Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 17
he/garpústurinn Fostudagur 19. febrúár 1'9B2‘ 17 Eigi deilir litur kosti kvaö vera spakmæli aftan úr forneskju og þyöa aö mannkostir ráöist ekki af útliti. Sem sannast á mörg- um Bretum, sem eru miklu ljúfari i viökynningu en hvaö þeir eru fallegir. Stórborg er upplagður staður til að sjá aldeilis aragrúa af fólki. Ótal til- efni til aö vera i fjölmenni og ös, að sjá helst aldrei sama andlitið tvisvar. Og það er að vissu leyti gaman að góna á allt þetta fólk. Nóg er ég nú búinn að góna til að fullyrða að ekki eru Englendingar upp og ofan gefið út myndapésa með heilli opnu af litprentuðum stuttpilsamyndum — það var á þeim árum — og þann fróðleik með að Reykjavik sé ,,the ideal place for girl- watching”, hinn eini sanni staður að gaumgæfa stúlk- ur. Sem var að visu hneykslanlegt, ekki af þvi það sé ekki satt, heldur eru bara strákar i Reykjavik lika mjög glæsilegt fólk. Cg meina svona aö meðaltali eöa drjúgur slatti af þeim.Það eruauðvitaðtil Lundúnapóstur frá Helga Skúla Kjartanssyni neitt likt þvi jafn-fallegir og við Islendingar. Enda er sko litið upp þegar maður birtist með fallega islenska barnið sitt,ég tala nú ekki um ef fallega islenska mamma þess er með i för- inni. Hér getur maður t.d. hitt fyrir heilu hópana af unglingum án þess að nokkur þeirra sé verulegt augnayndi. Þaö er þó mun- ur eöa á Islandi. Það rif jast upp fyrir mér eldgamalt bla ðarifrildi sem spratt af því aö einhver landkynn- ingarstofnunin heima hafði bráðfallegir Englendingar einsogvið þekkjum úr bió. Eða bara af drottningar- fjölskyldunni: Filippus hertogi, tengdadóttir hans og yngsti sonur. Og svo eru Bretar núna orðnir svoddan kynþátta- blanda: það er gamaldags og nærri því dónalegt að tala um Englendinga og meina bara þessa venju- legu hvítu. Hér eru í stór- um stil innflytjendur eða afkomendur þeirra, af alls konar litbrigðum. Kannski ekki svo mjög Indianar. En allt hittsvart, gult og ýmis- lega brúnt. Og puntar nú aö sumu leyti upp á útlit landsmanna. Sérstaklega kvenþjóðarinnar, þvi að flestar þessar þjóðir, a.m.k. Asiubúarnir, eru fingerðari en við og minni á velliog verða það þá frem- ur konur en karlar sem passa viö okkar fegurðar- hugsjón. Sláandi fallegir karlmenn hér eru oftast svertingjar af þvi lima- langa og hnarreista kyni sem runnið mun frá Austur-Afriku. Og vantar svo sem ekki að samsvar- andi konur séu oft fallegar lika og ekki siður krakkar. En horaðir unglingar með þessu limalagi geta gert sig slánalegri en allt sem slánalegt er á tslandi; það eldist þó af þeim. fr^etta var nú um útlitið. En innrætiði eða kannski uppeldið, það þurfa gamal- dags hvitir Englendingar ekki að skammast sin fyrir. Kurteisara fólk hef ég aldrei hitt. Ég er margbú- inn að fara þar inn sem ég átti ekkert erindi, bara af þvi aö einhver var búinn aö halda svo lengi opnu fyrir mig. t kuldum stafar voða- legur trekkur af þvi hvað fólk er alltaf að halda hurð, en þaö finnst öllum sjálf- sagt og gera þaö af frá- bærri ljúfmennsku. Eða sú selskaps iþrótt sem mjólkurpósturinn og al- vörupósturinn leggja i aö þekkja alla i si'num götum, heilsa ljúflega, bauna á mann á hlaupunum ein- hverjum huggulegum smá- athugasemdum. Og sú fræga biöraðamenning. Englendingar sjálfir hafa þó þá óþægilegu tilfinningu að þeir séu að týna niður kurteisinni. Þeim finnst það ógnarleg afturför hvað tillitssemií umferðinni hafi minnkað og ekki siður hvaö fólk sé fariö að brjótast út úr biðröðum. Til dæmis þeir sem biöa eftir strætó. Hér er áætlunum strætis- vagna að mestu haldið leyndum.Sem erskynsam- legt, því að flestar strætis- vagnaleiðir eru langar, liggja að hluta um fjölfarna borgarhluta, oftsjálfa mið- borgina,og gatnakerfið hér er svo ofhlaöiö langar stundir dagsins að enginn vegur er að halda áætlun. Algengt er aö vagnar gangi