæðum, aðeins öðruvisi matreiddur og mun ódýrari. Þannig er t.d. hægt að fá fiskrétti á 80 krónur og kjötrétti á 90 krónur, og i báðum tilvikum fylgir súpa með. Einnig eru menn að velta fyrir sér að vera með sérstakar matar- kynningar i miðri viku til þess að lifga upp á borgarlifið. Hægt er að hugsa sér, að eitt kvöldið yrði t.d. kynnt fuglakjöt og fengju menn VERÐUR NIÐRI LÍKA UPPI? Það er ekki ofsögum sagt af gróskunni I myndlistarllf i borgarinnar og starfsemi þar að lútandi. A dögunum opnuðu tveir ungir menn, þeir Glfar Valdimarsson og ' Þorsteinn Björnsson, nýjan sýningarsal i kjallara hússins að Laugavegi 21. Eins og vera ber, heitir staðurinn þvi ágæta nafni „Niðri”. Þessi nýi staður er eins konar „drög að farandlistaverkagall- erii” eins og Olfar komst að orði, auk þess sem þar verða til sýnis og sáu alls kyns nytjahlutir, eins ógkeramik. Þá bjóða þeir félagar upp á nýmæliá stað sem þessum, en það er ljósritun og fjölföldun tengd henni. Einnig ætla þeir að vera með rammagerð. ,,Viö seljum með huggulegri fjöldaframleiddum römmum að okkar viti. Viö erum með þrjár tegundir og ætlum að reyna að bæta við það”, sagði Úlfar. Ef gestir skyldu vera með ljós- myndafilmur i vasanum, geta þeir skilið þær eftir, hvort sem þær eru i lit, svart-hvitar eða skyggnur. 1 bigerð er svo sala á alls kyns tækifæriskortum. Ef að likum lætur verða sýn- ingar ekki eingöngu niðri I kjallara, þvi staðurinn hefur yfir að ráða 200 fermetra góðum garði, þar sem ætlunin er að bjóða myndhöggvurum sýningar- aðstöðu,þegarvora tekur. Aefstu hæð hússins stendur svo til að opna kaffistofu, ef tilskilin leyfi fást, og er þar heilmikið vegg- pláss fyrir litlar sýningar Laugavegur 21 ætti þviaö verða nokkurs konar alhliöa menn- ingarmiðstöð, þegar fram Isækir, og að sögn tilfars hefur fdlk verið duglegt að forvitnast. heilíJFirpn^tl irinn Föst^dagur 19. febrúar 1982 Gamla bíó og Arnarhóll: Úlfar og vistarverurnar I neðra, Niöri. Óperan og Arnarhdii: Verður opnaö á milli? þá kannski þr jár tegundir af fugl- um Ein hýjungin enn i' Arnarhóli er lifandi tónlist um helgar. Féiag- arnir Magnús Kjartansson og Pálmi Gunnarsson leika saman i koniaksstofunni, þar sem útbúið hefur verið litið dansgólf. Spileri þeirra félaga hefur gert mikla lukku og er alltaf fullt. Fyrir svanga eru svo framreiddir smá- réttirkl. 22.30—23.30. FÖSTUDAGSKVÖLD IJIIHUSINU11JISHUSINU 0PK) í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 I KVOLD Þ0RRAMATUR - Þ0RRAMATUR - ÞORRAMATUR MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlega hagstsaðir graiðsluskilmálar é flestum vöruflokkum. Allt niður i 20% út- borgun og lánstimi altt að 9 ménuðum. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 0PIÐ LAUGARDAG FRA KL. 9-12 Gestur Þorgrfmsson pælir I tækjunum. KENNARANEMAR FÁ UPPTÖKUSTÚDÍÓ „Þetta er hljóðeinangraður klefi og þar erum við með dáiitið af græjum, sem við getum tekið uppá á nokkrum rásum feinu. Við getum notað grammófdn, segul- band og hljóðnemaog mixað það inn á eitt band”, sagði Gestur Þorgrimsson, myndlistarmaður og kennari, þegar hann var spurður dt i útvarpsstddió, sem komiðhefur verið upp f Kennara- háskólanum. Kennaranemar nota þessi tæki sérstaklega þegar þeir gera það, sem kallað er litskyggnur með hljdði. Hægt er aö setja „impdls” á kassettuna, sem stýrir siðan skyggnusýningarvél, þannig að hljdð og myndfara alltaf saman. Tækin er lika hægt að nota til að setja hljóð inn á myndbánd, sem er i eigu skólans. Þarna geta nemar þvi búið sér til sitt eigið kennsluefni, sem þeir nota við æfingakennsluna. — Hver er reynslan af þessu? „Hún er mjög góð”, sagöi Gest- ur. „Við höfum gert þetta lengi, en þurftað vera að þessu á nótt- unni, eða þegar allir eru farnir úr skólanum, þvi það er svo mikiö um utanaðkomandi truflun, en núna getum viö tekið upp hljtíðið á hvaða tima sem er.” Gestur sagði, aö Kennarahá- skólinn væri meö ansi mikið af tækjum, sem nemendur gætu fengið að spreyta sig á. Svonefnd Gagnasmiðja er opin allan daginn og geta nemendur komið þangað þegar þeir viljá og fengið þar að- stöðu til að útbúa kennsluefni. Vinna við tæki þessi er inni I skyldunámi kennaranema og fá þeir að kynnast þeim strax á fyrsta námsári. Þá mun vera mikiö um það, að i stað ritgerða skili menn inn myndbandaspólu með öllu tilheyrandi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.