Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 27
27
Holrjr^rpn^fl /nfnnFöstudagur 19- febrúar 1982
Heimsmeistaraeinvigið i skák, milli
Fischers og Spasský, hér i Reykjavik fyrir
10 árum siðan, er ágætt dæmi um það hve
iþróttaviðburðir, sem á meðan þeir standa
yfir geta þótt vafasamir og f járfrekir, hafa
stundum mikil áhrif. Með þessu einvigi má
segja að nýtt lif hafi færst i skákiþróttina
hér á landi, og nú má á Reykjavikurskák-
mótinusjá heilan hóp af ungum og efnileg-
um skákmönnum, sem það á einn eða ann-
anháttýtti úti taflmennsku. Jón L. Arnason
hefur t.d. margoft sagt að áhugi hans á
skák hafi kviknað þegar einvigið mikla var
haldið hér á landi.
Hinn mikla skákáhuga þjóðarinnar má
ef til vill einnig rekja á einn eða annan hátt
til „viðburða” á við skákkeppnir. Þegar
Skákin er með eindæmum vinsæl
hér á landi.
Lifir skákin tölvuöldina?
forystumenn iþróttahreyfingarinnar leita
til yfirvalda i von um fjárstuðning benda
þeir oftast á hve góð landkynning það er ef
landsliði tekst að sigra verðugan andstæð-
ing. Það sama á náttúrlega við um skák-
ina. En glæstur árangur iþróttamanna i
ákveðinni grein virkar lika inná við — fólk
færaukin áhuga á viðkomandi grein. Þetta
gerðist i skákinni á sinum tima. Skákin var
nefnilega fyrsta iþróttagreinin, (ef iþrótt
má kalla) sem fslendingar náðu árangri i
erlendis. Þegar i'slenskir skákmenn fóru að
fara út til keppni í'yrir miðja öldina náðu
þeir strax ágætum árangri, og það skilaði
sér hér heima.
Hið margumtalaða skammdegi hefur ef-
laust haft sitt aö segja um skákáhugann
lika. Alltum það þá á Island sér rika skák-
hefö, og skákáhugi er hér meiri en annars-
staðar i heiminum. „Hér á islandi þekkja
flestir skák, kunna mannganginn, og hafa
áhuga á taflmennsku”, segir Guðmundur
Arniaugsson. „Óliklegustu menn koma á
skákmót til að fylgjast með og þá kemur i
ljós að þeir hafa töluverða þekkingu á
iþróttinni. Erlendis, t.d. i Bandarikjunum
heyrir það til undantekninga ef maður hitt-
ir mannsem kann skák, eða þekkir til skák-
manna”.
að má þvi segja aö i þvi andrúmslofti
i .......................
skákkærleika sem rikir hér á islandi hijóti
alltaf að vera til góðir skákmenn. Að marg-
ir menn koma upp i einu má að einhverju
leyti rekja til stórviðburöar eins og heims-
meistaraeinvigisins, en þessir ungu menn
hafa lika langtum betri tækifæri til að verða
góðir, en menn höfðu áður, eins og Guð-
mundur Arnlaugsson benti á. „Nú er svo
mikið skrifað um skák, og skriíað öðruvisi.
Þessir ungu menn hafa aðgang að svo mikl-
um upplysingum um skák. Þeir kunna orðið
heil ógrynni af byrjunum, en hér áður lærðu
menn þetta meira og minna af reynslunni.
Og reynslan er hægfara skóli”, sagði Guð-
mundur.
Með þessu aukna upplýsingastreymi
þreytist skákin hægt og rólega, eins og hún
heiur reyndar gert i gegnum tiðina. I upp-
hafi, þ.e. á seinni hluta siðustu aldar var
rómantisk stefna allsráöandi. Þá tefldu
menn stift til vinnings, báðir aðilar beittu
kóngssókn'og sveiflur uröu miklar Sóknar-
tækni skákmannanna varð þvi miklu meiri
en varnartæknin, og miöað við skákir nú-
timans voru varnir heldur máttlitlar. Um
aldamótin varð breyting á, þá komu önnur
sjónarmið uppá yfirborðið sem kennd voru
við visindalega skákskóiann. Þá fóru menn
aðhugsameira um skákina frá tæknilegum
sjónarhól, menn mátu stööurnar, og það
varð að reglu aö meðan staöan var i jafn-
Grænlenskir fiskibátar i höfn
Im
i ‘þi , -'■> i ■ ' 1 *
- t I .... - ' f4 Æ&tikáÉKjSfc-"-
Úrslit tvísýn í þjóðaratkvæði
Grænlendinga um aðild að EBE
A þriðjudaginn fer fram þjóöaratkvæða-
greiösla i Grænlandi um afstöðu kjósenda
til aöildar landsins að Efnahagsbandalagi
Evrópu. Þótt Grænland sé viðáttumeira en
öll hin Efnahagsbandalagslöndin til
samans, eru það ekki nema 30.000 manns
sem eru á kjörskrá i atkvæðagreiðslunni.
