Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 26
í____________________________________________________Föstudagur 19. febrúar 1982 hp»lr/^rpn^f, ,rinn Spjallaö viö Jean-Pierre Jacquillat Franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat hefur um nokkurt skeið verið aðalstjórnandi Sinfóniu- hljómsveitar islands, og getið sér gott orð fyrir störf sin þar. Það hefur hins vegar verið fremur hljótt um hann i fjöimiðlum og Iék okkur þvi forvitni að vita eitthvað meira um manninn og viðhorf hans til tónlistarinnar. Helgarpósturinn hitti hann að máli I vistarverum hans á Hótel Sögu og var Jacquillat fyrst spurður að þvi hvaðan úr Frakklandi hann væri. „Ég er fæddur i Versölum en lit á mig sem Parisarbúa. Ég stundaði nám i Tónlistarháskólanum i Paris, þar sem ég lærði á pianó, jafnframt þvi, sem ég lagði stund á harmoniu, kontrapunkt, hljómsveitarstjórn og kammer- tónlist. Það er nú orðið ansi langt siðan, eða um tuttugu og fimm ár.” — Hvenær urðu fyrstu kynni þin af tónlistinni? „Það gerðist árið 1946 eða 47, þegar ég var ellefu eða tólf ára, og fór að læra á píanó.” — Hvernig stóö á þvi, aö þú fórst að læra á pianó, var mikil tónlist i fjölskyldunni? „Nei, alls ekki. Þaö var ég sjálfur, sem bað um að fá að læra á hljóðfæri á striðsárunum. Á þeim tima bjuggum viö i Rhone dalnum sem flóttamenn, þannig að það var erfitt. Þegar við snerum aftur til Parisar, fór ég að læra pianó- leik og tónfræði. Það gerist mjög oft, að foreldrarnir segja börnum sin- um, að þau verði að læra á hljóðfæri, en I minu tilviki var það hið gagnstæða.” — Hvers vegna vildirðu læra á hljóðfæri? „Ég veit það ekki. Ég hlustaði á tónlist, þegar ég var lit- ill og hafði gaman af.” — Lærðirðu lengi á pianó? „Ég lærði á það i ein tiu ár, en ég ætlaði mér alltaf að verða hljómsveitarstjóri. Það var mér alltaf efst I huga. Ég lærði á pianó vegna þess, að maöur verður að læra á eitthvert hljóðfæri”. — Hvers vegna vildirðu verða hljómsveitarstjóri, en ekki pianóleikari? „Mér fannst hljómsveitin vera fyllri, tónlistarlega séð. Þar er maður ekki eins einangraður. Mannlegu samskipt- in eru meiri innan hljómsveitar en þegar maður er aleinn heima hjá sér með pianóinu. Kannski var ég heldur ekki nógu góður.” — Hefur það eitthvað með skapgerð þina að gera? „Já, þvi ég hef gaman af þvi að vera innan um annað fólk. Mér þykir jafn gaman að stjórna sinfóniutónleikum og óperum, þar sem maður þarf að hafa afskipti af mjög mörgum, söngvurum, leikstjórum eða leikhússtjórum.” Ekki valdataf I i^mmm^^^m^ma^^^m^mm — Það er ekki vegna þess, að þú vildir vera sá sem stjórnaði, þ.e. að hafa vald yfir öðrum? „Nei, ég er alveg á móti sliku. Það tiðkaöist fyrir strið, að hljómsveitarstjórarnir hefðu öll völd i hendi sér, þegar verkalýðsfélögin voru ekki eins öflug. Ef hljómsveitar- stjóranum likaði ekki við einhvern tónlistarmanninn, gat hann sagt honum að fara, og fengið annan I staðinn. Hins vegar er málum öðru visi háttað núna.” — Hvernig þekkir maður góðan hljómsveitarstjóra? „Ég á sjálfur erfitt með að þekkja góöan hljómsveitar- stjóra. Það þyrfti að fylgjast með ferli hans