Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 12
Lúðumús frá Frans Helgarrétturinn þessa vikuna er franskættaöur, en unninn úr alislensku hráefni. Sá, sem læt- ur okkur hann f té, er franski kokkurinn Jea n-Francois Lemercier, sem eldaö hefur ofan i gesti Frönsku vikunnar á Hótel Loftleiöum. Rétturinn heitir lúöumús eöa Mousse de fle'tan og er hann matreiddur á eftirfarandi hátt: 1 kg. lúöa 750 g. rjóm i 14 egg 400 g. smjör salt, pipar, múskat. Fiskurinn er hakkaöur. Eggjunum er hrært vel saman við hann, siðan er smjörinu hrært samn viö og loks rjóman- um. Þetta er siöan kryddaö og sett i kæli i 15 minútur. Fiskur- inn er siöan settur i form og bakaöur i vatnspönnu i 25—30 minútur i 200—220 gráöu heitum ofni. Meö fiskinum er borin fram sósa sem lögöuö er á eftir- farandi hátt: CHskétek interRent Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik Mesta úrvalló besla þiónustan. Vló utvegum yóur ataláll ^ a bilalelflubilum er'endls Boröa- pMtllW Sícni 86220 •5660 Veltlngahúslð í GLÆSIBÆ Hægt er að vera á hálum ís þótt hált sé ekki á vegi. Orukknum manni er voði vis vist á nótt sem degi. ___a___/ Jean-Francois Lemercier Smjör er brætt og niður- skorinn púrrulaukur er glans- eraöur. út i er síöan bætt sveppum og tómötum, sem skornir hafa veriö i teninga. Loks ersvo settur rjómi úti og sósan soöin niöur þar til hún er hæfilega þykk. Beriö fram sellerimauk meö rétti þessum. Hljómlistarmenn halda mikla hátiöi næstu viku, þar sem ýmislegt veröur á boöstólum. FÍH 50 ára: Húllumhæ um allan bæ Fyrir fimmtiu árum, fengu nokkrir hljóðf æraleikarar i Keykjavik s vohljóöandi bréf: „Viö undirritaöir teljum aö nauösynlegt væri, af ýmsum ástæöum aö stofnaö væri til fé- lagsskapar fyrir islenska hljóð- færaleikara, þ.e.a.s. þá, sem hafa músik aö einhverju eöa öllu leyti aö atvinnu. Viljum viö þvi biöja yöur, sem viö vonum að hafi^ áhuga fyrir þessu máli, aö nota á fund á Hótel Borg, herbergi 103, sunnudaginn 14. febrúar kl. 5 siö- degis til aö athuga og undirbúa stofnun þessa félagsskapar. Viröingarfyllst, Bjarni Böövarsson, Þórhallur Arnason. A undirbúningslundi fyrir stofnun hagsmunafélags hljóð- færaleikara mættu 14 manns en á sjálfum stoíníundinum voru þeir 25. Stofnfundurinn var haldinn 28. febrúar 1932. Bjarni Böðvarsson varð strax i upphafi hinn ókrýndi íoringi hljómlistarmanna og var hann formaður félags þeirra i 17 ár. Núverandi formaöur Félags is- lenskra hljómlistarmanna er Sverrir Garðarsson. Hann sagði. aö upphaflega hafi félagiö ætlaö aö halda upp á þessi merku tima- mót meö þvi aö gefa eingöngu út bók, þar sem saga félagsins væri rakin imáli og myndum, auk þess aö halda heföbundna árshátiö. „Siöan datt okkur i hug að heimsækja allar sjúkrastofnanir á Stór-Reykjavikursvæöinu. Þeg- ar viö uppgötvuðum aö þær væru fjörutiu, drógum viö ekkert úr, heldur söfnuðum liöi,” sagði Sverrir. Málin þróuöust svo þannig, að ákveðiö var aö efna til mikillar tónlistarhátiöar sem stendur dag- ana 22.-27. febrúar. Tónleikarnir fara fram viöa um bæinn. Á Lækjartorgi verða lúðrasveitir, Biggbönd og popp-. sveitir. Kaffihúsatónlist verður á Hótel Borg en siöan á Hótel Esju kl. 15. Þrjá fyrstu daga hátiðar- innar veröa djasstónleikar á Hótel Sögu, þar sem færustu djassistar okkar leika. Tveir merkir heiðursmenn frá útland- inu verða gestir á þessum djass- kvöldum, en þeir eru engir aðrir en Pétur Ostlund trommuleikari og Jón Páll gitarleikari. Báðir þessir menn starfa i Sviþjóð. Veitingastaðurinn Broadway gegnir þýöingarmiklu hlutverki i hátiðahöldunum, þvi þar verða halndar fimm upprifjunar- samkomur, þar sem saga félags- ins og tónlisar i landinu veröur rakin aftur á bak. Byrjaö veröur á upprifnun áratugarins 1972—1982. Þá veröur rifjaður upp áratugurinn 1962—72. og mun Þorgeir Astvaldsson veröa kynnir og