þegar Grænland fékk heimastjórn 1978.
var það eitt af fyrirheitum flokksins
Siumut, sem sigraði i kosningunum og
siðan hefurfarið með landstjórnina, að losa
Grænland við aöildina að EBE. Þegar
Danmörk gekk i bandalagið fylgdi Græn-
land með, þvi það hafði þá ekki fengið sér-
stök landsréttindi, enda þótt sjö kjósendur
af hverjum tiu, sem þá tóku þátt i þjóðarat-
kvæöagreiðslu ásamt öðrum dönskum
þegnum um aðild að bandalaginu greiddu
atkvæði gegn henni.
Stiórnarandstöðuflokkurinn Atassut
berst ákaft fyrir áframhaldi aðildar
Grænlands að EBE. Fram á siðasta ár var
talið liklegt að andstæðingar aðildar að
bandalaginu ættu visan sigur i þjóðarat-
kvæðagreiðslunni. Nú, þegar að kjördegi
dregur, þykir óvissa um úrslit fara vax-
andi.
Atassut-menn hafa færst mjög i aukana
eftir aö flokkurinn sigraði i kosningu á
fulltrúum Grænlendinga á danska
rikisþingið i Kaupmannahöfn I desember i
vetur. Þá fengu frambjóöendur Atassut
46 af hundraði atkvæða en frambjóðendur
stjórnarflokksins Siumut ekki nema 35 af
hundraði.
Deilurnar milli fylkinganna sem hafa
skipað sér með og móti aðild Grænlands að
EBE snúast um það fyrst og fremst, hvort
framtið grænlenskra atvinnuvega og
möguleikum þjóðarinnar til að færa sér
landsgæði i nyt sé betur borgiö utan banda-
lagsins eða innan.
Það. sem andstæðingum EBE á Græn-
landi er mestur þyrnir i auga, er að sam-
kvæmt stofnskrá bandalagsins hafa Græn-
lendingar sjálfir ekki nema 12 milna einka-
lögsögu fyrir fiskiskip sin. Beltið frá tólf
milna linunni út að 200 milna mörkunum er
undir stjórn EBE, sem ákveður þar afla-
mörk og aögang skipa frá ríkjum banda-
lagsins að veiðum.
vægi þá tetldu menn hægt og yíirvegaö, og
kenningin sagði að sigur ynnist ekki fyrr en
andstæðingurinn gerði mistök. A þessum
tima fleygði skáktækninni fram, og jafn-
tefli urðu tið.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu enn
fram ny viðhorf. Þá fara menn aftur að
taka meiri áhættu i skákinni, og blanda
saman rómantiska stilnum og raunsæis-
stilnum, ef svo má að orði komast. Þetta
heitir sovéski skólinn, og er enn undirstað-
an i taflmennskunni, þó fjölbreytileikinn
hafi aldrei verið meiri en nú.
En nú standa skákmenn (eins og flestir
aðrir) frammi l'yrir tölvuöld. Á meðan það
er augljóst að tölvur geta aldrei spilaö fót-
bolta eða handbolta, eru þær nú þegar farn-
ar að teíla skák. Spurningin er þvi: á tölvu-
tæknin eftir að eyöileggja skákina?
„Veitekki", ersvariðsem flestir gefa við
þessari spurningu. Guðmundur Arnlaugs-
sonsagöi þetta talsvert rætt af skákáhuga-
mönnum og að menn væru ekki á eitt sáttir.
„Tölvur hafa reikningshæfileika og rökvisi
umlram menn", sagði Guðmundur, „en
það kemur f'leira til. Skák byggir mikið á
innsæi. Hún byggist á þvi að menn meti
stöðuna rétt, aö menn þekki andstæðinginn.
Og ég eíast um aö tölva gæti f'engið þá hæfi-
leika”.
