Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 20
20 ' l i *f • > • • i rft ti' # | ( '\K-» .*.*'4 í Föstudagur 19. febrúar 1982 helgarpósturinn LAXDÆLA EFTIR KONU? ekkert hjóna-samsæri”, segir Þórunn Sigurðardóttir um kaup L.R. á leikriti sinu. ,,Sú saga hefur tæplega skroppið út úr karlmanns- haus”, segir Þórunn Sigurðar- dóttir, höfundur ,,Guðrúnar”, nýs leikrits, byggðu á Laxdælu „Guörún”, nýtt leikrit, byggt á Laxdælasögu, þar sem Guftrún ósvifursdóttir er aðalpersóna, kemur væntanlega á fjalir i Iðnó á næsta leikári. Höfundurinn er Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, blaðamaöur og nú leikskáldiOg við króuðum hana af á förnum vegi nýlega og báöum hana segja okkur frá leikritinu og tilurð þess. Og vegna þess að Þórunn er eiginkona annars leikhússtjórans hjá L.R., Stefáns Baldurssonar, spurðum við fyrst, hvort ekki væri þægilegt að selja leikrit, þegar maður væri giftur leik- hússtjóranum? „Nei, þaö er eiginlega ekki sér- lega þægilegt. Mér fannst þaö frekar seinlegt. En reyndar bar ég mig þannig að við þetta, aö ég sendi frumdrög verksins til þeirra undir dulnefni og það var ekki fyrr en leikhúsráðið fjallaöi um nánari útfærslu á textanum, að þau vissu hvað höfundurinn hét. Ég var reyndar farin að skrifa, eða bera mig til við að skrifa, löngu áður en ég kynntist Stefáni og áður en hann var farinn að vinna hjá L.R., þannig að þú sérð að þetta er ekkert hjóna-sam- særi.” Altekin af Laxdælu „Það var í mars i fyrra, að ég fór að lesa Laxdælu. Ég var i stuttu frii og innan skamms var ég altekin af bókinni og þessari lerkrits-hugmynd. Ég settist strax við að skrifa og lagði svo fram hugmynd, „synopsis”, og svo fyrsta textauppkastið seinna. Þaö var ekki fyrr en þá, að leik- húsráðið vissi hver höfundurinn var”. Er „Guðrún” leikgerð Lax- dælu, eða skrifarðu leikrit, byggt á einhverjum þræöi eða tema bókarinnar? „Það er stiklað á stóru gegnum : kaflann sem fjallar um Guðrúnu ósvifursdóttur. Það er ákaflega litið um löng samtöl i Laxdælu, þannig að ég verö að skrifa þau inn. Þaö er meira vandamál en margan grunar. Málfarið verður að vera ekta. Þegar ég fór að vinna þetta, kynntist ég þessum persónum Laxdælu upp á nýtt. Ég hef þannig hugsað mjög mikið um lokaorð Guðrúnar („Þeim var ég verst er ég unni mest”) og gegnum þessa vinnu hafa þau fengiö nýja merkingu i minum huga, merkingu sem skiptir öllu varöandi samskipti þeirra þriggja höfuðpersóna; Guðrúnar, Bolla og Kjartans”. ,/Guðrún" ekki fyrsta Laxdælu-leikritið „Annars er Laxdæla sú forn- saga, eða réttar sagt sú islensk skáldsaga, sem hvað oftast hefur veriðreynt að gera leikrit úr. Það hafa veriö skrifuö ein sjö leikrit upp úr sögunni. Eitt þeirra er eft- ir Danann Adam Oehlenschlager. Það var leikið þrisvar i Konung- lega leikhúsinu i Danmörku. Einu sinni lék Anna Borg Guðrúnu. Nú, fyrsta leikritið sem kona skrifaði og var sýnt hér á íslandi fjallaði um þetta sama efni. Það var sýnt i Stykkishólmi 1879. Höfundurinn var Júliana Jónsdóttir. Siðan hafa komið fram tvö önnur is- lensk verk, það yngsta er reyndar kvikmyndahandrit skrifað 1942. Svo var Þjóðverji nokkur að skrifa leikrit nýlega upp úr Lax- dælu. Hann færði það i nútima- búning, en það leikrit hefur vist ekki verið leikið”. Enginn vandi að gera fóst- bræðurna að nútímalegum framagosum „Ég er búin að skrifa leikritiö já”, sagði Þórunn. „Ég vann það nánast ein, en upp á siðkastið hef ég haft valinn hóp sem hefur gefið mér góð ráð”. Færirðu efniö i nútimahorf? „Nei — og þó að einhverju leyti. Ég reyni að láta hinn dramatiska texta sögunnar halda sér. Og það er mikil vinna i mál- farinu. Það má alveg hugsa sér að láta leikritið vera alfarið upp á forneskjuna — eða færa þaö i nútimahorf. Ég geri hvorugt. Eða hvort tveggja — vegna þess að mér finnst að mestu skipti að efnið sjálft nái til fólks. Það er enginn vandi að gera þá fóst- bræður að framagosum i Reykja- vik