Helgarpósturinn - 23.07.1982, Side 12

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Side 12
12 Föstudagur 23. júlí 1982 Helgai----- „pasturinn* Nújazzinn í Reykjavík baö var ekki margt um manninn i Félagsstofnun Stúd- enta á fimmtudagskvöldiö i siö- ustu viku þegar trompetleikar- inn og tónskáidiö Leo Smith tróö þar upp ásamt vibrafónleikar- anum Bobby Naughton. Hluti af hundraömannahópnum var þýskur og tóku þeir gjarnan þátt i tónlistinni meö þvi aö slá i öskubakka og glös, en uppskáru litiö lof. Aö ööru leyti fóru tón- leikarnir vel fram utan háreysti nokkurra drukkinna Islendinga. Hjá slíku veröur sjaldan komist á vinveitingastööum, sér i lagi er jafn tormelt tónlist er á boö- stólum og nótnaklasasvitur Leo Smiths. Jazzvakning hefur taliö þaö hlutverk sitt aö kynna allar stefnur og strauma innan djass- tónlistar og einnig þá tónlist sem ekki er hægt aö nefna djass, en er i náinni snertingu viö þá tónlist ss. blúsinn. Tónlist Leo Smith er af þeirri tegund: nú- tima tónlist sprottin af rótum djass ogevrópsks akademisma, enda kallar hann sig ekki djass- leikara og þaö meö réttu. Ekki einsog i Art Ensemble of Chica- go, Duke Ellington og Charles Mingus, sem kölluöu sig heldur ekki djassleikara en voru þaö nú samt. Hvaö er djass? Þegar stórt er spurt veröur oft litiö um svör. Spunnin tónlist meö sveiflu, er stundum svaraö og ætli þaö sé ekki næst því rétta. Svo er enda- laust hægt aö deila um sveifl- una! Ég held þó aö fæstir telji tón- list Leo Smith búa yfir sveiflu. Hún er mjög flókin og kerfis- bundin og krefst mikillar lestr- artækni. Nótnaklasar eru leikn- ir, siöan þögn og spunniö. 1 einu verkanna á tónleikun- um lék Pétur Grétarsson meö þeim félögum á trommur og kom hann þvi vel til skila sem fyrir hann var lagt. 1 þaö minnsta greindu hlustendur ekki annaö. Go in numbers Leo Smith & New Dalta Ahkri nefnist kvartett sá sem Smith hefur feröast meö um heiminn. Þvi miöur vantaöi helming hans á sviöiö i Félagsstofnun: bassa- leikarann Wes Brown, sem var aö eyöa hveitibrauösdögunum i Evrópu og saxafónleikarann Dwight Andrews, sem sinnaöist eitthvað viö félaga sina viö komuna til Reykjavikur og tók i fússi næstu vél til New York. Þeir eru allir á nýútkominni skifu frá italska hljómplötufyr- irtækinu Black Saint. Sú nefnist VVe Go in Numbers (BSR 0053) og er hún tekin upp I The Kitch- en i New York þann 19. janúar 1980. Þar leikur Leo Smith á trompet, flygilhorn og atenteb- en flautu (einsog hann gerði i Félagsstofnun aö viöbættum a- slátturshijóöfærum og munn- hörpu), Dwight Andrews er á tenór og sópransaxafón og flautu, Bobby Naughton á vibrafón og Wes Brown á bassa og odurogyaba flautu. A skif- unni eru fjögur verk eftir Leo Smith og nefnist það fyrsta The World Soul og er flautusóló. Sið- an kemur Go in Numbers og er liklega baráttuverk, þvi skifan er af ástriöu tileinkuö draumum og þrám afrisks fólks um viða veröld, er vill fylkja liöi i bar- áttunni fyrir frelsi. Þar má finna djassriff hjá saxinum. Siö- an kemur verkiö Illumination: The Nguzo Saba þarsem Andr- ews og Brown leika ma. firna- góöan dúó meö djasshrifum. Svo lýkur skifunni á vibrafón- sólói Naughtons: Changes. Þetta er miklu kraftmeiri tón- list en viö heyröum i Félags- stofnun og var leit.t aö þeir Andrews og Brown skyldu ekki vera á sviöinu meö félögum sín- um á þeim