á tiu minútna fresti, jafnvel þéttar á annatimum, en samtbiöur maður iðulega I hálftima og meir meðan heil strolla af vögnum situr föst i sama umferðar- hnútnum. Þá stendur fólk nokkuö fast i sinum biðröð- um. En þegar vagn loksins kemur og li'tur út fyrir aö vera þéttsetinn, þá rofnar röðin. Því aö strætisvagna- kerfið er líka ofhlaðið eins og gatnakerfið og manni er oft visað frá, jafnvel trekk i trekk, þvi að strætisvagnar hérerueins og vinveitinga- staðirheima að telja inn og segja svo bara stopp. Þá er sem sagt of mikið i húfi til aö biðraðamenningin haldi: og eins má vist tengja frekju margra i um- feröinni við þaö aö kurteis maður má búast við töfum svo klukkutimum skipti. Svo má brýna deigt járn að biti, og það er erfiðara aö temja sér kurteisi og þolin- mæöi þegar svona ann- markar i umhverfinu eru sifellt aö brýna mann. Dýpkandi efnahagskreppa i landinu er aö vissu leyti prófraun á það hve mikið má leggja á inngróna kurteisi þessarar þjóðar. Eignarréttur á og skoteldar ttalir barma sér mikið ýfir páfa sinum þessa dag- ana. Hann talar ekki um annaö en Pólland og aftur Pólland, segja þessir gest- gjafar hans. Páfi hefur þótt verða æ póiskari með hverju árinu og aldrei pólskari en nú um jólin og áramótin. ttalir eru miður sin. Ættjarðarást páfa tek- ur jafnvel fram þeirra eig- in. ..Biðiið fyrir Ættiandi kan, góðan daginn), blaða- útgáfu (L’Osservatore), og tveimur friverslunum (það er ekkert leyndarmál að bæöi lögreglu- og klerka- stétt utan múra er útdeilt þaðan tollfrjáisum siga- rettum), þá spannar starf- semi þess vitaskuld langt út fyrir rikismúrana. Banki heilags anda (Banco di Santo Spirito) og Banki heilagrar guðsmóður ’ C*i.TEl.tO Oi Rómarpóstur frá Auði Ölafsdóttur minu”, hljóðaði jólaboð- skapur páfa að þessu sinni til ftöslsku þjóðarinnar, eins og það hefði alveg far- ið fram hjá honum að it- alska stjórnin rétt lafði, einu sinni enn, og brauðið hækkaði hálfsmánaðar- lega. Það var ttölum veru- legt áfall fyrir rúmum þremur árum þegar kosinn var útlenskur páfi til rikis i miðri Róm, — slfkt hafði ekki gerstsiðaná 16. ö ld að þeir ættu ekki páfa sinn sjálfir. Rúmlega fimmtug- ur kommúnisti að austan var orðinn forstjóri Vati- kansins, fjörutiu og fjög- urra hektara viggirtrar spildu fyrir aftan Péturs- kirkjuna með um 750 ibúa (sem flestir eru karlkyns- þjónar kirkjunnar) og and- legur faðir 750 milljóna ka- þólikka um allan heim. Þótt Vatikaniðsé sjáifstætt riki með eigin myntsláttu (100 páfalirur = 100 italsk- ar lirur), frimerkjaútgáfu, útvarpsstöö (Útvarp Vati- (Banco di Santa Maria),. sem drottna yfir öðru hverju götuhorni i Róm, eru eitt af þvi sem ber vitni blómlegum rekstri páfarikis. Sá rekstur verð- ur þó ekki blómlegur nema með velviljuðum nágrönn- um. Þvi var það, fljótlega eftirað til rilds kom Karol Wojtyla hinn pólski, alias Giovanni Paolo annar, að berasttóku yfirlýsingar frá Vatikaninu þess efnis að Wojtyla páfi væri hinn mesti aðdáandi þeirra Leo- nardo og Michelangelo og að honum þætti italskan með fegurstu tungum. Tal- aði reyndar ágæta itölsku sjálfur (með latneskum hreim). Þá spurðist það ennfremur út að Wojtyla páfi hefði mikið dálæti á italskri matargerð - ekki hvað sist á spaghettí — og pastarettum, og væri hvorutveggja barngóður og Ijóðelskur. Og um tima leit svodtsem ttalirværu aftur farnir að elska sinn páfa, sem innfæddur væri. Plötur og kassettur með mennta- páfa skólaljóöum Wojtyla páfa (platónsk ástarljóö og nátt- úrustemmningar) runnu út eins og heitar lummur. Sömuleiöis leikrit sem hann haföi samið i æsku, meðan hann ætlaöi sér að verða listamaöur og leikari og áður en máttarvöldin gripu i taumana og beindu honum á rétta lifshiDu. ítalir töluðu um lista- mannspáfann sinn og sum- ir um leikarapáfa. Það fa- heldur ekki milli mála að Wojtyla páfi hefur haft meiri unun af þvi að vera