nútimans og senda Kjartan i framhaldsnám i útlöndum. En mér finnst engin þörf á sliku. Þetta fólk er svo ótrúlega likt okkur og er að glima við það sem fólk er aö glima viö núna. Það er ástin, stoltið, metnaðurinn, af- brýðin. Laxdæla er mikil „konu- bók”. Kvenlýsingarnar eru ein- stakar. Ég er viss um að kona hefur að minnsta kosti komið nærri samningu þessarar sögu. Kannski hefur þetta allt gerst. Ég trúi þvi ekki að Laxdæla hafi skroppið eingöngu ut úr karl- mannshaus”. —GG Þrjár systur á Akureyri ,,Lifandi myndir,, einblína á fisk „FAGUR FISKUR ÚR SJÓ" frumsýnd um „Kagur fiskur úr sjó” ncfnist ný fslensk hcimildarmynd, sem „Lifandi myndir” gerði fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Kvikmyndin var tekin haustið 1980 og fullbúin til flutnings ári siðar. í myndinni er lýst hinum ýmsu fram leiðslustigum sem fiskurinn fer I gegnum allt frá þvi hann er veiddur og þar til hrað- frystum flökum hefur verið pakkað niður til útflutnings. Myndin hefst um borð i skut- togaranum Sigurbjörgu frá Ólafsfirði þar sem skipið er aö veiðum á Strandagrunni og sýnd er aðgerð og isun um borð. Siðan er sýnd löndun á ýmsum stöðum á landinu, svo sem isafirði, Akur- eyri og i' Reykjavik. Myndin er „Égerað Ijúka skáldsögu. Það er- saga sem hefur reynst vera mcira verk en ég ráðgerði. Ég vinn fyrst og fremst i þessari sögu núna. Hvað hún heitir? Það kemur nú alveg siðast hjá mér”, sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur þegar við spjölluðum við hann nýlega. — „Það verður annars margt til að tefja mann þessa dagana”, sagði Thor og virtist á engan hátt daufur yfir að vera tafinn, — „já, þetta er skemmtilegt. Éghef verið að skrifa greinar i blað og blaðagreinar vekja frekar andsvör. Maður finnur hvernig þær orka á fólk og nær sambandi við marga. Rithöfundur sem situr heima i skoti er svo einangraður. Það er m.a. þess vegna sem mig langar til að skrifa leikrit. Ég skrifaði leikrit fyrir nokkrum árum og ætla að taka upp aftur vinnu við það. Ég var að lesa sögu i útvarpið. Það var mjög gaman. Fólk tekur þessar mundir siðan að mestu leyti tekin i ishús- um I Reykjavik. Þessa dagana er veriö aö vinna að enskum texta við myndina. Eintök eru fáanleg, bæöi á 16 mm filmu og á myndböndum. Hand- rit myndarinnSr, stjórn og kvik- myndun annaðist Siguröur Sverrir Pálsson. Hljóð sá Jón Axel Egilsson um, Sigfús Guðmundsson hljóðsetti og Erlendur Sveinsson klippti. Þulur i myndinni og höíundur þular- texta er Ólafur Ragnarsson. Myndin tekur sautján minútur i flutningi. Meira um fisk Fiskur og fiskafuröir eru sömu mann tali vegna þessa. Maður verður var við, að það eru margir með manni á þessari ferð. Hvað segirðu? Hvortég ætli að lesa bók inn á snældu? Það er ómögulegt að segja, en þá finnst mér að ég sé að taka viss forréttindi af les- andanum. Þá finnst mér aö ég taki af honum þann rétt að vera skáld sjálfur. En ég skal játa það, að mér finnst gaman að geta læðst inn i stofur manna og kannski tek ég einhvern með mér. Einhvern sem alls ekki ætlaði sér að vera með. Heyrðu”, sagði Thor svo alit i einu þar sem við sátum saman og spjölluðum, „hefurðu heyrt um þennan spör- fugl sem villtist hingað. Ég hef séð hann hér i garðínum heima. Hann er vist kominn hingað frá Ameriku og er kallaður „White throated sparrow”, heitir hörpu- tittlingurá tslandi.Hann er hvitur á bringunni”. En þú varst að lauma frá þér aðilum umfjöllunarefni, þvi SH hefurfalið „Lifandi myndum” aö halda áfram og gera nú mynd um fisksölu SH i Bandarikjunum. Sú mynd er reyndar langt komin, þvi kvikmyndatöku er lokið i Banda- rikjunum og er myndin nú á úr- vinnslustigi, veröur væntanlega tilbúin með vorinu. Þeir hjá „Lifandi myndum” verða orðnir vel að sér i fiskveiði- og fisksölumálum áður en lýkur, þvi enn eru fleiri myndir um sjávarútveg i bigerö hjá þeim Þar má t.d. nefna mynd um saltfisk- inn, sögu saltfiskverkunar og stöðu