sögumaöur þessi tvö kvöld. Siöan veröa rifjaöir upp áratug- irnir allt aftur til ársins 1932 er fé- lagið var stofnaö. Kynning og sögumaöur á siöari kvöldunum verður Hrafn Pálsson. A kvöldum þessum munu helstu danshljóm- sveitir sins tima koma fram og spila, og verða gamlar hljóm- sveitir endurvaktar af þvi tilefni. Þarmánefna Hljóma, Roof Tops, KK-sextettinn hljómsveit Svav- ars Gests, sextetts Ölafs Gauks, hljómsveit Björns R. Einarsson- ar. Loks má svo nefna útvarps- hljómsveit i anda Þórarins Guð- mundssonar, og tvær hljómsveit- ir i anda Bjarna Böðvarssonar, sem Ragnar Bjarnason mun stjórna. Eru það útvarpsdans- hljómsveit Bjarna og danshljóm- sveit hans. I upphafi hvers kvölds mun • lúðrasveit leika fyrirgesti og föst hljómsveit kvöldanna veröur Pónik. Munu þeir sjá um borötón- list og tónlist eftir aö dagskrárat- • riöum lýkur. Lokatónleikarnir verða siöan i Háskólabiói, þar sem Sinfóniu- hljómsveit íslands leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar. A efnis- skránni eru verk eftir innlend og erlend tónskáld. Karlakór Reykjavikur, og karlakórarnir Fóstbræöur og Stefnir í Mosfells- sveit munu taka þátt i flutningi þriggja verka á þessum tónleik- um. > Aðkvöldi 28. febrúar munu tón- listarmenn svo halda árshátíö sina i Broadway, en daginn eftir, 1. mars, hefst hér þing norræna tónlistarmanna. „Viö förum þvi beint úr veisl- unni i alvöruna”, sagöi Sverrir Garðarsson. Mikil ásókn hefur veriö i miða á dagskrárliði hátiðarinnar og er fólk hvatt til að tryggja sér miða i tima. Miðana er hægt að fá á skrifstofu FiH að Laufásvegi 40. og er aðgangseyririnn 50 krónur. „Við spiluðum eins og englar” segir Aage Lorange, einn af stofnfélögum FÍH Aage Lorange var einn þeirra tónlistarmanna, sem tóku þátt i stofnun FÍH I febrúar 1932. Helgarpósturinn rabbaöi stutt- lcga viö Aage i tilcfni þessara tfmamóta og spuröi hann fyrst hvort mikiil hasar heföi veriö i tónlistarmönnum á þessum ár- um. „Já, Bjarni heitinn Böövarsson var mjög duglegur. Hann sá, að þaö þýddi ekki annaö en aö hafa munninn á réttum staö. Þaö var mikil barátta við útlendar hljóm- sveitir, sem voru aö koma inn i landið”, sagöi Aage. Sem dæmi um þaö nefndi hann, aö eitt sinn hafi Jóhannes á Borg veriö búinn að fá leyfi fyrir er- lendri hljómsveit. Þegar Bjarni Böövarsson frétti þetta, fór hann upp istjórnarráö og kom þá i ljós, aö einhver undirtylla haföi veitt leyfiö. Samkvæmt islenskri vinnulöggjöf var hins vegar ekki hægt að ráöa hingaö erlenda krafta nema meö samþykki félagsins. Leyfi þetta varð þess vegna afturkallað. — H venær byrjaðir þú aö spila. ,,Ég hef verið byrjaöur að spila á dansæfingum um 1925 og geröi það meö skólanum. Ég fékk meira aö segja áminningu hjá Geir Zoega, sem þá var rektor. Ég var kallaöur upp á skrif- stofuna og hann sagöi: Heyriö þér, þér megiö bara spila á laugardagskvöldum, ekki önnur kvöld ”, Sina eigin hljómsveit stofnaöi Aage Lorange I kringum áriö 1934 og var hún kölluö Djassband Reykjavikur eöa eitthvað i þá veru. Hljómsveitin lék þá fyrir dansi i Iðnó. A þeim tima hófust dansleikir kl. 22 og menn dönsuöu til kl. 4-5 á morgnana. Siöán lék Aage, ásamt hljóm- sveit sinni I Oddfdlowhúsinu og þar voru þeir i átta ár. Eftir þaö kom Sjálfstæðishúsiö, þar sem hann lék i niu ár. Aage og félagar hans munu leika nokkur lög I Broadway, þeg- ar áratugurinn 1932-42 verður rifjaöur upp og var hann aö lok- um spuröur hvort hann saknaöi gömlu timanna þegar hann lék I da n shlj óm s vd tu num. ,,Já, ég geri þab” sagöi hann. „Þetta var persónulegra. Tökum dæmi, ef bilaöi rafmagn á böllum idag gætu menn ekki spilað. Það kom fyrir hjá okkur aö þaö var rafm agnslaust i tvo tima. Þá voru bara sett kertaljós og viö spiluðum eins og englar”, sagði Aage Lorange.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.