Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 28
4) Guftmundur Gislason,for- stjóri Bifreiða og landbiinaðar- véla, sé er mikla athygli vakti fyrir nokkrum árum með þvi að byggja veglegan sumarbústað við Sandvatn i Mývatnssveit — svo veglegan, aö skattalögreglan sá ástæðu til að bregða sér norður til að berja höllina augum — hyggur nú enn á byggingu norður á hinu friðaða svæði. Guömundur hefur sött um byggingarleyfi, bæði hjá Skútustaðahreppi og Náttúru- verndarráöi og, vill nú fá að byggja kirkju við bústað sinn. Hreppsnefndin hefur veitt leyfið fyrir sitt leyti, þótt skiptar skoðanir hafi verið i Náttúru- verndarráði um leyfisveitingu og mótatkvæði verið nokkur, þá veitti ráðiö sitt leyfi lika um dag- inn. Guðmundur getur þvi farið að byggja guðshús sitt. Leyfi Náttdruverndarráðs fylgja reyndar skilyrN og það einna helst.aö kirkjuna má Guðmundur ekki reisa, nema hún verði opin almenningi. Hugsanlegter að það skilyrði verði til að draga úr áhuga Guömundar á bygging- unni, þvi bústaður hans stendur á einkalóð við Sandvatn vestan Mý- vatns, en þar á hann stóran tanga. Við Sandvatn mætist auðn Hólasands og vöxtulegt skógar- rjóður og er Vindbelgjarfjall á milli Mývatns og Sandvatns. Kirkjan sem Guðmundur vill byggja er reyndar fremur kapella, varla stærri en fjórir sinnum sex metrar. Þess má svo geta að tvær kirkjur eru i ná- gr'enninu, önnur i Reykjahlið og hin á Skútustöðum. 9 Komið hefur fram að einhver ólga er nú innan prófessoraliðs Háskólans með þá niðurstöðu kjörstjórnar út af rektorskjöri að láta ekki fara fram prófkjör en kjörtimabil núverandi rektors Guömimdnr Magnússonar er að renna út og rektorskjör fyrir- hugað i april n.k. Venjan hingað til hefúr verið sú að láta fara fram prófkjör eða skoðanakönn- un á milli vænlegra kandidata i rektorsembættið en nú vilja ein- hverjir meina að ákvörðunin um aö efna ekki til prófkjörsins sé runnin undan rifjum stuðnings- manna hans i kjörstjórninni sem hafi af því áhyggjur að Guðmund- ur sé ekki nógu traustur i sessi. Þeir sem ekki vilja við þessa niðurstöðu una eru nú sagðir leita að mótframbjóðanda sem fellt gæti Guðmund i rektorskjöri og eru i' þvi sambandi helst nefndir þeir Sigurjón Björnsson sál- fræðingur, dr. G unnar G. Schram úr lögfræðideild og þeir Sig- mundur Guðbjarnarsonog Svein- björn Björnsson úr verkfræði- og raunvi'sindadeild... ® A siðasta útvarpsráðsfundi kynnti formaður útvarpsráðs Vil- hjálmur IIjálmarssonbænarskjal 149 Dallasunnenda sem ritað höfðu nafn sitt undir áskorun um að sýningar á þessum umdeilda sjónvarpsþætti yrðu teknar upp að nýju. Kiður Guðnasonmun þar hafa lagt til að Dalls yrði tekið aftur til sýninga með vorinu en einhverjir aðrir útvarpsráðs- menn munu hafa talið tillöguna óþarfa, þar sem ráðið hafi aldrei tekið um það formlega ákvörðun að hætta sýningum á Dallas heldur einungis að fella sýningar niður um tima. 1 fundargerð út- varpsráðs má sjá að þessar frjóu umræöur um Dallas hafi snert ljóðrænan streng I brjósti fjár- málastjóra Rikisútvarpsins og sýna að honum er fleira til lista lagt en að skera niöur og telja peninga. Fundargerðinni lýkur nefnilega á þessari ágætu visu Harðar Vilhjálmssonar: Löður og Dallas dafna dável á sjónvarpsskjá. Illt er því efni að hafna sem allir menn vilja sjá... % Á þessu isa kalda landi banns við áfengisauglýsingum eiga um- boðsmenn áfengis-og eðalvina oft erfitt uppdráttar við að koma vörum sinum á framfæriog reyn- ir þá oft mjög á hugkvæmnina. Við heyrum til að mynda þá sögu að nýlega hafi Rolf Johansen stórkaupmaður verið á ferð i Broadway og þá allt i einu tekið upp á þvi að panta 100 flöskur af dýrindis kampavini (sem hann væntanlega hefur umboð fyrir) upp á ljósasviðið fræga og boðið öllum gestum aö dreypa á svo lengi sem birgðir entust. Það