i sviðsljósinu heldur en fyr- irrennarar hans siöast liðin nokkur hundruð ár. Leik- arahæfileikar hans þykja lika njóta sin ágætlega i embætönu. Wojtyla páfi var ekki búinn að sitja nema daglangt i embætti sinu þegar spurðist til hans akandi um götur Rómar ásamt li'fvarðasveit sinni og nokkrum sjónvarpsbil- um. Siðan hefur páfi farið viða, svo sem kunnugt er. Framan af, meðan hann var ekki eins áberandi pólskur, ferðaðist hann vitt og breitt um ttaliu og átti það jafnvel til að birtast skyndilega i einkaþyrlu sinni i afskekktustu fjalla- þorpum og blessa þar byggð og kyssa börn og gamalmenni. ttalir kalla hann alþýðlegan páfa. A.m.k. er Wojtyla páfi tal- innhafakysstfleiri börn og konur á sinum stutta ferli heldur en fyrirrennarar hans samanlagt um nokkur hundruð ár. Vilja sumir túDía það sem vott um frjálslyndissveiflu hjá ka- þólsku kirkjunni^ aðrir teljaframtak páfa sprottið af þörf fyrir persónulega aðdáun og enn aðrir telja það af öðrum toga spunnið. öðru hvoru hefur ltölum gefist sérstakt tækifæri til að rifja það upp að páfi væri af útlendum ættum. Svo var t.d. þegar hann tók upp á þvi að reisa sér þriggja milljarða lfra einkasundlaug og stuttu siðar tvo einkatennisvelli við eittaf sveitasetrum si'n- um rétt sunnan við Róm. Eftir skotárás Tyrkj- ans á páfa f fyrravor hefur minna farið fyrir alþýð- leika páfa. Þannig var mið- næturmessa Wojtylapáfa í Péturskirkju þessi jól i fyrsta skipti ekki ætluð al- menningi. Aðeins þeir sem höfðu boðsmiða fengu inn- göngu gegnum fimmfalt öryggisnet li'fvarðarsveitar Vatikansins og lögreglu. Þingið i kjól og hvitu og frúr i pels höfðu brúna boðsmiða og sáu þar af leiðandi framan i páfa við háaltarið (fyrir miðri Péturskirkju yfir gröf Pét- urs postula), grænir miðar sáu vangasvip páfa og gulir aftan á. Popullinn mátti éta það sem úti fraus (það var logn og bliða). Það er reyndar ekki alveg sann- leikanum samkvæmt, þvi suðandi sjónvarpsvélar upp um alla veggi f Péturs- kirkjunni og inn um pietur og Mariumyndir, ásamt fljóðljósum sem lýstu upp sviðið, sáu til þess að flytja páfa og boðskap hans inn i stofu tU almúga. En þótt ítalir hafi margir setið heima á jóla- kvöld,gegndi ekki sama máli um Sánkti-Silvestro- dag, eins og ttalir nefna siðasta dag ársins hjá sér, eftir heilögum Silvestro sem páfi var i Róm ein- hvern timann á fjórðu öld. Gamlaársdagur er einhver mesti hátiðisdagur ársins og tekur jólum langtum .fram hjá öllum þorra ttala. Veitingahús eru troðfull og dansað er á götum úti. Sánkti-Silvestro-dagur er sömuleiðis einhver mesti slysadagur ársins, sem stafar ekki hvað sist af þeim þjóðlega sið inn- fæddra að losa sig við alls kyns gamalt drasl ut um glugga hjá sér niður á götu. Skiptir þá engu máli hvort viðkomandi hankalausir bollar, stólsetur og dúkku- hausar tilheyra fimmtu hæð eða þeirri fyrstu. A siöasta ári voru sett ný lög sem eiga að miða að þvi að takmarka útkast á hlutum eins og gömlum isskápum cg kommóðum og draga þannig úr slysahættu. Sánkti-Silvestro-dagur er lengi i undirbúningi. Smá- pollar á Tjarnarborgar- aldri eru farnir að bjástra með púður i dollu i skotum bak við bila löngu fyrir jól og þegar liður á desember eru sprengjuhvellir á göt- um úti orðnir verulega tið- ir.Flestirerukomnir langt með flugeldabirgöir sinar fyrir gamlaársdag. ttalir eiga sér enn einn þjóðlega siðinn sem tengist miönætti ál.desember. Þegar klukk- an slær tólf á miðnætti dregur heim ilisfaöirinn upp úr pússi sinu fjörutiu ára gamla byssu siðan i striðinu, og hleypir af skoti eða skotum út um gluggann til heiðurs nýju ári. 1 ár greindu blöðin frá niu látn- um og nokkrum tugum særðra fórnarlamba þessa heimilissiðar. Venjulega var það einhver úr fjöl- skyldunni á móti sem varð fyrir skotinu, stundum lika frænka sem stóð úti á svöl- um.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.