i langan tima. Góður hljómsveitarstjóri þarf að falla hljómsveit sinni i geð, og einnig þarf hann að falla áhorfendum i geð. Það er ekki eingöngu tónlistin, sem skiptir máli, heldur verður hann lika að koma vel fyrir á sviðinu, þvi miður liggur mér við að segja. Ég hef kynnst góðum stjórnendum, sem gekk ekki vel, og öðrum ekki eins góðum, sem áttu glæsi- legan feril.” — Geturðu i nokkrum orðum skýrt hlutverk hljómsveit- arstjórans, þvi fyrir leikmenn er hann bara náungi, sem veifár éinhverjum sprota? „Þegar stjórnandi kemur fram fyrir hljómsveitina, hefur hann unnið 40 - 50% af starfi sinu heima. Hann hefur hugsað verkið, uppbyggingu þess, og hefur myndað sér ákveðnar hugmyndir um það. Hann reynir siðan að fá hljómsveitina til að spila eftir sinum hugmyndum. Það er hins vegar ekki mjög augljóst fyrir áhorfendur. Þeir þyrftu að hlusta á sama verkið undir stjórn tiu mismun- andi hljómsveitarstjóra i sömu vikunni. Þá gætu þeir átt- að sig á mismunandi túlkun verksins, hvað snertir blæ- brigði og hraða.” — Hlustar hljómsveitarstjóri mikið á tónlist? „Mjög mikið, og jafnvel á verk, sem maður stjórnar aldrei. Þegar ég er i Paris, fer ég mikið á tónleika, ef ég hef tima.” — Veröurðu fyrir áhrifum af öðrum stjórnendum? „Nei, ég horfi ekki á mig i spegli til þess að athuga hvort ég stjórni eins og þessi eða hinn.” — Ég meina i sambandi við túlkun verkanna. „Það liggur i augum uppi, að maður getur metið meira sinfóniu eftir Beethoven með þessum stjórnanda og sin- fóniu eftir Mozart með hinum, en um bein áhrif er ekki aö ræða.” Hér er meiri tími amam^mmaaammammmm^^mam — Hvernig stendur á þvi, að þú komst til Islands? „Það er gömul saga, sem nær alla leið aftur til 1971. Ég kynntist Barböru Arnason og Magnúsi manni hennar i Paris, þar sem hún hélt sýningu. Dag nokkurn spurði hún mig hvers vegna ég kæmi ekki til íslands að stjórna. Mér leist vel á hugmyndina og ég kom hingað fyrst veturinn 1971 - 72. Ég hef svo komið hingað reglulega siðan. Ég á hér marga vini og ég kann mjög vel við mig. Mér finnst lif- ið hér ekki eins þreytandi og i stórborgum. Það er þvi mjög þægilegt að vinna i borg, þar sem maður gefur sér aðeins meiri tima.” — Hvert er álit þitt á tónlistarlifinu hér á landi? „Það er mikið um að vera. Hér er aðeins ein sinfóniu- hljómsveit með sextiu hljóðfæraleikurum, þvi miður, en hins vegar er mikið um minni hljómsveitir, sem koma saman og halda tónleika út um allt. Ef miðað er við ibúa- fjölda, er mikið um að vera i Reykjavik.” — Þetta á við um fjölda tónleika, en hvað með gæðin, eru þau sambærileg þvl, sem er að gerast i Paris, t.d.? „Ég þekki ekki vel gæði tónlistarskólanna á íslandi. Ég hef hins vegar tekið eftir einu, sem er mjög ánægjulegt, að mikill fjöldi ungs fólks leggur stund á tónlistarnám. Og það kemur örugglega til með að hækka „standardinn”, þegar fram liða stundir.” — Hvað finnst þér um sinfóniuhljómsveitina og þá hljóðfæraleikara, sem þar eru.? „Það er mikið hæfileikafólk I þessari hljómsveit. Stærsta vandamál okkar þessa stundina er hins vegar hljómburður tónleikasalarins, sem er ekki stórkostlegur. Það bætir