Páll Jensson forstööumaður Reiknistofn-
unar Háskólans, sagöi að þróunin i þessum
málum væri á þá leiö að hann efaðist ekki
um að hægt yrði i náinni framtið að pró-
gramera tölvur þannig að þær yrðu jafn
sterkarogsterkustu skákmenn. „En það er
ekkert vist aðmenn kæri sig um það. Það er
ekki vistaðmenn hafigaman aí' þvi að tefla
við vélar, þegar til lengdar lætur”, sagði
hann.
Að sögn Friðriks Ölafssonar, lorseta
FIDE, hefur alþjóðaskáksambandiö ekki
látið þessi mál aískiptalaus. „Við geröum
meðal annars samkomulag við alþjóða-
samband „skáktölvuáhugamanna” á sið-
asta þingi i Atlanta i Bandarikjunum.
YFIRSÝN
Frá 1977 til 1981 hefur hlutdeild Græn-
lendinga i aflaþeirra sjávarafurða sem þeir
afla einkum aukisl stórlega, eða úr 56 af
hundraði i 96 af iiundraöi þorsks lax og
rækju sem kemur úr sjó i fiskveiðilögsögu
Grænlands. Aftur á móti koma aðrar teg-
undir, og þá einkum karfi, aðallega i hlut
veiðiflota Efnahagsband'alagsrikja i
Evrópu, og þá sérstaklega Vestur-Þýska-
lands.
Talsmenn Efnahagsbandalagsins og
Grænlendingar meðmæltir aðild aö banda-
laginu halda þvi fram, aö það séu fjárfram-
lög frá EBE til eflingar sjávarútvegs og
fiskiðnaðar á Grænlandi, sgm gert hafi
landsmönnum fært að auka aflahlutdeild
sina eins og raun ber vitni á siðustu árum.
Samkvæmt útreikningum EBE nema
framlög úr sjóðum bandalagsins til verk-
efna á Grænlandi alls 642 milljónum
danskra króna frá ársbyrjun 1973, þegar
Danmörk gekk i þaö. Þetta er óafturkræf
framlög, en við þá upphæð bætast hagstæð
lán til grænlenskra fyrirtækja og
stjórnvalda, sem alls nema 383 milljónum
danskra króna.
Orænlendingar andvigir áframhaldi á
aðiid að EBE bera ekki á móti þvi að fram-
lög bandalagsins hafi verið rifleg, en þeir
halda þvi fram að sé til lengri tima litið geti
Grænlendingar séö hag sinum eins vel
borgið með þvi að taka sjálfir algerlega að
sér stjórn fiskveiðanna, þvi þeir geti þá haft
tekjur af að leigja fiskiflotum annarra rikja
aðgang að þeirri veiði i grænlenskri lögsögu
sem grænlenski fiskiflotinn kemst ekki yfir.
Þar að auki leggja þeir áherslu á að i Græn-
landi séu miklir möguleikar á námugreftri
og jafnvel oliuvinnslu, og Grænlendingar
standi betur að vigi að stjórna nýtingu
þeirra auðlinda utan EBE en innan.
Ennfremur segja þeir, sem hvetja Græn-
lendinga til að segja nei við áframhaldi
veru i EBE, að lagt verði kapp á aö ná
samningi við bandalagið á svipuðum
grundvelli og fyrrverandi nýlendur
bandalagsrikja hafa fengið. Talsmenn
EBE telja af og frá að Grænlendingum
standi sjálfkrafa til boöa slik kjör, afráði
þeir að fara úr bandalaginu. Fór Poul
Dalsager, landbúnaöar- og fiskveiða-
ráðherra Danmerkur sérstaka ferð til
Grænlands siðasta haust til að brýna fyrir
grænlenskum stjórnvöldum, að þau gætu
Ahugamenn um þessi mál hafa semsagt
myndað með sér samband, og við i FIDE
töldum rétt að vinna með þeim að einhverju
leyti, til að fá sem mest útúr þessum tækj-
um fyrir skákiþróttina. Það þýöir kannski
aðviðleyfum þessum mönnum að taka þátt
i einhverjum skákmótum með tölvunum
sinum, eða eitthvað i þá áttina. Við teljum
rétt að vera frekar með i þessari þróun
heldur en láta eins og þetta sé ekki til. ”
Tölvurnar geta siðan náttúrulega gert
fleira en að tefla. Þær geta verið stórmeist-
urunum ómetanleg hjálp á hörðum skák-
mötum, sérstaklega i sambandi við bið-
skákir og stöðumat, ef þær eru rétt matað-
ar. Sér Friðrik Olafsson það fyrir sér að á
stórmótum næstu ára verði það ekki stór-
meistararnir sjálfir sem tefli, heldur verði
þeir aðeins fulltrúar geysifullkominnar
tölvu?