tónleikum. Einsog öll framandi tónlist þarfnast verk Leo Smith góörar hlustunar og þessi skifa er kjör- in fyrir þá sem vilja komast inni tónlist hans. Þaö er Grammiö aö Vestur- götu 53B sem flytur skifuna inn. Roscoe Á fimmtudagskvöldiö kemur mun Roscoe Mitchell leika i Fé- lagsstofnun. Hann leikur einn á allskonar saxafóna einsog Ev- an Parker og Peter Brötzmann hafa áöur gert i Reykjavik. Þaö þarf ekki aö hvetja jpá sem gam- an höföu af leik Roscoes með Art Ensamble og Chicago i Bro- adway aö mæta á staöinn, en þeir sem aldrei hafa heyrt i Roscoe og eru kannski litiö fyrir frammúrstefnuna ættu nú aö láta veröa af þvi aö kynnast henni meö augum og eyrum. Þaö ætti aldrei aö skaöa aö vikka sjóndeildarhringinn! Rödd hrópandans Eyjólfur Konráö Jónsson:út úr vitahringnum.Útg. Heimdallur. Rvk. 1982. Heimdallur er, eins og flest- um mun kunnugt, ekki beinlinis bókaforlag. Getur þó verið lið- tækur á þvi sviði, og á ég þá einkum við Norsk ævintýri i þrem bindum, sem gefast mér jafn-prýðilega að lesa fyrir son minn eins og föður minum fyrir mig, en mér er þó varla ljóst hvers vegna einmitt Heimdallur stóö i að gefa út. Hitt er hægara að ráða i, hvers vegna Heim- dallur vill koma á framfæri þvi úrvali af ræðum og greinum Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem hér er komiöá þrykk (í 170 siðna bók, myndskreyttri i mjúkum spjöldum). Bókin skiptist i tvo hluta.Hinn fyrri og lengri fjallar um hag- stjórn, sá seinni um atvinnu- rekstur og fjármögnun hans. Allt eldra efniö er i seinni hlut- anum, frá árunum 1972—78, og þar talar Eyjólfur fyrir þeim málstað sem hann haföi áður boöaö i heilli bók, að hlutafélög séu hentugust til þess aö virkja framtak og fjármagn I atvinnu- lifinu. 1 fyrri hlutanum er efnið allt yngra, frá þvl eftir kosn- ingar 1978, og snýst um hug- myndir i ætt viö leiftursóknina frægu. Þar er aðalboöskapur Eyjólfs sá, aö komast þurfi Ut úr vitahring veröbólgunnar meö einu mikiu átaki, og þaö sé unnt með skattalækkunum, stór- auknu frjálsræöi i viöskiptalífi og vissum breytingum á fleiri sviöum. Mestur hlutinn af máli Eyjólfs Konráðs i þessari bók eru ræður eða ræðukaflar, nokkrar örstuttar blaðagreinar og ein löng, frá leiftursóknarhaustinu 1979, og býst ég viö hún verði talin merkast efni bókarinnar, en hún hefur að visu verið endurprentuð áður, nefnilega i Frelsinu. Svo er það ekki Eyjólfur einn sem hefur orðið. I fyrri hluta bókarinnar eru teknar upp umsagnir þeirra Jónasar H. Haralz, Friöriks Friörikssonar og ólafs isleifssonar um fyrr- nefnda löngu grein Eyjólfs, svo og andsvör hans. 1 seinni hlutann er tekinn upp ræðu- stúfur eftir Erlend Einarsson um fjármögnun samvinnu- félaga þar sem vissar samsvar- anir eru viö hugmyndir Eyjólfs um hlutafélög. Og loks eru sem viðauki birtar efnahagsmála- tillögur sem unnar voru á vegum Verslunarráös fyrir þingflokk Sjálfstæöisflokksins i fyrra, og er þar margt mjög i anda Eyjólfs. Ekki finn ég þess getið i bók- inni hver hefur ritstýrt henni (þótt tiundað sé hvaða fjórir menn lásu prófarkir). Einhver hefur valiö efniö, stytt sumar ræðurnar, skrifaö kynningu með hverjum efniskafla, lika stöku athugasemdir neöanmáls eða sem innskot, og á einum stað litinn tengikafla, valið myndir, og samiö myndatext- ana, sem sumir styðjast að visu viö texta Eyjólfs, en i öðrum eru gerðar athugasemdir um hluti sem ekkert eru til umræðu i meginmálinu. (Ekki hefur Eyjólfur Konráð gert allt þetta sjálfur, þvi að tvivegis er hinn ónefndi ritstjóri skammstaf- aður ,,útg.”