heldur ekki úr skák að hljósveitin er of lltil. Við höldum tónleika með 9 eða 10 fyrstu fiðlum, þegar það þarf að minnsta kosti 14 I venjulega sinfóniuhljómsveit. Stórar hljómsveitir eru núna yfirleitt með 18 fyrstu fiðlur, 16 aðrar fiðlur 14 lágfiðlur, 12 selló og 9 kontrabassa, á meðan við leikum með lOfyrstu fiðlum, 8 öðrum fiðlum, 6 lágfiðlum, 6 sellóum og 4 kontrabössum. Það verður að stækka hljómsveitina og það ætti að vera hægt að gera það með islenskum hljóðfæraleikurum, ef hún fengi meira fé. Það er mikilvægt fyrir biEði áhorfendurna > og hljóðfæraleikarana. Öskadraumurinn væri sá að eignast eigin tónleikasal.” — Er æskilegt að hljómsveitin hafi aðalstjórnanda? „Já, ég held, að það sé nauðsynlegt. Ég hef tekið eftir þvi, að það verður að leggja mikla áherslu á taktinn. Ég var ekki fyrstur til að segja það, það var Karajan sem sagði: Mér er sama þó að hljóðfæraleikarinn slái falska nótu, ef hann getur leikið I takt. Það er það mikilvægasta i tónlist. Siðan er hægt að fara aöleika tónlist.” Of lítil hliómsveit mma^mmmm^mmmmmmmmmam — Er stefna hljómsveitarinnar hvað varðar efnisval rétt aö þinu mati? „Hefurðu yfir einhverju að kvarta i þeim efnum? Efnis- valið er háð mörgum þáttum. Það er háð þvi hvenær einleikararnir eru á lausu, og þaö er ekki hægt að byggja upp prógram i kringum konsert, þegar maður veit ekki hver á að leika. A hinn bóginn eru hér aðeins tuttugu sinfóniutónleikar á ári, sem er ekki mikið. Það er þvi erf- itt að byggja upp efnisskrá fyrir hljómsveitina, þar sem hún leikur sömu verkin ekki nógu oft. Segjum sem svo, að ef við ætluðum að leika 4. sinfóniu Beethovens i ár, mundi hljómsveitin ekki leika hana næstu fimm árin. Það yrði þvi að vinna hana alveg upp á nýtt. öðru máli gegnir um stórar hljómsveitir. Þær mundu leika þessa sinfóniu allt að tiu sinnum á árinu, og þegar hún yrði tekin upp að nýju á næsta ári, kostaði það miklu minni vinnu.” — A smæð hljómsveitarinnar einhvern þátt i þessu lika? „Miðað við uppbyggingu hljómsveitarinnar, ætti hún eingöngu að leika verk eftir Haydn, Mozart, Bach og Vivaldi, en viðreynum að leika önnur verk. Við lékum t.d. La Symphonie Fantastique eftir Berlioz, þar sem við hefðum þurft 18 fyrstu fiðlur. Það þyrfti að stækka hljóm- sveitina til að geta leikið öll verk Stravinskys, Mahlers, Bruckners og stóru verk Brahms, og i sal með betri hljóm- burði. Islenska rikisstjórnin verður einhverntima að taka þá ákvörðun að byggja sal yfir hljómsveitina.” — Hvað gerirðu af þer þann tima, sem þú ert ekki hér? „Við hljómsveitarstjórarnir lifum hálfgerðu flökkulifi. Ég stjórna i Parisaróperunni, og i ár stjórnaði ég þar Carmen, auk þess sem ég stjórnaði sex tónleikum. Ég fer héðan beint til Parisar og þaðan til Manila, þar sem ég mun stjórna óperu eftir franska tónskáldið Francis Poulence. Siðan fer ég til Þýskalands, og svo aftur hingað. Þegar þvi er lokið fer ég til Suður-Ameriku, og þaðan til Ástraliu. Við ferðumstjriilrift ” — En áttu þér fastan samastað? „Ég á ibúð I Paris.” | eftir Guðlaug Bergmundsson mynd: Jim Smart |

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.