„Eg held að það sé ekki veruleg hætta á
þvi á næstunni” sagði hann. „Þetta er auð-
vitað vel hugsanlegt sérstaklega i sam-
bandi við biðskákir.og ef til vill bréfskákir
og þess háttar. En þetta er lika móralskt
atriði. Þetta er spurning um það hvað mað-
ur getur. Ef maöur teflir eftir forskrift
tölvuer maður iraun oröiiin eitthvað annað
en skákmaður”, sagði Friðrik Ólafsson.
O'g þö tölvurnar komi ekki til með að
breyta mjög miklu fyrir skákiþróttina á
næstunni, þá blasa ýmsar hræringar við.
Um árabil hafa timamörk hverrar skákar
verið þau sömu, en nú er i auknum mæli
farið aðgera tilraunir meö þau á skákmót-
um, einkum i þá átt að stytta skáktimann,
og reyna þannig aö íá fram snarpari átök á
kostnað ylirvegunnar. Um leið og svona
breytingar eru til umræðu er einnig spekú-
lerað mikiö i íörminu á heimsmeistara-
keppninni, sem mörgum finnst orðin alltof
viðamikil og þung keppni. Semsagt: Það er
von á ýmsu i skákheiminum.
Heftir
Guðjón
Arngrimsson
L...„................... 1
eftir
Magnús
Torfa
Ólafsson
ekki búist við mikilli tilhliörunarsemi af
EBE eftir brottför úr bandalaginu. Alvar-
legast væri fyrir Grænlendinga, ef afurðir
þeirra yrðu tollaðar i löndum EBE eins og
um óviökomandi aðila væri að ræða, þvi
Efnahagsbandalagslöndin taka við megin-
hlutanum af útflutningi Grænlendinga.
Siumut, flokkurinn sem gengst fyrir
þjóðaratkvæöagreiöslunni og stefnir að úr-
sögn Grænlands úr EBE, hefur talið rétt aö
hafa vaðið fyrir neðan sig, og afréð þvi að
úrslit atkvæöagreiðslunnar skuli vera
ráðgefandi en ekki bindandi fyrir
landstjórnina. Þvi kann svo aö fara, að
langur timi liði frá þvi úrslit verða kunn
þangað til ljóst er hvort Grænland fer úr
EBE eða ekki. Einu úrslitin sem gefa munu
skjóta niðurstöðu er að meirihluti greiði at-
kvæði meö óbreyttu ástandi, áframhaldi á
veru Grænlands i EBE. Þá má búast við að
Siumut biöi ósigur i næstu kmdsþingskosn-
ingum og verði að fara frá völdum.
Veröi mjótt á munum, en ipeirihluti at-
kvæða faili þó gegn aðild að EBE, getur
hafist langt samningaþóf milli
Grænlendinga og stjórnarnefndar; EBE I
Brðssel, af þvi landsstjóm Siumut-manna
er ekki skuldbundin til aö gera alvöru úr úr-
sögn úr EBE fyrr en ljóst liggur fyrir hver
kostur er á sérstökum viðskipta og -
tollasamningi við bandalagið. Gera má ráð
fyrir aö endirinn verði sá, að Grænland
verði kyrrt i EBE, þvi Siumut treystir sér
varla til að stiga svo örlagarikt skref sem
úrsögn væri með nauman meirihluta kjós-
enda á sinu bandi, og vitnesku um þetta
telja þá embættismenn EBE sig ekki þurfa
að sýna neina tilhliörunarsemi i samninga-
viðræðum um hvað viö tæki eftir úrsögn
Grænlands..-
vi aðeins að mikill meirihluti greiði at-
kvæði gegn veru Grænlands i Efnahags-
bandalaginu, er liklegt að af úrsögn verði.
Meö slik úrslit að baki telur Siumut sig i
aðstöðu til að leita hagstæðs skilnaðar-
samnings i Brussel, hvað sem liður yfirlýs-
ingum talsmanna bandalagsins fyrir at-
kvæðagreiðslu Grænlendinga.
/