þeirra mála meðal islend- inga. Og einnig er i undirbúningi mynd sem fjallar um sildina og allt það ævintýri. —GG ljóðabók á ensku — hvernig er það, er ekki erfitt að fara allt i einu að yrkja á útlendri tungi? „Þetta kom nú nokkuð eðlilega hjá mér. Ég er nú fæddur i Edin- borg á Skotlandi. Faðir minn stóð þar fyrir skrifstofu Sambands islenskra samvinnufélaga i Leith. Ég var fimm ára þegar við fluttum heim. Ég hef leikið mér að þvi að skrifa á ensku, sérstak- lega fyrr á árum þegar ég var erlendis. Aseinni árum hefur það helst verið þegar ég skrifa greinar i útlend blöð eða sem fyrirlestra. Ég hef gaman af að yrkja á ensku. Ég gæti jafnvel trúað.aðþaðværiekki erfittfyrir mig að taka upp enskuna — en náttúrlega er ég bundinn minu máli, islenskunni, og minni þjóð. Minu landi. En það hefði vist að sumu ieyti verið auðveldara fyrir mig að koma minum hlutum á framfæri hefði ég skrifað á heimsmáli. Það leitar nú Leikféiag Akureyrar frumsýnir í kvöld.föstudaginn lfl.febrúar.hið viðkunna verk rússneska skáld- jöfursins Anton Tsékhovs „Þrjár systur”. Leikstjóri er Kári Hall- dór, en leikmynd og búninga gerðu Jenný Guðmundsdóttir og Ingvar Björnsson. Frumsamin tónlist er eftir Oliver Kentish. Hlutverk í leiknum eru tólf og fara flestallir helstu leikarar félagsins með þau. Meðal leilkara eru Guðbjörg Thoroddsen, Sunna Borg, Þórey Aðalsteinsdóttir, Gestur E. Jónasson, Theódór JUIiusson og Jónsteinn Aðal- steinsson. „Þrjár systur”ereittkunnasta verk Tsékhovs og fastur liður á verkefnaskrá flestra leikhilsa sem þvi nafni vilja kalla sig. Verkið fjallar i sem stystu máli um mannleg samskipti og sammannleg vandamál. Það ger- ist á keisaratimanum i Rússlandi og lýsir afar vel hnignun yfir- ”... let us wait till tomorrow”, segir i ljóði Thors Vilhjálmssonar i bókinni „The deep blue sea, pardon the ocean”. Sú bók kom út i Bandarikjunum i vetur, fæst nú I bókaverslunum I Reykjavik. stundum á mann. Einkum þegar ég hugsa til starfsbræðra i Frakk- landi sem eru að glima við alþjóð- legar hugmyndir sem liggja i timanum. Það væri auðveldara að ná hæfilegum lesendahópi — ef stéttarinnar þar sem kraumar i suðupotti byltingarinnar. 1 sambandi við frumsýninguna á „Þrem systrum” tók Leikfélag Akureyrarupp þá nýbreytni að fá rússneska sendikennarann við Háskóla íslands til að koma norðurogkynna Tsékhov og verk hans. Einnig fékk félagið kvik- mynd sem byggð var á nokkrum verka hans og var hún sýnd i Borgarbiói. Félaginu barst,einnig mjög merk bókagjöf frá MIR sem Asgeir Höskuldsson afhenti en Guðmundur Magnússon for- maður L.A. þakkaði fyrir hönd félagsins. Sýning Leikfélags Akureyrar á „Þrem systrum” verður að telj- ast meiri háttar listviðburður og þaö er fyllsta ástæða til að hvetja Akureyringa og aöra þá sem unna leikiist á heimsmælikvarða til að sjá þessa sýningu. — RA maður hefði heimstungu á ég við. Hér heima er nú þessi hneigð til að leggja allt að jöfnu”, sagði Thor og hló við, rétti sig svo við i sessinum, strauk gráan makk- ann og bauð blaðamanni i rann- sóknarleiðangur um vinnuher- bergi sin og þarf án efa þaulkunn- ugan mann til að rata i þvi bókæ, blaöa- og pappirsflóði, sem þar geisar hömlulaust um þessar mundir og jafnvel hægt að gleyma sér við að skoða nýlegar teikningar, kritarmyndir og riss- blöð, sem virðast spretta þarna fram i haugum ef maður hittir á rétta staðinn og stundina. Þú ert kannski að hugsa um nýja málverkasýningu spurðum við — svona þegar nýja skáld- sagan og væntanlegt leikrit verður skroppið saman? „Það held ég geti verið”, sagði Thor og við tökum okkur bessa- leyfi að kveðja með orðum hans sjálfs þvi i ljóðinu „This great book to be” eftir Thor segir i niðurlagi: Then I set down these unwritten sheet gazing out wherefrom the rain does sound in grass: Let us wait till tomorrow. —GG ,, ... gaman að geta læðst inn í stofur til manna"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.