fylgir líka sögunni að ekki hafi veriö nein vandræði aö fá gesti hússins til að troða uppá sviðið til að næla sér i glas af kampavini. Menn leggja jú ýmislegt á sig fyrir... ® Það hefur vart fariö framhjá neinum að helstu forkólfar verka- lýðsins á Vestfjöröum, kratarnir Karvel Pálmason i Bolurigavik og Pétur Sigurðsson á ísafirði,eru illilega ósammála um ágæti nýju kjarasamninganna sem þar voru gerðirog prisar Karvelþá hástöf- um meðan Pétur sér vart i þeim ljósan punkt. Fróðir menn vilja hins vegar meina að þessi ágreiningur snúist i raun um allt annað heldur en mismunandi mat á samningunum. Undirrótin sé sú að Karvel hafi látið berast út að hann ætlisér að keppa við Sighvat Björgvinsson um fyrsta sætið á iista krata á Vestfjörðum og þar scm .■■•rkalýðsforustan á Isafirði sé öll á bandi Sighvats hafi hún séð þarna kjörið tækifæri til að koma Karvel i klipu... ® Við sögðum frá þvi i siðasta blaði aðallt væri i háalofti innan Fnhafnarinnar út af óánægju hóps starfsmanna þar með fri- hafnarstjórann og að starfs- mannahópurinn, sem allir eru dyggir Framsóknarmenn, hafi klagað fríhafnarstjórann tii flokksformannsins og sömuleiðis Ólaf Jóhanncsson utanrikis- ráðherra og yfirmann frihafnar- innar fyrir dauflegar undirtektir i þessu klögumáli. Við heyrum að rimman ágerist enn og nú hafi skrifstofust jóri fyrirtækisins hótað þvi að hætta ef fyrirliði Framsóknarmannanna, Ari Sigurðsson,verði ekki látinn fara. Starfsmennimir eru hins vegar ekki búnir að spila út öllum trompum enn að þvi sagt er, en samskiptin m illi þessa hóps og stjómendanna hins vegar ekki efnileg, stál i stál og segja kunnugir að annað tveggja hljóti að gerast — að starfsmennimir ha tti allir eilegar allt yfirmanna- lið Frihafnarinnar... 0 Svo virðist sem i óefni stefni með bráönauðsynlegt samstarf útivinnandi foreldra og svo- kallaðra dagmamma i Reykja- vik. Fleygur sá sem rekinn hefur verið milli þessara aðila nefnist skattur. Nú hefur nefnilega Bergur Tómasson borgarendur- skoðandi látið þau boð Ut ganga að gefa skuli greiðslur til dag- mamma upp til skatts, en fram til þessa hafa þær verið skattfrjáls- ar. Dagmömmur eru skráðar hjá Reykjavfkurborg, en hafa með sér samtökjDagvistun barna. Nú heyrir Helgarpósturinn að þær hafi gefið til kynna að þær taki ekki að sér börn ef greiðslur séu gefnar upp til skatts. Barnagæsla er lifibrauð f jölda kvenna og eftir þvi sem við komumst næst getur verið um drjúgan skilding að ræða einkum ef sama dag- mamman hefurmörg börn á sinni könnu... 9 llalldór Reynisson forseta- ritari er ekki hættur störfum eins og gefið var til kynna i siðasta blaði heldur hefur hann fengið leyfi til að ljúka námi si'nu vestur i Bandarikjunum... Góðborgarinn í Vesturbænum MATSEÐILL Kvnning lí). - 21. febrúar GóÐBORGARI með skinku og osti franskar kartöflur og glas af kók Verð aðeins kr. 45.- i Hofsvallagata Sundlaug Vesturbæjar Kapplaskjólsvegur KR-svæði Skyndibitastaður Hagamel 67 Simi 26070 Birgir Viðar Halldórsson Matreiðslumeistari Heimsendingarþjónusta —Jielgarpásturinn. 7T U-BOC100 öflug og afkastamikil Ijósritunarvél U-bix 100erljósritunarvélsemsér- staklega er hönnuö til þess aö þola mikið og stööugt álag. Hún er því mjög heppileg Ijósritunarvél fyrir stofnanir og fyrirtæki sem stöðugt þurfa að fjölfalda mikiö efnismagn t.d. skýrslurog álits- gerðir eða kennslugögn og próf. U-bix 100 hefur reynstein- staklega vel til slíkra verka endaerhún nú mestselda Ijósritunarvélin í sínum stærðarflokki. U-bix 100 skilarallt að 15 Ijósritum ámínútu í stærðunum A5 - A3 á venjulegan pappír, bréfsefni eða löggiltan skjalapappír. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar frekari upp- lýsingar. 4 '7^' SKRI FST< TFUVÉLAR H.F. ■a igp ^tLkV^ W Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.