.) Hver eöa hverjir sem að þessu unnu, þá þykir mér það merki- leg hugmynd og ágæt að taka upp umræöur, einnig andmæli gegn aðalhöfundi bókarinnar, og hygg ég það lýsi sjálfstrausti útgefenda fyrir hönd stjórn- málastefnu sinnar að vera svo ófeimnir við vissan ágreining meöal fylgjenda hennar. Eyjólfur Konráð Jónsson er prýöilega mælskur maður og ritfær. Þá gáfu sina notar hann til þess að kveða einkar sterkt að orði um hvaö eina, og er það sumt fimlega oröað, en þegar lesið er eitthvað aö ráöi, hvað þá þegar það er oröið heil bók, þá verður stilsmátinn nokkuð ein- hæfur og jafnvel þreytandi, lik- astur sibylju af upphrópunum. Efnismeðferðin er lik rithætt- inum: allsstaðar hreinar linur, vondu hlutirnir gersamlega for- kastanlegir, en góöu hlutunum muni fylgja auöur og allsnægtir. Útskýringar og röksemdir er ekki auðvelt aö lesa úr máli Eyjólfs — nema kannski ef maður er mjög sannfæröur fyrir — hvað þá að hann lýsi báðum hliðum máls eöa leyfi sér nokkru sinni að hika i mál- flutningi sinum. Þar sem sam- hengið kallar á útskýringar, hættir honum viö aö smella slagorði i staöinn. Þar með er ekki sagt að hann þurfi aö hafa rangt fyrir sép-, a.m.k. er ekkert hlutverk ritdómara aö snúa höfundi til nýrrar pólitiskrar trúar. En hvort sem nú aöal- Eyjólfur Konráð—„Efn- ismeðferðin er lik rit- hættinum: alls staðar hreinar Ifnur, vondu hlut- irnir gersamlega forkast- anlegir, en góðu hlutun- um munu fylgja auður og allsnægtir," segir Helgi Skúli Kjartansson í um- sögn sinni um Út úr víta- hringnum. atriöin hjá Eyjólfi eru rétt eöa röng, þá er bagalegt hve litla rækt hann leggur við nákvæmni i smáatriðum. Svo er um hag- fræðina, sem mikið kemur við sögu i fyrrl hluta bókarinnar, aö þar er hver vandi leystur með kröftugum fullyrðingum mjög almenns efnis, lesandinn verður bara að vona, án þess að sjá þess beinlinis merki, að höfundur sé búinn að hugsa þetta dýpra en hann talar. 1 seinni partinum er afleitt dæmi um ónákvæmni á bls. 108—112, þar sem Eyjölfur Konráð rekur i talsvert löngu máli hve litið gagn hafi verið að samvinnu- félögunum við atvinnuuppbygg- ingu á Noröurlandi vestra ára- tuginn 1967—77. Hann segir frá þvi, hvernig kaupfélögin á Hofsósi og Skagaströnd, sem bæði höföu rekið hraðfrystihús, komust i þrot og hættu störfum. En um Blönduós og Sauðárkrók segir i einu lagi, að fyrir utan sláturhús og mjólkursamlög hafi kaupfélögin „litið látið at- vinnumál til sin taka”. t iðnaöi og sjávarútvegi hafi „fólkið sjálft” komið upp atvinnustarf- seminni,„og allt eru þaö einka- fyrirtæki. Einstaka að visu meö minniháttar aðild samvinnu- félaga.” Likiega hefur enginn orðið til þess á Varöarfund- inum, þar sem Eyjólfur Konráð flutti þessa lýsingu, að spyrja hann út i það, i hverju væri fólgin minniháttar aðild kaup- félagsins aö sjávarútvegi á Sauöárkróki. En vafalaust hefði honum verið svarið kunnugt: Eitt stykki hraðfrystihús, stór eignarhlutur i togaraútgerðinni, o.s.frv. Þaö er einmitt út af svona hlutdrægri ónákvæmni, aö það er skammaryrði um mál- flutning að kalla hann póli- tiskan. Og bókin Eyjólfs og Heimdallar er voðalega póli- tisk.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.